Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 30

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 ✝ Sólveig fædd-ist í Hafn- arfirði 11. júní 1960. Hún lést á Landspítalanum 24. september 2013. Foreldrar Dóra Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 17.7. 1925, hún var annar eigenda verslunarinnar Emblu í Hafnarfirði, og Reynir Eyjólfsson, síðast forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, f. 19.11. 1927, d. 17.7. 1997. Systkin Sólveigar eru tvö: Eyj- ólfur, f. 7.6. 1950, kona hans er Guðbjörg S. Sigurz. Hann á fjögur börn með fyrri eig- inkonu sinni, Sigrúnu Lindu Hafsteinsdóttur, og tvö barna- börn. Sigrún, f. 22.6. 1954, mað- ur hennar var Páll Pálsson, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn. Sólveig hóf skólagöngu sína í Öldutúnsskóla, þaðan lá leiðin í Kvennaskólann. Hún lauk stúdents- prófi frá Flens- borgarskóla 1979 og kennaraprófi frá Kennaraháskól- anum 1983. Hún kenndi einn vetur í Þykkvabænum en starfaði síðan í mörg ár við Ung- lingaheimili rík- isins og síðan fjöl- skylduheimilið á Ásvallagötu 14. Síðustu árin starfaði hún við bókasafnið í Vatnsendaskóla. Sólveig hafði unun af tónlist og söng í kórum; Öldutúns- skólakórnum, Pólýfónkórnum, Kvennakór Reykjavíkur og Vox feminae. Eftir að Sólveig flutti úr heimahúsum bjó hún lengi á Kaplaskjólsvegi 55 í Reykjavík en flutti aftur á æskustöðv- arnar í Hafnarfirði fyrir fimm árum og bjó í Brekkuási 5. Útför Sólveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. október 2013, kl. 15. Þær eru margs konar tilfinn- ingarnar sem bærast með okkur systkinunum þegar við kveðjum elsku litlu systur okkar í dag. Reiði yfir því, hvað lífið getur verið ósanngjarnt, tregi yfir því að Sólveig sé ekki lengur með okkur, gleði yfir því að hafa átt hana. Lítil, hnellin hnáta með epla- kinnar leit upp til okkar stóru systkinanna og vildi fá að fylgja okkur eftir við mismiklar vin- sældir okkar sem eldri vorum og reyndari. En okkur þótti alltaf ofur vænt um þessa litlu systur okkar enda ekki annað hægt. Hún sýndi fljótt að hún bjó yfir meira jafnaðargeði en við hin, hún var alltaf ljúf og góð og aldr- ei til vandræða. Hún óx úr grasi í Hafnarfirði, gekk menntaveginn og lauk prófi frá Kennaraháskólanum, kenndi, vann á unglingaheimilum og skólabókasöfnum. Hún söng í kórum meðan hún gat, átti marg- ar frábærar vinkonur og vini og naut þess að vera til. Hún var einkar greiðvikin og vildi allt fyrir alla gera. Hún var skemmtileg með hárbeittan húmor og gerði ekki síst grín að sjálfri sér. Hún átti systkinabörn sem henni þótti jafnvænt um og ætti hún þau sjálf. Hún sinnti þeim vel og þau áttu hauk í horni þar sem hún var, því alltaf tók hún málstað þeirra ef eitthvað bjátaði á. Hún var afar góð, hjálpsöm og nærgætin við hana móður okkar, sem nú þarf að kveðja yngsta barnið sitt. Það er þyngra en tár- um taki. Við minnumst systur okkar með þakklæti fyrir allt það góða sem hún hefur gefið okkur. Til- veran verður aldrei söm án hennar en við munum standa saman eins og alltaf áður og styrkja hvert annað og teljum okkur ríkari og betri manneskj- ur vegna samvistanna við hana. Vertu kært kvödd, elsku hjartans systir okkar! Við munum ávallt sakna þín! Eyjólfur og Sigrún. Elskuleg æskuvinkona og skólasystir okkar hún Sólveig er fallin frá, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði þar sem við vorum sessunautar í L- bekknum í okkar árgangi en sá hópur hefur ávallt haldið vel saman. Á þessum árum tengd- umst við þessum einu sönnu