Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 26

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugar daga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð – það er Tengi. Baðinnréttingarnar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ Allt fram undir miðja síðustu öld voru helstu vinnutæki til vegagerðar skóflur og hestvagnar. Jarðýtur komu til sögunnar á tíma seinna stríðsins og ollu byltingu. Hannes Pétursson rithöfundur og Álft- nesingur lýsir þessari byltingu í bók sinni „Jarðlag í tímanum, minningarmyndir úr barnæsku“, en hann var kúskur í vega- vinnuflokki á Öxnadalsheiði, þegar jarðýta kemur þangað norður. Fram að þessum tíma voru vegir ekki fyrirferðarmiklir í landslag- inu, en hin nýja tækni veldur þar allmikilli breytingu. Hraun eru víðar en á Álftanesi. Það eru hæg heimatökin fyrir okk- ur, sem eigum heima á suðvest- urhorninu að fylgjast með þeirri þróun, sem hefur orðið á vegagerð um hraun. Nefnum þrjú dæmi til þess að lýsa henni: Vegurinn um Hellisheiði (núver- andi vegur) var lagður 1971-72. Þar var notuð svonefnd hliðarýt- ing, á köflum þar sem hraunið var vinnanlegt með jarðýtu. Þessari aðferð fylgir veruleg röskun á yf- irborði lands. Þetta er raunar sama aðferð og var notuð í Bakka- selsbrekkunni árið 1944 og Hannes Pétursson lýsir svo í fyrrnefndri bók sinni: – „ýtan rótaði upp jarð- vegi úr tveimur áttum á víxl út frá vegarstæðinu og skildi eftir gap- andi sár í melum og móum“. Bláfjallavegurinn var gerður um 1985 með líku móti og að ofan greinir en frágangur þó vandaðri. Suðurstrand- arvegur, lagður um 2010, er hvergi gerður með hliðarýtingu. Öll fylling er aðflutt. Þessi nýi vegur er vandaður að hönnun og allri gerð, þar sem hann „læðist“ í gegnum hraunið. Upptalningin að of- an sýnir að mikil þróun hefur orðið í vegagerð. Ekki skal dregið í efa að við gerð nýja Álftanesvegarins verði hag- nýttar nýjustu og bestu aðferðir eins og var gert t.d. við Suður- strandarveginn. Vegur meðfram Gálgahrauni (ekki gegnum Gálgahraun eins og stundum er sagt) mun gefa vegfar- endum kost á að njóta útsýnis til hraunsins. Hlutverk náttúruverndarsinna er vissulega þarft og góðra gjalda vert, en það má ekki snúast í þá andhverfu sína að tálma því að Ís- lendingar og erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að því að njóta náttúrunnar. Enn orð í belg frá bíleiganda Eftir Jónas Frímannsson Jónas Frímannsson » Vegur meðfram Gálgahrauni (ekki gegn um Gálgahraun eins og stundum er sagt) mun gefa vegfar- endum kost á að njóta útsýnis til hraunsins. Höfundur er verkfræðingur. Í umræðunni um tölvuöryggi hefur at- hyglin til þessa fyrst og fremst beinst að því að netið sé notað í glæpsamlegum til- gangi. Í framtíðinni eru hins vegar vax- andi líkur á að áþekk- um aðferðum verði beitt í hernaðarlegum tilgangi og þau átök geta teygt sig til heimilistölvunnar þinnar. Ef til átaka kemur í Sýrlandi eru til dæmis miklar líkur á að ekki verði einungis um hefðbundinn hernað að ræða heldur muni svokallaður nethernaður gegna ríkara hlut- verki en áður eru dæmi um. Net- hernaður er dæmi um fjarlægð- arhernað þar sem markmiðið er ekki að valda manntjóni eða eyði- leggja mannvirki heldur trufla og jafnvel lama kerfi í ríkinu