Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 18

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 18
NORÐURLAND-EYSTRA DAGA HRINGFERÐ MÝVATNSSVEIT Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ferðaþjónustan verður með hverju misserinu æ stærri þáttur í atvinnulífinu hér. Mér telst svo til að í Mývatnssveit séu rösklega 100 heilsársstörf þegar allt er saman lagt. Nýlega bættust tveir í hóp þeirra starfsmanna sem vinna á þessum stað árið um kring. Þá er- um við orðin alls sjö og ýmsir aðr- ir sem starfa að ferðaþjónustu hér á svæðinu hafa verið að fjölga í sínu liði á síðustu mánuðum. Þetta eru stórar fréttir í mínum huga,“ segir Stefán Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mý- vatnssveit. Baðstaður og bót meina Tæp tíu ár eru síðan starf- semi Jarðbaðanna hófst, en þau eru á hægri hönd þegar ekið er til austurs í átt að Námaskarði. Í baðlónin rennur vatn úr borholum í Bjarnarflagi. Það er um 130 stiga heitt þegar að jarðböðunum kemur, en er svo kælt niður í 36-40 gráður eða því sem næst að líkamshita. Botn lónsins er möl og þéttur sand- ur. Vatnið inni- heldur í ríkum mæli t.d. kísil og brennistein. Þá eru efna- samböndin með þeim hætti að þau gera fólki með húðsjúkdóma gott. „Við tökum þó skýrt fram að þetta er fyrst og síðast baðstaður en ekki lækningalind, þótt margir komi hingað sannarlega til að fá bót meina sinna og því fólki fer raunar fjölgandi,“ segir Stefán. Áætlanir gengið eftir Það var í byrjun árs 2005 sem Stefán tók við sem fram- kvæmdastjóri Jarðbaðanna. Frumkvöðlar verkefnisins voru Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Reynihlíð, og Jóhann Krist- jánsson sem er frá Vogum í Mý- vatnssveit. Stóðu þeir að upp- byggingu og ýttu starfseminni úr vör. Um hana var gerð rek- starráætlun sem Stefán segir hafa gengið eftir. „Tímamótin eru þau að nú stefnir í að fjöldi baðgesta fari yf- ir 100 þúsund á einu ári – og í júlí til dæmis koma hingað að meðal- tali 1.000 gestir á dag. Líklega má svo margfalda þessa tölu gesta með tveimur ef við tökum með þá sem sækja veitingahúsið hér eða skoða staðinn, en jarðböðin eru í fallegu umhverfi við Námaskarð og héðan er gott útsýni yfir Mý- vatnssveit,“ segir Stefán sem heldur áfram: Frá hausti til vors „Gestafjöldinn er nokkuð yfir þeim áætlunum og forsendum sem lagt var upp með þegar ákveðið var að fara í þessa fram- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flatmagað Gestum Jarðbaðanna í Mývatnssveit fjölgar stöðugt og í júlímánuði eru þeir að jafnaði 1.000 á dag. Lindin í hrauninu  Jarðböðin í Mývatnssveit fjölsótt  Gestir ársins liðlega 100 þúsund  Efnasambönd vatns vinna á húðsjúkdómum Stefán Gunnarsson  Enginn sem í Mývatnssveit kemur ætti að láta Fuglasafn Sigurgeirs framhjá sér fara. Heimsókn þangað er bæði fræðandi og skemmtileg og ekki spillir umhverfið fyrir. Sigurgeir Kristjánsson í Ytri- Neslöndum safnaði bæði fuglum og eggjum frá barnsaldri og átti sér þann draum að koma á fót safni. Hann lést hins vegar langt um aldur fram af slysförum árið 1999 en fjöl- skylda Sigurgeirs gerði drauminn að veruleika og opnaði hið glæsileg safn árið 2008 í afar smekklegu húsi sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt teikn- aði á landareigninni. Sigurgeir átti um 300 fugla og 100 egg og er þeim haganlega komið fyr- ir. Axel Hallkell Jóhannesson setti sýninguna upp, Gunnar