Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 20
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Endurskoðandi 365 miðla bendir á í
ársreikningi síðasta árs að veltufjár-
hlutfall félagsins sé lágt. Það er mæli-
kvarði á hversu líklegt fyrirtækið er
til að standa straum af skuldum sem
þarf að greiða á komandi ári. Hlut-
fallið nam 0,6 við árslok 2012 en alla
jafna er miðað við að það sé ekki
lægra en einn. Samkvæmt ársreikn-
ingi er eiginfjárhlutfallið 26%.
Ari Edwald, forstjóri fyrirtækis-
ins, segir að veltufjárhlutfallið sé lágt
vegna þess að 365 hafi verið að greiða
hratt niður skuldir. Fram kemur í
ársreikningi að stjórnendur geri ráð
fyrir því að félagið sé rekstrarhæft
um fyrirsjáanlega framtíð þrátt fyrir
að veltufjárhlutfallið sé lágt. Endur-
skoðandinn segir að gangi áætlanir
ekki eftir gæti ríkt vafi á rekstrar-
hæfi félagsins. Ari segir að í orðum
endurskoðandans séu ekki fólgin ný
tíðindi, áritunin hafi staðið í ársreikn-
ingnum undanfarin ár.
Bankinn setur pressu á 365
Hann segir að fyrirtækið hafi verið
undir mikilli pressu af hálfu lánveit-
anda að greiða niður lánin. Það hafi
greitt niður um tvo milljarða á þrem-
ur árum af langtímalánum. „Við höf-
um greitt til lánveitanda nokkurn
veginn allan rekstrarhagnaðinn síð-
astliðin tvö, þrjú ár,“ segir hann í
samtali við Morgunblaðið. „Veltufjár-
hlutfallið hefur þegar batnað mikið
frá því sem það var í ársreikningi
2012 og er komið yfir 0,7,“ segir Ari.
Fram kemur í ársreikningi að hand-
bært fé rekstri var 96 milljónir árið
2012 en var 541 árið áður.
Hann segist vera mjög ánægður
með hvernig reksturinn hafi þróast á
undanförnum árum og hann hafi ver-
ið að batna. Ársreikningar sýni það.
Lán hafi verið greidd hratt niður og
bæði langtímalán félagsins hafi verið
endurfjármögnuð í maí. Þá sé fyrir-
tækið í sókn, hafi t.d. hleypt af stokk-
unum nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 3, og
fjárfest í útsendingarbúnaði.
Fram kemur í ársreikningi að ann-
að lánið, 2,8 milljarðar, sé með föstum
27,5 milljóna króna mánaðarlegum
afborgunum frá september og eftir-
stöðvarnar, 991 milljón, verði til
greiðslu í október 2018. Hitt lánið sé
eingreiðslulán sem nemur einum
milljarði króna, og gert sé ráð fyrir
300 milljóna króna afborgun við und-
irritun samnings og 700 milljónir
króna verði með gjalddaga í apríl
2017 og mánaðarlegum vaxta-
greiðslum.
Langtímaskuldir lækkuðu um 578
milljónir króna milli ára í um fjóra
milljarða króna árið 2012. Ari segir
að fyrirtækið hafi aldrei fengið lán af-
skrifuð. Auk þess hafi hlutafé ekki
verið aukið. Það hafi síðast verið gert
árið 2010. Þá hefur komið fram í fjöl-
miðlum að hlutafé fyrirtækisins sé í
heild þrír milljarðar. Þar af komi 600
milljónir sem B-hlutafé nýtt inn og
um sé að ræða nýja hluthafa sem fari
ekki með atkvæðisrétt í félaginu.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa
ekki upplýst hvaða einstaklingar eða
fyrirtæki standa að baki B-hlutanum.
Framsetning eigna og skulda í efna-
hagsreikningi er byggð á áframhald-
andi rekstrarhæfi félagsins. Upp-
lausnarvirði eigna samstæðunnar,
segir í ársreikningi, gæti verið veru-
lega lægra en bókfært verð þeirra
yrði starfsemin lögð af. Í þessu sam-
hengi er vert að nefna að óefnislegar
eignir félagsins voru 5,9 milljarðar
árið 2012. Þar af nam viðskiptavild
5,6 milljörðum króna.
Veltir níu milljörðum
Fyrirtækið velti 8,8 milljörðum
króna í fyrra og eykst velta um 67
milljónir milli ára. Ljósvakamiðlar fé-
lagsins velta mun meira en prent-
miðlarnir. Velta ljósvakamiðla, þ.e.
sjónvarpsstöðva eins og t.d. Stöðvar
2, útvarpsstöðva eins og t.d. Bylgj-
unnar og nettenginga, jókst um 21
milljón og nam 6,1 milljarði króna ár-
ið 2012. Velta prentmiðla, þ.e. Frétta-
blaðsins, dróst saman um 101 milljón
króna milli ára og nam 2,7 milljörðum
króna.
Ari bendir á að umsvif fyrirtæk-
isins hafi dregist saman á undanförn-
um árum. Til að mynda hafi það velt
9,6 milljörðum króna árið 2005. „Það
vantar mikið til að við höfum haldið í
við verðbólgu á tímabilinu,“ segir
hann. Hann væntir hins vegar um 7%
vaxtar að nafnverði á ári til 2017. Um-
svif fyrirtækisins séu í takt við efna-
hagslífið og á næstu árum hljóti ís-
lenskt efnahagslíf að rétta úr kútnum
auk þess sem auka á vöruframboðið,
sem sé til þess fallið að auka tekj-
urnar.
