Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 54
Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Lady Gaga fór mikinn um og eftir út- gáfuna á sinni fyrstu plötu, The Fame (2008) og rætt var um hana sem hinn eina sanna arftaka Madonnu. Ekki síðan að sá mikli popplistamaður var upp á sitt besta hafði annars eins ugluspegill komið fram; list Lady Gaga var fjölþætt eins og svo gjarnan hjá farsælustu dægurtónlistarmönn- unum í dag, snerist bara að hluta til um tónlist og jafn mikil vigt (jafnvel meiri myndi einhver segja) var sett á ímyndarsköpun og fjölmiðlafimleika. Lady Gaga hagaði sér oft og tíðum eins og gjörningalistamaður og mörk- in á milli ruslkenndrar, einnota hvers- dagslistar og framsækinnar nútíma- listar óskýr á köflum. Warhol-ískt ferðalag Lady Gaga hefur haldið þessari stöðu sinni, eiginlega rétt svo, þar sem önnur plata hennar, Born this Way (2011), reyndist ekki það drottn- unartæki sem listamaðurinn var greinilega að reyna að sníða til. Ei er Gaga þó af baki dottin, og nú eftir helgi kemur þriðja breiðskífan, Art- pop, út. Titillinn er stórkarlalegur og virkar eins og yfirlýsing; ýjað er að því að list Gaga risti dýpra en hefð- bundið, fjöldaframleitt popp samtím- ans og er ýmsum brögðum beitt til að undirstrika þetta. Umslag plötunnar er t.a.m. hannað af Jeff Koons og plöt- unni lýsir Gaga sjálf sem „ljóðrænu tónlistarferðalagi.“ Þá lýsti hún því yfir í bloggi sínu að platan yrði „war- hol-ískt ferðalag með öfugum for- merkjum,“ hvað sem það nú þýðir. Gaga vann plötuna með fjölda upp- tökustjóra; Madeon og Zedd koma við sögu en einnig RedOne og DJ White Shadow sem hafa unnið þónokkuð með henni áður. Gestir eru m.a. R. Kelly, T.I., Twista og Too Short. Plöt- unni hefur verið seinkað nokkuð en í febrúar á þessu ári fór Gaga í mjaðm- araðgerð sem hafði þónokkur áhrif á alla framvindu. Hún útskýrði sköp- unarferlið í viðtali við Women’s Wear Daily, þar sem hún rýndi í bók- menntir sem og tónlist ásamt teymi sínu í drykklangan tíma og dýrkaði upp andagiftina sem aldrei fyrr: „Ég fór yfir plötuna á nýjan leik og tíminn eftir aðgerðina var vel nýttur í að melta plötuna og stara rækilega inn í það sem ég hafði gert upp að þeim tíma,“ lýsir hún. „Svo kom að því að þessi dásamlega tilfinning, sem segir manni að maður sé á réttri leið með eitthvað, helltist yfir mig.“ Húðflúrað app Eins og lög gera ráð fyrir hefur markaðssetning plötunnar ekki verið með eðlilegum hætti. Fyrir það fyrsta er söngkonan búin að húðflúra heiti hennar á sig og auk hefðbundinnar plötuútgáfu kemur Artpop einnig út sem app sem hannað hefur verið af tæknideild Haus of Gaga, en Haus of Gaga er nokkurs konar listiðju/ hugmyndateymi sem vinnur í anda Verksmiðju Andy Warhol. Enn eitt dæmið um hversu upptekin Gaga er af því að krossa yfir í „alvöru“ list með popplist sína eins og Warhol sjálfur gerði á sínum tíma. Haus of Gaga er giska áhugavert fyrirbæri; samsafn ljósmyndara, hönnuða, myndlistarmanna o.s.frv. og sér um fatnað, muni, förðun, myndbönd og annað sem tengist Gaga. Kjötkjóllinn frægi er t.d. runninn undan rifjum þessa batterís. Einn af meðlimum Haus of Gaga er t.d. ljósmyndarinn umdeildi Terry Richardson og er hann með heimildarmynd í smíðum sem varpar ljósi á vinnsluferlið í kringum Artpop. Gaga hefur þá verið að troða upp á ýmsum stöðum að undanförnu til að kynna gripinn. M.a. kom hún fram á G-A-Y næturklúbbnum í London þar sem hún afklæddist óforvarandis, fólki til hrellingar sem og ánægju. Nekt nútíma kvenpoppstjarna hefur verið nokkuð til umræðu að und- anförnu en í tilfelli Gaga hlýtur að vera dýpra á slíkum æfingum. Verð- um við ekki að gefa okkur það, eða vona það a.m.k.? Eru klærnar enn á krúnunni?  