Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
RÖGNVALDUR STEINSSON
bóndi,
Hrauni á Skaga,
sem lést miðvikudaginn 16. október verður
jarðsunginn frá Ketukirkju miðvikudaginn
30. október kl. 14.00.
Húskveðja verður á Hrauni kl. 12.00 sama dag.
Guðlaug Jóhannsdóttir,
Steinn Rögnvaldsson, Merete Rabölle,
Jón Rögnvaldsson, Jófríður Jónsdóttir,
Jóhann Rögnvaldsson, Þórunn Lindberg,
Gunnar Rögnvaldsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SESSELJA GUNNARSDÓTTIR,
Ofanleiti 15, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 29. október kl. 13.
Sævar Magnússon, Stefanía Guðmundsdóttir,
Theodór Magnússon, Helga M. Guðmundsdóttir,
Brynjar Magnússon, Gunnar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR SIGRÍÐUR
SVAVARSDÓTTIR,
Gullsmára 7, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
síðastliðinn föstudag.
Ólafur Tryggvason, Halla Stefánsdóttir,
Svavar Tryggvason, Aðalbjörg Jóhannesdóttir,
Sigrún Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Sigurður Guð-mundsson
fæddist á Akureyri
7. apríl 1926. Hann
andaðist á sjúkra-
húsi á Torrevieja
13. október 2013.
Hann var sonur
hjónanna Ástu
Daníelsdóttur hús-
móður og Guð-
mundar Ólafssonar
landpósts. Hjónin
áttu saman fjögur börn. Guðrún
var þeirra elst, þá Gunnlaugur.
Sigurður var þriðji og næst-
yngstur en yngst er Edda sem
lifir systkini sín. Faðir hans var
ekkjumaður og átti með fyrri
konu sinni fimm börn, en þrjú
þeirra dóu úr berklum. Tvö
þeirra komust á legg, Skarp-
héðinn og Líney. Þau eru bæði
látin. Þegar Sigurður var 10
ára féll móðir hans frá. Fór
hann í fóstur til Guðmundar Á.
Friðfinnssonar frænda síns sem
bjó á Egilsá í Skagafirði.
Fyrri eiginkona Sigurðar var
Hólmfríður Gísladóttir, þau áttu
saman soninn Guðmund. Kona
laugsdóttir. Maður Hjördísar er
Sigurður Blöndal, þau eiga
saman fjögur börn og þrjú
barnabörn.
Skólagöngu sótti Sigurður til
Sólheimagerðis í Skagafirði og
fermdist hann á Flugumýri. Sig-
urður fór til sjós þegar hann
var fjórtán ára gamall. Byrjaði
hann sinn ferill sem messagutti
og vann sig upp metorðastigann
og varð háseti 17-18 ára gamall
og síðar bátsmaður. Hinn 10.
nóvember árið 1944 var hann
háseti á Goðafossi ferðina ör-
lagaríku þegar þýskur kafbátur
sökkti skipinu fyrir utan Garð-
skaga þar sem fórust 24 ein-
staklingar en 19 var bjargað
eins og frægt er orðið. Sigurður
lauk sveinsprófi og meist-
araprófi í vélvirkjun. Árið 1961
fór hann að starfa hjá Loftleið-
um. Fyrstu árin á Reykjavík-
urflugvelli sem birgðaeftirlits-
maður en við sameiningu
Flugfélags Íslands og Loftleiða
varð hann yfirmaður tollvöru-
lagersins í Keflavík og síðar
flugafgreiðslunnar í Keflavík.
Þar vann hann til starfsloka.
Árið 1998 fluttu þau hjón í bæ-
inn og hafa búið síðan á Brá-
vallagötu 50.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju mánudag-
inn 28. október og hefst athöfn-
in klukkan 15.00.
Guðmundar er Kol-
brún Sigurð-
ardóttir. Þau eiga
saman fimm börn
og þrjú barnabörn.
Hólmfríður og Sig-
urður slitu sam-
vistum.
