Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Smáauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Viltu vera með markað eða
verslun?
Til leigu 100 fm verslunarrými fyrir
pop-up verslun eða útsölumarkað.
Útleiga er 1 mánuður í einu, rafmagn,
hiti og þjófav. innifalin. Verð 180 þús.
S. 822 0311.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Fyrir konur á öllum aldri
Margir litir
Stærðir S-XXXXL
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Velúrgallar
GLÆSILEGT FYRIR GLÆSILEGAR
KONUR
Teg. 11008 - Frábært snið, flottur
haldari í 75-85B,C á kr. 5.800,
buxur á kr. 1.995.
Teg. 21324 - Heldur vel í 34-95
C,D,E skálum á kr. 5.800, buxur á
kr. 1.995.
Teg. 21323 - Þunnur, fallegur í
B,C,D skálum á kr. 5.800,
buxur við á kr. 1.995.
Teg. 7303 - Léttfóðraður í 70-85B,
75-85C á kr. 5.800,
buxur við á kr. 1995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Opið á lau. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
!" #"
$% !
Bílar
SKRÁÐU BÍLINN FRÍTT
OG FÁÐU FRÍA AUGLÝSINGU!
Söluhæsta netbílasala landsins.
25% afsláttur af sölugjöldum.
Frí auglýsing í Morgunblaðið.
www.netbilar.is,
Hlíðasmára 2, sími 588 5300.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Ýmiskonar
húsaviðhald
Sími 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
!"
#
!"
$%
% &
'
( )* '
"!
(%
# !
+ , -!
.
%
/ *
0
1
/
0!
. 2
3,
&
4
. "
#
1. 2
%%. 44
!
56
3
! "
# $"%&' /
. !
7
!"
(
)&*
#
!"!
5 ! . "
$%.
!+ 4
% .
"!
.
%. *6
(%. 4
$% ! !
89 " ! *
5
" !"
(
)(* -
5*4
.
%.
%. " 5
.
$%
!(
+
,! '"
: "
2
1 # ! +
!
%
% ;
!
3%
! - "
) .
!
7%. 1$% $$%. !
!
%. % . 4
.
4
6
'/8
(%. #
/ )* ! < !
!
! "
.&/ * ," &"
8
! &<5*
0! *
"
/
9 !
% ;
49
*
%% )*
*
"
# *
"
!
1%
! )" "
= . 5
. 4
$. *6
3%
0. 1 #
)*
, /6
% ,.
0" >!6
#5
% 8
#5
% 8
*
8
!
%
0'"
121 )*
1%%.
/
.
2
!
3%. "?9*
5
. 5 ! !.
.
* !
0. 5 "
1,%.
!
. 59
=!
% ! "2
!*
)2
8 5 !
+
%. 5 ! !
%. 5
.
%.
3%. 4
(. @5
7 A 3 +
$7%
3- !
) B *
% C44
,,3+
773 DDD
4 # !(
+ C44
!
5
% %.
# !
/
% ;
!
3% 2
,
5 / ;
5
1%.
!
3,. "
%. "*!5*4
.
. ! !
9
3. 5
9*"*
!
,
6" !
#
# ! !
% ;*6
;
!
3% 8! "6 !+
! . "9!
! .
+
( 0!"! 0 ' C44
< ,,+
$73%
6
# !(
+ /*" 4
. "
%.
5
$%. 4
*
Síðasta myndin sem ég tók af
Ellu var tekin á spítalanum rétt
áður en hún dó og er hún af henni
og Karólínu Ósk, 18 mánaða dótt-
ur minni þar sem þær horfa hvor á
aðra brosandi. Svona minnist ég
Ellu; brosandi og hlý.
Elsku Ella, takk fyrir allt.
Þín
Agnes.