Lady Gaga gefur út plötuna Artpop  Alvöru poppdrottning eða loddari? Einstök Vegir Lady Gaga eru svo gott sem órannsakanlegir. Ögrandi Artpop prýðir stytta af Lady Gaga eftir Jeff Koons. » Lady Gaga hagaðisér oft og tíðum eins og gjörningalistamaður og mörkin á milli rusl- kenndrar, einnota hversdagslistar og framsækinnar nútíma- listar óskýr á köflum. Unnur Ýrr Helgadóttir opnar ell- eftu einkasýningu sína, Tímaflóð, í Galleríi Fold í dag kl. 15, en þar getur að líta verk sem unnin eru á árunum 2012-2013. Samkvæmt upplýsingum frá Unni Ýrr fela verkin í sér sjálfs- könnun listakonunnar. Í þeim birt- ast viðbrögð hennar við því að eld- ast með reisn. „Minn sálarheimur, mínar minningar og dagdraumar, það er mitt haf sem ég svo auðveld- lega týnist í, sökkvi mér í dýpt þess og á meðan flýgur tíminn áfram. Á vissum aldri er auðvelt að gleyma sér í eftirsjá eða syrgja gamlar hugmyndir um framtíðina sem ekki hafa ræst. Hlutir fara að síga, krumpast og gefa sig, en svo má ekki gleyma að með aldrinum öðl- ast maður visku og hugarró ef mað- ur leyfir því að gerast,“ segir lista- konan og tekur fram að hún hafi lofað sjálfri sér að taka því sem ger- ist í núinu með húmor, ró og brosi. Unnur Ýrr lauk B.A.-námi frá LHÍ 2005. „Þá hefur hún lokið víð- tæku listanámi bæði frá listaskólum í Bandaríkjunum sem og hér heima. Unnur er grafískur hönnuður og hefur starfað á auglýsingastofum hér á landi og í Svíþjóð. Undanfarið ár hefur hún helgað sig ástríðu sinni fyrir málverkinu.“ Tímaflóð opnað í Galleríi Fold Listakonan Unnur Ýrr Helgadóttir. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Sunnudagur 10. nóvember kl. 14: Leiðsögn á pólsku Þriðjudagur 12. nóvember kl. 12: Hádegisfyrirlestur í tilefni af aldarafmæli Heimilisiðnaðarfélagsins Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar: Handritin til sýnis fyrir almenning til 17. nóvember Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is og www.thjodmenning.is www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17, Þjóðmenningarhúsi alla daga 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar ENDURFUNDIR/REUNION Samsýning: Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson 1. nóv. – 15. des. Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn SKÖPUNARVERK - Kristín Gunnlaugsdóttir 8.11. 2013 - 19.1. 2014 GERSEMAR 18.5. - 7.11. 2013 SAMSÆTI HEILAGRA 11.10. - 8.12. 2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánud. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR FORYNJUR - Sýning á verkum af tröllum, draugum og ófreskjum eftir Ásgrím. Safnið er opið sun. kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. VATN - sýning Guðrúnar Kristjánsdóttur í Hallgrímskirkju 16. ágúst - 24. nóvember. Opið 9-17 alla daga, ókeypis aðgangur. Hallgrímskirkjuturn: BEATING TIME. Jo Yarrington myndlistarmaður frá New York sýnir í klukkugluggum í Hallgrímskirkjuturni. Opið alla daga kl. 9-17. Aðgangseyrir að turni: 700 kr. HALLGRÍMSKIRKJA Listvinafélag Hallgrímskirkju 31. starfsár Óvænt kynni - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6.-5.1.2014) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Dvalið hjá djúpu vatni Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir Þinn staður – okkar umhverfi Skipulag – verkefni í vinnslu Sunnudag 10. nóvember kl. 15 Í fótspor Guðjóns Samúelssonar í Hafnarfirði Pétur H. Ármannsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis GULLIN SKÝ www.holabok.is/holar@holabok.is Ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur er komin út og af því tilefni mætir hún með stórhljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og fer yfir 60 ára söngferil sinn í tali og tónum. Skemmtunin hefst kl. 21 og að sjálfsögðu verður bókin til sölu á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.