Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
or sem klæddi hana Sollu svo vel.
Við vinkonurnar vorum sjö.
Talan sjö er heilög tala og táknar
Guð og jörðina. Tala alheimsins,
hin fullkomna heild. Talið er að
talan sjö búi yfir óvenjulegum
töframætti, í henni sé sjálf lífs-
hrynjandin fólgin. Um það ef-
umst við ekki, vinkonurnar.
Leiðir okkar lágu saman í
gegnum tónlistina þegar
Kvennakór Reykjavíkur var
stofnaður fyrir um tuttugu árum
og síðar Vox feminae. Smátt og
smátt þróaðist vináttan langt út
fyrir sönginn, yfir í einstaklega
kærleiksríkan og samheldinn
vinkvennahóp. Veikindi Sollu
komu fljótlega í veg fyrir að hún
gæti sungið með okkur en hún
var þó alltaf okkar mesti aðdá-
andi en um leið okkar mesti
gagnrýnandi.
Hún vinkona okkur var engri
lík. Hún var prýdd miklum
mannkostum, kostum sem við
reyndum í vináttu okkar um ára-
bil. Hún var vel lesin og fróð-
leiksfús og hafði unun af að upp-
fræða og miðla af þekkingu sinni.
Trygglynd, ræktar- og um-
hyggjusöm í garð vina og fjöl-
skyldu og hafði vakandi áhuga á
velferð þeirra sem stóðu henni
nærri. Það var stíll yfir henni
Sollu. Hún var fagurkeri og
menningarviti og kunni að njóta
þess einstaka sem lífið hefur upp
á að bjóða. Leikhús, tónlist, fal-
leg föt og flottir skór. Kaffihúsa-
ferðir þar sem gluggað var í
helstu tímaritin. Samverustundir
og nærvera vina og fjölskyldu.
Við áttum ótal eftirminnilegar,
skemmtilegar, ljúfar og góðar
stundir saman. Vinátta okkar
einkenndist af gleði, hlátri, söng,
faðmlögum, matarboðum, dekur-
dögum, gönguferðum, tónleikum,
sumarbústaðarferðum, kampa-
víni, marengs, súkkulaði og kær-
leika.
Það er komið að ótímabærri
kveðjustund. Skotfjelagið og
makar kveðja ástkæra vinkonu.
Þakka henni vináttuna og sam-
fylgdina. Það er þungbærara en
orð fá lýst að þurfa að kveðja
vinkonu, vinkonu sem var okkur
svo kær, konu í blóma lífsins.
Elsku Dóra, Sigrún, Eyjólfur
og fjölskyldur. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi algóður
Guð styðja ykkur og styrkja á
þessum erfiða tíma.
Takk fyrir allt, elsku Solla.
Þínar vinkonur,
Sigríður Anna (Anna
Sigga), Björg Helen, Guðný,
Hallveig, Helga Jóna og
Hulda.
Í dag kveð ég kæra vinkonu,
Sólveigu Reynisdóttur, sem lést
langt fyrir aldur fram. Ég kynnt-
ist Sollu fyrir 27 árum þegar við
unnum saman á Unglingaheimili
ríkisins í Sólheimum 7. Ég tók
fljótt eftir þeirri seiglu sem hún
bjó yfir og hvað hún var fylgin
sér, þá aðeins 25 ára gömul. Átta
árum síðar, þegar ég tók að mér
rekstur Fjölskylduheimilisins á
Ásvallagötu 14, hafði ég sam-
band við Sollu og bað hana að
vinna með mér. Við unnum þar
saman í rúm níu ár og var sam-
starf okkar afar farsælt. Við vor-
um ólíkar og ekki alltaf sammála,
en virtum skoðanir hvor annarr-
ar og áttum alltaf auðvelt með að
finna lausnir á því sem við vorum
að fást við. Það sem skipti þó
mestu máli var að grunngildi
okkar til lífsins voru þau sömu.
