Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 32

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Smáauglýsingar Bækur Mannlíf og saga fyrir vestan Aðalefni: Hemmi Gunn fyrir vestan. Fæst í bókaverslunum og beint frá okkur: vestfirska.is. Vestfirska forlagið. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt VANDAÐIR ÞÝSKIR HERRASKÓR ÚR LEÐRI , SKINNFÓÐRAÐIR OG MEÐ GÓÐUM SÓLA Teg. 206204 23 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 41-47. Verð: 16.975. Teg. 455201 340 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 41-47. Verð: 17.975. Teg. 308204 354 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40-47. Verð: 15.885. Teg. 416407 35 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40-47. Verð: 21.600. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18. Laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis verkefni. Sími 847 8704 manninn@hotmail.com Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð mbl.is alltaf - allstaðar Guðrún Jónsdóttir, samstarfs- kona okkar til margra ára, gegndi starfi forstöðumanns í Fé- lagsstarfi Gerðubergs frá árinu 1990 en hún var fjórði forstöðu- maðurinn til að sinna því starfi frá opnun Gerðubergs í mars 1983. Áður hafði hún starfað í nokkur ár sem handavinnuleiðbeinandi í félagsstarfinu. Miklar breytingar hafa orðið á þessum tíma í fé- lagsstarfi Reykjavíkurborgar og í þau 27 ár sem Guðrún stóð vakt- ina í Gerðubergi átti sér stað heil- mikil þróun. Guðrún sinnti starfi sínu af hugsjón og alúð. Fjöldi einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda naut handleiðslu hennar og styrks en hún gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og hlusta á hvers kyns vanda sem við var að glíma. Á þetta einnig við um starfsfólk hússins en hún tók jafn- an vel á móti nýju fólki og hvatti það til að leita til sín með hvers kyns erindi. Guðrún var mikil handavinnukona og þrátt fyrir að sinna fullu starfi tókst henni að útbúa einstakar handsaumaðar gjafir sem hún gaf samstarfsfólki sínu við ýmis tilefni og má þar nefna yndislega kerrupoka með blúndusaumi þegar lítil börn komu í heiminn. Þökkum fyrir samveruna í gegnum tíðina. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Kæri Halldór og fjölskylda, vottum ykkur öllum okkar inni- legustu samúð á þessari sorgar- stundu. Minning Guðrúnar mun lifa um ókomna tíð og verður hennar ætíð minnst með hlýjum hug. Fyrir hönd starfsfólksins í Gerðubergi, Guðrún Dís Jónatansdóttir. Guðrún mín. Ég ætlaði ekki að trúa því að þú værir farin. Það var gaman að koma í Gerðubergið þegar þú varst að vinna þar. Nú er tómt á staðnum þegar þú ert þar ekki. Þú hefur hjálpað mér mikið, t.d. að læra að prjóna. Þú varst alltaf hress og kát. Ég sendi fjölskyldunni samúð- arkveðjur. Guð blessi þig, Stefán Konráðsson sendill. Við kynntumst Guðrúnu Jóns- dóttur á vettvangi sem henni var mjög hugleikinn og kær, og vor- um við svo heppin að vera ná- grannar hennar í næsta stiga- gangi. Hún var formaður Húsfélagsins Arahólum 2 í ára- raðir, og þegar við fórum að sýsla á sama vettvangi miðlaði hún okk- ur af reynslu sinni og þekkingu, sem þróaðist í einlægan vinskap við þau hjónin, Guðrúnu og Hall- dór. Var oft kátt á hjalla við blómakerin. Það var unun að sjá, þegar hún var að bjástra við blómaker og gróður, og breytti engu hvort rigndi þann daginn, hún klæddi sig bara