Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 24

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 24
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is R aunvextir á um sjötíu bankareikningum eru nú neikvæðir, þar sem nafnvextir eru lægri en verðbólga. Samkvæmt Seðlabanka Íslands er 12 mánaða verðbólga nú 3,9%. Til að sparifé beri jákvæða raunvexti þarf það því að liggja inni á banka- reikningi sem ber minnst 4% vexti. Í því tilviki eru raunvextir 0,1% og tekur ríkið þar að auki fimmtung af vaxtatekjunum í gegnum 20% fjár- magnstekjuskatt. Má hér rifja upp að undanfarið hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum af því að fyrirhugaðir kjarasamningar geti kynt undir verðbólgu. Síðastliðinn mánudag fékk blaðamaður afhentar vaxtatöflur í útibúum Landsbankans, Íslands- banka og Arion banka. Leiðir athugun á vaxtastiginu í ljós að 22 af 48 reikningum hjá Ís- landsbanka bera neikvæða raunvexti. Hjá Landsbankanum var hlutfallið 18 reikningar með neikvæða raun- ávöxtun á móti 21 sem báru jákvæða raunvexti. Hjá Arion banka var 31 reikningur af 71 með neikvæða raun- vexti, ef allir sex fjárhæðaflokkar í fimm tímaþrepum eru taldir með. Er lægsta þrepið allt að milljón, það efsta 100 milljónir og meira. Hátt í 160 sparnaðarleiðir Séu allir þessir reikningar lagðir saman – að hinum 30 vaxtastigum í fjárhæða- og tímaþrepum Arion banka meðtöldum – geta neytendur valið um alls 158 reikninga en tékka- reikningar eru hér meðtaldir. Þar af ber 71 sparnaðarleið nú neikvæða raunvexti, en tekið skal fram að í þeirri tölu eru teknir með reikningar sem bera 3,9% nafnvexti. Það vaxtastig er til jafns við verðbólgu en á móti kemur að ávöxt- unin er sem fyrr segir skattlögð. Má í þessu efni rifja upp að fjár- magnstekjuskattur hefur verið hækkaður í nokkrum áföngum frá því í efnahagshruninu, eða úr 10% í 15%, úr 15% í 18% og úr 18% í 20%. Landsbankinn býður nú hæstu nafnvexti sem bjóðast á óverð- tryggðum bankareikningi. Er þar um að ræða fastvaxtareikning með 60 mánaða bindingu – þ.e. til fimm ára – en lágmarksupphæð er 500 þúsund og úttektargjald 2% á úttekna fjár- hæð ef tekið er út fyrir lok binditíma. Flókinn samanburður Samanburður á vaxtakjörum stóru bankanna þriggja á innlánum er ekki einfaldur. Kemur þar bæði til að sparnaðarleiðirnar eru mjög margar og flækir það málið frekar að skilmálar eru misjafnir. Fara nafn- vextir þannig eftir bæði upphæðum og þeim tíma sem sparifjáreigendur eru tilbúnir að binda fé. Raunávöxtun óverðtryggðra og óbundinna lífeyrisreikninga er já- kvæð hjá bönkunum þrem en hún er mest hjá Íslandsbanka eða 0,6%. Vart þarf að taka fram að heim- ilin hafa verulega hagsmuni af því að raunvextir af innlánum séu jákvæðir. Þannig kemur fram í gögnum á vef Seðlabankans að óverðtryggð innlán heimila í ágúst voru tæplega 368 milljarðar króna en verðtryggð inn- lán tæplega 219 milljarðar. Gengistryggð innlán voru um 26,5 milljarðar, en þar er um að ræða reikninga þar sem fjöldi til dæmis evra er óháður gengissveiflum krón- unnar. Þar sem ekki liggur fyrir skipt- ing innlána eftir sparileiðum er ekk- ert hægt að fullyrða um hvert tap sparifjáreigenda er af því að hafa fé á reikningum með neikvæða raunvexti. Eins og rakið er hér til hliðar stendur til að bæta upplýsingagjöf í þessu efni. Fjöldi reikninga ber neikvæða raunvexti Morgunblaðið/Golli Peningabúnt Vaxtakjör eru mjög mismunandi eftir sparnaðarleiðum. 