vinaböndum. Frá þessum tíma eigum við minningar frá notalegu æsku- heimili Sólveigar í Víðihvamm- inum að ógleymdu leikherberg- inu í kjallaranum sem oft var eins og félagsmiðstöð því mörg skólasystkini okkar áttu heima í blokkinni. Einnig eru minnis- stæðar langar gönguferðir í skólasund, að okkur fannst í þá daga, en þá var gott að koma við á leiðinni heim hjá foreldrum Sólveigar, á skrifstofu Reynis á Strandgötu 25 og einnig hjá Dóru í Emblunni. Kóræfingar og söngferðir með kór Öldutúnsskóla voru fyrir- ferðarmiklar á tímabili í lífi okk- ar ásamt fleiri góðum vinkonum. Sólveig hafði fallega og milda söngrödd sem fleiri kórar og kórfélagar fengu síðar að njóta. Þegar barnaskólaprófi lauk tókum við vinkonurnar þá sam- eiginlegu ákvörðun að sækja um skólavist í Kvennaskólanum í Reykjavík þaðan sem við lukum landsprófi. Þetta fannst okkur mikil áskorun og ævintýri í byrj- un og við tóku óteljandi og marg- ar ógleymanlegar strætisvagna- ferðir á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Minnisstæðar eru frímínútur klíkunnar í fataheng- inu en frá þessum árum eigum við einnig fyrstu minningar ung- lingsáranna, frá kvennaskóla- böllunum, peysufatadeginum og ferð okkar á fyrstu útihátíðina. Minningar eigum við einnig frá árunum í Flensborg og eins góð- ar stundir í stólnum hjá Hrund. Sólveig var afburðagóður námsmaður og góðum gáfum gædd. Hún var heilsteypt per- sóna og traustur vinur. Þrátt fyr- ir að vera ábyrgðarfull var Sól- veig létt og kát að eðlisfari og hafði smitandi hlátur. Þegar við hittumst seinna meir var auðvelt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fá fréttir og taka stöðuna, ræða alvarlegri málefni, en síðan rifja upp skemmtilega tíma og hlæja saman. Það var virkilega gaman og gott að hlæja með Sólveigu. Aðdáunarvert var að fylgjast með því hvernig Sólveig tókst á við veikindi sín. Þvílíkt æðru- leysi. Við erum þakklátar fyrir þann yndislega tíma sem við áttum með Sólveigu og þær góðu minn- ingar sem við eigum og munum áfram njóta. Hvíldu í friði, kæra vinkona. Megi góður guð veita Dóru móður hennar, Sigrúnu, Eyjólfi og fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðu tímum. Halldóra M. Mathiesen og Hrund Eðvarsdóttir. „Hún heitir Sólveig eða Eygló, … allavega tengist nafnið hennar sólinni“ sagði sr. Auður Eir, sóknarprestur og formaður skólanefndar í Þykkvabæ, þegar ég innti hana eftir hinum kenn- aranum sem ráðinn hafði verið til starfa í barnaskólanum vet- urinn 1983-84. Nokkru síðar hitti ég hana til að bera saman bækur og undirbúa flutninginn austur og komst þá að því að nafn henn- ar var einmitt Sólveig. Og eins og alltaf, geislaði hún birtu og hlýju. Hún stóð svo sannarlega undir nafni elskulega vinkonan mín. Þarna kynntumst við, nýráðn- ir kennarar við barnaskóla Djúpárhrepps í Þykkvabæ. Önn- ur var nýútskrifuð frá Kenn- araháskóla Íslands, hin í árshléi frá guðfræðinámi. Önnur fædd og uppalin í Hafnarfirði og stúd- ent frá Flensborg, hin fædd og uppalin í Reykjavík og útskrifuð frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Við komum hvor úr sinni áttinni. Höfðum ekki vitað hvor af annarri. En það stóð ekki í veginum fyrir því að við næðum vel saman strax frá fyrsta degi. Veturinn, sem við störfuðum saman í barnaskólanum og bjuggum saman í kennarabú- staðnum, áttum við óendanlega skemmtilegar stundir, tvær saman eða í hópi Þykkbæinga sem tóku okkur svo vel. Við vor- um heimagangar hjá Unu, skóla- stjóranum okkar og fjölskyldu hennar og kíktum reglulega inn í Smáratúni