Árið 1974 kynnt-
ist Sigurður eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Hrefnu
Björnsdóttur. Giftu
þau sig á gamlársdag 1977 og
bjuggu þau hjónin lengst af í
Grindavík. Hrefna var áður gift
Sigurði Haraldssyni, þau slitu
samvistum. Börn hennar eru: 1)
Birna Sigurðardóttir, sambýlis-
maður hennar er Einar Hjalta-
son. Hún á einn son og tvö
barnabörn. 2) Guðný María, gift
Gilbert Ó. Guðjónssyni. Þau
eiga tvö börn og þrjú barna-
börn. 3) Haraldur. Hann á eitt
barn og eitt barnabarn. 4)
Hrafn, kona hans er Ingigerður
Skúladóttir. Þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn. Af fyrra sam-
bandi átti Sigurður Hjördísi,
móðir hennar er Þuríður Guð-
Það hlýtur að hafa verið fá-
mennt lögreglulið í Kópavogi fyr-
ir tæpum fjörutíu árum, þegar
maður nokkur komst upp með að
sitja í tvo sólarhringa í bíl fyrir
utan heimili Hrefnu Björnsdótt-
ur á Digranesvegi. Hann ætlaði
að sitja fyrir konunni sem hann
hafði hitt í Súlnasal á föstudags-
kvöldinu, fengið nafn hennar, að
hún byggi í Kópavogi og ynni á
skiptiborðinu á Grund. Honum
hafði hins vegar láðst að fá heim-
ilisfangið, svo hann settist bara
fyrir utan hús hjá einhverri al-
nöfnu hennar. Greinilega var sú
kona ekki heima alla helgina, að
minnsta kosti kom hún ekki út. Á
mánudagsmorgni á mínútunni
átta hringdi síminn á Grund:
„Góðan dag. Er Hrefna Björns-
dóttir við?“
Þetta lýsir Sigga hennar
mömmu einna best. Staðfestan
og einbeitnin létu aldrei undan.
Upp frá þessu varð hann stjúpi
minn, með fyndnari mönnum
sem ég hef kynnst (og hef ég þó
kynnst þeim nokkrum). Að mínu
mati var Siggi fremstur í biðröð-
inni þegar húmornum var úthlut-
að, þannig að þeir hafa örugglega
hleypt honum fram fyrir við
Gullna hliðið.
Siggi er með þeim síðustu sem
kveðja af áhöfninni á Goðafossi,
sem skotinn var niður fyrir utan
Reykjanes í lok stríðsins af þýsk-
um kafbáti.
Í þau 38 ár sem við Siggi vor-
um samferða, ferðuðumst við
mikið saman, erlendis og innan-
lands. Siggi starfaði hjá Flugleið-
um í Keflavík frá því við kynnt-
umst. Af því leiddi að þau
mamma ákváðu að byggja sér
hús í Grindavík og flytja þangað.
Við systkinin vorum ekki alveg
sátt við þessa ákvörðun; að flytja
svona langt frá okkur og erfitt
fyrir alla að fá þau til að passa
barnabörnin! Mér leist ekkert á
blikuna þegar ég kom í húsið í
fyrsta sinn, lengst uppi á landi og
hlustaði ekki á rök mömmu um
að hún byggi í sjávarplássi sem
hún elskaði að búa í. Þegar ég
benti henni á að hvorki sæist né
heyrðist í sjónum og ekkert
nema flatneskja í kringum húsið
heyrðist í Sigga: „Horfðu út um
stofugluggann og sjáðu hvað
þetta er rómantískt!“ Það eina
sem ég sá voru Lóranstangir frá
hernum á Keflavíkurvelli, með
rauðum blikkandi ljósum upp og
niður. Þá uppgötvaði ég að ég
hafði ekkert um þetta að segja;
þetta var þeirra ákvörðun. Það
varð þeim til mikillar gæfu að
flytja til Grindavíkur, þar áttu
þau sín bestu ár og bestu vini.
Mamma rak úra- og skart-
gripaverslun í litlum kofa í
Grindavík. Einhverju sinni þegar
hún hafði sett upp jólaskreyting-
arnar af miklum myndarskap og
kveikt á kertum, var henni boðið
í kaffi til vinkonu sinnar. Stuttu
síðar hringdi síminn á heimili
vinkonunnar. Siggi bað um að fá
að tala við mömmu og sagði ofur
rólega: „Hebba mín. Áttu mynd
af búðinni?“ Þá hafði kviknað
skreytingunni.
Allir aldurshópar pössuðu
Sigga, eins og Hafurstaðahyskið,
sem er hestahópurinn minn og
þau voru trússarar í öllum ferð-
um. Að allra mati var Siggi al-
gjörlega ómissandi vegna ein-
stakrar frásagnargáfu hans sem
alltaf einkenndist af fyndni.
