Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Hraunarokk Ómar Ragnarsson kom fram ásamt tónlistarmanninum KK á styrktartónleikum Hraunavina í Neskirkju í gær, til heiðurs þeim sem handteknir voru í vikunni.
Golli
frá Orkuveitunni til
Reykjavíkurborgar
sjálfrar skilar að sjálf-
sögðu ekki neinu.
Hvorki höfuðstöðvar
OR né Magma-bréfið
svokallaða hafa raun-
verulega verið seld.
Einföld ábyrgð
áhættusöm
Í framtíðinni mun
eitt stærsta verkefnið
felast í því að borga
niður skuldir og bæta
reksturinn enn frekar.
Nauðsynlegt verður að tryggja að
frekari fjármögnun Orkuveitunnar
fari fram án ábyrgðar borgarbúa.
Þetta þýðir að ný verkefni sem ráðist
verður í verði fjármögnuð í dótturfyr-
irtækjum þar sem notast verður við
verkefnafjármögnun í stað þess að
lánskjör Orkuveitunnar séu óeðlilega
lág vegna ábyrgðar borgarbúa. Láns-
kjörin munu þá ráðast beint af gæð-
um þeirra verkefna sem fyrirtækið
Eitt mikilvægasta verkefni
Reykjavíkurborgar á næstu árum
verður að draga úr þeirri áhættu sem
borgin ber vegna reksturs Orkuveitu
Reykjavíkur. Í dag bera Reykvík-
ingar einfalda ábyrgð á skuldum fyr-
irtækisins. Það þýðir að við sem bú-
um í Reykjavík berum ábyrgð á yfir
90% skulda OR þar sem borgin á yfir
90% í OR. Og þar sem skuldirnar eru
ríflega 200 milljarðar er eins gott að
rekstur félagsins batni og standi á
endanum undir skuldafjallinu.
Rekstur Orkuveitunnar hefur
batnað undanfarin ár og skuldir sem
hlutfall af tekjum og rekstrarhagnaði
hafa lækkað, fyrst og fremst vegna
gjaldskrárhækkana og fækkunar við-
haldsverkefna. Ég hef verið sammála
flestum þeim ákvörðunum sem þurfti
til að ná þessu fram. Annað hefur
ekki gengið vel eins og eignasala sem
var fyrirhuguð til að grynnka á skuld-
unum. Aðgerð eins og sala Perlunnar
ræðst í en ekki getu
borgarbúa til að borga
brúsann ef illa fer. Þetta
mun ekki gerast í einu
vetfangi heldur verður
nauðsynlegt að horfa til
slíks fyrirkomulags eftir
því sem tækifæri gefast.
Að auki þarf að tryggja
að tekjur séu ekki eins
tengdar þáttum sem við
höfum ekki stjórn á eins
og nú er. Til dæmis er
umtalsverður hluti tekna
OR tengdur álverði. Fari
svo að álverð lækki veru-
lega gæti það haft alvarlegar afleið-
ingar í för með sér. Það er því mik-
ilvægt að þessi áhættuþáttur minnki
þegar fram líða stundir.
Skipan stjórnar og ný tækifæri
Af reynslu síðustu ára væri auk
þess reynandi að skipa fólk í stjórn
Orkuveitunnar ótengt stjórnmálum.
Slíkt fyrirkomulag er sýnd veiði en
ekki gefin þar sem það eru jú stjórn-
málamenn sem á endanum bera
ábyrgð á Orkuveitunni. Að auki hafa
ýmsir flokksgæðingar ráðist í slík
störf þegar þetta hefur verið reynt
sem er jafnvel enn verra fyr-
irkomulag en að stjórnmálamenn-
irnir sjái um þetta sjálfir. Það þyrfti
því að hanna ferlið þannig að reynsla
og kunnátta ráði för fremur en póli-
tísk tengsl.
Sala Gagnaveitunnar er verkefni
sem þarf að ráðast í sem fyrst. Upp-
bygging hennar hefur kostað ógrynni
fjár og nauðsynlegt að láta á það
reyna hvort eitthvað af því fjármagni
náist til baka með sölu þeirrar eignar.
