Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 51
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
arleikari í BluesAkademíunni frá
2007. Hann var gítarleikari hjá
Megasi á eftirminnilegum tón-
leikum í Austurbæjarbíói 1984 sem
var sjónvarpað á RÚV, og í
Þjóðleikhúskjallaranum 9.11. 1996 í
tilefni af útkomu plötunnar „Til
hamingju með fallið“ en Pjetur sá
um útsetningar á þeirri plötu
ásamt Tryggva Hübner og Megasi.
Ári síðar sá Pjetur einnig um út-
setningar ásamt Megasi á plötu
þess síðarnefnda, „Fláa veröld“.
Fyrsta hljómplatan frá Pjetri
kom út 1983 og var hún með hljóm-
sveitinni Big nós Band og nefndist
Tvöfalt siðgæði. „Platan var hugsuð
sem grafíkverk og var hljómsveitin
aukasjálf mitt í myndlistaskól-
anum.“
Síðan hafa komið út fimm plötur
með hljómsveitinni PS & CO: Í
léttum dúr, (1985) en á henni var
lagið Ung og rík, PS & Bjóla voru
með plötuna Góðir hlutir gerast
hægt. (1987), Öfgar göfga kom út
1988. Platan var gefin út í 350 ein-
tökum og var hvert umslag málað
sérstaklega. Erkitýpur, streitarar
og frík kom út 1993 og Ham-
ingjuvélin 2007.
Félagsstörf
Pjetur sat í stjórn Félags ís-
lenskra myndlistarmanna, FÍM,
1997-2000 og stjórn SÍM, Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna
einnig 1997-2000. 2000-2002 var
hann formaður SÍM.
Árið 2000-2002 sat hann í stjórn
Evrópudeildar Alþjóðasamtaka
myndlistarmanna, IAA, Þann tíma
var hann forseti Íslandsdeildar
IAA. 2002-2005 var hann í þriggja
manna starfsstjórn IAA á al-
þjóðavettvangi. 2002-2004 sat Pjet-
ur í nefnd á vegum Reykjavík-
urborgar fyrir hönd Bandalags
íslenskra listamanna, BÍL, um mót-
un byggingastefnu Reykjavíkur.
Pjetur var formaður Íslenskrar
grafíkur 2003-2007 og 2008-2010
var hann í verkstæðisnefnd Ís-
lenskrar grafíkur.
Fjölskylda
Eiginkona Pjeturs er María
Árnadóttir, f. 8.6. 1963, launa-
fulltrúi.
Dóttir þeirra er Ásta Kristín, f.
18.1. 1996, tónlistarnemi.
Sonur Pjeturs með fyrri eigin-
konu sinni, Guðbjörgu Sesselju
Jónsdóttur, f. 3.12. 1950, er Hring-
ur, f. 17.11. 1976, flugumferð-
arstjóri. Maki hans er Dröfn Sig-
urðardóttir, f. 17.11. 1978. Dætur
þeirra eru Hrafntinna og Myrra, f.
12.3. 2010.
Systkini Pjeturs eru Dóra Thor-
steinsson, f. 24.2. 1965, hjúkr-
unarfræðingur; Geir Thorsteinsson,
f. 26.3. 1967, læknir; Sigurður Jó-
hann Thorsteinsson, f. 22.3. 1973,
d. 6.1. 2010.; Ragnar Thor-
steinsson, f. 6.12. 1974, d. 27.12.
1974; Þórarinn Thorsteinsson, f.
6.12. 1974, d. 18.12. 1974.
Móðir Pjeturs er Guðbjörg Elín
Þórarinsdóttir, f. 18.9. 1930, húsfrú
í Reykjavík. Eiginmaður hennar og
fósturfaðir Pjeturs var Þorsteinn
Thorsteinsson, f. 14.7. 1919, d. 10.4.
2006, verkfræðingur í Reykjavík.
Faðir Pjeturs var Stefán Jónsson,
f. 4.7. 1927, d. 19.9. 1995, bifvéla-
virki í Hafnarfirði.Eiginkona hans
var Björk Jónasdóttir, f. 12.12.
1930, d. 28.1. 1993.
