Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 32

Morgunblaðið - 01.10.2013, Side 32
32 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fyrsta kvikmynd bandaríska leik- stjórans og handritshöfundarins Ani Simon-Kennedy, Dagar grámans, Days of Gray upp á ensku, verður frumsýnd í Gamla bíói á föstudags- kvöldið. Þetta er kvikmynd án orða sem tekin var að öllu leyti upp hér á landi í fyrra, með íslenskum leik- urum. Hljómsveitin Hjaltalín samdi tónlistina sem leikin er í myndinni og mun hljómsveitin flytja tónlistina á frumsýningunni. Leikstjórinn segir söguna gerast í svo fjarlægri framtíð að hún sé næstum því orðin eins og fortíðin. Er henni lýst sem tímalausri upp- vaxtarsögu ungs drengs sem hittir stúlku sem lifir í einangrun. Er þau yfirvinna óttann gagnvart hvort öðru myndast óvenjuleg vinátta milli þeirra. Með aðalhlutverk í myndinni fara Davíð Laufdal Arn- arson, Diljá Valsdóttir og Viktoría Rós Antonsdóttir. Meðal annarra leikara eru Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Bryndís Petra Bragadótt- ir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. „Myndin gerist á tíma þegar tungumál eru ekki lengur til og það er eins og menn hafi snúið aftur til upphafsins. Því vildum við taka myndina í eins ósnortnu landslagi og unnt væri og Ísland var kjörinn vettvangur,“ segir Simon-Kennedy. Hún bætir við að þær Cailin Yatsko kvikmyndatökumaður hafi fengið mikla hjálp frá íslenskum vinum við að finna tökustaði sem væru mátu- lega eyðilegir. „Að lokum fundum við hárrétta húsið að taka upp í og tókum mestmegnis upp á Reykja- nesi og á Þingvöllum. Þetta var stórkostleg leið til að kynnast land- inu. Jarmandi sauðfé við tökur „Við tókum myndina upp á tólf dögum í ágúst í fyrra. Það var býsna stíft en klipparinn grófklippti mynd- ina jafn óðum. Að því loknu fínk- lipptum við myndina og fengum Hjaltalín þá útgáfu að semja við.“ Simon-Kennedy segir að starfs- fólk við myndina hafi verið banda- rískt að þriðjungi, annar þriðjungur hafi verið Frakkar og loks Íslend- ingar. Hún segir að leikur barnanna hafi verið afar góður og nátt- úrulegur. Þá hafi það hjálpað í þess- um hröðu tökum að ekki þurfti að taka upp nein hljóð. „Það var líka eins gott því það var mikið af jarm- andi sauðfé í kringum húsið þar sem við tókum mest upp,“ segir hún og hlær. „Það heyrðist afar hátt í þeim en áheyrendur heyra það ekki.“ Glögglega kemur fram að hljóm- sveitin Hjaltalín er í lykilhlutverki. „Við Cailin sáum Hjaltalín á tón- leikum í Prag fyrir þremur árum, þegar við vorum þar við nám, og þá hófst þetta ferli allt,“ segir Simon- Kennedy. „Ég kolféll fyrir tónlist- inni og fannst hún vera eins og kvik- mynd í tónum. Ég fór strax að hugsa um myndefni sem gæti pass- að við lögin.“ Hrifningin vatt upp á sig og þegar þær stöllur höfðu stofnað framleiðslufyrirtæki í New York, gerðu þær myndband við tón- listina á plötu hljómsveitarinnar, Terminal, og meðlimir sveitarinnar hrifust síðan af þeirri hugmynd að semja tónlist við þessa kvikmynd sem tók einnig að mótast. Það er tónlistin sem hljómsveitin mun nú flytja „læf“ á frumsýningunni. Days of Gray verður sýnd í New York í nóvember og síðan er ætl- unin að reyna að koma henni á sem flestar hátíðir. „Á kvikmynda-, tón- listar- og listahátíðir,“ segir Simon- Kennedy. „Og vonandi sem oftast við lifandi undirleik Hjaltalín.“ „Stórkostleg leið til að kynnast landinu“  Hjaltalín leikur undir frumsýningu Daga grámans Morgunblaðið/Rósa Braga Leikstjórinn „Ég kolféll fyrir tónlistinni og fannst hún vera eins og kvik- mynd í tónum,“ segir Ani Simon-Kennedy um kynni sín af tónlist Hjaltalín. Tekin á Íslandi » Hljómsveitin Hjaltalín leikur undir frumsýningu Days of Gray á föstudag. » Íslenskir leikarar fara með öll helstu hlutverk í myndinni sem er í fullri lengd en án orða. » Kvikmyndin var tekin á tólf dögum í lítt snortinni íslenskri náttúru. Ferðafrömuðurinn SimonSpies og skattalögfræð-ingurinn Mogens Glistrupvoru litríkir menn og áberandi í dönsku samfélagi á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Spies