Sala á rafmagni fyrir rafmagnsbíla er
að auki tækifæri sem gæti komið
Orkuveitunni vel á næstu árum.
Orkuveitan gæti þannig nýtt núver-
andi kerfi og fjárfestingar til sölu á
meira rafmagni. Þessi möguleiki
hefði verið óhugsandi fyrir örfáum
misserum. Þróunin sem hefur átt sér
stað í framleiðslu rafmagnsbíla breyt-
ir þessu hins vegar hratt. Að auki er
bílaflotinn okkar orðinn 13 ára gam-
all. Hann mun endurnýjast með tím-
anum sem gæti skapað ágætis tæki-
færi fyrir Orkuveituna til frekari
tekjuöflunar.
Staða Orkuveitunnar er enn var-
hugaverð. Það verður mikilvægt á
næstu misserum að vinna að frekari
hagræðingu, grynnka á skuldum fyr-
irtækisins og vinna markvisst að því
að minnka ábyrgð borgarbúa á skuld-
um fyrirtækisins. Takist það geta
borgarbúar loks sofið rólegir vegna
vandamála Orkuveitunnar.
Eftir Þorbjörgu Helgu
Vigfúsdóttur » Og þar sem skuld-
irnar eru ríflega
200 milljarðar er eins
gott að rekstur Orku-
veitunnar batni og
standi á endanum
undir skuldafjallinu.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Minnka þarf ábyrgð Reykjavíkur
Það er óhætt að taka
kröftuglega undir með
fjármálaráðherra, að
afar mikilvægt sé að af-
greiða hallalaus fjárlög.
Fjárlögin eru gleggsta
vísbendingin um full-
veldi sérhvers lands.
Hafi þjóðþing fullt vald
yfir afgreiðslu fjárlaga
er fullveldi viðkomandi
þjóðar lítið skert.
Skuldug þjóð, hvað þá
skuldugt ríki, er ekki fullvalda því
lánardrottnar leggja henni línurnar
m.a. á sviði ríkisfjármála. Þeir óttast
um peninga sína. Skuldugt ríki bind-
ur hluta af tekjum í vaxtagreiðslum.
Því hærri ríkisskuld þeim mun hærri
vaxtagreiðslur og jafnframt erfiðara
að fá ný lán, nema á ofurkjörum.
Vaxtagreiðslur verða ekki lækkaðar
með niðurskurði. Fjármálaráðherra
getur ekki ákveðið niðurskurð á
vaxtagreiðslum eins og t.d. í heil-
brigðiskerfinu. Ráðherrann er ekki
fullvalda þegar að þeim hluta fjárlaga
kemur. Þess vegna eru hallalaus fjár-
lög svo mikilvæg. Um
þetta ættu allir flokkar
að vera sammála.
Ríkisskuldir eru
skuldir bankanna
En það er ekki sama
hvernig hallalausum
fjárlögum er náð. Þar
stendur hnífurinn í
kúnni. Fjárlög eru
stærsta og áhrifamesta
einstaka ákvörðun sem
tekin er í þjóðar-
búskapnum árlega. Þau
hafa áhrif út um allt land og snerta
ákvarðanir og afkomu fjölmargra
starfsstétta. Í grófum dráttum má
segja að tvær meginkenningar hafi
verið uppi um hvaða aðferðum sé best
að beita til að ná niður ríkishalla.
Annars vegar sú sem kennd er við
klassíska frjálshyggju sem mælir
með lækkun útgjaldaliða. Hins vegar
sú sem kennd er við félagshyggju og
bendir á skattahækkanir sem ákjós-
anlegustu aðferðina. Uppúr miðri síð-
ustu öld var mikið rætt um svokallað
blandað hagkerfi, þar sem báðum
þessum aðferðum var beitt. Skuldir
íslenska ríkisins eru að verulegu leyti
skuldir banka og sparisjóða, sem rík-
ið yfirtók. Hrunið hófst í bankakerf-
inu og mun enda þar. Ríkissjóður var
skuldlítill við upphaf bankahrunsins.
