Morgunblaðið - 02.10.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 02.10.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinningar sem fara um hjarta þitt. Leyfðu þér að slaka á og eiga ánægjulega kvöldstund með þínum nán- ustu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú virðist hafa alla þræðina í hendi þér svo þú getur ótrauð/ur haldið ætlunarverk- inu áfram. Þú þolir illa óreiðu, taktu því til og sæstu við að þú ert ekki fullkomin/n. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dragðu ekki að ljúka við verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Uppákomur í pen- ingamálum eru líklegar, bæði til hins betra eða til hins verra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notfærðu þér hæfileika þinn til þess að láta frásagnir annarra opna þér nýja heima. Með því að orða drauma þína eykur þú líkur á að þeir rætist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú freistast til að eyða of miklum pen- ingum í dag. Vera kann að um sé að ræða eitthvað sem tengist einkahögum þínum, gáðu að því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í því félagslega þrepi sem þú tilheyrir eru vináttubönd bæði náin og stundum lýj- andi. Skilgreindu hverjum ber hvað í þessu sambandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Ef þú skilur ekki sjálfan þig, hver gerir það þá? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lausn mála er nær en þú heldur. Skriftir, lestur og fundarsetur taka mikinn tíma auk þess sem þú þarft að sinna heilsu þinni og skyldum þínum bæði á heimilinu og í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef það er eitthvað sem þú ert ekki gefin/n fyrir eru það kreddur. Þér finnst best að vinna á kvöldin þegar allt er komið í ró í kringum þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott. Hvernig þú hegðar þér hefur líka mun meiri áhrif en allt sem þú getur sagt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf – að lokum. Vendu þig af því að keyra skoð- anir þínar ofan í aðra. Það er engum til góðs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú eru það fjármálin og fjölskyldan sem þú þarft að beina athyglinni að. Hlustaðu og taktu eftir pínpússuðum stíl annarra og lærðu af þeim. Hjálmar Freysteinsson veltirfyrir sér nýja 10 þúsund króna seðlinum, en fregnir bárust af því að þar yrðu þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson og vorboðinn lóan. Jónas blankur og brotinn lá úr bröttum stiga fallinn. Til hvers er verið að tylla ’onum á 10.000 kallinn? Að vísu má draga þá ályktun að vorboðinn ljúfi í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas sé þröst- ur, samanber ljóðlínuna: Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Ágúst Marinósson leggur út af því: Á seðlinum Jónas brosir blítt hann barðist við margan löstinn Lóan þar syngur frá hjartanu hlýtt en hérna vantar samt þröstinn. Hallmundur Kristinsson bland- ar sér í orðræðuna: Veglegur seðillinn vonandi mun vanda fátækra leysa enda þótt líklega eyddust við hrun engill, skúfur og peysa. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Loksins eftir langa bið lít ég seðil skitinn. Verst er að á vinstri hlið vantar græna litinn. „Á fjöllum“ er yfirskrift vísu Ólafs Stefánssonar: Smalar kátir hátt í hlíðum, hóa sem þeim ber. Þoka smýgur þétt að síðum, þannig er það hér. Og hann bætir við annarri vísu undir yfirskriftinni: „Í garð- inum“: Kular hratt því sól er sigin, sett er tungl á vörð. Haustlauf fellur hægt á stíginn, hjúfrar sig að jörð. Ármann Þorgrímsson kastar fram í kersknistón: Finnast innan Framsóknar flestir okkar snillingar mannauður er mikill þar að minnsta kosti tilsýndar. Loks skemmtileg haustvísa eft- ir Höskuld Jónsson: Vetur bítur, brýnir nart, blómstrið þrýtur, sölnar. Fjöllin hvítna, hrímar skart, hundaskítur fölnar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af 10 þúsund króna seðli, Jónasi og hundaskít Í klípu „HAFÐU SVÖRIN ÞÍN STUTT, OG REYNDU AÐ FARA EKKI Í VÖRN. ÞAÐ ER MITT DJOBB!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA VERÐUR EINN AF ÞESSUM DÖGUM, EKKI SATT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera í skýjunum. ROP! VISSARA AÐ FYLLAAFTUR Á TANKINN. MÁ BJÓÐA YKKUR AÐ SKILJA AXIRNAR EFTIR Í FATAHENGINU? NEI, VIÐ TÖKUM ÞÆR MEÐ OKKUR Á BORÐIÐ. SÍÐAST DUGÐU STEIKARHNÍFARNIR YKKAR EKKI Á MATINN. Víkverji hefur verið að grúska ígömlum eintökum af Morg- unblaðinu frá þeirri tíð er auglýs- ingar þöktu forsíðuna og þar mátti finna allt frá andlátstilkynningum til tilkynninga um tónleika, kvik- mynda- og leiksýningar. x x x Í umfjöllun blaðsins um tónleikaHljómsveitar Reykjavíkur er að finna óvænta nálgun: „Á undan- förnum árum hafa flætt yfir löndin ódæma-kynstur af amerískri blökkumannamúsík. – Sú alda hefur náð hingað, alla leið, og að sjálfsögðu gert töluverðan usla, enda hefir ver- ið færra um varnir hjá oss gegn menningarspjöllum af hennar völd- um heldur en í flestum öðrum lönd- um,“ segir í upphafi greinarinnar. „ – Öflugustu virkin – symfóníu- hljómsveitir – hefir oss vantað, að heita má. Hjer er hljómsveit að skapast og er lítils megnug enn þá, sem von er til. Hefir hún og haft sig lítt frammi all-lengi, en unnið í kyr- þey. Nú ljet hún til sín heyra og hefði mátt vænta meiri aðsóknar en sveitin fekk, því að hverja viðleitni hennar ættu höfuðstaðarbúar að telja sjer skylt að styðja.“ Enn flæða kynstur af alls kyns tónlist yfir löndin, en þeir eru senni- lega fáir orðnir, sem telja að sinfóní- an sé brjóstvörn gegn henni. Vík- verja hefði hins vegar leikið forvitni á að vita meira um uslann og menn- ingarspjöllin, sem talað er um í greininni. x x x Í blaðinu í júlí sama ár er fjallað umúrslitaleikinn á Íslandsmótinu í knattspyrnu þar sem áttust við Val- ur og KR. Valur vann tvö eitt og seg- ir í frásögninni að vel hafi verið leik- ið, „einkum var samleikur K.R.-manna dáður og hvatleikur Vals“. Höfundur leitast við að gæða frásögnina spennu: „Leið nú óðum að leikslokum, dómarinn, Þórir Kjartansson, sem reyndist góður dómari í leiknum, hefir gát á klukk- unni, aðeins ein mínúta er eftir. Skeður nokkuð markvert á henni? hugsa áhorfendur. Nei, hún er liðin, dómarinn flautar og leiknum er lok- ið. Valur vann.“ Sannarlega litrík frásögn. víkverji@mbl.is Víkverji Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun. (Sálmarnir 145:15-16) Bættu smá lit í líf þitt Vogue flísar í öllum litum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá se m elska hönnu n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.