Fallin er frá móðursystir okkar
Elín Guðmundsdóttir eða Ella
eins og hún var jafnan kölluð. Ella
hafði ákveðna sérstöðu í okkar
huga. Á uppvaxtarárum okkar á
Selfossi kom hún reglulega í heim-
sókn og staldraði þá jafnan við
nokkra daga í senn. Það gaf okkur
tækifæri til að kynnast henni bet-
ur en öðrum gestum og við mynd-
uðum sterk bönd við hana sem
héldust alla tíð.
Þegar við systkinin fluttum til
Reykjavíkur vöndum við fljótlega
komur okkar til Ellu. Það var
ómetanlegt að eiga hana að á þess-
um árum þegar við vorum að
byrja að sjá um okkur sjálf. Okkur
fannst það svolítið eins og að koma
heim að koma til Ellu. Hún virtist
alltaf hafa nægan tíma og hafði lag
á að láta manni líða vel. Hún hafði
einstakan áhuga á öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur og
fylgdist vel með því sem við vorum
að gera. Hjá Ellu vorum við alltaf
velkomin.
Rauðarárstígur 5, heimili Ellu,
var eins og miðstöð, staðsett ná-
lægt Hlemmi og þar mælti fólk sér
gjarnan mót. Þar var alltaf heitt á
könnunni og þar hittist frænd-
garðurinn, en Ella var einstaklega
frændrækin og hélt góðu sam-
bandi við fólkið sitt. Í mörg ár hélt
hún jólaboð, eins konar litlu jól,
fyrir nánasta frændfólk sitt áður
en við skólafólkið fórum heim í
jólafrí. Oft voru þetta yfir 20
manna veislur sem hún hélt í sinni
50 fm íbúð. Þar var þetta þægilega
andrúmsloft sem Ella átti svo auð-
velt með að skapa og dýrindis jóla-
matur en hún hafði góða tilfinn-
ingu fyrir matseld og var afar
góður kokkur. Engar uppskriftir,
bara slatti af hinu og þessu og
hugur hennar meira hjá gestunum
en eldamennskunni. Samt var út-
koman alltaf jafn góð.
Ella hafði mikinn áhuga á öllum
framkvæmdum. Hún hélt vel við
eigin húsnæði en fylgdist líka vel
með framkvæmdum hjá öðrum.
Hún lagði oft mikið á sig til að
komast á staðinn og sjá með eigin
augum það sem fólk var að gera.
Ella hafði einnig mikinn áhuga á
saumaskap og var mjög lunkin
saumakona og nutu margir góðs
af því.
Í mörg ár vann Ella hjá Sjálfs-
björg í Hátúni 12. Þar naut hún
sín vel, hún hafði ríka þjónustu-
lund og var umhugað um að fólk-
inu sem þar bjó liði alltaf sem best.
Þarna eignaðist hún marga vini og
átti það jafnt við um starfsfólkið
og íbúana.
Eftir að við systkinin eignuð-
umst börn reyndist Ella þeim ein-
staklega vel. Hún sýndi þeim
áhuga og hlýju, enda hændust þau
mjög að henni. Hún fylgdist vel
með þeirra viðfangsefnum og
hvatti þau til dáða. Áhugi þeirra á
tónlist og hljóðfæranámi gladdi
hana mjög, enda var Ella dugleg
að sækja tónleika og naut þess að
hlusta á tónlist. Það var eftir-
minnilegur dagur þegar þau komu
saman og héldu tónleika fyrir
heimilisfólkið á dvalarheimilinu
Dalbraut en þar bjó Ella um 15
ára skeið.
Við erum þakklát fyrir þann
langa tíma sem við höfum fengið að
njóta samvista með Ellu. Það var
svo margt í hennar fari, greiðvikni,
dugnaður, kjarkur, gæska og gleði,
sem við getum dregið lærdóm af og
haft að leiðarljósi hér eftir sem
hingað til. Minning hennar mun
ávallt verða ljós í lífi okkar.
Kristín, Bragi og
Guðmundur.
Núna er Ragnar búinn að
kveðja okkur, en minningin um
hann og þann málstað sem hann
stóð fyrir mun ávallt lifa.
