Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Þorsteinn Eggertsson textahöf- undur var í gær sæmdur gullmerki Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) og jafnframt gerður að heið- ursfélaga. Athöfnin fór fram á veit- ingahúsinu Nauthóli. Gunnar Þórðarson tónlistar- maður flutti lag sitt „Ástarsæla“ við texta Þorsteins en þeir hafa lengi unnið saman þar sem Þorsteinn gerði texta og Gunnar lagið. Marg- ir félagar Þorsteins ávörpuðu hann við athöfnina. Jakob Frímann Magnússon, for- maður FTT, sagði að Þorsteinn hefði verið heiðraður fyrir ómet- anlegt framlag sitt til textagerðar. Þorsteini og konu hans, Fjólu Ólafs- dóttur tónlistarkennara, var síðan ekið í hvítri limmósínu, að hætti Elvis Presleys, til Bessastaða. Þar efndi Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, til mótttöku í tilefni af 30 ára afmæli FTT á þessu ári. Athöfnin í gær var síðasti lið- urinn í hátíðahöldum sem staðið hafa frá því í vor í tilefni af 30 ára afmælinu. Afmælisveislan hefur einkum einkennst af fjölbreyttu tónleikahaldi. gudni@mbl.is Þorsteinn Eggertsson heiðursfélagi FTT Ljósmynd/Rakel Gústafsdóttir Heiðraður Þorsteinn Eggertsson textahöfundur var sæmdur gullmerki FTT í gær og gerður að heiðursfélaga. Ný vörudreifingarmiðstöð Eim- skips/Flytjanda á Reyðarfirði hefur verið tekin í notkun. Þetta er fyrsta sérhannaða miðstöðin fyrir vöru- dreifingu sem Eimskip byggir utan Reykjavíkur. Byggingin er 668 m² að flatarmáli og með þremur hleðslu- römpum og tveimur stórum vöru- hurðum. Í slíku þykir felast hagræði. Dreifingarmiðstöðin á Reyðarfirði þykir vel staðsett á Austurlandi og aðeins steinsnar frá Mjóeyri, þar sem er önnur stærsta vöruflutninga- höfn landsins „Við höfum beðið lengi eftir þessu húsi til að geta þjónað okkar við- skiptavinum á Austurlandi enn bet- ur. Með þessu húsi erum við að taka stórt framfaraskref í vöruafgreiðslu Eimskips á Austurlandi,“ segir Guð- mundur Nikulásson, framkvæmda- stjóri innanlandssviðs Eimskips. sbs@mbl.is Eimskip Umsvif á Austurlandi eru mikil og nýja miðstöðin nýtist því vel. Eimskip byggir eystra  Ný dreifingarmið- stöð á Reyðarfirði Þröstur Emilsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri ADHD samtak- anna til tveggja ára. Ellen Cal- mon sem starfað hefur sem fram- kvæmdastjóri samtakanna hef- ur fengið tveggja ára leyfi frá störfum eftir að hún var kosin formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Frá því í apríl hefur Þröstur starfað hjá ADHD-samtökunum. Hann á fjölbreyttan feril að baki, meðal annars sem fréttamaður og fréttastjóri fjölmiðla. Þröstur til ADHD Þröstur Emilsson Kannabisræktun var stöðvuð í Reykjanesbæ í fyrrakvöld eftir að lögreglan á Suðurnesjum fór í hús- leit í fjölbýlishúsi að fengnum dómsúrskurði. Húsráðandi, karl- maður á fertugsaldri, vísaði lög- reglu á herbergi þar sem ræktun var í fullum gangi. Þar hafði verið komið fyrir gróðurhúsatjaldi og fannst talsvert af kannabisplöntum. Lögregla stöðvaði kannabisræktun GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐI HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA? Við bjóðum þér á fræðslufund í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17.30. Fyrirlesarar eru Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Arion banka. Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum: Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar Skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar Samspil útgreiðslna Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -3 0 6 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.