Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 3  228. tölublað  101. árgangur  ÁGÆTLEGA HRESS MIÐAÐ VIÐ ALDUR FYRSTA LÆKNISINS MINNST SPENNANDI UPPTÖKUFERLI Á SÓLÓPLÖTUNNI HÖFÐINGINN HRAFN 10 DANÍEL TÓNSKÁLD 38JÓHANNA 100 ÁRA 4 ÁRA STOFNAÐ 1913 Ómar Friðriksson Kjartan Kjartansson Boðaðar eru viðamiklar aðhalds- aðgerðir og niðurskurður í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2014, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í gær. Alls eiga að sparast með þessum aðgerðum um tólf milljarðar króna, þar af um 1,1 milljarður í heil- brigðismálum og 670 milljónir í menntamálum. Með því að falla frá nýlegum verkefnum sparast tæpir sex milljarðar og 2,6 milljarðar með sérstökum aðhaldsaðgerðum. Samkvæmt frumvarpinu er stefnt að hallalausum rekstri á ríkissjóði á næsta ári. Gangi það eftir yrðu það fyrstu hallalausu fjárlögin í sex ár. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 587,1 milljarður en heildartekjur 587,6 milljarðar, sem gerir afgang upp á hálfan milljarð króna. Vinna á að einföldun ríkiskerfisins og efla stofnanir með sameiningu þeirra. Gert er ráð fyrir að stofnunum muni fækka um minnst fimmtíu og að stofnanir með færri en þrjátíu manns muni heyra til undantekninga. Stefnt er m.a. að fækkun sýslumanns- og lögregluembætta og sameina á heil- brigðisstofnanir á landsbyggðinni. Á sama tíma og skera á víða niður í ríkisrekstri eru framlög hækkuð til nokkurra málaflokka. Þannig verður útvarpsgjald hækkað um 3% um ára- mótin og fer í 19.400 krónur. Framlag til RÚV mun því hækka um nærri 320 milljónir króna og engin hagræðing- arkrafa er gerð. Blendin viðbrögð Fjármálaráðherra segir það hafa verið forgangsatriði í fjárlagagerðinni að stöðva skuldasöfnunina og að jöfn- uður í ríkisfjármálum skipti miklu máli til þess að alvöruviðspyrna eigi sér stað. Viðbrögð við frumvarpinu eru blendin. Oddný Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að í því sé gengið á heilbrigðis- og menntakerfið. Telur hún að forgangs- röðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, telur hins vegar jákvætt að út- gjöld verði aukin til elli- og örorkulíf- eyrisþega. MFjárlögin »2, 14-17 12 milljarða niðurskurður boðaður  Stefnt að hallalausum fjárlögum  Framlag til RÚV hækkar um 320 milljónir króna á næsta ári Bensín og áfengi hækka » Samkvæmt frumvarpinu munu vörugjöld á bensíni, áfengi og tóbaki hækka um áramótin. Er búist við aukinni áfengisneyslu og auknum akstri. » Eiga vörugjöldin að hækka um 3% og skila ríkissjóði 59 milljörðum króna. Alþingi kom saman í gær til 143. löggjafarþings. Gengið var fyrst til hefð- bundinnar athafnar í Dómkirkjunni í fylgd Agnesar Sigurðardóttur, bisk- ups Íslands, og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. »2 Þingheimur kominn saman Morgunblaðið/RAX 143. löggjafarþing Alþingis sett í gær Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, bjóða nú 158 sparnaðarleiðir. Af þeim ber 71 neikvæða raunvexti, enda eru nafnvextir undir verðbólgu. Þetta leiðir lausleg athugun Morg- unblaðsins í ljós, en samantektin er byggð á vaxtatöflum sem fengust af- hentar í bönkunum sl. mánudag. Við þessa samlagningu eru ólík vaxtaþrep innan tiltekinna sparnað- arleiða tekin með og fara nafnvextir á þeim stighækkandi eftir upphæð og þeim tíma sem sparifjáreigendur eru reiðubúnir að binda