Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Kanadíski leikstjórinn ogleikarinn Xavier Dolanhefur vakið mikla athyglifrá því að fyrsta kvik- mynd hans var frumsýnd árið 2009. Kvikmyndir hans eru nú orðnar fjór- ar svo að afköstin eru nærri ein mynd á ári. Sú nýjasta, Tommi á býl- inu, var upphaflega leikverk, skrifað af Michel March Bouchard. Dolan hefur eignast dyggan aðdá- endahóp sem segja hann hinn nýja Woody Allen. Báðir eru þeir greini- lega með flókin ástarsambönd á heil- anum þó nálgun Dolans á slík sam- bönd sé allt önnur þar sem kæru- leysið er minna og dramað meira. Nýjustu mynd hans mætti þess vegna kalla sálfræðitrylli. Aðalhlutverkið leikur leikstjórinn sjálfur og gerir það ágætlega; aug- lýsingahöfundinn Tom sem fer út á land til að vera viðstaddur útför síns heittelskaða. Það renna á hann tvær grímur þegar hann áttar sig á því að móðir kærastans veit hvorki hver Tom er né að sonur hennar var sam- kynhneigður. Aftur á móti er ljóst að bróðirinn á heimilinu, leikinn af Pierre-Yves Cardinal, veit allt um það og mislíkar stórlega. Í stuttu máli má segja að myndin fjalli um stutta og taugatrekkjandi dvöl Toms á býlinu í þessa fáu daga í kringum jarðarförina – þar sem bróðirinn pínir hann og niðurlægir andlega og líkamlega. Ástæðan fyrir því að Tom lætur sig ekki hverfa á fyrsta degi er öldruð móðirin en bróðirinn haturs- fulli þvingar Tom til að búa til lyga- vef með sér um að sonur hennar ný- látinn hafi átt kærustu og „ásættan- legt“ líf. Í grunninn er þessi flækja góð en eftirvæntingin eftir því hvað myndi gerast var þó stundum aðeins of mikil fyrir of lítið og þótt slíkt virki oft vel er þetta vandasöm list. Tommi á býlinu fjallar um hatur og hvernig það getur reynst óvænt- ara og harðara en maður ímyndar sér. Það er vel gert í handritinu þar sem hatursfull orðræða slær áhorf- andann reglulega út af laginu. Myndin er eilítið hrá og dimm og ber einstöku listrænu auga Dolans vitni. Það er þó eitthvað fjarlægt og fráhrindandi við hana og erfitt að tengja við persónurnar. Eins og á köflum vanti einhvern sjarma sem hefði ekki skaðað þau dramatísku áhrif sem myndinni er ætlað að hafa. Hæfileikatól Xavier Dolan, aðal- leikari og leikstjóri myndarinnar. Hommahatur í sveitinni RIFF-Háskólabíó Tommi á býlinu/Tom à la Ferme bbbnn Leikstjóri: Xavier Dolan. Handrit: Michel Marc Bouchard og Xavier Dolan. Aðal- leikarar: Xavier Dolan, Pierre-Yves Cardinal og Lise Roy. Kanada, 2013. 105 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR KVIKMYNDIR Það er leitun á kvikmyndsem er jafnvel leikin og súnýjasta frá sænska leik-stjóranum Lukasi Moo- dysson, Við erum bestar! Moo- dysson tekst með undraverðum hætti að endurskapa sjálfs- ævisögulega myndasögu eiginkonu sinnar, Coco, um 12 ára tánings- stúlkur í Stokkhólmi árið 1982 sem stofna pönkhljómsveit þegar pönkið á að heita dautt. Vinkonurnar Bobo og Klara eru uppreisnargjarnar í eðli sínu, pönkaralegar til fara og gefa skólasystrum sínum og kenn- urum langt nef, neita að vera sætar og prúðar. Klara er þó öllu meiri uppreisnarseggur, hefur áhyggjur af kjarnorku og vígbúnaðarkapp- hlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna en Bobo er rödd skynseminnar sem nær vinkonu sinni niður á jörð- ina og miðlar málum þegar þess ger- ist þörf. Eins og táninga er gjarnan siður hafa þær lítið álit á foreldrum sínum, finnst þeir drepleiðinlegir og vilja fara sínar eigin leiðir. Þegar nokkrir eldri unglingspiltar sem skipa þungarokkssveitina Iron Fist gera lítið úr þeim taka þær málin í sínar hendur og ná af þeim æf- ingaaðstöðunni í félagsmiðstöð, þykjast vera í hljómsveit án þess að kunna nokkuð á hljóðfæri. Þær gera sér fljótlega grein fyrir því að þær þurfi þriðju stelpuna, einhverja sem kann á hljóðfæri og getur leiðbeint þeim í spilamennskunni. Kemur þá til sögunnar fyrirmyndarstúlkan Heiðveig, vinalaus skólasystir þeirra sem leikur afbragðsvel á klassískan gítar. Úr verður hið prýðilegasta pönktríó og Heiðveig verður mikil vinkona þeirra Bobo og Klöru. Stúlkurnar kynnast drengjum á sama aldri sem einnig eru í pönk- hljómsveit en babb kemur í bátinn þegar Bobo og Klara verða skotnar í sama stráknum. Moodysson