Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
Hvað gerir rithöfundurþegar hann skrifarskáldsögu sem slæróvænt í gegn og verður
metsölubók? Nú, hann skrifar aðra
eftir sömu formúlu. Þessi hugsun
flögrar óneitanlega að manni við
lestur nýjustu
skáldsögu Vikas-
ar Swarup sem
nefnist Ærlegi
lærlingurinn
enda svipar
henni uppbygg-
ingarlega um
margt til met-
sölubókarinnar
Viltu vinna millj-
arð? sem sami
höfundur sendi frá sér árið 2005.
Báðar bækur hefjast á því að
aðalsögupersónan hefur verið fang-
elsuð og er sökuð um glæp sem
hún telur sig saklausa af. Í fram-
haldinu tekur við upprifjun á for-
tíðinni með það að markmiði að
leiða hið sanna í ljós. Í báðum bók-
um er mjög skýr rammi settur ut-
an um þessa upprifjun, annars veg-
ar spurningaleikur í Viltu vinna
milljarð? og hins vegar tiltekinn
fjöldi prófa í Ærlega lærlingnum.
Sapna Sinha, söguhetja Ærlega
lærlingsins, starfar sem af-
greiðslustúlka á lúsarlaunum í raf-
tækjaverslun en langar óneit-
anlega í meira gefandi starf. Hún
hefur hins vegar lagt eigin drauma
til hliðar þar sem hún tekur skyld-
ur sínar sem elsta barn fjölskyld-
unnar mjög alvarlega og sér fyrir
veikri móður og yngri systur,
Nehu, sem enn er í skóla. Dag einn
kemur einn ríkasti maður Indlands
að máli við Sapna og býður henni
að verða stjórnarformaður fyr-
irtækjasamsteypu hans. Það eina
sem hún þarf að gera er að leysa
sjö þrautir farsællega, sem hann
vill ekki gefa upp fyrirfram í
hverju felast. Sapna hefur miklar
efasemdir en örlögin haga því svo
til að henni finnst hún ekki geta
hafnað þessu einstaka og um leið
sérkennilega boði.
Vikas Swarup kann þá list að
fanga lesendur sína í æsispennandi
atburðarás. Hann reynir markvisst
að koma lesendum sínum sífellt á
óvart og tekst það yfirleitt, þó
framvindan verði á köflum nánast
reyfarakennd og eftir því ótrúverð-
ug. Sömuleiðis verður að við-
urkennast að persónusköpunin er
ekki sterkasta hlið höfundar og
þannig eiga persónur bókarinnar
það nær allar sameiginlegt að vera
helst til of eintóna. Sem dæmi eru
systurnar Sapna og Neha eins og
svart og hvítt, Neha er sjálfselsk
dekurrófa meðan Sapna er mann-
gæskan sjálf og með siðferðisvit-
undina í lagi. Framvinda sögunnar
virðist lítil sem engin áhrif hafa á
þær systur, sem verður að teljast
nokkuð undarlegt.
Meginsögusvið Ærlega lærlings-
ins er Delhí þar sem lesendur fá
innsýn í hina ýmsu króka og kima
indversks samfélag sem eru óneit-
anlega misfallegir. Þannig varpar
höfundur skýru ljósi m.a. á stétt-
arskiptingu landsins með tilheyr-
andi fátækt fjöldans sem og kúgun
kvenna sem á sér margar ljótar og
ofbeldisfullar birtingarmyndir.
Texti höfundar er skemmtilega
myndrænn og því liggur við að
lyktin, hávaðinn og rykið verði
nánast áþreifanlegt. Þýðing Ísaks
Harðarsonar er vönduð og rennur
ljúflega.
Skáldsaga
Ærlegi lærlingurinn bbbnn
Eftir Vikas Swarup. Ísak Harðarson
þýddi. Kilja, 431 bls. JPV útgáfa 2013.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
BÆKUR
Ljósmynd/Rohit Suri
Metsöluhöfundur Wikas Swarup.
Sjö þrautir á framabraut
Kvikmynd Sergeis M. Eisenstein,
Október, tíu dagar sem skóku
heiminn, verður sýnd í Bæjarbíói,
bíóhúsi Kvikmyndasafnsins í
Strandgötu 6 í Hafnarfirði, í kvöld
kl. 20 sem og laugardaginn 5. októ-
ber kl. 16.