Við Einar kveðjum góðan
mann sem greinilega kom í þetta
líf til að gleðja aðra með
skemmtilegum tilsvörum.
Hvíldu í friði.
Birna Sigurðardóttir.
Elsku afi. Þá voru síðustu
sundtökin tekin, þó að ég hefði
kosið að þau yrðu aftur heim í
land. Við áttum því miður ekki
nóg af stundum saman sem var
einfaldlega vegna fjarlægðarinn-
ar en nærvera þín og útgeislun
entist mér alltaf í langan tíma
eftir að við hittumst. Þegar ég
loka augunum og hugsa til þín
verður mér hlýtt í hjartanu og ég
get ekki annað en brosað. Mér
verður hugsað til þinnar smit-
andi orku og þess endalausa
áhuga og umhyggju sem þú
sýndir þegar við töluðum saman.
Þú sýndir mér og öllum langaf-
astelpunum þínum alltaf mikla
væntumþykju og mikinn áhuga
og það var ekki auðvelt að kom-
ast að og spyrja á móti, enda
varst það þú sem varst að heyra í
mér. Ég hef alltaf litið mikið upp
til þín afi. Persónuleika þinn og
allt sem þú snertir horfi ég á sem
fyrirmynd. Mér finnst vont að
hafa ekki kynnst þér betur en
það sem mestu máli skiptir er að
við vissum hvar við vorum og
hvernig við höfðum það. Afi, það
er allt gott að frétta en ég sakna
þín. Ég lifi í þeirri von og trúi á
að við hittumst síðar. Bless afi og
guð geymi þig.
Ást og friður,
Kristján Þór og fjölskylda.
Elsku afi minn.
Söknuður og sársauki fyllti
huga minn þegar ég fékk frétt-
irnar af því að þú værir látinn.
Þetta bar svo skjótt að og ég er
enn að átta mig á því að ég muni
ekki sjá þig aftur. Þrátt fyrir að
þú hafir náð háum aldri varstu
svo heppinn að vera enn í fullu
fjöri sem sést best á því að þú
hafir skellt þér í smá sólarferð til
Spánar rétt fyrir andlátið. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til ykkar ömmu, hvort sem
það var í Grindavík á uppvaxt-
arárum mínum eða á Brávalla-
götuna. Þú tókst alltaf á móti
manni með knúsi og kossi og
settist svo niður og spurðir frétta
eða sagðir einhverja skemmti-
lega sögu. Þú rifjaðir oft upp at-
vik frá því þegar þú passaðir mig
eitt sinn þegar ég var tveggja ára
frekjurófa. Ég hafði vaknað eftir
smá blund og verið svo skapill að
þú sagðist hafa orðið hræddur
við þessa litlu tveggja ára sem
gekk berserksgang um húsið í
frekjukasti. Þú hlóst alltaf inni-
lega þegar þú minntist þessa at-
viks.
Minningarnar um þig eru svo
sterkar að ég þarf ekki annað en
að hugsa til þín til að heyra inni-
legan og dillandi hláturinn þinn
og sjá þig ljóslifandi fyrir mér.
Ég man alla taktana þína, heyri
röddina þína og man hvernig þú
sagðir þínar skemmtilegu sögur.
Þú hafðir svo sannarlega lifað
tímana tvenna og það var svo
gaman að hlusta á allar þínar
ótrúlegu frásagnir. Þú hafðir
hárbeittan húmor og fékkst mig
alltaf til að hlæja því þú orðaðir
hlutina á svo skemmtilegan og
tvíræðan hátt. Þú varst einn af
þessum sterku karakterum sem
aldrei gleymast. Eins og þú orð-
aðir það sjálfur þegar fólk féll
frá, er kjörtímabili þínu nú lokið
og eftir stendur þakklæti hjá
mér fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér svo vel og eiga þig að.
Hvíl í friði, elsku afi. Minning-
arnar um stóran og mikinn kar-
akter munu lifa með mér um alla
tíð.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Þín
Tinna.
Sigurður Guðmundsson var
sérlega eftirminnilegur maður,
einstaklega ljúfur, glettinn og
glaðsinna. Við hjónin kölluðum
hann alltaf Sigga frænda, en
Grindvíkingar kölluðu hann
gjarnan Sigga flug vegna starfa
hans á Keflavíkurflugvelli.
