Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 28.10.2013, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 Ég ætla bara að vera í sveitinni. Það er fínt að vera með boð átíu ára fresti og ég var með það fyrir fimm árum. Ég hefýmsum öðrum mikilvægari og merkilegri hlutum að sinna,“ segir Greta Önundardóttir um 65 ára afmælið sem hún fagnar í dag. Undirbúningur fyrir annað stórafmæli er henni ofar í huga en það er fertugsafmæli Svalnanna, góðgerðarfélags flugfreyja og flug- þjóna, á næsta ári en Greta er formaður þeirra. Þær verða með markað á Hótel Loftleiðum um helgina til að afla fjár til þess að geta veitt veglega styrki á afmælisárinu. „Við höfum verið að styrkja hin og þessi verkefni sem eru ekki ríkisstyrkt. Við erum mjög stolt af því,“ segir Greta. Svölurnar verða því í kjallara hótelsins frá miðvikudegi til og með föstudegi á milli kl. 9 og 18 að taka á móti vörum og varningi sem velunnarar vilja gefa á markaðinn. Greta segir að allt á milli himins og jarðar sé selt á markaðinum svo lengi sem það kemst inn í húsið. „Mér finnst þetta miklu skemmtilegra en afmælið og það er gam- an að þetta skuli vera svona nálægt því. Það passar vel að halda upp á það með að stússa í þessu,“ segir Greta. Að öðru leyti segist hún njóta lífsins eftir að hafa flogið í 43 ár. „Það er eins og með alla hina sem eru hættir að vinna að ég hef aldrei haft eins mikið að gera. Líf- ið er bara dásamlegt og skemmtilegt,“ segir hún. kjartan@mbl.is Greta Önundardóttir er 65 ára gömul í dag Svala Á meðal þeirra sem Svölurnar hafa styrkt er Guðmundur Fel- ix Grétarsson sem reynir að fá handaágræðslu í Frakklandi. Upptekin af 40 ára afmæli Svalnanna Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Ingibjörg Líf fæddist 27. febrúar kl. 13.52. Hún vó 3.170 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Inga Sigrún Ingvadóttir og Sigurvin Hauksson. Nýir borgarar Reykjavík Amelía Pálmey fæddist 19. febrúar kl. 8.29. Hún vó 15,5 merkur og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Juliane Mary Ferguson og Rúnar Pálmarsson. Þ órarinn fæddist á Eiðum í Eiðaþinghá og ólst þar upp. Hann var í farskóla á Eiðum, í Eiðaskóla, lauk landsprófi í Reykja- vík, stúdentsprófi frá MA 1965, stundaði námi í byggingarlist við arkitektadeild Edinborgarháskóla 1966-69, við Edinburgh College of Art, School of Architeture, Heriot Watt University frá 1972 og lauk þaðan prófum 1975. Þórarinn starfaði hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins 1965-66, var arkitekt á Teiknistofu Þorvaldar S. Þorvaldssonar 1967, og Teiknistofu Manfreðs Vilhjálms- sonar og Þorvaldar S. Þorvaldssonar 1968, vann við Edinburgh Univers- ity, Architectural Research Unit 1969-70, arkitekt hjá Arkitektum sf, Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ólafi Sigurðssyni 1970-72 og á Teiknistofu Ingmundar Sveinssonar 1975-79. Þórarinn Þórarinsson arkitekt – 70 ára Morgunblaðið/RAX Almannagjá Þórarinn telur að skipulag hins forna þingstaðar veiti mikilvæga innsýn í skipulag þjóðveldisins. Rannsakar rætur íslenskrar menningar Á Þingvöllum Þórarinn heldur fyrirlestur um hinn forna þingstað. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.