„Alþjóðleg velgengni Beitiskips-
ins Potemkin, varð þess valdandi að
Sergei M. Eisenstein var fenginn til
að stjórna Október í tilefni af því að
10 ár voru liðin frá því októberbylt-
ingin var gerð. Árásin á Vetrarhöll-
ina er hápunktur myndarinnar, en
endursköpun hennar árið 1920
varð fyrirmynd kvikmyndarinnar
fremur en hinir raunverulegu
ómyndrænu atburðir árið 1917.
Sagnfræðingar og aðrir hafa stuðst
við sviðsetningu myndarinnar í um-
fjöllun sinni,“ segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá Kvikmyndasafni Ís-
lands. Aukamynd kvöldsins er
Leníngrad, vagga byltingarinnar
þar sem farið er um söguslóðir.
Miðaverð er 500 krónur. Byltingin Úr myndinni Október.
Október eftir Sergei M. Eisenstein sýnd
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k
Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Lau 26/10 kl. 13:00 aukas
Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas
Sun 6/10 kl. 13:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas
Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas
Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k
Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k
Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k
Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k
Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k
Meistaraverkið eftir John Steinbeck.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Mið 2/10 kl. 20:00 fors Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k
Fim 3/10 kl. 20:00 fors Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Fös 15/11 kl. 20:00 27.k
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k
Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k
Þri 8/10 kl. 20:00 aukas Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k
Mið 9/10 kl. 20:00 aukas Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas
Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k
Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k
Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k
Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fim 5/12 kl. 20:00 34.k
Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k
Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k
Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k
Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k
Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
Rautt (Litla sviðið)
Mið 2/10 kl. 20:00 14.k Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k
Fim 3/10 kl. 20:00 15.k Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k
Fös 4/10 kl. 20:00 13.k Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k
Lau 5/10 kl. 20:00 16.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k
Sun 6/10 kl. 20:00 17.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k
Meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Aðeins þessar sýningar!
Jeppi á Fjalli – forsala í fullum gangi!
Fjórar sýningar
á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fim 3/10 kl. 19:30 aukas. Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn
Fös 4/10 kl. 19:30 38.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 43.sýn Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn
Fös 11/10 kl. 19:30 39.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn
Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn
Fim 17/10 kl. 19:30 41.sýn Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 14.sýn
Sun 6/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 24/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn
Nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson. Athugið aðeins þessar sýningar.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 13/10 kl. 13:00 Frums. Sun 27/10 kl. 13:00 5.sýn Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn
Sun 13/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 27/10 kl. 16:00 6.sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm.
Sun 20/10 kl. 13:00 3.sýn Sun 3/11 kl. 13:00 7.sýn Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn
Sun 20/10 kl. 16:00 4.sýn Sun 3/11 kl. 16:00 8.sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn
Harmsaga (Kassinn)
Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 12/10 kl. 19:30 Sun 13/10 kl. 19:30
Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma
Pollock? (Kassinn)
Mið 30/10 kl. 19:30 Frums. Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 9.sýn
Fim 31/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 24/11 kl. 19:30 10.sýn
Sun 3/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn
Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn
Þrælfyndið leikrit byggt á sannsögulegum atburðum.
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 13:30
Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 15:00
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 5/10 kl. 14:00 Frums. Lau 12/10 kl. 15:30 3.sýn Lau 19/10 kl. 15:30 5.sýn
Lau 12/10 kl. 13:30 2.sýn Lau 19/10 kl. 13:30 4.sýn
Brúðusýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Skrímslið litla systir mín (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 5/10 kl. 14:00 10. sýn Sun 6/10 kl. 12:00 11. sýn
Barnasýning ársins 2012
Hvað er framundan
hjá fyrirtækjum, ríki og borg?
Uppbygging
í Reykjavík
Reykjavíkurborg ı Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı www.reykjavik.is/sea
Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur 2. - 7. október á uppbyggingar-
áformum fyrirtækja, ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Tveir kynningarfundir verða haldnir með borgarstjóra og
formönnum borgarráðs og umhverfis- og skipulagsráðs:
Miðvikudaginn 2. október kl. 8:30 - 10:00 fyrir framkvæmdaaðila
og fimmtudaginn 3. október kl. 17:00 - 18:30 fyrir almenning.
- Allir velkomnir.