Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Útvarpsgjald hækkar um 3% um áramótin eins og aðrir krónu- töluskattar í samræmi við verðlag. Það verður 19.400 krónur á næsta ári. Framlög til Ríkisútvarpsins munu því hækka um nærri því 320 milljónir króna á milli ára og engin hagræðingarkrafa gerð til stofn- unarinnar. Hins vegar er fyrirhugað að lækka útvarpsgjaldið um 8% þann 1. janúar 2015 í 17.800 krónur og um önnur 8% 1. janúar 2016. Þá verði gjaldið 16.400 krónur á hvern gjaldanda. Það verði gert í tengslum við áform um breytingar á fjármögnun RÚV. Útvarpsgjaldið hækkar Ekki skorið niður til RÚV Þeir málaflokkar þar sem útgjöld hækka mest í fjárlagafrumvarpi næsta árs eru stuðningur við elli- og örorkulífeyrisþega auk fé- lagslegrar aðstoðar. Frumvarpið felur í sér aukin útgjöld upp á 5 milljarða kr. vegna breytinga á kjörum og réttindum þessara hópa. Þá hækka útgjöldin vegna fjölgunar bótaþega og verðbóta á lífeyri um 3,4 milljarða á næsta ári. Almannatryggingar Hækkun bóta „Ríkisstjórnin er stað- ráðin í að bregðast við breyttu umhverfi í ríkisrekstri og nýta öll tækifæri til að bæta þjónustu og auka hagkvæmni og árangur,“ segir í um- fjöllun um skilvirkari þjónustu og hug- myndir að umbótaað- gerðum í ríkisrekstri í grein- argerð fjárlagafrumvarpsins. Minnt er á störf hagræðing- arhóps ríkisstjórnarinnar og talin eru upp ýmis verkefni sem stefnt er að, s.s. einföldun stjórnsýslu- stofnana. „Unnið verði að einföldun rík- iskerfisins og eflingu stofnana með sameiningu, t.d. þannig að þeim fækki um a.m.k. 50 og að stofnanir með færri en 30 starfs- menn heyri til undantekninga,“ segir þar. Þá segir að embættum sýslu- manna verði fækkað og samhliða verði unnið að samhæfingu verk- lags og styrkingu upplýsinga- kerfa. Þá verði lögregluemb- ættum fækkað og áhersla lögð á sveigjanleika þannig að lögreglan geti í auknum mæli starfað sem eitt lög- reglulið. Eftirlitsstofn- anir verði sameinaðar og unnið að aukinni samhæfingu og ein- földun eftirlits. Sameiginleg inn- kaup lyfja með ná- grannalöndunum? Lagt er til að kannaðir verði kostir þess að samhæfa innkaup ríkis og sveitarfélaga. Tekin verði upp rafræn innkaup og út- boð. Aukin áhersla verði lögð á að samhæfa innkaup t.d. á sviði heilbrigðisþjónustu. Kannaðir verði möguleikar á sameigin- legum innkaupum með nágranna- löndunum og þá sérstaklega á lyfjum o.fl. Lögð er áhersla á að kostnaður við nýtingu fasteigna í eigu rík- isins verði gagnsærri og stefnt að því að fækka fasteignum í eigu ríkisins sem sýnt sé að nýtist ekki í ríkisrekstri eða eru óhagkæmar í rekstri. Öllum ríkisstofnunum verði gert að greiða leigu fyrir afnot af húsnæði sem taki mið af markaðsvirði. Ríkisstofnunum fækki um minnst 50  Stefnt verði að fækkun sýslumanns- og lögregluembætta á landinu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lagt er til að tekið verði sérstakt 1.200 króna gjald fyrir hvern legu- dag af sjúklingum á sjúkrahúsum í fjárlagafrumvarpinu. Þá verður tímabundið framlag til tækjakaupa bæði á Landspítalanum og Sjúkra- húsinu á Akureyri sem fyrri rík- isstjórn hafði gefið vilyrði fyrir fellt niður. Heildarfjárveiting ríkisins til sjúkrahúsa og sjúkrahúsþjónustu er áætluð 45,6 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt frumvarpinu og er það hækkun um rúmar tvö hundruð milljónir króna frá núgild- andi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar. Þar af nema útgjöld vegna rekstr- ar Landspítalans tæpum 38,5 millj- örðum króna. Fjárheimildir hans aukast um 75 milljónir króna frá þessu ári. Tækjakaupaframlag sem nam 600 milljónum króna verður hins vegar fellt niður og á að end- urmeta þörf spítalans fyrir tækja- kaup nú í haust að því er segir í frumvarpinu. Hagræðingarkröfu á spítalann verður mætt með gjaldinu fyrir legudaga. Það á að skila spítalanum tæpum 200 milljónum í sértekjur á næsta ári. Minna fé til heilbrigðisstofnana Útgjöld ríkissjóðs til heilbrigðis- stofnana á landsbyggðinni lækka um rúmar 49 milljónir króna á næsta ári samkvæmt frumvarpinu þegar tekið er tillit til almennra verðlagsbreytinga. Heilbrigðisráðherra hefur jafn- framt ákveðið að sameina heilbrigð- isstofnanir þannig að ein verði í hverju heilbrigðisumdæmi, þ.e. á Norðurlandi, Suðurlandi og á Vest- fjörðum. Þannig fækki ríkisforstjór- um úr níu í þrjá. Ekki gafst tími til að sameina fjárlagaliði stofnananna við vinnslu fjárlagafrumvarpsins en þar stend- ur að breytingatillaga verði lögð fram við 2. umræðu um það á Al- þingi. Dýrara á heilsugæsluna Komugjöld á heilsugæslustöðvar verða hækkuð úr 1.000 krónum í 1.200 á næsta ári en þau hafa verið óbreytt frá árinu 2008. Vísitala neysluverðs hafi á sama tíma hækk- að um 40%. Ekki stendur til að taka gjald af börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Morgunblaðið/Golli Spítalar Á meðal þess sem lagt er til í fjárlagafrumvarpinu er að heimta 1.200 króna dvalargjald af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. Sameina stofn- anir úti á landi  Taka upp dvalargjöld á sjúkrahús Framlög til lista verða skorin niður um 346,6 milljónir króna á næsta ári að frátöldum launa- og verð- lagshækkunum samkvæmt því sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarp- inu. Einnig er fallið frá áformum um 470 milljóna króna hækkun á framlagi til Kvikmyndasjóðs sem áformuð var í fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar. Hús íslenskra fræða sem átti að fá 800 milljónir skv. fjárfestingaráætluninni er einnig eitt fórnarlamba niður- skurðar í fjárlagafrumvarpinu. Listir og menning Fallið frá framlögum FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT „á la Café Paris“ með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR „CONFIT“ SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.