Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 12
SUÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
VÍK Í MÝRDAL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Brúarsmíði er skemmtilegt viðfangsefni, ekki síst þeg-
ar í hópnum eru duglegir karlar. Við ætlum að berjast í
þessu í vetur alveg eins og veður leyfir. Helst komast
eitthvað fram úr áætlun en verklok eru áætluð í sept-
emberbyrjun á næsta ári. Þetta hefur farið vel af stað
og ég vænti þess að alla brúarstöplana getum við steypt
í nóvember. Nákvæmari tímasetningu get ég ekki gefið
þér,“ segir Guðbjartur Hafsteinsson, verkstjóri hjá
Eykt hf.
Eyktarmenn eru nú komnir á fullt skrið með smíði
nýrrar brúar yfir Múlakvísl, sem er nokkuð fyrir aust-
an Víkurþorp. Kemur hún í stað eldri brúar sem tók af í
flóði í júlí 2011. Ný bráðabirgðabrú var þá reist í henn-
ar stað á aðeins einni viku sem þótti afreksverk. Alla
tíð hefur þó verið ljóst að reisa þyrfti varanlegt mann-
Hönnuð til að
standast álag
Ný 300 metra löng brú yf-
ir Múlakvísl Eykt byggir
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Útsýni Horft yfir Múlakvísl og
sandinn þar sem ný brú er í
smíðum um þessar mundir. Í
baksýn er Hjörleifshöfði.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Reynisfjall er óvenjulegur staður;
náttúran stórbrotin og útsýnið
óviðjafnanlegt. Ég tel að fjallið
geti orðið spennandi viðkomu-
staður ferðafólks, til dæmis ungs
fólks sem leggur stund á nátt-
úruvísindi. Fyrir það er Ísland
sem ein stór kennslustofa í jarð-
fræði,“ segir Þráinn Sigurðarsson
í Vík í Mýrdal. Þau Æsa Gísla-
dóttir eiginkona hans hafa um
langt árabil rekið farfuglaheimilið
í Norður-Vík. Hugur Þráins hefur
þó lengi staðið til frekar umsvifa
og að geta komið inn í ferðaþjón-
ustuna með nýmæli. Nú er sá
draumur nærri því að rætast.
Hernaðarlega mikilvægt
Í síðari heimsstyrjöldinni
voru Bretar með varðstöð í Vík í
Mýrdal og má af því ráða að stað-
urinn hafi haft talsverða hern-
aðarlega þýðingu. Það var svo árið
1966 sem á Reynisfjalli, sem er
vestan og sunnan við Víkurþorp,
var reist 350 fermetra steinsteypt
hús þar sem var rekin lóranstöð
allt til ársins 1977. Með lóran-
tækninni var m.a. fylgst með flug-
umferð á Norður-Atlantshafi. Svo
fór hins vegar í fyllingu tímans að
tækni þessi úreltist og þá var
stöðinni lokað. Sveitarfélagið eign-
aðist húsið, seldi síðar einkaaðilum
sem aftur seldu það Þráni fyrir
fjórum árum. Hann ætlar nú að
hefja endurgerð þess og helst
ljúka henni fyrir vorið. Segir það
munu verða fyrirhafnarsamt og
kosta sitt. Hitt komi á móti að
húsið sé í góðu ásigkomulagi, enda
úr góðu efni byggt.
Engar brekkur jafn brattar
„Þetta er staður mikilla
möguleika,“ segir Þráinn. Fyrir
það fyrsta segir hann að spenn-
andi sé að aka úr Víkurþorpi um
sneiðinga upp á fjallið. Einstaka
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Reynisfjall Þráinn Sigurðsson við gömul lóranstöðina sem hann ætlar nú að breyta, bæta og byggja upp.
Uppstreymi og útsýni
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Reynisdrangar Horft af fjallinu niður á svipsterka og fallega drangana.
Vill ferðaþjónustu í fjarskiptahús Yfirgefin lóranstöð á
Reynisfjalli Möguleikar á mikilfenglegum stað
Víkurprjón í Vík var stofnað árið 1980. Á þeim 33 árum
sem síðan eru liðin hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um
hrygg og á þess vegum er umfangsmikil starfsemi í Vík,
auk saumastofu á Suðurnesjum og verslunum víða um
land. Eignarhaldsfélagið Drífa í Garðabæ keypti Víkurpr-
jón í fyrra og er það nú líklega þekktara undir nafninu
Icewear.
„Við rekum núna sokkaverksmiðju,
prjóna- og saumastofu hér í Vík og
erum hér einnig með 400 fer-
metra verslun þar sem við
seljum framleiðslu okkar
og ýmislegt annað,“ seg-
ir Örn Sigurðsson,
rekstrarstjóri Víkurpr-
jóns. „Stundum erum
við spurð að því hvort
við flytjum mikið af
framleiðslu okkar út. Reyndar gerum
við ekki mikið af því sjálf, en 90% við-
skiptavina okkar eru erlendir ferðamenn
og þeir sjá um að fara með vöruna úr
landi.“
Jákvæðni, samheldni og traust
Að sögn Arnar er ullarvaran sú framleiðsla
sem mest selst en útivistarfatnaðurinn undir merki
Icewear hefur verið að sækja í sig veðrið. „Áður seld-
um við langmest á veturna en eftir að vetrarferða-
mennskan efldist er salan jafnari yfir árið.“
Hjá Víkurprjóni í Vík starfa samtals um
40 manns við framleiðslu og í verslun og
er fyrirtækið stærsti einkarekni
vinnustaðurinn í bænum. Örn segir
Vík góðan stað til fyrirtækjarekst-
urs. „Samfélagsgerðin er þannig að
öllum finnst þeir bera ábyrgð á því að
vel gangi. Hér ríkir jákvæðni, samheldni og
traust og það er besti jarðvegurinn fyrir fyr-
irtæki. Svo er einstaklega gott fólk hérna.“
annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Víkurprjón Í Vík er 400 fermetra verslun sem selur vörur Víkurprjóns.
Góður jarðvegur
fyrir rekstur í Vík
Örn Sigurðsson