Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 27
Freyjur sem söng víða á Austur- landi við miklar vinsældir. Margrét hóf störf hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík 1949 og starfaði þar til 1955. Hún hóf að hanna föt um 1957, stofnaði, ásamt bræðrum sínum, fyrirtækið Sport- ver 1960, sem hannaði og framleiddi íþróttaföt, tískufatnað og seinna ull- arfatnað. Margrét var framkvæmdastjóri Sportvers í sex ár en dró sig þá út úr rekstrinum, hóf eigin rekstur og sneri sér alfarið að hönnun á ullar- flíkum sem hún hefur verið hug- fangin af síðan og sinnti um árabil. Kom á golfi á Vestfjörðum Síðar á ævinni var Margrét bú- sett á Ísafirði í nokkur ár og sá þá um rekstur bensínstöðvar þar 1979- 84. Hún var auk þess stofnandi Golfklúbbs Ísafjarðar, var fyrsti formaður hans og hvatamaður að gerð golfvallarins í Hnífsdal, en síð- ar hefur verið keppt um Mar- grétarbikarinn fyrir vestan, henni til heiðurs. Margrét var einn af stofnendum Soroptimistaklúbbs Kópavogs fyrir 37 árum og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Klúbburinn átti frumkvæði að stofnun Sunnuhlíðarsamtakanna en þá kölluðu þær stöllur saman full- trúa allra klúbba og félaga í Kópa- vogi og byggðu saman dvalarheim- ilið Sunnuhlíð. Margrét var svo leiðbeinandi við dagvistina í Sunnuhlíð í níu ár og sá þar þá um föndur og félagsmál. Fjölskylda Margrét giftist 23.6. 1951 Guðjóni Valgeirssyni, f. 13.5. 1929, d. 7.3. 1993, hdl. Foreldrar hans voru Val- geir Guðjónsson múrarameistari og Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja. Guðjón og Margrét slitu samvistir. Börn Margrétar og Guðjóns eru Valgeir Guðjónsson, f. 23.1. 1952, tónskáld og tónlistarmaður, kvænt- ur Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa og fram- kvæmdastjóra, og eru börn þeirra Árni Tómas, Arnar Tómas og Vig- dís Vala; Guðrún Arna, f. 13.6. 1957, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, og eru börn hennar Bjarni Þór Pét- ursson og Edda Björk Pétursdóttir en maður Guðrúnar er Tryggvi Tryggvason arkitekt; Sigríður Anna, f. 2.2. 1959, skólastjóri Ísaks- skóla, búsett í Garðabæ, gift Ragn- ari Marteinssyni framkvæmda- stjóra og eru börn þeirra Margrét, Ragnheiður og Guðjón. Bræður Margrétar: Vilhjálmur Árnason, f. 15.9.1917, d. 8.3. 2006, hrl. í Reykjavfk; Þorvarður Árna- son, f. 17.11. 1920, d. 1.7. 1992, framkvæmdastjóri; Tómas Árnason, f. 21.7. 1923, fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóri, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Margrétar voru Árni Vilhjálmsson, f. 9.4. 1893, d. 11.1. 1973, útvegsbóndi á Háeyri, og k.h., Guðrún Þorvarðardóttir, f. 7.1. 1892, d. 26.10. 1957, húsfreyja. Tómas Árnason fyrrv. ráðherra og seðlabankastj. Úr frændgarði Margrétar Árnadóttur Margrét Árnadóttir Kristín Björnsdóttir húsfr. í Tjarnarkoti Arinbjörn Ólafsson útvegsb. í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík Margrét Arinbjarnardóttir húsfr. í Keflavík Þorvarður Þorvarðarson útvegsb. í Keflavík Guðrún Þorvarðardóttir húsfr. á Hánefsstöðum Þorvarðar Helgason beykir í Keflavík, systursonur Jakobs, pr. í Steinnesi, langafa Vigdísar Finnbogadóttur Björg Sigurðardóttir húsfr. á Hánefsstöðum Vilhjálmur Árnason útvegsb. á Hánefsstöðum Árni Vilhjálmsson útvegsb. og erindreki á Hánefsstöðum Þórunn Einarsdóttir húsfr. á Hofi Þorvarður framkvæmdastj. í Rvík Vilhjálmur hrl. í Rvík Stefanía Sigurðard. húsfr. á Brekku í Mjóafirði Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra á Brekku Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur HjálmarVilhjálmsson ráðuneytisstjóri Helgi Hjálmarsson arkitekt Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt Hermann Vilhjálmsson sjóm. á Hánefsstöðum Björg Hermansd. húsfr. Guðbjörg Lilja Þórisdóttir leikkona Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfr. á Hafranesi og á Egilsstöðum Vilhjálmur Einarsson fyrrv. skólameistari og Olympíu- verðlaunahafi á Egilsstöðum Einar Vilhjálmsson afreksmaður í spjótkasti Sigurður Stefánsson b. á Hánefsstöðum af Skíða- Gunnarsætt og Kjarnaætt Gunnar Stefánsson Gunnar Gunnarsson hreppstjóri á Ljótsstöðum Gunnar Gunnarsson rithöfundur Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfr. á Hánefsstöðum Árni Vilhjálmsson b. á Hofi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Þórarinn Olgeirsson útgerð-armaður fæddist á Valdastöð-um í Árnessýslu 1.10. 