eftir því. Ekki mátti hún sjá misfellu eða kusk neins staðar í sameign eða bílaplani án þess að lagfæra það og snyrta af þeirri umhyggju sem henni var svo eig- inleg. Þannig munum við minnast hennar. Og ávallt var Halldór henni nálægur og virkur með Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 1. nóvember 1950 í Bjarghúsum í Vest- urhópi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2013. Útför Guðrúnar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 30. september 2013. henni í þessu amstri. Úr andlitum þeirra og fasi skein stolt og gleði að loknu verki hverju sinni, svo sem íslenskra bænda að kveldi á sumrum. Ánægja með vel unnið verk. Ekki síst ber heimili þeirra vott um þessa sömu natni og um- hyggju. Það var ekki flókið að skilja ís- lenska orðasambandið „samhent sómahjón“ í návist þeirra hjóna, eða orðið „fyrirmyndarhjón“, að viðbættu orðinu „lífsförunautur“, það blasti bara alltaf við í öllu þeirra fasi. Missir Halldórs, sonarins, tengdadóttur og barnabarna er risavaxinn. Við sendum þeim okk- ar dýpstu samúðar- og sorgar- kveðjur. Ólafur Vignir og Inga Fanney, Arahólum 4. Kynni okkar Guðrúnar voru stutt en sérstök. Þegar ég hringdi og talaði við hana í fyrsta sinn fyr- ir rúmu ári sagðist hún hafa beðið eftir því að við hæfum samstarf. Formálalaust fékk ég þannig hlutdeild í stórhuga sýn Guðrún- ar. Hún sameinaði fólk. Í afar hnitmiðuðu látleysi hlúði hún að mannlífinu, sáði fræjum lífsgleði, virðingar og vonar allt í kringum sig. Hún stýrði félagsstarfinu í Gerðubergi. Það var áður ætlað öldruðum en varð í meðförum Guðrúnar að miðstöð fyrir fólk á öllum aldri. Þar náðu kynslóðir saman. Við hófum samstarf um að fela ungu fólki á síðustu önn fram- haldsskóla að sinna sjálfboðinni samfélagsþjónustu. Guðrún tók þessari málaleitan af slíkri rausn að hjá henni dvöldu um 15 nem- endur í samfélagsþjónustu strax fyrsta haustið. Félagsstarfið í Gerðubergi varð þannig kjölfest- an í þessu tilraunaverkefni um leið og því var hrint af stað. Af dagbókum nemendanna mátti ráða hversu mikla manngæsku þau upplifðu hjá Guðrúnu og gestum hennar. Þau áttu alls ekki von á svo gjöfulli samveru og fóru hvert og eitt verulega ríkari en þau höfðu komið. Það kom mér á óvart hvernig Guðrúnu tókst að virkja nemendur til að sinna starfinu með gestum félagsstarfs- ins, að sjá og skilja mikilvægi þess að hlúa að öðru fólki. Hún gerði þetta fullkomlega áreynslulaust, og nemendur, piltar og stúlkur, fundu sig í að spjalla, prjóna, vaska upp, leggja á borð, raða stólum, sópa og tína rusl, spila, fylgja í göngutúr og ótal margt fleira sem Guðrúnu datt í hug að láta þau hjálpa til með. Í gegnum starfið fengu þau dýrmæta sýn á líf og reynslu eldra fólks og reyndar fjölda annarra samborg- ara. Guðrún Jónsdóttir var alltum- vefjandi. Kona sem vissi hvað skiptir máli. Samvera fólks var lykilatriði. Umhyggja hennar og lífsgleði glöddu þá sem nærri voru. Hún veitti sterka mannlega nánd, sýndi hverjum og einum óskipta athygli. Uppátækjasöm var hún einnig, hafði gaman af því að koma hlutum í kring. Í lok ann- ar vildi hún endilega að við héld- um hátíð, gerðum eitthvað fyrir nemendahópinn. Hún pantaði rútu og dreif okkur öll, næstum 50 manns, í að skoða Slökkviliðið og Neyðarlínuna. Og á eftir var boðið í kaffi og pönnukökur sem fjölmargar konur í félagsstarfinu lögðu á borðið handa unga fólkinu úr FB. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guðrúnu Jóns- dóttur. „Nafna mín“ sagði hún alltaf og mér fannst það svo hlý- legt. Hún minntist oft á aðra nöfnu okkar sem farin var á und- an henni. Það var Guðrún Þórs- dóttir, fyrrverandi skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, mikill frumkvöðull í starfi með ungu fólki. Hún var sannfærð um að sú nafna vekti yfir okkur og starfinu sem við vorum að byggja upp. Brotthvarfi Guðrúnar úr heimi hér fylgir djúpur söknuður. Eig- inmanni hennar og fjölskyldu votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. „Gjörið þið svo vel. Nú eigið þið salinn.“ Þannig hljómuðu oft orð Guðrúnar, forstöðumanns í fé- lagsstarfi aldraðra í Gerðubergi, þegar hún vann í samstarfi við aðra. Hún var hógvær, samvinnu- fús, glögg á samstarf bæði með nánum samstarfsmönnum og öðr- um. Hún sagði stundum: „Aldr- aðir eiga samleið með öllum ald- urshópum og allir eiga samleið með þeim.“ Menningarhóparnir í Breiðholti, kirkjan, leikskólarnir, grunnskólinn, Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, hjúkrunar- heimilin … Öllum bauð hún til samstarfs og allir voru innilega velkomnir. Ávallt stóð hún tilbúin með útrétta hjálparhönd, gaf ráð, lagði fram tillögur og hug- myndir. Við Guðrún áttum samleið um áratugaskeið. Fyrst er ég vann hjá Öldrunarþjónustu Reykjavík- urborgar og síðar með hópum og félögum sem hún bauð aðstöðu þegar salurinn var laus í fé- lagsstarfinu. Hún hafði brenn- andi áhuga. Skilningur hennar og samskiptahæfni óx með hverju ári. Hún sótti endurmenntunar- námskeið til að auka þekkingu, styrkjast, eflast og þroskast og skila árangursríku starfi sem gæfi von og hvatningu. Hún var hugmyndarík og framkvæmda- söm. Hún fór sér stundum hægt en sigldi með þunga og öryggi með kærleika í stafni. „Mig langar til að skilja þá sem ég vinn með og fyrir,“ sagði hún stundum. „Ég vil vinna með öldr- uðum en ekki fyrir þá. Það hef ég lært af þeim sem hafa gefið mér mikið í starfinu. Mig langar til að gera mannlífið fegurra.“ Sárt er að missa góðan sam- starfsmann og vin. Enn sárara er að missa eiginkonu, mömmu, ömmu og góðan ástvin langt um aldur fram. Sorgin heimsækir alla. En um Guðrúnu eigum við góðar minningar og ógleymanleg- ar uppákomur í gleði, söng, dansi, gönguferðum og skemmtan með mikilli lífsgleði. Hún var einstök og eftirminnileg. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýhug. Síðastliðið vor bauð Guðrún Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra að halda kynningar- og útgáfufund í tilefni af 25 ára af- mælisriti félagsins Aldrei of seint. Áður hafði félagið oft fengið sal- inn fyrir íþróttaiðkanir, dansa og leiki. Og Guðrún lét sér ekki nægja að lána salinn heldur bauðst til að leggja fram krafta sína. „Kannski get ég fengið ein- hverja góðviljaða til að gefa okkur kökusneið og aðra vini til að létta okkur lund.“ Hún fagnaði komu okkar á útgáfufundinum og end- aði ávarp sitt með því að segja: „Gjörið þið svo vel. Nú eigið þið salinn.