Hrefna Björnsdóttir og Siggi
byggðu sér lítið og snoturt ein-
býlishús við Selsvelli í Grindavík.
Bjuggu þar í um 20 ár, en síðan
lá leið þeirra til Reykjavíkur.
Við komu þeirra til Grindavík-
ur tókust með okkur mjög góð
kynni, hittumst oft og þá var
gjarnan mikið spjallað og mikið
hlegið. Siggi varð strax uppá-
haldsfrændi barnanna okkar og
ekki síður héldu þau upp á
Hrefnu. Þá yndislegu konu, sem
er svo barngóð, brosmild, víðles-
in og gefandi.
Þrátt fyrir að Siggi væri ávallt
hrókur alls fagnaðar var líf hans
ekki samfelldur dans á rósum.
Hann missti móður sína mjög
ungur og æskan gat verið erfið.
Það bar Siggi ekki með sér.
Hann var glaður, leit ekki um öxl
og velti sér aldrei upp úr fortíð-
inni.
Siggi ólst upp á Akureyri, í
Skagafirði og víðar. 14 ára fór
hann til sjós. Var í millilandasigl-
ingum, meðal annars á Lagar-
fossi og Goðafossi. Hann var 18
ára þegar þýskur kafbátur sökkti
Goðafossi við Garðskaga í nóv-
ember 1944. Sá atburður barst
stundum í tal. Það var átakanlegt
að heyra frásagnir Sigga, sem
bjargarlaus þurfti að horfa á eft-
ir fólki hverfa í hafdjúpið. 67 ár-
um síðar hitti Siggi loftskeyta-
mann kafbátsins, Horst Koske, í
Frankfurt. Það var hjartnæm
stund. Nú eru þeir báðir látnir.
Siggi starfaði lengst af hjá
Loftleiðum, síðar Flugleiðum,
eða í tæp 40 ár. Sá um svokall-
aðan frílager, varninginn sem
borinn var fram í flugvélunum.
Nú er viðburðaríkri ævi þessa
góða manns lokið. Minnumst
hans með virðingu og söknuði.
Sendum Hrefnu, Guðmundi og
Hjördísi, börnum Sigga, sem og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
og Björn Birgisson.
Við gamlir skipsfélagar á Lag-
arfossi viljum minnast Sigurðar
Guðmundssonar með nokkrum
orðum. Árið 1951 var undirrit-
aður ráðinn á Lagarfoss sem var
einn af svokölluðum þrílembing-
um. Þetta var eins og að koma í
annan heim fyrir ungan mann því
að ég kynntist úrvalsmönnum og
skemmtilegum. Þarna var Sig-
urður Guðmundsson bátsmaður
en það þýddi að hann stjórnaði
okkur á dekkinu. Í farmennsk-
unni var framundan einn besti
áratugurinn fyrir þá sem voru í
siglingum með alls kyns hlunn-
indum, svo segja má að við vær-
um í sérflokki. Allt þar til 1960 að
ný ríkisstjórn kom og breytti Ís-
landi með viðreisn, sem varð öll-
um landsmönnum til bóta.
Það er eins og sum skip hafi
sérstaka sál því að fjörutíu árum
síðar tókum við okkur saman
gömlu skipsfélagarnir og fórum
að hittast í Perlunni í kaffi mán-
aðarlega yfir veturinn. Segja má
að Sigurður hafi verið hrókur alls
fagnaðar því að hann hafði þessa
dásamlegu frásagnargáfu og
gamansemi. Sigurður var
reynslumikill maður, hann var
skipverji á Goðafossi, þegar hon-
um var sökkt af þýskum kafbáti.
Merkilegt er að í þessum litla
kaffihóp voru tveir aðrir sem
höfðu verið á skipum sem skotin
voru niður, Ingólfur Ingvarsson
með Sigurði á Goðafossi og Sig-
urgeir Svanbergsson á Detti-
fossi, en þeir eru báðir látnir.
Blessuð sé minning þeirra.
Skrifuð var bók um Goðafoss-
slysið og fór Sigurður á bóka-
messuna í Frankfurt til að kynna
bókina. Þar hitti hann loftskeyta-
manninn á kafbátnum, sem skaut
þá niður. Þá sýndi Sigurður
hversu mikill mannkostamaður
hann var, þegar hann fyrirgaf
loftskeytamanninum á kafbátn-
um sem sökkti Goðafossi og hreif
alla viðstadda og við gátum séð í
sjónvarpinu hér heima.