þar sem Didda tók á móti okkur af einstakri gest- risni. Þá eru samtölin við sr. Auði Eir ógleymanleg. Ævintýr- in voru mörg og enduðu sum í hálfgerðum svaðilförum. Á þess- um snjóþunga vetri var grunnur lagður að vináttu sem aldrei bar skugga á. Þegar í bæinn var komið á ný leigðum við Sólveig saman um tíma, bæði í Vesturbænum í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Náin vinátta og dagleg sam- skipti styrktu tengslin við vini og fjölskyldu hvor annarrar og þegar ég kynntist manninum mínum og hann fór að venja komur sínar í íbúðina okkar Sollu var óhjákvæmilegt annað en að hún yrði líka dýrmæt vin- kona hans. Með návist sinni og vináttu, hvort sem var í hvers- deginum eða á hátíðarstundu, var Sólveig sólargeisli í lífi okkar fjölskyldunnar. Undanfarnar vikur sátum við stundum saman í kvöldrökkrinu á heimili hennar í Brekkuásnum og ræddum um það sem máli skiptir, um vináttuna, vonina og framtíðina. Fyrir þessar sam- verustundir er ég nú, þegar komið er að kveðjustund, alveg óendanlega þakklát. Minning- arnar um þær eru fjársjóður sem varðveittur verður á sér- staka staðnum hennar Sollu í hjarta mínu. Þangað hverf ég til að eiga mót við hana að nýju. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Ég bið Guð um að varðveita elsku Sólveigu mína og umvefja hana birtu síns eilífa ljóss. Við Hróbjartur og strákarnir vottum Dóru, móður Sólveigar, okkar innilegustu samúð við frá- fall yndislegrar dóttur, einnig systkinum hennar, þeim Eyjólfi og Sigrúnu og fjölskyldum þeirra svo og vinkonum hennar öllum – eða skjaldborginni, eins og ég kalla þær. Sveinbjörg Pálsdóttir. Í dag kveðjum við Sólveigu frænku okkar. Það er stórt skarð höggvið í litla og sam- heldna fjölskyldu sem aldrei verður fyllt. Það er erfitt að setj- ast niður og finna réttu orðin á þessari stundu. Það er svo ósanngjarnt þegar manneskja í blóma lífsins fellur frá en þó að sorgin sé sár er þakklætið fyrir að hafa átt hana að okkur efst í huga. Við eigum svo margar góð- ar minningar og við þær munum við ylja okkur. Bless elsku Sólveig okkar. Dóra Guðrún, Hafdís, Sandra, Páll Arnar, Svala, Reynir og Gunnar. Alltaf var hún boðin og búin. Hún sagði hvorki nei né kannski. Allt var sjálfsagt. Hún var glað- vær og bauð af sér góðan þokka. Hún var ákveðin og smekkleg, raungóð og ljúf. Aldrei kom styggðaryrði né neikvæðni úr hennar munni. Sólveig var unglingur þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar og á þeim 40 árum sem síðan eru liðin var öll samvera við hana yndisleg. Frændsystkinum sínum ungum var hún uppalandi og félagi og vinur er þau eltust. Eftir grunnskólanám í Hafn- arfirði og Kvennaskólanum fór hún í Flensborgarskóla og lauk þaðan stúdentsprófi. Síðan lágu leiðir þeirra Sigrúnar systur hennar í Kennaraskólann. Að námi loknu kenndi hún einn vetur úti á landi og því næst vann hún í mörg ár á Unglingaheimili rík- isins og á fjölskylduheimili við Ásvallagötu. Aftur lá leið hennar í skólastarfið en vegna veikinda átti hún erfitt með að beita rödd- inni við kennslu og vann við skólabókasöfn, síðustu árin í Vatnsendaskóla. Sólveig hafði mikið yndi af tón- list og söng í nokkrum kórum en vegna raddleysis þurfti hún að hætta söngnum og þótti henni það mjög miður. Þegar Sólveig var ung kona leigði hún um tíma hjá móður minni á Mánastígnum og veitti það okkur systkinunum mikið ör- yggi að vita af Sólveigu í húsinu hjá mömmu. Sólveig er látin langt um aldur fram og hennar verður sárt sakn- að. Enginn getur fyllt skarð hennar. Páll Pálsson. Allir