24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skömmu áð-ur enMíkhaíl Gorbatsjoff tók við sem einræð- isherra Sov- étríkjanna átti hann fund með Margaret Thatcher, þáverandi for- sætisráðherra Breta. Að þeim fundi loknum gaf Thatcher Gorbatsjoff þau meðmæli að hann væri „maður sem hægt væri að tala við“, en tilfinnanlegur skortur hafði verið á slík- um mönnum innan Kreml- armúra. Meðmælin sem slík vöktu mikla athygli, enda Thatcher lítill aðdá- andi Sovétríkjanna og þeirrar helstefnu sem þau voru byggð á. Gorbatsjoff naut þess enda að hafa fengið þessa vottun, eink- um hjá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Nýr forseti Írans, Hass- an Rohani, fór á dögunum til New York á fund Sam- einuðu þjóðanna. Fetaði hann þar í fótspor forvera síns, Mahmouds Ahmed- inejad, sem nýtti ferð- irnar gjarnan til þess að vekja athygli á sér með sláandi og fráleitum yf- irlýsingum. Rohani virðist hins vegar vera annars eðlis. Hann fordæmdi til að mynda helför nasista gegn gyðingum í stað þess að afneita henni eins og forverinn og hefur auk- inheldur sagt að hann telji að það væri hægt að kom- ast að samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írans á þremur til sex mánuðum. Hugsanlegt er að nú, eftir um þrjá áratugi af hatri og öfgum, sé loksins kom- inn fram maður í Íran sem hægt sé að tala við. Á hinn bóginn eru margar ástæður til að var- ast það að fagna of snemma. Fyrir það fyrsta má telja víst að völd Roh- ani takmarkist af vilja Ali Khamenei, æðsta klerks Írans. Það má til að mynda telja undarlegt í meira lagi að ríkisfrétta- stofa Írans hafi sagt um- mæli Rohani um helförina hafa verið mistúlkuð og gefur sú „leiðrétting“ litl- ar vonir um stefnubreyt- ingu. Rohani segist hafa umboð og vilja til þess að semja um kjarnorkumál landsins en telja má í hæsta máta ólíklegt að hann geti einn síns liðs sannfært raunverulega stjórnendur í Íran um að gefa eftir kjarnorkuvopnaáætl- unina, jafnvel þótt viljinn sé til staðar. Gangi Roh- ani of langt getur hann búist við algeru áhrifa- leysi og að verða ekki handvalinn af klerkunum sem leyfilegur forseta- frambjóðandi næst. Þá er algjörlega á huldu hvort hugur fylgi máli. Óskaniðurstaða Írana væri að geta fengið fram tilslakanir á refsiaðgerð- um Sameinuðu þjóðanna, sem eru farnar að hafa mikil áhrif á landið, án þess að þurfa að gefa nokkuð eftir í staðinn. Þá er hugsanlegt að samn- ingaviðræður af þessu tagi yrðu yfirvarp eitt, sér í lagi ef ekki næst samkomulag um trúverð- ugt eftirlit með kjarn- orkumálum landsins. Kjörorð Reagans í sam- skiptum sínum við Gor- batsjoff var „treystum en staðfestum“, og slík var- færni er nauðsynleg þeg- ar tekist er á við ríki á borð við Sovétríkin eða Íran. Obama sagði á fundi með forsætisráðherra Ísr- aels að hann yrði ekki eins og einfeldningur í samningaviðræðum við Írana og að öll meðul, þar með talið hernaðar- aðgerðir, væru uppi á borðinu til að hindra Ír- ana í að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Eigi ár- angur að nást er mik- ilvægt að þessi orð séu annað og meira en orðin tóm. Á hliðarlínunni bíða Ísr- aelar enda styttist óðum sá tími sem þarf að líða áður en Íran getur komið sér upp kjarnavopnum. Reynist samningaleiðin yfirvarp á meðan Íranir taka sprettinn yfir rauðu strikin í átt að kjarnaoddi er líklegt að Ísraelar sitji ekki hjá mikið lengur. Rétt er að stilla væntingum í hóf varðandi nýjan forseta Írans} Er Rohani maður sem hægt að tala við? A uðvitað fjallar þessi pistill um okkur KR-inga og sigurinn á ný- afstöðnu Íslandsmóti karla í úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Það er svo skemmtilegt að verða