Erum við þakklát Guði fyrir
það, að hann var því sammála að
þættir hans yrðu sýndir áfram á
Sjónvarpsstöðinni Omega reglu-
lega til þess að blessa og uppörva
okkur öll og hvetja okkur til dáða,
að treysta á Guð og vera sam-
borgurunum til mikillar fyrir-
myndar og undirstrika það sem
hann sagði oft: „Það er svo eðli-
legt að vera kristinn.“
Guð blessi minningu vinar okk-
ar Ragnars Gunnarssonar og
styrki konu hans, börn og barna-
börn og fjölskyldu.
Eiríkur Sigurbjörnsson og
fjölskylda.
Hér eru fáeinar línur sem mig
langaði að setja á blað sem lítinn
þakklætisvott fyrir allt sem
Ragnar gaf mér en fáir menn hafa
haft jafn mikil áhrif á líf mitt. Ég
hitti Ragnar í nóvember 1993
þegar mér hafði loks tekist að
safna kjarki til að sækja um starf
hjá honum. Fyrr á árinu hafði ég
tekið stóra ákvörðun um að
breyta lífi mínu og var á þessum
tímapunkti svolítið ráðvilltur. Ég
gekk inn á Verkvang, bankaði þar
upp á og á móti mér tók glaðlynd-
ur og brosandi maður, Ragnar, og
bauð mér inn. Ég átti stutt spjall
við hann og hvatti hann mig til að
sækja formlega um þar sem hann
væri að fara að auglýsa eftir
manni. Það hýrnaði yfir mér þeg-
ar hann kvaddi mig með þessum
orðum: „Viðar, þú hefur eitt um-
fram alla hina sem munu sækja
um, þú ert búinn að fá fyrsta við-
talið,“ og svo brosti hann. Það leið
ekki nema mánuður, ég man að
hann varð fimmtugur í millitíð-
inni, og ég var ráðinn. Hann vissi
hvaða ákvarðanir ég hafði tekið
fyrr á árinu og ég man þegar
hann sagði: „Viðar, það er ekki
hægt að taka stærri ákvörðun í
lifinu og þú ert að velja rétt.“
Hann var greinilega að tala af
reynslu enda geislaði maðurinn.
Við unnum saman í fimm ár og á
þeim tíma lærði ég af honum
margt gott og gagnlegt. Góð-
mennska, hjálpsemi, kærleikur,
hvatning, umburðarlyndi, innsæi,
metnaður, fagmennska, tillits-
semi, þjónusta, traust, viðing og
öll þessi fallegu og innihaldsríku
orð sem hann kenndi mér og við
notuðum til að leysa verkefnin
sem okkur voru falin. Allt þetta
hafði hann nýtt sér í sínu lífi og
miðlaði til mín af mikilli gleði og
eldmóði.
Eldmóður og ástríða voru ein-
kennandi fyrir Ragnar. Hann gaf
mér bók í jólagjöf sem heitir upp
á íslensku „Sjö venjur þeirra sem
ná raunverulega árangri í lífinu“.
Við glugguðum oft í hana á
föstudagseftirmiðdögum og eitt
af því eftirminnilegasta sem við
ræddum var að sjá fyrir okkur
hvað við vildum að okkar nánustu
hefðu um okkur að segja þegar
við værum allir. Þú sannarlega
lifðir samkvæmt því. Það er ekk-
ert nema gott og fallegt um þig að
segja. Takk fyrir mig, takk fyrir
allt. Ég held að gangur lífsins sé:
Gefðu og þér mun gefið verða.
Það eru margir sem njóta góðs af
því sem þú gafst mér og hef ég
reynt að gera það sama fyrir
aðra. Þú hefur verið mér og
mörgum öðrum góð fyrirmynd í
lífinu.
Hvíldu í friði, kæri vinur. Lífið
er betra þar sem þú komst við
það. Ég votta Guðrúnu, börnun-
um þínum og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Viðar Austmann.
Fleiri minningargreinar
um Elínu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar
um Ragnar Gunnarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.