Úr frændgarði Pjeturs Stefánssonar
Pjetur
Stefánsson
Guðmundur Júlíus Jónsson
útvegsbóndi í Görðum í Önundarfirði
Gróa Finnsdóttir
húsfreyja í Görðum í Önundarfirði
Jón Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Ytri-Veðrará í Önundarfirði
Jóna Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Ytri-Veðrará í Önundarfirði
Stefán Jónsson
bifvélavirki í Hafnarfirði
Jón Guðmundsson
bóndi á Ytri-Veðrará í Önundarfirði
Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Ytri-Veðrará
Þórður „yngri“ Halldórsson
bóndi í Hraunkoti í Biskupstungum
Ólafía Þórarinsdóttir
húsfreyja í Hraunkoti
Þórarinn Þórðarson
verkamaður í Reykjavík
Jóhanna Elín Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir
húsfrú í Reykjavík
Ólafur Pjetursson
bóndi í Stóru-Tungu á Fellsströnd
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
húsfreyja í Stóru-Tungu
Skipulag Verk afmælisbarnsins.
Bragi Sigurjónsson, alþing-ismaður og ráðherra, fædd-ist á Einarsstöðum í Reykja-
dal, S-Þing. 9. nóvember 1910.
Foreldrar hans voru Sigurjón Frið-
jónsson alþingismaður, og k.h.
Kristín Jónsdóttir. Foreldrar Sig-
urjóns voru Friðjón Jónsson, bóndi á
Sandi í Aðaldal, og k.h. Sigurbjörg
Guðmundsdóttir. Foreldrar Krist-
ínar voru Jón Ólafsson og k.h. Hall-
dóra Ásmundsdóttir.
Bragi lauk stúdentsprófi frá MA
1935, að loknu kennaraskólaprófi, og
varð cand.phil. frá HÍ 1936. Hann
fékkst við kennslu 1936-47 en varð
þá tryggingafulltrúi við sýslu-
mannsembætti Eyjafjarðarsýslu og
bæjarfógetaembættið á Akureyri til
1964. Hann starfaði sem útibússtjóri
Útvegsbanka Íslands 1964-79.
Bragi sat lengi í bæjarráði og
bæjarstjórn og var forseti hennar
1956-70. Hann var þingmaður 1967-
71 og 1978-79. Hann var í
fjárveitinganefnd og varð forseti efri
deildar 1978 en sagði sig frá því
starfi vegna ágreinings um stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Hann var iðnaðar- og landbún-
aðarráðherra í ríkisstjórn Benedikts
Gröndals 1979-80.
Bragi gegndi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir Alþýðuflokkinn, sat m.a.
í hafísnefnd og endurskoðunarnefnd
laga um stofnlánadeild landbúnaðar-
ins. Hann var fulltrúi á þingi Evr-
ópuráðsins 1967-1973 og formaður
tryggingaráðs 1979.
Bragi sendi frá sér margar ljóða-
bækur, þar á meðal ljóðasöfnin Hver
er kominn út? (1947), Hraunkvíslar
(1951), og Undir Svörtuloftum
(1954), safn smásagna og þýðinga.
Hann ritstýrði tímaritinu Stíganda
og Vikublaði alþýðumannsins.
Eiginkona Braga var Helga Jóns-
dóttir, f. 28.1. 1909, d. 18.8. 1996.
Foreldrar hennar voru Jón Jón-
atansson, járnsmiður á Akureyri, og
Þórunn Friðjónsdóttir. Börn þeirra:
Sigurjón, Hrafn, Þórunn, Gunn-
hildur, Ragnhildur og Úlfar. Auk
þeirra átti Bragi tvo syni, Helga
Ómar og Kormák Braga.
Bragi lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 29.10. 1995.