Það voru bankarnir sem skulduðu.
Icesave-málið gekk út á það að láta
útlendinga borga erlendar skuldir
bankanna. Ef draga á saman í rík-
isrekstri til að borga þær skuldir
bankanna, sem ríkið yfirtók, þá
breytist niðurskurðurinn í átök um
lífskjör og tekjuskiptingu, því hann
kemur misjafnt niður á borgurunum.
Við göngum ekki öll í eins buxum.
Millistéttin verður verst úti
Evrópskt ríkisvald hefur löngum
fært miklar fúlgur fjármuna milli hópa
og málaflokka. Þessar tekjutilfærslur
gerðu það að verkum, að í lýðræð-
isríkjum Vesturlanda myndaðist milli-
stétt sem varð kjölfesta samfélagsins.
Svo varð einnig hér á síðustu öld. Milli-
stéttin er trygging okkar fyrir því að
samfélagið sporðreisist ekki; skiptist í
öreiga og stórríka. Niðurskurður ríkis-
útgjalda bitnar harðast á millistéttinni
og tekjulitlum þjóðfélagshópum. Það
er þetta fólk sem nýtur velferð-
arútgjaldanna, borgar vextina og síð-
an skatta einstaklinga. Niðurskurð-
urinn gagnast hins vegar þeim sem
eiga innistæður. Þeir síðastnefndu eru
að jafnaði færri en þeir fyrrnefndu.
Því má alveg segja að einhliða nið-
urskurður sé ígildi sérstaks viðbót-
arskatts, sem lagður er á aðra en þá
efnuðu, þ.e. meirihluta þjóðarinnar og
meirihluta kjósenda.
Hvað þá með fjárlögin?
Er ég þá búinn að afskrifa halla-
laus fjárlög? Nei, síður en svo. Mark-
miðinu verður hins vegar ekki náð
með niðurskurði einum vopna, nema
auka enn frekar á vanda þjóðarinnar.
Fleira þarf til að koma og horfa verð-
ur til lengri tíma. Það verður að ná
tökum á bankakerfinu, setja hömlur á
það svo það vaxi ekki úr hófi og end-
urtaki leikinn frá 2004-2008. Annars
er þetta allt fyrir bý. Í annan stað
verður almenningur að búa við lága
vexti, ekki hærri en árleg verðbólga,
sem þýðir stöðugt verðlag. Í þriðja
lagi, þá verða þeir ríku að borga
meira í ríkissjóð. Án öflugrar aðkomu
þeirra gengur reikningsdæmið ekki
upp, burtséð frá öllum móral og rétt-
lætiskennd. Það siðferðislega segir
það ekki til fyrirmyndar, að létta
álögum af þeim sem mestan afgang
hafa, til þess eins að íþyngja þeim
sem lítið eða ekkert eiga aflögu. Við
Íslendingar stöndum frammi fyrir því
að bjarga velferðarsamfélagi okkar
eða færast enn lengra til samfélags
sem byggt er á frjálshyggju, þar sem
hver sér um sig sjálfan. Hættulegasta
birtingarform þeirrar þrautagöngu
sem þjóðin fetar nú liggur í landflótt-
anum. Gott heilbrigðis- og mennta-
kerfi gegnir þar lykilhlutverki sem
mótvægi. Hrár niðurskurður mun ýta
undir að ungt hæfileikafólk flytjist úr
landi og alþjóðlega gjaldgengir sér-
fræðingar finna auðveldlega vel laun-
aða vinnu erlendis. Það molnar úr
millistéttinni. Hvers konar samfélag
verður hér án ungs fólks?
Eftir Þröst Ólafsson » Skuldir ríkissjóðs
eru að verulegu leyti
skuldir banka og spari-
sjóða sem ríkið yfirtók.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
Hallalaus fjárlög já, en …