Þegar Sigurður hætti á Lag-
arfossi fór hann til Seyðisfjarðar
í vélsmíðanám. Eftir það var
hann á varðskipunum en réðst
síðan til Loftleiða og starfaði við
flugið það sem eftir var starfs-
ævinnar. Átti það starf vel við
hann. Við gömlu félagarnir mun-
um eftir hvað hann átti marga
góða vini úr brautryðjendahóp
Loftleiða.
Allt hefur sinn tíma en okkur
félögunum brá, þegar okkur var
tilkynnt að Sigurður væri fallinn
frá í skemmtiferð á Spáni.
Hann kom ekki á síðasta kaffi-
fund, því að hann þurfti að sinna
konu sinni, en oft heyrðum við fé-
lagarnir hvað hún hafði stórt
pláss í hjarta hans. Hann kvaddi
okkur glaður í bragði og virtist
ótrúlega hress.
Við kveðjum góðan dreng í
Guðs friði, sem aldrei aftur á eft-
ir að segja við okkur að hann
verði að fara núna, því að það sé
æfing í „barnakórnum“ á Grund,
en í þeim kór hafði hann mikla
ánægju að syngja.
Við gömlu skipsfélagarnir
sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til Hrefnu, eiginkonu hans, og
fjölskyldunnar.
F.h. skipsfélaga á Lagarfossi,
Björn Pálsson.
Ertu til í að taka eitt lag í við-
bót, svona smá „late show“.
Margar góðar setningar átti
Siggi en þessi er í uppáhaldi hjá
okkur. Einstakur og eftirminni-
legur vinur er fallinn frá. Siggi
var ótrúlega skemmtilegur og
góður félagi. Frásagnargáfa og
skemmtileg tilsvör ásamt gleði
og söng einkenndu Sigga. Hann
og Hebba voru heiðursfélagar í
hópnum okkar Hafurstaðahysk-
inu. Hópurinn fór í margar
hestaferðir saman þar sem
kvöldvökur með þeim hjónum
Sigga og Hebbu urðu ógleyman-
legar. Siggi var mikill húmoristi,
stálminnugur og sagði skemmti-
lega frá. Hann átti ævintýralegt
líf, þekkti alla og gat rætt alla
hluti.
Siggi hefur kvatt okkur í dag
en allar góðu minningarnar lifa
og við þökkum fyrir þær gleði-
stundir sem við áttum saman.
Elsku Hebba okkar og fjöl-
skylda, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kveðja frá Hafurstaðahysk-
inu,
Kristín Kristjánsdóttir.
Kveðja frá Grundarkórnum
Siggi vinur okkar er dáinn.
Grundarkórinn hefur misst góð-
an félaga og mikinn gleðigjafa.
Það voru engin læti í Sigga en
nærvera hans var sterk, alltaf
glens og gaman, hlátur og bros.
Það var varla búið að stofna kór-
inn – varla búið að syngja eitt
einasta lag – þegar hann spurði
hvenær við ætluðum svo að
syngja í Hörpu, já, eða skreppa
til Færeyja í söngferðalag.
Hann spurði stundum, með
bros í augunum: Heldurðu að ég
verði svona fúlt gamalmenni þeg-
ar ég verð gamall? Við töldum
frekar litlar líkur á því, maðurinn
orðinn 87 ára og alltaf glaður.
Siggi gantaðist gjarnan með
það að hann væri búinn að
syngja við svo margar messur á
Grund, fyrst með Grundar-
drengjakórnum og svo með
Grundarkórnum, að hann ætti
vísan stað hjá Guði fyrir þjón-
ustuna. Hann ætlaði að halda
áfram að syngja í messum til að
vinna fyrir Hrefnu, svo hún
kæmist með honum.
Við í Grundarkórnum þökkum
ánægjulegar stundir á æfingum,
tónleikum og öðrum samveru-
stundum okkar. Við áttum ynd-
islegan dag saman í Borgarfirð-
inum snemma sumars, það var
mikið hlegið í þeirri ferð, m.a.
þökk sé Sigga. Við sendum
Hrefnu og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur og
kveðjum Sigga með þakklæti.
Hann syngur ekki með okkur í
Hörpu, en hann syngur á himn-
um.
Kristín Waage.
Sigurður
Guðmundsson