1883. Foreldrar hans voru þau Olgeir Þor- steinsson og k.h., Steinunn Ein- arsdóttir, en þau bjuggu á Valdastöð- um. Með fyrri eiginkonu sinni, Nancy Little, dóttur Joes Little skipstjóra, átti Þórarinn þrjú börn og eitt með seinni eiginkonu sinni, Guðrúnu Zoëga. Þórarinn hóf ungur sjómennsku á skútuöldinni. Hann var ráðinn háseti á skútuna Agnesi frá Reykjavik árið 1899 og var síðan á ýmsum bátum og skútum víða um land. Árið 1909 útskrifaöist Þórarinn úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var þá orðinn skipstjóri hjá Eldeyjar- Hjalta. Hann varð síðan einn þekkt- asti skipstjóri og útgerðarmaður Ís- lendinga á árum fyrstu botnvörpung- anna og fram að seinni heimsstyrjöld. Þórarinn var fyrst skipstjóri á Marz frá Reykjavík, síðan á Great Admiral frá Grimsby, þá á Jarlinum frá Ísafirði. Hann var skipstjóri á eig- in togurum, Belgaum frá Reykjavík 1918-25 og Júpiter í þrjú ár, þá með Vensus í sex ár og loks var hann með King Sol, einn stærsta togara Breta fyrir seinni heimsstyrjöldina, frá 1936-39, er skipið var þjóðnýtt til hernaraðgerðar. Þórarinn var lengst af búsettur í Bretlandi og var umboðsmaður ís- lenskra skipstjóra og útgerðarmanna þar um árabil. Auk þess kom Þór- arinn að gerð nýsköpunartogaranna. Hann varð vararæðismaður Íslands í Bretlandi árið 1948 og ræðismaður árið 1954. Þórarinn þótti alla tíð farsæll og dugandi skipstjóri, mikill aflamaður og dugnaðarforkur við öll sín störf fram á elliár. Hann leiðbeindi oft öðr- um á góð aflamið og bjargaði eitt sinn á þriðja tug sjómanna á þremur ára- skipum í aftakaveðri á Breiðafirði í ársbyrjun 1925. Þórarinn var sæmdur riddara- krossi árið 1948 og stórriddarakrossi árið 1953 enda störf hans í þágu ís- lensks sjávarútvegs ómetanleg. Þórarinn lést 5.8. 1969. Merkir Íslendingar Þórarinn Olgeirsson 100 ára Jóhanna Sigurðardóttir 95 ára Bogey Dagbjartsdóttir 90 ára Bryndís Bjarnadóttir 85 ára Alda Ólafsdóttir 80 ára Agnar Vilhjálmsson Guðmundur Einarsson Jón Friðrik Zophoníasson Kári Rafn Sigurjónsson 75 ára Anna Magnea Valdimarsdóttir Bera Þórisdóttir Fjóla Gísladóttir Gully Bára Kristbjörnsdóttir Hanna Ósk Jónsdóttir 70 ára Einara S. Einarsdóttir Gísli Kristjánsson Jón Hólmar Leósson Sigríður S. Kristjánsdóttir Sigurlaug Gunnarsdóttir Theódóra Steinþórsdóttir 60 ára Egill Viggósson Haraldur Guðjónsson Jón Þorbergur Oliversson Krystian Zaboklicki Þorbjörg Nanna Haraldsdóttir 50 ára Birna Vilhjálmsdóttir Brynja Þorkelsdóttir Gestur Helgason Hjalti Ben Ágústsson Kristín Guidice Ragnheiður Árnadóttir Samúel Guðmundsson Sandra Grétarsdóttir Sigrún Ellertsdóttir Sigurður Jóhannsson Snæbjörn Óskarsson Tómas Hallgrímsson Þórir Hallgrímsson 40 ára Anna Eygló Magnúsdóttir Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir Erika Valencia Sandoval Erik Robert Qvick Friðrika Dögg Þórleifsdóttir Gunnþóra Kristín Ingvadóttir Helena Sif Kristinsdóttir Helga Jóhannesdóttir Mariusz Drzymkowski Mia Carola Hellsten Ólafur Björn Ólafsson Srdan Ðuric Thorbjörn Knudsen 30 ára Ana Isa Rondon Encarnacion Berglind Gunnarsdóttir Borgþór Sveinn Eyþórsson Daniel Karol Ziólkowski Halldór Jón Sigurðsson Ireneusz Baske Jón Mar Jónsson Konstantins Tihomirovs Kristín Helga Kristjánsdóttir Margrét Sæný Gísladóttir Rakel Þormarsdóttir Una Rúnarsdóttir Þóranna Másdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kristín ólst upp í Sandgerði, er þar búsett og starfar í fríhöfninni. Maki: Daði Bergþórsson, f. 1975, starfsmaður hjá Airport Associates. Synir: Þórhallur Einar, f. 2007; Bergþór Óli, f. 2010, og Darri Þór, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Inga Sigurðardóttir, f. 1967, og Þórhallur Jóhannesson, f. 1963, Blóðfaðir er Jón Ingi Lárusson, f. 1963. Kristín Jónsdóttir 40 ára Þurý ólst upp í Hafnarfirði, er þar búsett, lauk sveinsprófi í hár- snyrtingu og starfar hjá Actavis. Dóttir: Elísabet Ósk Sverrisdóttir, f. 1994. Bróðir: Andri Þór Eyjólfs- son, f. 1987. Foreldrar: Regína Bettý Hansdóttir, f. 1955, starfsmaður hjá LSR, og Eyjólfur Þór Kristjánsson, f. 1952, pípulagn- ingameistari. Þuríður Bettý Eyjólfsdóttir 30 ára Haukur ólst upp á Akranesi, er búsettur í Reykjavík, lauk kenn- araprófi frá KHÍ, kennir við Réttarholtsskóla og er Suðurlandsgoði. Maki: Iris Edda Nowen- stein, f. 1991, MA-nemi í málvísindum. Dóttir: Elísabet Hauks- dóttir, f. 2008. Foreldrar: Bragi Þór Sig- urdórsson, f. 1949, og Sigríður Elísabet Hauks- dóttir, f. 1950. Haukur Dór Bragason HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.