Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Stjórnvöld hér á landi hafa ekki stýrt fjölda nemenda í einstökum náms- greinum í háskólum, líkt og hefur meðal annars verið gert í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ómögulegt er að segja til um hvaða árangur hefði orð- ið af slíkri stýringu en eitt er þó víst; nemendur raða sér að mestu með sama hætti á fræðasviðin og þeir gerðu árið 1997. Félagsvísindin hafa raunar bætt við sig og taka til sín um 37% nem- enda í stað 31% áður. Hlutfall þeirra sem stunduðu nám í verkfræði og raunvísindum þokaðist á sama tíma upp úr 16% í 18% árið 2011, sam- kvæmt því sem má sjá á vef Hagstof- unnar. Upplýsingar Hagstofunnar ná að- eins til 2011 og líklega verða tölur fyrir 2012 ekki birtar fyrr en í des- ember. Yfirleitt hefur Hagstofan upplýsingar um fyrra ár í apríl, maí eða júní en sú deild sem fjallar um menntamál „missti“ fyrir skömmu einn starfsmann á eftirlaun og ekki mátti ráða annan í hans stað. Ís- lensku háskólarnir sjö hafa nú verið skikkaðir til að skila meiri upplýs- ingum og fljótar til menntamála- ráðuneytisins en áður og mun árang- urinn af því sjást á næsta ári. Það hefur þó komið fram að á síð- ustu tveimur árum hefur orðið veru- leg fjölgun í tæknigreinum, s.s. í tölv- unarfræði, og í fyrra var t.a.m. 50% aukning í umsóknum um tölvunar- fræði við Háskóla Íslands. Lengi og mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að fjölga nem- endum í verkfræði og raunvísindum. Skortur hefur verið í einstökum greinum, ekki síst tölvunarfræði. Ef eingöngu er miðað við hausatalningu hefur markmið um fjölgun í sjálfu sér náðst því fjöldinn sem lagði stund á þessi fræði óx úr 1.304 árið 1997 í 3.432 árið 2011. Á sama tíma hefur háskólanemum fjölgað eða úr um 8.100 í um 19.100, að hluta til vegna þess að sumar greinar hafa færst upp á háskólastig. Hlutfall þeirra sem stunda raungreinar og tækni- greinar hefur því lítið breyst. Þörfin verði kortlög Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2007 um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu er bent á að stjórn- völd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi ákveði hámarksfjölda nemenda í hverri grein og þurfi um- sækjendur að keppa um lausu pláss- in. Í Hollandi geti menntamála- yfirvöld sett slíka kvóta í ákveðnum námsgreinum telji þau þörf á, t.d. vegna offramboðs á háskólamennt- uðu fólki í tilteknum atvinnugrein- um. Ríkisendurskoðun taldi árið 2007 að stjórnvöld þyrftu að taka skýrari afstöðu til þess hvernig verja eigi fjárveitingum til háskóla, m.a. með tilliti til nemendafjölda, námsgreina og dreifingu kennslu milli skóla. „Mikilvægt er að kortlögð sé þörf samfélagsins fyrir menntað vinnuafl og hugað að því hvort rétt sé að efla sérstaklega kennslu í greinum þar sem skortur er á fagmenntuðu fólki,“ segir í skýrslunni. Skýrslunni var fylgt eftir 2010 og þá benti Ríkisendurskoðun á að hlut- fall nemenda sem árið 2009 stunduðu nám í félagsvísindum, viðskiptafræði og lögfræði væri 37% sem væri mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem hlutfallið var 22-24%. Ábending um kortlagn- ingu á þörf fyrir menntað vinnuafl og stýringu í námsgreinar var ítrekuð. „Eðlilegt er að menntayfirvöld hugi að því hvort rétt sé að hafa áhrif á þessa þróun með einhverjum hætti,“ mælti Ríkisendurskoðun þá. Menntamálayfirvöld hafa hins vegar verið treg til að feta braut stýringar eða til að meta þörf fyrir menntun. Í viðbrögðum menntamálaráðu- neytisins við þessari ábendingu árið 2010 kom fram að það væri á ábyrgð háskólanna sjálfra að bjóða nám í samræmi við eftirspurn á hverjum tíma og hefðu þeir brugðist við breyttri aðsókn hver á sinn hátt. Þá benti ráðuneytið á það árið 2013 að unnið hefði verið að endurskoðun á áherslum og skipulagi háskólastarfs- ins. Um leið voru efasemdir um að hægt væri að kortleggja þörf sam- félagsins fyrir menntað vinnuafl á ókomnum árum ítrekaðar. Ríkisendurskoðun fylgdi skýrsl- unni frá 2007 enn eftir árið 2013 og voru niðurstöður hennar birtar í lið- inni viku. Nú bregður svo við að Rík- isendurskoðun fellst á skoðun ráðu- neytisins um að erfitt geti verið að kortleggja þörf fyrir menntað vinnu- afl og fellur frá ábendingu sinni um virkari fjöldastjórnun. Ríkisend- urskoðun bendir þó á að eðlilegt sé að stjórnvöld taki afstöðu til nem- endafjölda í einstökum greinum til að stuðla að fjölbreytileika náms og uppfylla þörf samfélagsins fyrir menntað vinnuafl. Ekki tekið upp af