Bankinn pressar 365 miðla
til að greiða niður lán
Veltufjárhlutfall 365 er lágt að sögn endurskoðanda Greiða hratt niður skuldir
Rétt átt Ari Edwald, forstjóri 365, segist ánægður með það að reksturinn hafi farið batnandi.
Morgunblaðið/Sverrir
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Heldur dró úr atvinnuleysi á evru-
svæðinu í júlí og reyndist það 12%
samanborið við 12,1% í júní. Er þetta í
fyrsta skipti sem dregur úr atvinnuleysi
á evrusvæðinu síðan í febrúar 2011.
Alls eru 19,17 milljónir án atvinnu á
evrusvæðinu, samkvæmt frétt Euro-
stat. Atvinnuleysi mældist 10,9% í ríkj-
um Evrópusambandsins sem þýðir að
26,59 milljónir voru án atvinnu.
Dregur úr atvinnuleysi
● Aðalsteinn Leifs-
son, stjórnar-
formaður Fjár-
málaeftirlitsins,
hefur beðist lausn-
ar vegna flutninga
til útlanda um ára-
mótin.
Aðalsteinn mun
taka við starfi á
vegum EFTA sem
forstöðumaður fyr-
ir skrifstofu framkvæmdastjóra sam-
takanna í aðalstöðvum þeirra í Genf.
Margrét Einarsdóttir, lektor í laga-
deild HR og varaformaður stjórnar, mun
taka við sem stjórnarformaður FME
þangað til skipað verður í stöðuna.
Aðalsteinn hættir hjá
FME og fer til EFTA
Aðalsteinn
Leifsson
● Félagið Gaumur hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta, en stærstu hluthafar
þess voru Baugsfjölskyldan með um
97% hlut. Stærsta eign félagsins var
75% hlutur í Baugi sem varð gjaldþrota
fyrir rúmlega fjórum árum. Áætlað er
að skuldir félagsins séu um 5-6 millj-
arðar en þá er ekki taldar með ábyrgðir
sem félagið gæti hafa gengist í.
Samkvæmt síðasta ársreikningi fé-
lagsins, frá árinu 2007, var hrein eign
félagsins yfir 40 milljarðar. Félagið hef-
ur ekki skilað ársreikningum síðan.
Aðrar eignir Gaums voru m.a. 101
Hótel, Bónus, Hagar og Hagkaup.
Félagið Gaumur tekið
til gjaldþrotaskipta
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.+
+/0.-+
++1.0,
,+.2-3
+/./21
+2.240
+3,.2,
+.,,24
+24.0
+1,.13
+,-.3/
+/0.42
++1.21
,+.215
,-.-40
+2./
+33.+/
+.,3,
+20.-0
+13.-/
,+2.3451
+,-.12
+/0./0
++5.,
,+./3+
,-.+-4
+2./00
+33.01
+.,301
+20.1
+13.00
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Óvissa ríkir í skattamálum 365
vegna sameiningar fyrirtækja.
Rauðsól keypti 365 í nóvember
2008 og í kjölfarið sameinuðust
félögin. Óvissa er uppi eftir dóm
Hæstaréttar, svokallaðan Toyota-
dóm, um hvort félagið geti nýtt
sér skattalegt tap sem myndaðist
hjá Rauðsól fyrir sameininguna og
einnig hvort vaxtagjöld af lánum
Rauðsólar vegna kaupa á 365 séu
frádráttarbær hjá sameinuðu fé-
lagi. Vaxtagjöld lána sem tekin
voru til að kaupa eignarhlut í dótt-
urfélaginu 365 miðlum af Rauðsól
og nýtt hafa verið til frádráttar
sköttum hjá sameinuðu félagi og
hafa myndað yfirfæranlegt tap að
fjárhæð 1,9 milljarðar króna. Fé-
laginu hefur borist fyrirspurn frá
ríkisskattstjóra vegna málsins en í
kjölfar dóms Hæstaréttar, Toyota
á Íslandi gegn íslenska ríkinu, má
búast við frekari aðgerðum
skattayfirvalda, segir í ársreikn-
ingi. Þar segir að verði kröfugerð-
in í samræmi við fyrrnefndan dóm
megi ætla að félagið gæti þurft að
greiða allt að 260 milljónir í tekju-
skatt og viðurlög. En með breyt-
ingum á yfirfæranlegu tapi gæti
gjaldfærsla tekjuskatts og álags í
rekstrarreikningi orðið allt að 400
milljónir. Ari Edwald segir að
staða í máli 365 sé með allt öðr-
um hætti en hjá Toyota vegna
þess að um sé að ræða skuldir
sem tilheyrt hafi rekstrinum til
margra ára en ekki skuldir sem
hafi orðið til við kaup á félaginu.
Haldið verði uppi vörnum í málinu
ef til kemur.
Toyotadómurinn vofir yfir
GÆTI KOSTAÐ ALLT AÐ 400 MILLJÓNIR KRÓNA