Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 44 dagar til jóla Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, selur jólakort og merkispjöld til að fjármagna starfsemi sína. Á kortunum í ár er myndin Jólagleði eftir lista- mennina Sigríði Björgu Haraldsdóttur og Björgvin Björgvinsson sem unnu myndina sérstaklega fyrir félag- ið og gáfu til birtingar á kortunum. Jólakortin eru seld 8 saman í pakka ásamt umslögum á 1500 krónur. Merkispjöldin eru 8 saman í pakka og eru seld á 500 krónur. Hægt er að kaupa kortin hjá Blindra- félaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is. Blindrafélagið selur jólakort Árlegur jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 9. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9. Ágóði af sölunni rennur til Fjöl- skyldumiðstöðvar Rauða krossins sem rekin er með aðkomu Reykja- víkurborgar og velferðarráðuneyt- isisins. Fram kemur í tilkynningu, að á boðstólum verði fallegir handunnir munir sem tengjast jólunum og gómsætar kökur. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins var stofnuð árið 1966. Félagar í Kvennadeildinni eru um 700 en starfandi sjálf- boðaliðar um það bil 250. Fjáröflun byggist á rekstri sölubúða í sjúkra- húsum, föndri, kökubasörum og sölu minningarkorta. Á vakt Gyða Gunnarsdóttir stendur vakt- ina á jólabasarnum í fyrra. Jólabasar Kvenna- deildar Rauða krossins Jólakortasalan er hafin hjá Hjarta- heillum en samtökin hafa um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru sex í pakka sem kostar 1.500 krónur. Hönnuður kortanna er Garðar Pétursson grafískur hönnuður. Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla, Síðumúla 6, Reykja- vík. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á hjartaheill@hjartaheill.is Jólakortasala Hjartaheilla hafin Jólakort MS-félagsins í ár skartar málverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem er málað með pensli í munni. Verkið ber nafnið Hvert örstutt spor. Átta kort saman í pakka kosta 1.000 krónur. Málverk Jólakort MS-félagsins í ár. Mynd eftir Eddu Heiðrúnu á jólakorti Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sruli Recht, hönnuður og listamað- ur, fullyrðir að leturgerðin sem prýðir umbúðir á vatnsflöskum Ice- landic Glacial sé sú sama og hann hannaði ásamt öðrum og notuð er í vörum fyrirtækis hans. Vatnið er á markaði í Bandaríkj- unum og er í eigu fyrirtækisins Ice- landic Water Holdings ehf. sem Jón Ólafsson á. Hönnuður óskaði eftir að kaupa en var hafnað Upphaf málsins er rakið til ársins 2011, þá fékk Sruli Recht tölvupóst frá Jacklyn Franklin sem titlaði sig listrænan stjórnanda Team One í Los Angeles. Hún óskaði eftir því að kaupa téða leturgerð. Recht sagði að leturgerðin væri ekki til sölu því hann vildi ekki að annað fyrirtæki en sitt eigið notaði hana. Umrædd let- urgerð var hönnuð fyrir tæpum tíu árum. Það var ekki fyrr en ári seinna, í október 2012, að Scruli Recht fær senda mynd af vatnsflöskunni frá Bandaríkjunum. Félagi hans sendi honum myndina því hann þóttist kannast við leturgerðina. Þegar betur var að gáð komst hann að því að Jacklyn Franklin var skráð sem hönnuður vatnsflösk- unnar, sú hin sama og óskaði eftir að kaupa leturgerðina, og eigandi fram- leiðslunnar er fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf. „Ég var mjög ósáttur þegar ég sá umbúðirnar. Þetta fer ekki á milli mála,“ segir Recht. Honum þykir forkastanlegt að fyrirtækið hrein- lega steli ákveðinni hönnun. „Þetta er augljóst, þar sem áður var óskað eftir að kaupa letrið,“ segir Sruli Recht. Eftir þetta hafði hann samband við lögfræðing. „Við erum að skoða réttarstöðu Rechts,“ segir Vihjálmur H. Vil- hjálmsson, lögfræðingur hans. Ekki var sótt um einkaleyfi fyrir let- urgerðinni. Gamalt letur sem sjá má víða „Þetta er gamalt letur sem sjá má víða. Þessi leturgerð er ekki í eigu hans,“ segir Jón Ólafsson, eigandi Icelandic Water Holdings ehf., um leturgerðina í vörumerkinu Ice- landic Glacial. Jón kannast ekki við að óskað hafi verið eftir því að kaupa leturgerðina, hvorki við hann né einhvern á hans vegum. Auglýsingaskrifstofan Team One var fengin til að hanna útlit og vörumerki fyrir vatnið og alfarið sjá um það að hans sögn. Sú auglýs- ingastofa er í eigu Saatchi & Saatchi. Jón fullyrðir að merkið hafi fengið vörumerkjavernd. Það sé búið að fara í gegnum ferli til að tryggja að það sé löglegt og rétt. Icelandic Water Holdings ehf. barst bréf frá lögfræðingi Rechts. Þar er þess m.a. krafist að fyrir- tækið hætti þegar í stað notkun á vörumerkinu og innkalli vörurnar sem eru í umferð. Þessu bréfi var svarað og erindinu hafnað. Vísað var til útskýringa hönnunarstofunnar, sem hannaði umbúðirnar, á notkun letursins. Þar kemur fram að notast hafi verið við letrið Octavian MT Regular, sem sé þekkt letur, rétt eins og Times New Roman. Nokkrum stöfum hafi verið breytt og það notað fyrir Icelandic Glacial. „Það er því alveg ljóst hver upp- runi letursins er og jafnframt að ekki er verið að brjóta á höfund- arrétti Srulis Rechts,“ segir Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Icelandic Water Holdings. Recht segir leturgerðina stolna  Sruli Recht fullyrðir að leturgerðin á umbúðum á vatnsflöskum Icelandic Glacial sé stolin  Forsvarsmenn Icelandic Water Holdings vísa því á bug og segja letrið unnið úr þekktu letri Umbúðir Vatnsflaska Icelandic Glacial sem er á markaði í Bandaríkjunum. Letur Vopnabúrið hýsti áður vinnustofu Srulis Rechts með leturgerðinni. Sruli Recht Jón Ólafsson Norræna bókasafnavikan hefst á mánudag með sameiginlegum upp- lestri á sama texta á öllum Norð- urlöndunum og í Eystrasaltsríkj- unum. Alls eru rúmlega 1.700 bókasöfn og stofnanir frá 11 löndum skráð til leiks, þar af rúmlega 130 á Íslandi. Þema ársins er „Vetur á Norð- urlöndum.“ Norræn bókasafna- vika að hefjast Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Límtil flestra nota Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.