seldi Dönum sólarlandaferðir til Mallorca í hrönnum á meðan hann sjálfur lifði mjög svo skrautlegu gjálífi sem að- eins virtist auka veltu fyrirtækisins. Glistrup varð landsfrægur á svip- stundu snemma árs 1971 þegar hann í sjónvarpsviðtali sagði þá sem sviku undan skatti gera föðurlandi sínu jafnmikið gagn og þeir sem börðust í andspyrnuhreyfingunni á móti nas- istum í síðari heimsstyrjöld. Í fram- haldinu stofnaði hann Framfara- flokkinn og vann stórsigur í þing- kosningunum 1972. Þessir tveir litríku karakterar voru vinir og sam- starfsfélagar um tíma meðan Glist- rup sá um skattamál Spies. Leik- stjórinn Christoffer Boe hefur augljóslega heillast af sögu þeirra, enda bitastæð, og viljað miðla henni til nýrra kynslóða. Myndin hefst árið 1984 þegar Simon Spies liggur fyrir dauðanum á sama tíma og Mogens Glistrup situr af sér dóm vegna skattsvika. Í fram- haldinu eru rifjuð upp samskipti fé- laganna tveggja á tímabilinu frá 1965 til 1984. Í hvert sinn sem stokk- ið er fram í tíma er skotið inn gömlu myndefni sem gefur góða tilfinningu fyrir tíðarandanum. Undir lok myndar gefur einnig að líta nokkrar raunverulegar ljósmyndir af þeim félögum ásamt blaðaúrklippum sem gera skil stjórnmála- og afbrotaferli Glistrups sem sjálfur lést 2008. Pilou Asbæk (sem flestir ættu að kannast við sem spunameistarann Kasper Juul úr sjónvarpsþáttunum Borgen) fer með hlutverk Simons Spies meðan Nicolas Bro túlkar grandvara fjölskyldumanninn Mog- ens Glistrup. Asbæk dregur upp sannfærandi mynd af siðblindum manni sem er fluggáfaður og sjarm- erandi, en vílar ekki fyrir sér að mis- nota annað fólk í eigin þágu. Bro smellpassar í hlutverk Glistrups og tekst raunar að gera hann viðkunn- anlegri en sjálf fyrirmyndin var. Augljóst er að mikið hefur verið lagt upp úr gervum leikaranna og allt látbragð þeirra sem og raddbeit- ing fangar fyrirmyndirnar listavel. Þeim Asbæk og Bro er þó nokkur vandi á höndum, því fyrirmyndir þeirra í lifanda lífi voru nánast eins og skrípamyndir af sjálfum sér og því væri freistandi fyrir áhorfendur sem ekki muna eftir þessum tíma að afskrifa leik þeirra sem ýktan og at- burðarásina sem ótrúverðuga. Raunar hefðu handritshöfundar mátt eyða meiri orku í að gefa inn- sýn í hvað mótaði þá Spies og Glist- rup sem persónur og hvað batt þá saman sem vini, í stað þess að sýna enn eina sukkveisluna með ber- brjósta stúlkum. Til lengdar urðu slíkar senur örlítið þreytandi. Trine Pallesen fer fallega með hlutverk hinnar trúföstu Lene Glistrup og Jesper Christensen er skemmtilega bitur sem Bergsøe dómari. Spies & Glistrup hefur talsvert skemmtanagildi og rifjar upp áhuga- verða tíma. Auðvitað ber að varast að taka allt sem um þá félaga er sagt sem heilagan sannleika. Hins vegar er það ekkert nýtt að raunveruleik- inn er oft ótrúlegri en skáldskapurin og þessi mynd ber þess glöggt merki, enda eru ótrúlegustu og fjar- stæðukenndustu atriðin yfirleitt sannleikanum samkvæmt. Veistu ef þú vin átt RIFF – Háskólabíó Spies & Glistrup / Kynlíf, eiturlyf og skattar bbbmn Leikstjóri: Christoffer Boe. Handrit: Christoffer Boe og Simon Pasternak. Aðalleikarar: Pilou Asbæk, Nicolas Bro, Trine Pallesen og Jesper Christensen. Danmörk, 2013. 110 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Skrípamyndir Pilou Asbæk og Nicolas Bro í hlutverkum sínum sem ferða- frömuðurinn Simon Spies og skattalögfræðingurinn Mogens Glistrup. Rætt verður um krabbameinslækningar á málþingi á Hótel Borg í kvöld kl. 20 sem haldið er í tengslum við sýningu myndarinnar Indian Summer. „Myndin sýnir leikstjórann Simon Brook og hinn þekkta franska krabbameinslækni Thomas Tursz og sjúkling hans á för þeirri um Indland. Markmið þeirra er að endur- uppgötva lyfið sem gagnaðist honum vel í baráttunni við mein sitt,“ segir í tilkynningu. Þátt taka auk Brook þeir Magnús Karl Magnússon frá lífvísindadeild HÍ og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðgangur er ókeypis. Er hægt að finna lækningu? Simon Brook RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.