dagar eiga sér kvöld. Ævidegi elskulegrar vinkonu minnar er lokið. Ég vil þakka henni þá góðu samleið sem við áttum, hlýhug og trausta vináttu. Elsku Dóra, Sigrún, Eyjólfur og fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þegar mér sígur svefn á brá, síðastur alls í heimi; möttulinn þinn mjúka þá, móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. (Atli Heimir Sveinsson/ Einar Ólafur Sveinsson.) Helga Gottfreðsdóttir. „Hvað er að frétta af kúluröss- unum sem fóru í fjallgöngu? Það hlýtur nú að taka vel í afturhlut- ann að vaða snjó og ganga á fjall, eða hvað? Lasarusinn er að hressast, rifin skárri, breyta skemmtilega um lit á degi hverj- um. Blóðþrýstingurinn er í góðu standi, enda er ég eins og feitur og pattaralegur hamstur sem er með troðið út í báðar kinnar, haldandi á orkudrykk milli fram- fótanna. Ég hlýði líka vinkonum mínum í einu og öllu, það er sama hvort það er næring, læknaheim- sóknir eða hvaðeina annað. Takk, mínar kæru, fyrir að vera þið og dásamlegar, alltaf.“ Svona skrifaði Solla til okkar þegar hún vildi fá fréttir af okkur eða upplýsa okkur um heilsufarið. Þessi orð voru skrifuð í janúar síðastliðnum eftir enn eina bylt- una. Það fylgdi því alltaf tilhlökkun og var beinlínis uppörvandi að lesa póstana hennar, enda var hún með afbrigðum ritfær. Þeir voru í senn einlægir og frábær- lega skemmtilegir. Iðulega skein hárbeittur húmorinn í gegn, húm- Sólveig Reynisdóttir ✝ Bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR SIGMUNDSSON frá Syðra-Langholti, lést á heimili sínu á Flúðum þriðjudaginn 24. september. Hann verður jarðsunginn frá Skálholtsdóm- kirkju föstudaginn 4. október kl. 14.00. Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristjana Sigmundsson, Sólveig Ólafsdóttir, Sverrir Sigmundsson, Anna Bjarnadóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, VILBORG FILIPPÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Suðurbraut 14 Hafnarfirði, lést á gigtardeild Landspítalans sunnu- daginn 22. september. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Eyjólfur Jónsson, Guðbjörg Linda Kærnested, Jón Eyjólfsson, Einar Snæbjörn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN THORARENSEN, áður til heimilis að Fjölnisvegi 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 27. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. október kl. 15.00. Solveig Thorarensen, Sturla Eiríksson, Ásta Guðrún Thorarensen, Jóhannes Ástvaldsson og systkinabörn hinnar látnu. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, Óla frá Glerárbakka, Lindasíðu 4, Akureyri, lést föstudaginn 27. september. Útförin verður auglýst síðar. Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir, Birgir Skjóldal, Guðmundur Karl Guðjónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Jónas Guðjónsson, Helga María Stefánsdóttir, Valborg Inga Guðjónsdóttir, Guðjón Páll Jóhannsson, Tryggvi Stefán Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, GUNNAR LUDVIG SOLBAKKEN, Túngötu 19, Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði föstu- daginn 20. september. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Margrét Ásbjarnardóttir og aðrir ættingjar. ✝ Hjartkær móðir okkar, JÓNÍNA STEFANÍA HALLGRÍMSDÓTTIR, Jóna, Spítalastíg 3, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi aðfaranótt mánudagsins 30. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórdís, Guðmundur Víðir, Einar Hafsteinn, Sigurlaug Jakobína, Silja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.