fé sitt. Nafnvextir þurfa að vera háir Í þessu efni ber að hafa í huga að fjármagnstekjuskattur hefur verið tvöfaldaður úr 10% í 20% á síðustu árum. Þurfa nafnvextir því að vera háir til að skila góðum vaxtatekjum. Skal tekið fram að tékkareikning- ar eru með í þessari upptalningu. Fram kemur í gögnum á vef Seðla- bankans að óverðtryggð innlán heimila í ágúst sl. voru tæplega 368 milljarðar króna en verðtryggð inn- lán tæplega 219 milljarðar. Heimilin hafa því verulega hags- muni af því að óverðtryggðu innlánin beri ekki neikvæða raunvexti. Seðlabankinn greinir stöðuna Ítarlegri gögn um innlánin og þar með rýrnun sparifjár vegna verð- bólgu eru ekki aðgengileg. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þær upplýsingar að bankinn hygðist á næstunni afla gagna frá innlánsstofnunum um vaxtakjör í inn- og útlánum, bæði nýjum inn- og útlánum á mánaðarfresti sem og þeirra sem fyrir eru. Stendur til að vinna úr þessum gögnum upplýsingar um meðal- vaxtakjör. Verða þær síðan birtar en þó einungis sem samanteknar tölur fyrir allar innlánsstofnanir. MFjöldi reikninga »24 Neikvæð raunávöxtun á 71 reikningi  Fjöldi reikninga hjá stóru bönkunum er með nafnvexti sem ná ekki verðbólgu  Jarðböðin í Mývatnssveit hafa laðað til sín þúsundir gesta. Í ár stefnir í að fjöldi baðgesta fari yfir 100 þús- und. Stefán Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Jarðbað- anna, segir að í júlímánuði hafi að jafnaði komið um þúsund manns á dag. Mývatns- sveit er í dag viðkomustaður Morg- unblaðsins í 100 daga hringferð- inni. „Líklega má svo margfalda þessa tölu gesta með tveimur ef við tökum með þá sem sækja veitinga- húsið hér eða skoða staðinn,“ segir Stefán. Tíu ár eru síðan starfsemi Jarðbaðanna hófst og hafa allar rekstraráætlanir staðist. »18-19 Yfir 100 þúsund gestir í jarðböðin Jarðböðin við Mý- vatn vinsæl.  Hiti í nýliðnum september var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en víðast var á landinu rúm- lega einu stigi undir meðallagi síð- ustu tíu ár. Þetta kemur fram í yf- irliti Trausta Jónssonar veður- fræðings um veðrið í september- mánuði. Úrkomusamt var á landinu og þurrkar víða daufir. Meðalhiti í Reykjavík var 7,1 stig í september, 0,2 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990 en 1,6 stigum undir með- allagi síðustu tíu ára. Er þetta kald- asti september í Reykjavík í átta ár, eða frá árinu 2005. Þá hafa úr- komudagar í Reykjavík aðeins tvisvar áður frá árinu 1920 verið fleiri en í sumar. »12 Kaldasti september frá árinu 2005 Veður September kaldur og blautur. Morgunblaðið/Eggert Frá ársbyrjun 2009 og fram á mitt þetta ár högnuðust stóru bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, um ríflega 223 milljarða króna. Hefur Íslandsbanki hagnast mest eða um tæplega 90 milljarða. Arion banki rekur hins vegar lestina með tæplega 60 milljarða hagnað. Samanlagður hagnaður bankanna á þessum 54 mánuðum, 223 millj- arðar króna, jafngildir því að þeir hafi hagnast um 136 milljónir á dag í 1.642 daga, eða um tæpar sex milljónir á klukkustund. Þýðir það að hagn- aðurinn er tæplega 100.000 krónur á mínútu frá miðnætti aðfaranótt 1. janúar 2009 og til miðnættis 30. júní 2013, hverja einustu mínútu. »4 100.000 í hagnað á mínútu HAGNAÐUR STÓRU BANKANNA FRÁ NÝÁRSDEGI 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.