“ Svo steig hún til hliðar og við áttum salinn með kaffi og syk- urkringlu og góðum anda. Svavar Knútur söng með okkur með sinni englarödd, samkenndin jókst og tók hug okkar. Samfylgdin með Guðrúnu var hlý og góð. Við þökkum samleið og biðjum fjöl- skyldu hennar friðar og farsældar á komandi árum. Þórir S. Guðbergsson. Mig langar að minnast Guð- rúnar Jónsdóttur með örfáum orðum. Hún var forstöðumaður félagsstarfsins í Gerðubergi, sinnti starfi sínu með mikilli hlýju og væntumþykju. Ég hef tekið þátt í starfseminni og er þakklát fyrir það. Fór í leikhúsferðir og dagsferðir með fólkinu og Guðrún var ávallt þar með. Guðrún sá allt- af fyrir því að ég yrði henni og manni hennar samferða í rútunni eftir þær ferðir, fyrir það vil ég þakka henni og allt sem hún gerði fyrir mig í gegnum tíðina. Elsku Guðrún mín, ég bið góð- an Guð að vernda þig og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég votta Halldóri manni henn- ar og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Lára Pálsdóttir. Góður samstarfsfélagi, Guðrún í Gerðubergi, er fallinn frá. Minn- ing hennar sem starfsfélaga, frumkvöðuls og mannvinar stend- ur upp úr sem fyrirmynd fyrir aðra. Hún tók mörg framfara- skref til þess að bæta samfélagið og vann að því af óbilandi hug- sjón. Guðrún starfaði sem forstöðu- kona í félagsstarfinu í Gerðubergi í áratugi og kynntist þar fólki úr öllu samfélaginu. Félagsstarfið blómstraði undir hennar stjórn og nýttust leiðtogahæfileikar hennar þar eins og samstarfs- félagar hennar í Breiðholti og víð- ar fengu að kynnast. Þó að starfs- svið hennar hafi legið í félagsstarfinu þá starfaði hún þvert á öll svið samfélagsins og gerði margt mögulegt með þrot- lausu starfi sínu. Allir gátu leitað til Guðrúnar og var hún ætíð reiðubúin að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda. Guðrún var mjög ósérhlífin og einlæg í sínum störfum og gaf ríkulega af hjart- ans gleði. Við þökkum Guðrúnu sam- starfið og geymum í leiðinni það dýrmæta leiðarljós sem hún skildi eftir. Guðrúnar verður sárt sakn- að af fólkinu í Gerðubergi og af samstarfsfélögum. Hugur okkar í þjónustumiðstöð Breiðholts er hjá aðstandendum Guðrúnar og vottum við þeim innilegustu sam- úð. Óskar Dýrmundur Ólafsson. Guðrún Jónsdóttir var félags- málakona með bjart og hlýlegt viðmót. Hún var fljót að sjá tæki- færin til góðra verka, var ósér- hlífin og átti auðvelt með að fá fólk til liðs við sig. Hún var prúð en fylgin sér og kom hugmyndum í verk. Hún gekk í Thorvaldsens- félagið fyrir fjórtán árum og tók þar að sér fjölmörg trúnaðarstörf. Hún sat í stjórn félagsins á ár- unum 2003-2006 og í stjórn Kortasjóðs á árunum 2001-2013. Kortasjóður gefur árlega út jóla- kort til styrktar málefnum syk- ursjúkra barna. Þess utan var Guðrún ávallt tilbúin í hvers kyns nefndarstörf og kom oftar en ekki með tillögur um verðug verkefni sem þörfnuðust stuðnings. Mál- efni barna, ungmenna og eldri borgara voru henni sérlega hug- leikin og ánægðust var hún ef hún gat leitt þessa hópa saman og þannig minnkað kynslóðabilið. Ásamt eldri borgurum og öðrum þátttakendum í félagsstarfinu í Gerðubergi þeyttist Guðrún á milli hjúkrunarheimila, sambýla fyrir heilabilaða og annarra sjúkrastofnana með söng og gleði. Ávallt kom hún færandi hendi og lét gott af sér leiða, allt gert í sjálfboðavinnu í þágu þeirra sem á þurftu að halda. Þannig stuðlaði hún að auknum lífsgæðum í lífi fjölmargra, bæði gefenda og þiggjenda. Halldór maður Guðrúnar var henni stoð og stytta, alltaf tilbú- inn að aka hópunum hennar til og frá og nutu Thorvaldsenskonur þess iðulega í hópferðum. Thor- valdsenskonur kveðja góða fé- lagskonu og votta Halldóri og fjölskyldunni samúð sína. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.