Solla var ein af þessum sönnu
hvunndagshetjum. Í heil 19 ár
vann hún við að ala upp annarra
manna börn sem er vandasamt
verk, það vita þeir sem reynt
hafa. Hún var kennari að mennt
og hafði metnað fyrir hönd
þeirra barna sem hún bar
ábyrgð á. Ég minnist hringferð-
anna um landið sem við fórum
með krakkana, skíðaferðanna,
utanlandsferðanna, hestaferð-
anna, útileganna og fermingar-
veislnanna sem við hristum fram
úr ermum. Þegar við hittumst yf-
ir kaffibolla í seinni tíð hlógum
við oft yfir ýmsum uppákomum
frá þessum ferðum okkar. En
þegar ég lít yfir farinn veg er það
auðvitað hversdagsleikinn og hið
daglega amstur á Ásvallagötunni
sem stendur upp úr; Innkaupin,
þrifin, jólaundirbúningurinn,
heimanámið og uppeldið. Einnig
sorgir og gleði sem fylgdu þessu
starfi okkar.
Solla var mjög fylgin sér, heil-
steypt, trygglynd og heiðarleg.
Hún var skemmtileg og bjó yfir
hárfínni kímnigáfu. Hún var
mikill fagurkeri, hafði unun af
fallegum hlutum og fötum, þó
sérstaklega fallegum skóm. Ég
öfundaði hana af því hvað allir
skór fóru henni vel.
Solla bar veikindi sín með
æðruleysi og miklu hugrekki.
Hún átti orðið erfitt með tal og
það var erfitt fyrir marga að
skilja hana. Mér er það svo
minnisstætt þegar hún sagði mér
frá litla drengnum sem kom til
hennar á bókasafnið þar sem hún
vann síðustu árin. Hann smeygði
litlu hendinni í lófa hennar,
horfði á hana með stóru augun-
um sínum og sagði (hann skroll-
aði svolítið): „Solla! Ertu rúss-
nesk?“ Ég man hvað við hlógum
að þessu atviki.
Þegar ég hitti Sollu á Land-
spítalanum sólarhring fyrir and-
lát hennar hvarflaði ekki að mér
að það yrði í síðasta sinn. Það er
með sorg í hjarta og yl af mörg-
um góðum minningum sem ég
kveð þig, kæra vinkona. Þegar
ég horfi upp í stjörnubjartan
himininn mun ég hlusta á söng
þinn til stjarnanna og sjá þig
dansa í fallegu skónum þínum
við norðurljósin.
Ennþá hafa dagarnir sín dularfullu
bros,
Grasið verður silki, greinar trjánna
flos,
sandurinn er glitvoð úr silfurþráðum
tengd.
Lækurinn og heiðin gullinstrengd,
Hólarnir og fjöllin úr fagursteinum
gerð.
Það er eins og englar séu alls staðar
á ferð.
(Davíðs Stefánsson.)
Kæra Dóra mín, Sigrún, Eyj-
ólfur og fjölskyldur ykkar, ég
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnheiður Sigurjónsdóttir.
Elsku hjartans vinkona okkar
er látin, langt um aldur fram. Þó
svo að sjúkdómur hennar hafi
verið orðinn illviðráðanlegur
voru endalokin óvænt og okkur
setur hljóð. Á hugann leita minn-
ingar frá liðinni tíð þegar við sex-
tán ára hófum nám við Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði. Við
náðum strax vel saman og fljót-
lega varð til vinkvennahópur
sem hefur síðan átt margar góð-
ar stundir saman. Sólveig var
góð vinkona, heilsteypt og traust
manneskja, með mikið skopskyn
og það var gott að eiga hana að.
Hún var bókhneigð, átti auðvelt
með að læra, kunni að meta fal-
lega hluti og hafði yndi af söng-
tónlist. Tónlist var stór hluti af
lífi Sólveigar sem hafði mjög fal-
lega söngrödd og tók þátt í kór-
starfi í mörg ár.