Merkir Íslendingar
Bragi Sigur-
jónsson
Laugardagur
90 ára
Kristjana Þorgrímsdóttir
Magnús Pálsson
Rannveig Margrét Jóns-
dóttir
85 ára
Haukur Sveinbjarnarson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Unnur Marteinsdóttir
80 ára
Bergrún Jóhannsdóttir
Ólafía Þorsteinsdóttir
Sigríður Ágústsdóttir
75 ára
Ívar Geirsson
Sighvatur Eiríksson
70 ára
Anna S. Helgadóttir
Erna Grétarsdóttir
Gunnar B. Gunnarsson
Ingveldur Ingvadóttir
Kristín Sjöfn Helgadóttir
Stefanía E. Guðmunds-
dóttir
Svanhildur Stefánsdóttir
Vilhjálmur K. Jónsson
60 ára
Anna Árnadóttir
Arndís Jónsdóttir
Arnfríður Ólafsdóttir
Ásta Björnsdóttir
Hulda Sólborg Haralds-
dóttir
Kristín Alfreðsdóttir
María Guðrún Gísladóttir
Pjetur Stefánsson
Ragnhildur Elín Ágústs-
dóttir
Svava Friðþjófsdóttir
Tor Einarsson
50 ára
Hafdís Gunnarsdóttir
Hildigunnur M. Friðriks-
dóttir
Ingigerður Lára Daðadóttir
Jósep Sigurðsson
Sigríður G. Gísladóttir
Steven Mason
Sveinbjörn Hilmarsson
Sverrir Þorsteinsson
Tina Hjorth Olsen
Örn Helgason
40 ára
Dalia Zakarauskiene
Elzbieta Kamilia
Uryn-Pawelczyk
Guðrún Gísladóttir
Gunnleif Sandra
Lárusdóttir
Hafdís Dögg
Sveinbjarnardóttir
Hilda Ólafsdóttir
Kristín Ólöf Steinþórsdóttir
Sigurður Sveinn Nikulásson
Soffía Hreinsdóttir
30 ára
Harpa Soffía Einarsdóttir
Hiep Thi Le
Margrét Rósa Haraldsdóttir
Ófeigur Orri Victorsson
Sara Jamí Arnarsdóttir
Sebastienne Bernard
Conradie
Sunna Guðbjartsdóttir
Tinna Guðbjartsdóttir
Tone Maria Breinholt
Sunnudagur
104 ára
Jensína Andrésdóttir
95 ára
Fjóla Kristjánsdóttir
Inga V. Einarsdóttir
90 ára
Helga Hansdóttir
Hörður Adolfsson
Valborg Hallgrímsdóttir
85 ára
Elsa Kristín Jónsdóttir
Ólafía Jónsdóttir
Sigbjörn Brynjólfsson
80 ára
Elísabet Kemp
Guðmundsdóttir
Erla Þórðardóttir
Guðný S. Sigurðardóttir
Sigurður F. Mar
Sigurgestur Ingvarsson
75 ára
Guðbjörg Sigurðardóttir
Jónas Ingimundarson
Laufey Alda Ólafsdóttir
Sigurður Jónsson
Valdís K.M. Valgeirsdóttir
70 ára
Björg Björnsdóttir
Guðmundur Helgason
Tómas John Hounslow
60 ára
Anna Soffía Björnsdóttir
Anna Torfadóttir
Atli Guðlaugsson
Guðni Bernharð Guðnason
Guðný S. Þorsteinsdóttir
Halldór R. Á Reynisson
Hildur Baldvinsdóttir
Jóna Sigríður Runólfsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir
Sæmundur Pálsson
50 ára
Birna Jóhanna Ólafsdóttir
Brynjar Jóhannesson
Bunchom Janyalert
Jóhann Vilhjálmsson
Kormákur Geirharðsson
Kristín Guðnadóttir
Óskar Stanley Sigurðsson
Sigurður Bjarki Magnússon
Sólveig Magnúsdóttir Olsen
Örn Ottósson
40 ára
Agnes Lilja Jósefsdóttir
Anna Gísladóttir
Ágúst Örn Jóhannesson
Fjóla Jónsdóttir
Fjölnir Ásbjörnsson
Guðjón Andri Guðjónsson
Hulda Birgisdóttir
Hörður Vilberg Lárusson
Kolbrún Rut Pálmadóttir
Kristín Jónsdóttir
Róbert Freyr Gunnarsson
Sæmundur Sæmundsson
Þórarinn Guðni Sveinsson
30 ára
Gunnar Ingi Gunnarsson
Kristín Hartmannsdóttir
Magnús Bjarni Geirsson
Sigmundur Einar Másson
Sigríður Pálmarsdóttir
Stefán Fróðason
Thelma Kristín
Þrastardóttir
Tryggvi Rafnsson
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16
GYRO
tímalaus hönnun &
þægindi sameinuð
í einum stól
kr. 152.000