sem árásin beinist að. Árið 2010 kom fram í fréttum að gerð hafði verið netárás á Íran, þar sem skaði var unninn á skil- vindum sem notaðar voru við auðgun úrans. Skömmu seinna kom önnur útgáfa af þessari sömu óværu, og var þá beitt gegn óvin- um Írans. Þannig er netið, það er ekki einnota heldur margnota, og liggur í allar áttir. Nethernaður getur tekið á sig margar myndir. Fram hefur komið að ríki hafa farið í gegnum net- kerfi annarra ríkja og komið fyrir net-sprengjum – eins konar tölvuvírus sem hefur það hlutverk að bíða átekta eftir virkjun, sem hugsanlega kemur aldrei. Ef á þarf að halda er „sprengjan“ virkj- uð og mikill skaði getur verið unn- inn, tölvukerfi ríkja verulega lösk- uð þannig að þau virka illa eða ekki. Nethermenn vinna þá að því að fara í gegnum kerfin sín, reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að koma slíkum sprengjum fyrir og aftengja þær sprengjur sem finn- ast. Þetta eru aðferðir sem eru þegar í notkun, sam- kvæmt þeim sem þekkja til þessara mála. Ef nethernaði verð- ur beitt gegn Sýrlandi munu sýrlensk stjórn- völd vafalítið svara í sömu mynt enda er nethernaður dæmi um hvernig Davíð getur tekist á við Golíat með ósamhverfum hernaði (asymmetric warfare). Nú þegar hefur hópur sem kall- ar sig SEA – Syrian Electronic Army látið á sér kræla. Enn sem komið er hefur þessi hópur ekki valdið miklum skaða og hefur helst herjað á fréttamiðla sem að sögn SEA hafa flutt fréttir sem voru sérstaklega óhliðhollar sýr- lenskum yfirvöldum. Má þar nefna árásir á New York Times og Twit- ter sem talið er að megi rekja til SEA. Árás frá hópum á borð við SEA, sem svar við árás á Sýrland, er ekki útilokuð þó svo að net- hernaði verði ekki beitt gegn Sýr- landi. Nethernaður er orðinn það mikilvægur þáttur í nútímahernaði að mjög líklegt er að honum verði einnig beitt. Að brjótast inn á síður eins og New York Times eða hjá öðrum sambærilegum fréttamiðlum til þess að breyta skilaboðum sem þar koma fram eða stöðva, jafnvel að reyna að sýkja þá sem heim- sækja þær síður með tölvuvírus, er þekkt aðferð tölvuþrjóta. Önnur aðferð er að beita stórum hópum sýktra tölva (botneti), jafnvel mörgum tugum þúsunda í ein- hverjum tilvikum, til að valda skaða. Þessar sýktu tölvur eru oft hefðbundar heimilistölvur, tölvur í fyrirtækjum og eða stofnunum sem hafa verið sýktar af einhvers konar óværu eða vírus. Hinum sýktu tölvum er beint á ákveðin skotmörk sem í flestum tilvikum ráða ekki við þessa auknu net- umferð. Við slíkar aðstæður virkj- ast í mörgum tilvikum varn- arviðbrögð slíkra kerfa og þau slökkva á sér. Fæstir netþjónar ráða við að taka við mörg þúsund heimsóknum á sama augnablikinu, þannig að þessi aðferð (sem kölluð er Denial-of-service) getur verið einföld en áhrifarík. Komi til þess að ráðist verður á Sýrland, og svarað verður með nethernaði, er mjög líklegt að „her“ sýktra tölva verði beitt. Þær tölvur geta verið staðsettar hvar sem er og það er reyndar betra fyrir þá sem nýta sér slíkan hern- að að þær komi frá sem flestum stöðum, enda er þá erfiðara að verjast árásinni. Það er síður en svo útilokað að í slíkri árás, hvort sem hún á rætur sínar að rekja til Sýrlands eða annarra ófrið- arsvæða, yrði sýktum tölvum á Ís- landi