Sólveig var barnlaus en fylgd-
ist vel með okkar börnum, hvort
sem það var menntun þeirra eða
tómstundir. Hún tók þátt í af-
mælum, skírnarveislum, útskrift-
um, brúðkaupum og öðrum við-
burðum í lífi okkar. Hún hélt
alltaf tryggð við okkur, þó að við
flyttum búferlum jafnvel til ann-
arra landa, var það hún sem
hafði frumkvæði að því að leggja
land undir fót til að hittast. Þar
eigum við margar góðar minn-
ingar sem við munum án efa að
rifja upp um ókomin ár; Sólveig
að búa sig undir ferðalag til Dillu
í Trékyllisvík, Sólveig að leggja
drög að ferð til London til að
heimsækja Helgu, Sólveig að
skipuleggja ferð með Önnu Mar-
íu á Kljáströnd. Sólveig kom
gjarnan í heimsókn og veitti okk-
ur þá ríkulega af gamansemi
sinni og var þá alltaf stutt í
spurningar um börn og fjöl-
skyldu. Þessa kæru og einlægu
vináttu munum við ávallt geyma
með okkur.
Sólveig átti góða og sam-
rýmda fjölskyldu sem hún talaði
oft um. Hún talaði mikið um
systkinabörnin sem henni þótti
vænt um og hún var mjög stolt
af. Við vottum móður hennar,
systkinum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúð.
Við kveðjum yndislega mann-
eskju með söknuði og trega,
Allt er í heimi hverfult.
Hratt flýgur stund, lán er valt.
Góðar og glaðar stundir
þú geyma við hjarta skalt
og magna eld, sem að endist,
þótt annað flest reynist hjóm.
Hann logar fegri og fegri,
þótt fölni hin skærstu blóm.
(Ómar Þ. Ragnarsson.)
Anna María, Ragnhildur,
Helga, Lovísa og Þuríður.
Við í Vatnsendaskóla kveðjum
í dag góðan vin og samstarfs-
konu Sólveigu Reynisdóttur
kennara og bókasafnsfræðing.
Sólveig háði hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm um árabil. Í
Vatnsendaskóla tók Sólveig að
sér það mikilvæga verkefni að
byggja upp skólasafnið og gerði
það af einstakri alúð og dugnaði.
Hún lagði mikinn metnað í starf-
ið og sinnti bókasafnsfræðslu og
kennslu á safninu. Sólveig lagði
áherslu á að safnið yrði mikil-
vægur hlekkur í skólastarfinu.
Hún vann að því að safnið ætti
góðan bókakost, skáldsögur,
fræðirit og annað efni sem nem-
endur hafa áhuga á og þurfa að
nota við dagleg störf í skólanum.
Á safninu voru því ætíð nýjustu
og skemmtilegustu bækurnar
fyrir nemendur. Hún tók þátt í
að hvetja til lestrar í skólanum
og var skólasafnið miðstöð lestr-
arátaka, lesturs og upplýsinga-
öflunar. Fyrir jólin var ávallt
kaffihús á safninu og upplestur
úr nýjum bókum. Í þemavikum
lá leið nemenda á safnið til Sól-
veigar því þar var gagna aflað og
upplýsinga leitað. Okkur er því
þakklæti efst í huga á erfiðri
stund. Þakklæti fyrir mikilvægt
uppbyggingarstarf í þágu skól-
ans.
Sólveig tók einnig virkan þátt
í samverustundum okkar utan
vinnu og á marga góða vini innan
skólans. Hún var skemmtileg og
hreinskilin og eigum við góðar
minningar úr ferðum starfs-
manna bæði þar sem faglegrar
þekkingar var aflað og annarra
ferða þar sem starfsmannahóp-
urinn gerði sér glaðan dag t.d. í
gönguferðum og heimsóknum til
útlanda.
Við kveðjum því í dag góðan
vin og samstarfskonu með sorg í
hjarta og þökkum fyrir allar
samverustundirnar í Vatnsenda-
skóla. Við vottum fjölskyldu Sól-
veigar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Vatns-
endaskóla,
Guðrún Soffía Jónasdóttir
skólastjóri.
Elskuleg bekkjarsystir okkar,
Sólveig Reynisdóttir, er látin.