Ís- landsmeistari; maður yngist um nokkur ár, léttist um nokkur kíló, fer fyrr á fætur á morgnana og það birtir yfir öllu – einkum Vesturbænum – þótt við siglum nú hraðbyri inn í skammdegið. Ég er heldur ekki frá því að það hafi hlýnað í veðri. Svona hefur mér liðið frá því að Bjarni Guð- jónsson lyfti bikarnum eftirsótta á KR-vell- inum á laugardaginn var. Árin sem við KR-ingar höfum orðið Ís- landsmeistarar – sem nú eru orðin 26 skipti – eru því feitletruð í ártölum minninganna og Íslandssögunnar. Það eru góðir og eftirminni- legir árgangar. Ekki þar fyrir að ég hafi lagt mikið af mörkum til að koma bikarnum heim. Ekki annað en að mæta á leiki með KR-trefilinn, hitta gamla félaga, leggja eitthvað spaklegt til málanna þegar menn spá í stöðuna og draga KR- fánann að húni þegar mikið liggur við. Svo hefur maður auðvitað æst sig meira en efni standa til, haft óþarfa áhyggjur og gagnrýnt dómarana ópart þegar maður er ekki sáttur við gang mála. Knattspyrnudómarar gegna nefnilega því óeigingjarna hlutverki að taka á sig gagn- rýnina þegar illa gengur svo menn þurfi ekki að gagnrýna sitt eigið lið. Ég gerði sem sagt mest lítið. Það eru áratugir og ár og dagar frá því ég klæddist svartri og hvítri rönd- óttri treyju og Adidas-takkaskóm og keppti með KR í yngri flokkunum í knattspyrnu. En það kemur ekki að sök. Ég þekki fiðringinn; frá fæti í bolta og síðan í bláhornið. Auk þess er það þannig með okkur KR-inga, eins og Bubbi Morthens segir í laginu okkar góða „Við erum KR“ – og við erum það „allir sem einn“. Menn sem aldrei hafa sparkað bolta né horft á knattspyrnuleiki hafa stundum spurt mig hvort friðsamlegri sambúð manna stafi ekki ógn af svona „fíflalátum“. En ég er ekki á því. Við lifum sem betur fer ekki í einum allsherjar samfylkingarheimi þar sem allir hafa sömu skoðun, allir eru af sama þjóðerni, í sama flokki og í sama knattspyrnufélagi. Knattspyrnuiðk- un og samkennd með eigin félögum og félagi er að öllu jöfnu jákvæð og holl börnum og ungling- um. Auðvitað viljum við heiðarlega keppni og berum virð- ingu fyrir verðugum keppinautum. En virðingin fyrir öðr- um byggist á endanum á sjálfsvirðingu. Sjálfsvirðing fæst hins vegar ekki með stöðugri velgengni, því hún er ekki í boði. Sjálfsvirðingin vex með því að leggja ekki árar í bát þótt á móti blási – eða eins og Bubbi orðar það svo vel í KR-laginu frábæra, Við erum KR: „Mótlæti er til að sigrast á sameinaðir við sigrum þá. Við þekkjum bæði gleði og tár titillinn er okkar í ár.“ kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill „Titillinn er okkar í ár“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á næstunni hyggst Seðlabank- inn afla gagna frá innlánsstofn- unum um vaxtakjör í inn- og út- lánum, bæði nýjum inn- og útlánum á mánaðarfresti sem og þeirra sem fyrir eru. Úr þessum gögnum verða unnar upplýsingar um meðal- vaxtakjör vegin með fjár- hæðum. Þessar upplýsingar verða síðan birtar en þó ein- ungis samanteknar tölur fyrir allar innlánsstofnanir. SÍ hefur um árabil safnað gögnum um auglýsta vexti banka en þessi nýja söfnun beinist að raunverulegum vaxtakjörum sem notuð eru í viðskiptum við innlánsstofn- anir. Upplýsingar um vaxtakjör verða flokkaðar eftir því hvort um verðtryggð eða óverðtryggð kjör er að ræða, hvort þau eru veitt til heimila eða fyrirtækja, helstu lánaform, þ.e. hlaupa- reikningslán, neyslulán, hús- næðislán o.þ.h., tímalengd, grófa fjárhæðarflokkun og fasta eða breytilega vexti. SÍ hyggst kryfja málið VAXTAKJÖRIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.