Morgunblaðið - 01.10.2013, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.10.2013, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Teiknimyndin Aulinn ég 2 (Despi- cable Me 2), er tekjuhæsta kvik- mynd helgarinnar í íslenskum bíó- húsum, þriðju vikuna í röð. Alls hafa tæplega 29 þúsund Íslend- ingar séð myndina. Næstmest sótta myndin í augnablikinu er We’re the Millers, en hana hafa rúmlega 25 þúsund manns séð. Verðlaunamyndina Hross í oss hafa tæplega sex þúsund manns séð meðan tæplega 3.400 kvikmynda- gestir hafa séð Blue Jasmine, nýj- ustu mynd Wooodys Allen. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 27.-29. september 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Despicable Me 2 (Aulinn ég 2) Don Jon Runner Runner Riddick Hross í oss The Butler Planes We’re The Millers Welcome To The Punch Blue Jasmine 1 Ný Ný 2 8 3 5 11 Ný 4 3 1 1 2 5 2 5 7 1 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Aulinn enn vinsælastur Tekjuhæst Aðalpersóna teikni- myndarinnar Aulinn ég 2, Gru, með fagurgulum skósveinum sínum. Dísir á Café Loka Dísir nefnist sýning sem Hrefna Harðardóttir opn- ar á Café Loka, Lokastíg 28 á Skólavörðuholti, í dag. Þar gefur að líta myndverk um þrettán nú- tímadísir, sem sýna styrk, friðsæld og fegurð. Hrefna stundaði nám á myndlistarbraut MA, í leirlistardeild MHÍ og kennaradeild LHÍ. Hún er fé- lagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Mynd- listarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Sýningin stendur út október og er opið frá kl. 9-21 alla daga, nema sunnudaga frá kl. 11-21. Fegurð Ein dísa Hrefnu Harðardóttur. Nýr hönnunarsjóður hóf formlega starfsemi sína í gær þegar opnað var fyrir móttöku umsókna að við- stöddum Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráð- herra. Sjóðurinn var stofnaður af mennta- og menningarmálaráðu- neyti í febrúar sl. og heyrir undir ráðuneytið, en tekjustofn hans er ár- legt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 45 milljónir króna og fer Hönn- unarmiðstöð Íslands ehf. með um- sýslu sjóðsins. Umsóknarfrestur rennur út 11. nóvember, en úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan des- ember nk. „Meginhlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, ásamt atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafn- framt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum út- flutningi íslenskrar hönnunar,“ segir m.a. í tilkynningu frá Hönn- unarmiðstöð Íslands. „Með stofnun hönnunarsjóðs hef- ur verið stigið mikilvægt skref af hálfu ríkisvaldsins til viðurkenningar og eflingar hönnunar í íslensku at- vinnulífi. Okkur, sem erum í forsvari fyrir Hönnunarmiðstöð Íslands, er það mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arki- tektum,“ segir Borghildur Sturlu- dóttir, arkitekt og stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar, í tilkynningu. Við úthlutun sjóðsins verður lögð áhersla á fjóra flokka: þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa þau Ólafur Mathiesen formað- ur, skipaður án tilnefningar, Íva Rut Viðarsdóttir varaformaður, Ástþór Helgason og Haukur Már Hauksson, öll tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Ís- lands, ásamt Helgu Haraldsdóttur, sem tilnefnd er af atvinnuvega og ný- sköpunarráðuneyti. „Við mat á umsóknum mun stjórn hönnunarsjóðs líta sérstaklega til gæða og stöðu hugmyndarinnar eða verkefnisins, faglegs bakgrunns um- sækjenda, fjárhagsgrundvallar verk- efnisins og svo gildis og mikilvægis verkefnis til eflingar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs,“ segir Ólafur Mathiesen, arkitekt og for- maður stjórnar hönnunarsjóðs. Umsóknareyðublað og nánari upp- lýsingar: sjodur.honnunarmidstod.is. Mikilvæg viðurkenning sem eflir íslenska hönnun  Úthlutað verður 45 milljónum úr nýjum hönnunarsjóði Morgunblaðið/Rósa Braga Hönnunarsjóður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnar fyrir mót- töku umsókna í sjóðinn. Hönnunarmiðstöð Íslands fer með umsýslu hans. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA DONJON KL.5:50-8-10:10 DONJONVIP2 KL.8 WELCOMETOTHEPUNCH KL.8-10:10 WELCOMETOTHEPUNCHVIPKL.5:50-10:102 RIDDICK KL.8-10:30 PARANOIA2 KL.8 AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.5:50 AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.5:50 AULINNÉGENSTAL2D KL.5:50 THECONJURING KL.10:20 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.5:50 WE’RETHEMILLERS KL.8 - 10:30 KRINGLUNNI DON JON KL. 5:50 - 8 - 10:40 WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:30 THE BUTLER KL. 5 - 8 - 10:10 CITY OF BONES KL. 8 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 5:50 DON JON KL. 5:50 - 8 - 10:10 WELCOME TO THE PUNCH KL. 8 - 10:20 2 RIDDICK KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE BUTLER KL. 5:20 - 8 AULINN ÉG ÍSLTAL2D KL. 5:50 THE CONJURING KL. 10:40 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI DON JON KL. 8 WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:10 RIDDICK 2 KL. 10:40 THE BUTLER KL. 8 CITY OF BONES KL. 5:30 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 5:50 KEFLAVÍK DONJON KL.8-10 WELCOMETOTHEPUNCH KL.10 RUNNERRUNNER KL.8 AULINNÉG2 ÍSLTAL3D KL.5:50 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.5:50  SAN FRANCISCO CHRONICLE  T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “HRESSASTA, LÍFLEGASTA OG LITRÍKASTA FJÖLSKYLDUMYNDIN SEM ÞÚ FINNUR Á ÞESSU ÁRI. BETRI EN FYRRI.”  JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “EIN SÚ SVALASTA Í ÁR.” A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE   Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ EMPIRE  MARKSTRONGOGJAMESMCAVOYÍFLOTTRISPENNUMYND FRÁ FRAM LEIÐANDANUM RIDLEY SCOTT FERSKASTA MYND ÁRSINS ÖGRANDIKOMÍDÍAEINSOGÞÆRGERASTBESTAR ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR 16 12 12 „Hressasta, líflegasta og litríkasta fjölskyldumyndin sem þú finnur á þessu ári. Betri en fyrri.“ T.V. - Bíóvefurinn/S&H HHH ÍSL TAL ENSKT TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L RUNNER, RUNNER Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10 DIANA Sýnd kl. 8 - 10:30 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 5:30 DESPICABLE ME 2 2D Sýnd kl. 5:30 - 8 MALAVITA Sýnd kl. 10:10 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.