Okkur var brugðið er við fréttum
af skyndilegu fráfalli hennar, en
á hugann leita minningar frá
skemmtilegum samverustundum
okkar bekkjarfélaganna.
Það var haustið 1980 sem leið-
ir okkar flestra lágu fyrst saman
er við hófum nám við Kenn-
araháskóla Íslands í D-bekk. Í
þessum hópi voru systurnar Sól-
veig og Sigrún og hafa þær oftar
en ekki verið nefndar í sömu
andrá innan okkar hóps sem
„systurnar“. Sólveig var strax
mjög opin og hreinskilin og lagði
sitt af mörkum til að efla bekkj-
artengslin.
Við höfum haldið vel hópinn
bekkurinn, hittumst reglulega og
eru þær samverustundir okkur
mjög mikilvægar. Hefur sam-
kennd og mikil vinátta einkennt
okkar samskipti. Sólveig hefur
ekki látið sitt eftir liggja og
mætti vel þegar við hittumst og
nú síðast þegar við fögnuðum 30
ára útskriftarafmæli á Akureyri
sl vor. Þá var Sólveig hrókur alls
fagnaðar, lífsglöð og kát og stutt
í húmorinn.
Við kveðjum Sólveigu með
sorg í hjarta en jafnframt með
þakklæti fyrir skemmtilegar
samverustundir og góða vináttu.
Við sendum Sigrúnu og fjöl-
skyldu Sólveigar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja þau í sorg-
inni.
Fyrir hönd D-bekkjarins,
Ásgerður Þorgeirsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu Sólveigu Reynisdóttur.
Veturinn 2011-2012 vorum við
nokkrar samstarfskonur í Vatns-
endaskóla sem ákváðum að fara
saman í zumba og var Sólveig
þar á meðal. Í júní 2012 fór hóp-
urinn í ógleymanlega zumba- og
jógaferð til Spánar. Þótt ólíkar
værum myndaðist góð vinátta í
þessari ferð sem hefur haldist
síðan. Við nutum lífsins í frábær-
um félagsskap og yndislegu um-
hverfi.
Sólveig var glæsileg kona sem
naut sín vel á Spáni. Hún hafði
einstaka nærveru og vildi öllum
vel.
Hennar verður sárt saknað.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsa Jóna, Jóna, Lovísa,
Loreta, María, Steinunn
og Vala.
Það er alveg ótrúlegt að setj-
ast niður og skrifa þessi fátæk-
legu minningarorð um Sólveigu
frænku mína, ég hef eiginlega
ekki alveg náð því að hún sé dá-
in. Alltof, alltof snemma og með
engum fyrirvara. Ég hef verið að
skoða myndir og lesa kort frá
henni, hugsa og sakna. Hún er
ein af þessum manneskjum sem
hefur eiginlega ekkert breyst
með aldrinum, myndirnar af
henni frá því hún er 11 ára í sveit
heima hjá mér, sanna það. Lag-
leg og glaðleg með dillandi hlát-
ur. Hreifst af öllu smáu og stóru
og grét jafnmikið yfir því sem
var gott og slæmt. Svona var hún
lítil telpa og svona var hún full-
orðin. Solla hélt upp á 50 ára af-
mælið sitt með stæl, ég var eitt-
hvað illa fyrir kölluð og hélt ekki
tölu til hennar eins og ég var þó
búin að ákveða að gera, ég hefði
viljað segja henni hvað mér fynd-
ist hún frábær manneskja, hvað
mér þætti vænt um hana og hvað
ég hlakkaði til að eiga góðar
stundir með henni núna þegar
við værum orðnar miðaldra kell-
ur.
Það er sárt til þess að hugsa
að Dóra frænka mín þurfi á efri
árum að sjá á eftir yngsta barni
sínu, það er eitthvað svo öf-
ugsnúið að foreldrar lifi börnin
sín. Elsku Dóra, Eyjólfur, Sig-
rún og öll hin sem nú syrgið
Sollu okkar, mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
hana lifir með okkur.