Árnason sá um fuglahljóð og Ögmundur Jóhann- esson um lýsingu. Óhætt er að full- yrða að vandað er til verka. Margir dýrgripir eru á safninu, til að mynda hinn tignarlegi haförn sem sjá má á myndinni. Að sögn viðmælanda Morg- unblaðsins í Mývatnssveit dregur fuglaskoðun gríðarlegan fjölda fólks á svæðið á ári hverju og vert að geta þess að við safnið eru leigð út fugla- skoðunarskýli og þannig hægt að komast í návígi við fuglana. Þá er margmiðlunarefni í boði þar sem fræðast má um fuglana, fuglaskoðun og náttúruna almennt. Ekki að undra þó að safnið sé vinsæll viðkomu- staður skólahópa. skapti@mbl.is Morgunblaiðið/Skapti Hallgrímsson Glæsilegt og vinsælt fuglasafn Sigurgeirs í Ytri-Neslöndum  Grjótagjá er lítill hellir við Mývatn og situr á sprungubelti, á milli Ameríku- og Evrópuflekanna. Þar inni er lághitavatn, í karlagjá og kvennagjá og á áttunda áratugnum var þar vinsæll baðstaður, en við jarðhræringar á þessum slóðum á árunum 1975- 1984 hækkaði hitastig vatnsins og ekki var þá hægt að baða sig í því. Síðan þá hefur vatnið kólnað smám saman. Baðferðir eru þó ekki taldar æskilegar. Fjölmiðlar greindu frá því í sumar að orðið „Cave“ hefði verið krotað á veggi gjárinnar. Ekki var vitað hverjir voru þar að verki en vel tókst að afmá krotið. Morgunblaðið/BFH Grjótagjá Hellirinn við Mývatn er vinsæll viðkomustaður ferðalanga. Hellir á sprungubelti Hjónin Ásmundur Kristjánsson og Svala Gísladóttir hafa rekið ferða- þjónustu á bænum Stöng í Mývatns- sveit síðan 1982 og gengið vel. „Það var ekki spáð sérstaklega vel fyrir okkur, aðallega vegna þess að við erum 5 kílómetra frá þjóðvegi 1, en ég get sagt núna að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun,“ segir Ásmund- ur við Morgunblaðið. Bændur voru á sínum tíma hvatt- ir til að velta fyrir sér öðrum mögu- leikum en hefðbundnum búskap. Á Stöng var bæði fjár- og mjólkurbú og er raunar enn, en hvort tveggja orðið aukabúgrein. Ferðaþjónustan hefur lengi skipt mestu máli. „Við erum aðallega í hinu til að hafa eitt- hvað að gera í þá sjö til átta mánuði sem lítið er um ferðamenn. Hér koma langflestir yfir sumarið en ferðamannatíminn er að vísu að lengjast,“ segir Ásmundur. Hjónin byrjuðu rólega en auglýs- ingatilboð frá kapalsjónvarpsstöð í norðurhluta Þýskalands 1984 breytti öllu. „Ég veit ekki enn hvers vegna við fengum þetta tilboð en vera má að einhver sem hingað kom hafi hafi bent stöðinni á okkur. Við tókum boðinu og 15 sekúndna auglýsing var birt þrisvar á hverju kvöldi í sex mánuði. Þetta kostaði mjög lítið en skilaði sér því hér fylltist alltaf af Þjóð- verjum.“ Kyrrðin er rómuð Þau auglýstu þögnina og hafa í raun gert út á hana alla tíð. Margir íbúa stórborga tali um hve dásam- legt sé að komast í þá kyrrð sem Mývatnssveitin er þekkt fyrir, segir Ásmundur. Hin síðari ár kemur fólk mun víð- ar að, Austur-Evrópubúum hefur fjölgað verulega og fólki frá Suð- austur-Asíu. Nær allir gestir eru út- lendingar á ferð um hringveginn og búnir að bóka gistingu í gegnum ís- lenskar ferðaskrifstofur. Gistiaðstaða er fyrir tæplega 60 manns á Stöng, bæði í herbergjum í Hafa gert út á þögn í 30 ár  Ekki var vel spáð fyrir ferðaþjón- ustu á Stöng en hún hefur gengið vel Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kyrrð Ásmundur Kristjánsson, bóndi á Stöng. Sumarhúsin í fjarska. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.