beitt. Tölvum sem eru sýktar vegna þess að eigandi hennar van- rækti að verja tölvuna sína. Tölv- an, og þar með eigandi hennar, hvort sem um er að ræða ein- stakling, stofnun eða fyrirtæki, er þannig orðin þátttakandi í átökum í fjarlægum heimshluta, hugs- anlega einfaldlega vegna leti eða vankunnáttu. En hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að átta sig á að upplýs- ingaöryggi skiptir mál og að þess- um málum þarf að sinna af kost- gæfni. Notendur þurfa að skilja að aðgerðir þeirra, eða aðgerðaleysi, geta haft áhrif, jafnvel langt út fyrir landsteinana. Þá er einnig mikilvægt að leita sér upplýsinga um þessi mál. Það er meðal annars hægt að gera á www.netoryggi.is. Verður tölvan þín notuð í nethernaði? Eftir Jón Kristin Ragnarsson » Tölvan, og þar með eigandi hennar, hvort sem um er að ræða einstakling, stofn- un eða fyrirtæki, er þannig orðin þátttak- andi í átökum. Jón Kristinn Ragnarsson Höfundur er ráðgjafi hjá Capacent á sviði netöryggismála. Nú fer ég senn að flytja búsetu mína í Kópavog og hlakka bara til þessara breyt- inga. „Hvernig held- urðu að þú, þessi mið- bæjarrotta, getir fílað þig í Kópavogi?“ var ég spurður. Sannleik- urinn er sá að Siglfirð- ingurinn Heiðar hefur búið í meira en hálfa öld í Reykjavík, en nú færir þessi sami Siglfirðingur sig að- eins um set en kemur svo að lokum til Reykjavíkur til langdvalar. Laugavegurinn er falleg gata, margt og mikið að sjá ásamt skemmtilegu mannlífi. Ég hef gam- an af að horfa á fólk og hef gert slíkt í London, París, Moskvu, Istanbúl, Kaíró, Kiev og fleiri borgum og Laugavegurinn er númer eitt. Þegar ég dunda mér við að horfa á fólk hef ég sérlega gaman af því að fylgjast með misjöfnu göngulagi þess. Hugsum okkur að ég mætti þeim Obama, Ólafi Ragnari og Pútín gangandi niður Laugaveginn, þá myndi ég sjálfsagt segja við sjálfan mig: „Það er eins gott að Pútín er ekki í miðjunni, því hann ruggar svo mikið.“ Obama hefur mjög fallegt göngulag, þarf aðeins að laga hend- urnar þegar hann labbar niður stig- ann úr þotunni sinni. Ólafur Ragnar er með flott göngulag og engin vand- ræði með hendurnar en Pútín rugg- ar of mikið. Ef ég gæfi þeim ein- kunn, þá fengi Ólafur 10, Obama 9,5 og Pútín 6,3. Ég er senn á förum til Kúbu til að æfa spænsku og dans, en ég mun ekki gleyma Laugaveginum og hér kemur rúsínan í pylsu- endanum. Tyrfum Lækjartorg en pússum Ingólfstorg vel og vandlega og ekki gleyma gosbrunninum og næsta nágrenni. Þarna hafa börn og unglingar ver- ið að leika sér á hjólabrettum og það á að leyfa þeim að hafa forgangsrétt að þessum stað. „Þeir hafa fengið að- stöðu í Laugardalnum og er það ekki nóg?“ vilja þá einhverjir segja. Nei og aftur nei. Þar eru engir áhorf- endur og krökkunum finnst gaman og það er þeim hvatning að hafa áhorfendur, sérstaklega ef áhorf- endur sýna ánægju sína í verki með því að hrósa þeim. Hafa skal holl ráð hvaðan sem þau koma svo tyrfum Lækjartorg og pússum Ingólfstorg svo það verði sérlega snyrtilegt. Með bestu kveðju. Kveðjustund Eftir Heiðar Róbert Ástvaldsson Heiðar Ástvaldsson » Tyrfum Lækjartorg en pússum Ingólfs- torg vel og vandlega og ekki gleyma gosbrunn- inum. Höfundur er danskennari. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.