Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Fyrir rúmum 100 ár- um voru viðhorfin til þeirrar félagsþjónustu sem við þekkjum í dag að mótast í Reykjavík sem annars staðar. Konur fóru að kveðja sér hljóðs og standa saman að því að að- stoða þá sem ekki gátu björg sér veitt. Ein þessara kvenna var Ólafía Jóhannsdóttir, en í síðasta mánuði voru liðin 150 frá fæðingu hennar. Ólafía var stór- merk kona og ein af forvígiskonum íslenskrar kvennabaráttu. Síðar var hún vegna mildi sinnar og hjálp- arstarfa þekkt í Noregi og er þar í hávegum höfð. Skilaboð Ólafíu Margt af því sem mótaðist þarna er enn í fullu gildi. Greinar Ólafíu eru áhugaverðar yfirlestrar. Í kvennablaðinu Framsókn árið 1899 skrifar Ólafía grein sem ber heitið „Góðgerðasemi“ og lýsir vel um hvers konar starf var að ræða. Í greininni kemur eftirfarandi fram: „Allir sem einhvern tíma hafa reynt það að vera upp á aðra komn- ir, vita hvað það er hart aðgöngu. Og allir, sem veitt hafa lífinu nokkra eptirtekt, vita líka, að sá sem ekki er efnalega sjálfbjarga, missir optast nær smámsaman sjálfstæði sitt og siðferðislegt manngildi. Það er því afar mikill vandi að gefa öðrum, því það þarf að taka tillit til allra þarfa þeirra, ekki síður andlegra en efnalegra.“ Og síðar í greininni: „Engin hjálp er eins mikils virði eins og sú, sem gerir manninn færan um að vinna sjálfur fyrir nauð- þurftum sínum.“ Hvetjum til sjálfshjálpar Sterkt kemur fram hversu mik- ilvægt það er að veita hjálpina á þann hátt að það byggi fólk upp og stuðli að sjálfsvirðingu og sjálfstæði. Ekki er nóg unnið í þessa veru í Reykjavík þegar horft er til þeirra sem hafa fulla getu til þess að taka að sér verkefni. Í Reykjavík hefur fjárhagsaðstoð miðað við að greiða út bætur en skyldur á móti hins veg- ar litlar sem engar. Hvers konar skilaboð eru það? Að ekki sé þörf á þátttöku viðkomandi eða að sam- félagið þurfi ekki lengur á viðkom- andi að halda? Slíkt getur ekki verið til þess fallið að viðhalda sjálfsvirð- ingu. Hér verður að gera betur. Of mikil áhersla hefur verið lögð á dýr- ar og flóknar lausnir í stað þess að nýta til dæmis frumkvæði fólksins sjálfs. Ekki má vera erfiðara að vera á vinnumarkaði en þiggja fjárhags- aðstoð. Ef betra er að sitja heima en að taka starf á lægstu launum eins og vísbendingar eru um er ekki ver- ið að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt. Frumkvæði og sveigjanlegar lausnir Allt frá upphafi kjörtímabilsins höfum við sjálfstæðismenn gagn- rýnt þetta viðhorf meirihlutans harðlega. Framan af var talið að Reykjavíkurborg ætti ekki að vera vinnumiðlun og því var seint brugð- ist við. Svo var farið af stað á skjald- bökuhraða að byggja upp afar flókið samstarf við ríkið um að skapa ný störf. Náðst hefur árangur, en of lít- ill og of seint. Lausnirnar sem vant- ar verða að vera miklu sveigj- anlegri, unnar á forsendum þeirra sem eiga að taka þátt í þeim. Dýr yf- irbygging er ekki svarið heldur þarf að ýta undir frumkvæði til að skapa og taka að sér verkefni. Stefna okk- ar sjálfstæðismanna í Reykjavík er skýr. Byggjum á sjálfsvirðingu og sjálfstæði. Byggjum á sjálfs- virðingu og sjálfstæði Áslaug María Friðriksdóttir » Í Reykjavík hefur fjárhagsaðstoð mið- að við að greiða út bæt- ur en skyldur á móti hins vegar litlar sem engar. Hvers konar skilaboð eru það? Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 16. nóvember. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is KALT ÚTI Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 7.790 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns- þilofn Turbo með yfirhita- vari 3 stillingar 2000w 4.490 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.890kapalkefli 15 metrar 3.990 Afmælishátíð í Skeifunni í dag • Vegleg afmælistilboð á Pioneer hljómtækjum í allan dag og alla næstu viku. • Björn Thoroddsen tekur Bítlana og fleiri góða frá kl.14-16. • Gómsæt Pioneer afmælisterta, grillaðar pylsur ásamt hollum og góðum ávaxta- og grænmetisbökkum. Skeifunni 11 Símar: 530 2800 / 550 4444 ormsson.is & bt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.