Auður.
Það var eins og
tíminn stöðvaðist
þegar Óli minn
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir dáin elsku, elsku, hjartans
Rúna mín.
Vikuna áður en þú kvaddir
komst til mín gafstu mér fallega
vettlinga sem þú sagðir að ættu
að hlýja mér í vetur, en þeir
munu hlýja mér í hjartanu alla
daga því ég ætla að setja þá í
ramma.
Margar minningar streyma í
gegnum huga minn, allar
skemmtilegar. Þú varst fimm
árum eldri en ég og ég var svo
heppin að þú passaðir mig þegar
ég var lítil, þú tókst þátt í öllum
uppátækjunum sem mér „dek-
urófunni “ datt í hug.
Lífið með þér hefur verið
dásamlegt, þú varst ekki bara
frænka mín, þú varst líka besti
vinur minn, við hlógum og grét-
um saman, það verður tómlegt
að geta ekki hringt í Rúnu
frænku og fengið hinar ýmsu
ráðleggingar, mér fannst þú
nefnilega vita allt.
Ég man þegar pabbi þinn
kom úr siglingu og gaf okkur
sitthvora dúkkuna sem við
skírðum báðar Geiru, mín hafði
að vísu styttri líftíma, ég nefni-
Guðrún
Þorgeirsdóttir
✝ Guðrún Þor-geirsdóttir
fæddist 7. maí.
1947. Hún lést 12.
september 2013.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Lang-
holtskirkju 26.
september 2013.
lega gerði gat á
munninn á minni og
gaf henni hafra-
graut og því fór
sem fór.
Ég vissi nánast
alltaf þegar þú
hringdir, svo sam-
ofin voru tengsl
okkar, ég man líka
þegar ég bjó í Vest-
mannaeyjum og við
keyptum okkur
báðar sófasett, að vísu ekki ná-
kvæmlega eins en með með eins
áklæði og keypt í sömu búð, það
var mikið hlegið .
Það var mikil gæfa þega þú
kynntist Þorgeiri þínum, þið
voruð eitt í öllu sem þið tókuð
ykkur fyrir hendur, sama hvað
var, allt svo fallegt og smekk-
legt. Bjarmi var sælureiturinn
ykkar og þið nutuð þess að vera
þar, og ég var svo heppin að
eiga góðar og ógleymanlegar
stundir með ykkur þar, mamma
þakkar líka fyrir góðu stund-
irnar.
Elsku, elsku Rúna mín, ég
kveð þig með hjartað fullt af
sorg en þó í þeirri vissu að við
hittumst í Sumarlandinu þegar
minn tími kemur og teljum fjór-
ar sléttar, tvær brugðnar og
sextán sléttar. Verð samt að
segja setninguna sem þú, ég og
Fanney mín áttum og hlógum
mikið að „ég vissi ekki neitt“.
Ég bið algóðan Guð að
styrkja Þorgeir þinn, börnin,
tengdabörnin og barnabörnin í
þessari miklu sorg.
Þín
Ásdís frænka.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐFINNA STEINSDÓTTIR,
Skessugili 7,
Akureyri,
áður búsett á Siglufirði,
sem lést fimmtudaginn 26. september,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
4. október kl. 13.30.
Júlíus Gunnlaugsson,
Sólveig Júlíusdóttir, Björn Ó. Björgvinsson,
Gunnar Júlíusson, Sigþóra Gústafsdóttir,
Anna Júlíusdóttir, Heiðar Elíasson,
Gunnlaugur Júlíusson, Jónína Salóme Jónsdóttir,
Sverrir Júlíusson, Svala Guðbjörg Lúðvíksdóttir,
Þröstur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
ÖNNU SIGRÚNAR BÖÐVARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heima-
hjúkrunar Karitas og líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Sigurður Sigfússon,
Sigurður Óli Sigurðarson, Camilla Ósk Hákonardóttir,
Svavar Sigurðarson, Vaka Önnudóttir,
Karen Lind Sigurðardóttir
og aðrir aðstandendur.