Morgunblaðið - 28.10.2013, Side 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Gaman Þeir Óskar og Aron Björn, nemendur í 2. bekk, voru að vinna að skemmtilegu lestrarverkefni hjá kennara
sínum, Elínu Rafnsdóttur. Þeir voru að útbúa póstkort um yndislestrarbókina sína og senda til fjölskyldu eða vinar.
stoðað börnin mín í skóla en þau
voru hér í námi. Það hefur margt
breyst á þessum tíma en ég held
að svona verkefni hefði örugglega
verið gott á þeim tíma, eins og
nú.“
Gott að vera komin aftur
Með Ingibjörgu í vinahópnum
eru Sigurbjörg Halldórsdóttir og
Óla Björk Halldórsdóttir, báðar
fyrrverandi kennarar í skólanum,
og Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, fyrr-
verandi skólaritari, sem heyrði
fyrst af verkefninu í fyrra á
Evrópuári aldraðra, en Félag eldri
borgara á Suðurnesjum vann þá í
að fjölga þátttakendum í verkefn-
inu. Nokkuð algengt er að fyrr-
verandi kennarar bjóði sig fram
sem lestrarvini, lestrarömmur eða
-afa, af skiljanlegum ástæðum.
Þeir þekkja námsumhverfið og
búa yfir dýrmætri reynslu. Þær
þrjár sögðu að þær hefði ekki ór-
að fyrir því að snúa aftur í skól-
ann en kynnu því vel. „Okkur
finnst æðislegt að vera komnar
aftur, það er nú ekki langt síðan
við hættum,“ sagði Óla.
Sigurbjörg og Elsa sögðu
þær duglegar að hitta fyrrver-
andi samstarfsfólk á viðburðum
sem haldnir væru utan skólans.
„Við þrjár missum t.d. ekki úr
kaffihúsakvöld sem haldin eru
einu sinni í mánuði,“ sagði Sig-
urbjörg. Kennarar í Myllu-
bakkaskóla hafa talað um það við
lestrarvinina hversu mikið gagn
þessi aðstoð geri og það hefur
ekki síður verið dýrmætt, að
finna að framlag þeirra gefi af
sér. „Kennararnir senda til okkar
nemendur sem hafa gott af við-
bótarhlustun. Hér eru margir
nemendur af erlendum uppruna
og það er oft mikið álag á kenn-
arana á skólatíma. Þau koma
hingað til okkar og við reynum
að láta þau lesa þrisvar sinnum
og spjöllum um orð sem við heyr-
um að þeim er ekki tamt að
nota,“ sögðu Sigurbjörg, Elsa og
Óla.
Þær segjast koma tvisvar
sinnum í viku, fjóra daga vikunnar
og hlusta mestmegnis á nemendur
í 2. og 3. bekk. Þær leita nú að
fimmta vininum svo hægt verði að
bjóða upp á lestrarstuðning alla
virka daga.
Ingibjörg sem nýlokið hafði
við að hlusta á Dag , var með mik-
ið magn af límmiðum hjá sér og
blaðamaður spyr um umbunina.
„Já, við erum vel birgar af lím-
miðum því þau fá umbun fyrir
lesturinn. Þau spá oft mikið í það
hvaða límmiða þau eigi nú að velja
sér í bókina sem lesturinn er
skráður í.“ Dagur Gísli var búinn
að safna mörgum flottum í sína
bók.
„Kennararnir senda til okkar nemendur sem
hafa gott af viðbótarhlustun. Hér eru margir
nemendur af erlendum uppruna og það er oft
mikið álag á kennarana á skólatíma.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Guðbjört Rut Þórisdóttir, sér-
kennari í Holtaskóla, kynntist
sambærilegu verkefni á náms-
árum sínum í Bandaríkjunum á
10. áratugnum, leist vel á það
og kynnti það fyrir skólafólki í
Reykjanesbæ. Þar voru eldri
borgarar fengnir til að vera
umsjónarkennurum til aðstoðar
við hin ýmsu verk, allt frá því
að ljósrita yfir í að hlusta á
börnin lesa, að sögn Guð-
bjargar. Hún ræddi þetta fyrst
við Eirík Hermannsson, þáver-
andi fræðslustjóra Reykjanes-
bæjar, árið 2006 en verkefnið
var talið of flókið í fram-
kvæmd, m.a. vegna tryggingar-
mála. Hún hreyfði við málinu
síðar, fékk stuðning frá Jó-
hanni Geirdal, þáverandi skóla-
stjóra Holtaskóla, og lausn
fékkst á tryggingarmálinu.
„Við gátum því hafist handa
haustið 2011 og þá byrjuðu hjá
okkur tvær lestrarömmur, en
síðan þá hafa þrjár bæst við.
Lestrarömmuverkefnið okkar er
því á þriðja ári núna og hefur, vil
ég meina, skipt sköpum, einkum
fyrir tvo nemendahópa; nem-
endur af erlendum uppruna og
íslenska nemendur sem vegna
félagslegra aðstæðna fá ekki
nauðsynlega þjálfun heima. Ég
er þessum konum óendanlega
þakklát fyrir hönd barnanna sem
njóta aðstoðar þeirra,“ sagði
Guðbjörg og sagði skólann sár-
lega vanta lestrarafa.
Kynntist verkefninu
í Bandaríkjunum
LESTRARÖMMUVERKEFNI
NISSAN
QASHQAI
NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD
VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR.
KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI
500 ÞÚS. KR.
· Vetrardekk
· Dráttarbeisli
· iPad 32 GB
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla-
drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km
Qashqai 1,6 dCi beinsk.
Verð: 4.990 þús. kr.
Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna
Verð: 5.390 þús. kr.
Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk.
Verð: 5.790 þús. kr.
Qashqai 2,0 dCi sjálfsk.
Verð: 6.090 þús. kr.
iPad 32GBfylgir með ásamtveglegri hlífðartösku
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
9
14