Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 34

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Það leggst mjög vel í mig að verða fertugur,“ sagði Ólafur Teit-ur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Hann ætlar að fara út að borða með fjölskyldunni í tilefni dagsins. En eru einhverjir afmælisdagar hans eftirminnilegri en aðrir? „Þrítugsafmælið er eftirminnilegt. Þá bauð ég vinum og vanda- mönnum heim til mín og það var mjög skemmtilegt. Ég man líka vel eftir fimm ára afmælinu. Þá fékk ég fótstiginn bíl í afmælisgjöf frá mömmu og pabba. Ég þurfti að finna gjöfina með því að elta þráð. Það þótti mér mikið ævintýri og það lifir í minningunni.“ Ólafur Teitur starfaði sem blaðamaður og gaf út bækur með fjöl- miðlapistlum sínum. Fæst hann enn við skriftir? „Já, öðru vísi skriftir en áður. Ég vinn svolítið við að skrifa hér í Straumsvík. Það er alveg jafnskemmtilegt en aðeins öðruvísi en blaðamennskan,“ sagði Ólafur Teitur. Hann sagði að ekki væri von á bók frá sér alveg í bráð. „Kannski maður fari seinna að skrifa um eitthvað allt annað!“ En gengur hann með skáldsögu í maganum? „Það er von þú spyrjir miðað við hvað belgurinn hefur stækkað,“ sagði Ólafur Teitur og hló. „Ég ætti kannski að prófa að skrifa eina og sjá hvort ég grennist eitthvað. Það eru alla vega meiri líkur á að mér takist það en að fara í ræktina og hætta að borða súkkulaði.“ gudni@mbl.is Ólafur Teitur Guðnason er fertugur í dag Fertugur í dag Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi og fyrrverandi blaðamaður. Fimm ára afmælið er eftirminnilegt Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Halldóra Bjarna- dóttir frá Önd- verðarnesi, lengst af búsett á Sel- fossi, nú Eyrar- bakka, er 95 ára í dag, 2. október. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á Hótel Sel- fossi sunnudaginn 6. október kl. 15. Gjafir vinsamlegast afþakkaðar. Árnað heilla 95 ára Neskaupstaður Emma Sólveig fædd- ist 14. apríl kl. 14.35. Hún vó 15 merk- ur og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Ingibjörg Gunn- arsdóttir og Loftur Gíslason. Nýir borgarar Brúðhjón Heiðrún Eiríksdóttir og Árni Friðriksson voru gefin saman 24. ágúst í Grafarvogskirkju, af sr. Guð- rúnu Karlsdóttur. Með þeim á mynd- inni eru synir þeirra, Björn Steinar 8 ára og Birgir Örn 4 ára. Brúðkaup B jörk fæddist í Reykja- vík 2.10. 1963 og ólst þar upp, í Árbænum, til tíu ára aldurs en flutti þá með fjölskyld- unni á Blönduós: „Unglingsárin fyrir norðan festust í mér og gerðu mig að Blönduósbúa og utanbæj- arstelpu. Mér finnst ég stundum fulltrúi Blönduóss í borgarstjórn. Á Blönduósi á ég enn svo tryggan vinahóp og þar er saumaklúbburinn minn.“ Björk sinnti almennum sveita- störfum á Snæringsstöðum í Svína- dal í þrjú sumur, var í grunnskóla á Blönduósi, fór 17 ára aftur suður í FB og lauk þaðan stúdentsprófum en vann á Héraðshælinu heima á Blönduósi á sumrin. Hún lauk BA- prófum í uppeldisfræði og starfs- réttindanámi í félagsráðgjöf frá HÍ 1990 og 2007 diplómanámi í op- inberri stjórnsýslu. Björk var háseti á bátnum Lyng- ey SF-61 eina vertíð að loknu stúd- entsprófi, fyrst á línu en síðan á netum. Hún var svínahirðir í Dan- mörku 1984 og fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg 1985-87. Björk var félagsráðgjafi hjá Stígamótum 1990-91, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans 1992- 97 og jafnframt framkvæmdastýra Kvennaráðgjafarinnar, og fé- lagsráðgjafi hjá Blindrafélaginu 1997-2002. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi – 50 ára Barna- og bókafólk Björk og Sveinn Rúnar með börnum sínum og barnbörnum heima í Depluhólum. Jákvætt náttúrubarn og velferðarkerling Í eldhúshorninu Björk á öðru árinu í eldhúsverkunum. Takið eftir mjólkurhyrnunni. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Komdu inn í hlýjuna í súpu dagsins Mundu eftir súpukortinu FR Í súp a d ag sin s Súpukort hægt að fá súpu í brauðkollu eða í skál. Verð kr. 835 Súpu dagsins sérðu á Facebook síðunni okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.