dregur upp sannfær- andi mynd af táningum, tilfinn- ingaróti gelgjuskeiðsins, einstakri vináttu, draumum og þrám. Og myndatakan er svo kafli út af fyrir sig. Oftar en ekki er áhorfandinn eins og fluga á vegg og áhrifin líkt og um heimildarmynd sé að ræða, að verið sé að fjalla um raunverulegt fólk. Það er engu líkara en að hand- ritinu hafi verið sleppt og stúlkurnar fengið að leika af fingrum fram, án afskipta leikstjóra. Að vísu hægist aðeins á myndinni þegar líður á seinni hlutann og er það eini gallinn sem ofanritaður gat fundið á annars frábæru verki. Sagan af stúlkunum þremur er framreidd af fullkomnu raunsæi hjá Moodysson, öll samtöl og samskipti eins eðlileg og hugsast getur. Vin- átta stúlknanna er hjartnæm, það er grátið og hlegið á víxl og ekki annað hægt en að lifa sig inn í pönk- ævintýrið og dásamleg samskipti stúlknanna við hitt kynið með til- heyrandi vandræðagangi gelgju- skeiðsins. Dramatíkin er mikil og vandamál sem virðast léttvæg í aug- um fullorðinna verða stúlkunum nær óyfirstíganleg. Sem fyrr segir standa ungu leikkonurnar sig frá- bærlega og það sama má segja um aðra leikara myndarinnar, persón- urnar eru litskrúðugar, trúverðugar og vel mótaðar. Allt útlit mynd- arinnar er eins og best verður á kos- ið. Maður fer hreinlega aftur til árs- ins 1982, þegar diskóið var í öndvegi og fata- og hártískan óborganleg með sínum naflaháu gallabuxum, ljótu peysum og pastellituðu íþrótta- göllum. Fullorðnir bíógestir sem muna þennan tíma fyllast eflaust fortíðarþrá og táningar ættu ekki síður að hafa gaman af, tengja við aðalpersónurnar, gleði þeirra og sorgir, stórskemmtileg uppátæki og vangaveltur um lífið og tilveruna. Bestar! Stúlkurnar sem leika þær Bobo, Klöru og Heiðveigu standa sig frá- bærlega í nýjustu kvikmynd Lukasar Moodysson, Við erum bestar! Undurfögur saga af vináttu og uppreisn RIFF - Háskólabíó Við erum bestar!/Vi är bäst! bbbbm Leikstjórn: Lukas Moodysson. Handrit: Lukas og Coco Moodysson. Aðalleik- arar: Mira Barkhammar, Liv LeMoyne og Mira Grosin. Svíþjóð, 2013. 102 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Ljósmynd/Per-Anders Jorgensen Búðin, 53 mínútna löng heimild- armynd eftir Árna Gunnarsson, var frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF, á laug- ardaginn var. Í henni er fjallað um 83 ára kaupmann á Sauðárkróki, Bjarna Haraldsson, sem rekur þar verslun sem faðir hans stofnaði árið 1919, Verslun Haraldar Júlíus- sonar. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast Bjarna og eiginkonu hans Dísu, fjölskyldu þeirra og vinum. „Þetta er algjör einyrkjabúð, þau búa þarna hjónin á sömu hæð og verslunin er á. Þetta er lítil búð sem er bara eins og hún var, selur nán- ast allt nema matvörur úr kæli, þessa dagvöru í matnum. Innrétt- ingarnar eru nánast eins og þær voru á fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Árni um þessa merkilegu verslun. „Þetta er eins og að fara nokkra áratugi aftur í tímann, 50- 60 ár og Bjarni er líka hluti af því andrúmslofti. Það er ekkert stress í gangi þarna,“ segir Árni. Bjarni gefi sér tíma fyrir náungann og myndin lýsi tíðaranda og hugs- unarhætti sem sé að hverfa. „Hús- næðið var endurnýjað, gert upp og stækkað árið 1930 eða þar um bil og þessi verslun hefur lítið breyst síðan. Bjarni tók við henni af föður sínum árið 1959 og ég held að það sé engin önnur svona verslun til lengur á landinu.“ En hvers vegna ákvað Árni að gera heimildarmynd um þetta efni? „Það er fyrst og fremst það að mað- urinn er einstakur og svo var það að reyna að fanga þetta andrúms- loft og skila því á tjaldið, hvernig þetta er og þá í leiðinni hvernig þetta var. Tíðarandinn er áratuga gamall þegar maður kemur þarna inn og að mínu viti er þetta ómet- anleg heimild í verslunarsögunni,“ segir Árni. Búðin er sýnd á RIFF í dag kl. 17 í Háskólabíói og 5. októ- ber kl. 17. helgisnaer@mbl.is Búðin Stilla úr Búðinni. Bjarni Haraldsson í verslun sinni á Sauðárkróki. Ferðast áratugi aftur í tímann  Heimildarmyndin Búðin á RIFF RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is LAUGA-ÁS SPECIAL Steiktur fiskur gratín m.a. á matseðli Árin segja sitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.