stjórnvöldum Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, bendir á að stofnunin hafi lagt til að virkari fjöldastjórnun verði tekin upp frá 2007. Stjórnvöld séu þessu ekki sam- mála og þessi ábending hafi ekki ver- ið tekin upp af Alþingi. Mennta- málaráðuneytið hafi bent á aðrar leiðir til að stuðla að fjölbreyti- leika náms og uppfylla þörf vinnumarkaðarins fyrir menntað vinnuafl. Stofnunin geri ekki athugasemdir við aðferðina, svo lengi sem unnið sé að þessu markmiði. „En það er gríðarlega mikilvægt að fylgst sé með því hvernig þessir hlutir þróast,“ segir hún. Skipa sér sjálfir á sömu bása  Ríkisendurskoðun benti ítrekað á mikilvægi þess að þörfin fyrir menntað vinnuafl yrði kortlögð  Um 37% háskólanema stunda félagsvísindi  Hlutfall í verkfræði og raunvísindum þokaðist í 18% Háskólanemar á svipuðum slóðum, 1997-2011 Heimild: Hagstofa Íslands 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Þjónusta Heilbrigði og velferð Landbúnaður og dýralækningar Verkfræði, framleiðsla og mannvirkjagerð Raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði Hugvísindi og listir Menntun 1.498 1.417 2.536 867 437 82 1.263 0 2.267 3.012 7.066 1.820 1.612 196 2.654 472 1997 2011 „Það er offramboð á kennslu í til- teknum greinum. Víða er kennt í afar fámennum deildum og lítið er um samstarf og verkaskiptingu milli skólanna. Sú staða er óvið- unandi og kallar á markviss við- brögð okkar.“ Svona mæltist Skúla Helgasyni, formanni allsherjar- og mennta- málanefndar, 31. maí 2012, þegar hann mælti fyrir breytingatillögu við frumvarp menntamálaráðherra sem fjallaði að öðru leyti um sjálf- stæði og lýðræði í háskólum og réttindi fatlaðra nemenda. Tillagan var samþykkt. Með þessu ákvæði í lögum var mælt fyrir um að menntamála- ráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur í frumvarpsformi um leiðir til að auka samvinnu, verkaskipt- ingu og sameiningu háskóla á Ís- landi. Nefndin átti m.a. að skoða heildarumgjörð háskólakennslu á Íslandi, rekstrarform, fjármögnun, fjölda stofnana og lagaumgjörð þeirra. Átti nefndin að skila til- lögum sínum fyrir 1. nóvember 2012. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu var hins vegar ekki skipað í nefndina fyrr en undir árslok 2012. Nefndin kom saman nokkrum sinnum á árinu 2013 en hefur ekki lokið störfum. Formaður hennar, Magnús Lyngdal Magnússon, sem skipaður var af menntamálaráðherra, segir að talið hafi verið rétt að skjóta vinnu nefndarinnar á frest á meðan nýr ráðherra mótaði pólitíska stefnu í málaflokknum. Markvissum við- brögðum frestað Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra telur að það væri mjög flókið fyrir ríkisvaldið að reyna að kortleggja þörf sam- félagsins fyrir menntað vinnuafl, hvað þá að ætla að reyna að stýra námsvali nemenda á slík- um grundvelli. „Við lifum í heimi sem tekur breytingum mjög hratt,“ sagði hann. Einstaklingar verði sjálfir að bera ábyrgð á sínu námsvali, þ.m.t. á því hvaða atvinnumöguleikum þeir standi frammi fyrir að námi loknu. Kort- lagning ríksins á þörf fyrir vinnu- afl væri „fullmikill áætlunar- búskapur fyrir minn smekk“, sagði hann. Illugi telur að ef boðið sé upp á spennandi nám í greinum sem markaðurinn kalli eftir geti stúd- entar fundið sér nám við hæfi sem jafnframt bjóði upp á góða atvinnumöguleika. „Þannig geta einstaklingar fundið sér nám sem svarar kalli markaðarins,“ segir hann. Það geti e.t.v. gengið upp í einhvern tíma að ríkið meti þörfina fyrir vinnuafl en til lengdar sé það óráðlegt. Villu- hættan sé meiri hjá ríkinu en markaðnum. Hann tók fram að mikilvægt væri að nemendur fengju góðar upplýsingar, s.s. um hvert til- teknar námsbrautir leiði, at- vinnumöguleika við útskrift og svo framvegis. Aðspurður um leiðir til að fjölga nemendum í tæknigrein- um benti Illugi á að of fáir nem- endur í framhaldsskóla veldu sér iðnnám eða verktengt nám. Fyrir því væru ýmsar ástæður og lengi hefði verið reynt að finna leiðir til að auka áhuga á þessum greinum. Ýmsar ástæður væru fyrir því að þetta gengi illa, m.a. menningarlegar. Ýmsar jákvæðar breytingar hefðu átt sér stað og með sam- stilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda hefði t.a.m. tekist að fjölga nemendum í tölvunar- fræði mjög. Geti öðlast eftirsótta kunnáttu ILLUGI GUNNARSSON Illugi Gunnarsson Morgunblaðið/Ernir Nám Fyrst í skóla, svo út í lífið. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 28. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.