Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013  Vegasamgöngur á Suðurlandi þykja góðar. Við hringborðið kemur fram að þar er þó ekki allt sem sýnist. Þátttakendur í umræðunum segja að þörf sé á því að breikka veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, enda sé hann orðinn hættulegur vegna mikillar um- ferðar. Þá þurfi að útrýma ein- breiðum brúm og halda ferða- mannavegunum við. Vegir í uppsveitum séu margir farnir að láta á sjá vegna stóraukinnar umferðar. „Viðhaldi veganna í uppsveitunum er mjög ábótavant,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. „Þegar komið er út fyr- ir þjóðveg 1 er upplifunin alveg skelfi- leg á köflum. Vont er að þurfa að aka börnum og unglingum í skólann á þessum vegum við misjafnar að- stæður að vetarlagi.“ Hann segir að þarna þurfi að gera átak sem nýtist bæði íbúunum og ferðaþjónustunni. „Strætó er annars eitt það jákvæð- asta sem gerst hefur í samgöngu- málum á Suðurlandi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Unga fólkið sem býr á Selfossi og í Hveragerði tekur strætisvagninn í skóla í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Strætó Auðvelt er fyrir unga fólkið á Selfossi og í Hveragerði að sækja skóla í Reykjavík. Strætó gengur alla leið. Viðhaldi vega víða mjög ábótavant baka. „Á síðustu árum hefur orðið 5% íbúafjölgun hjá okkur í Mýrdalnum,“ sagði Ásgeir. „Við höfum því ástæðu til að vera bjartsýn.“ Eygló nefndi að áberandi væri að ungt fólk sem flutt hefði brott væri að snúa til baka í sína heimabyggð. Betri samgöngur við Eyjar „Eitt stærsta vandamál á svæðinu er hve samgöngur til Eyja eru ótraust- ar,“ sagði Elvar. Meðan svo er sé ekki hægt að skipuleggja Vestmannaeyjar og nágrenni sem eitt atvinnusvæði. Öfl- ugt sjúkrahús þar nýtist til dæmis ekki öðrum Sunnlendingum. Elvar segir að það yrði mikið framfaraskref ef hægt væri að tryggja meiri stöðugleika í sam- göngum milli lands og Heimaeyjar. „Blessaðir ferðamennirnir“ „Blessað stríðið“ var sagt í gamla daga þegar stríðsgróðinn upprætti fá- tækt á Íslandi. Nú blessa menn erlendu ferðamennina fyrir að bjarga minni byggðum frá því að leggjast af. Þeir eru sannkölluð himnasending. „Það er ferðamönnum að þakka að við höldum nauðsynlegu þjónustustigi á Kirkjubæjarklaustri“ segir Eygló. „Það er vegna þeirra sem við höfum enn ágætar verslanir, pósthús og banka. Yf- ir sumartímann er bankinn opinn allan daginn, en þegar ferðamönnum fækkar á haustin er aðeins opið hálfan daginn“ segir hún. Um 200 þúsund ferðamenn fara árlega um Klaustur. Munar um minna. Áhyggjur af löggæslu Niðurskurður á fjárveitingum til löggæslu á Suðurlandi er áhyggjuefni. „Það er bara horft á íbúatöluna en ekki þörfina,“ segir Eygló og bendir á að hundruð þúsunda ferðamanna heim- sæki Suðurland árlega. Þessi mikla um- ferð kalli á trausta löggæslu. „Hafa þarf í huga að hér er náttúruhamfarasvæði,“ bætir Elvar við. Hann segir að miklu skipti að hafa vel þjálfað fólk á vakt sem kunni að bregðast við ef eitthvað ber út af. Ásgeir segist fagna því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra hafi ákveðið að tveir lög- reglumenn verði framvegis staðsettir í Vík í Mýrdal. Áður voru næstu lög- reglumenn á Klaustri og Hvolsvelli. Hver og einn skiptir máli Eftir nokkrar umræður um mik- ilvægi framtaksmanna og frumkvöðla í atvinnulífinu er haft orð á því við hring- borðið að í fámennum byggðarlögum skipti hver einstaklingur meira máli en þar sem fjölmenni er. „Við erum hrika- lega heppinn með fólkið sem vinnur við heilsugæslu hjá okkur á Klaustri,“ segir Eygló í því sambandi. „Hjúkrunarfræð- ingurinn okkar er ljósmóðir með sjúkraflutningapróf. Og læknirinn er sérfræðingur í krabbameinslækn- ingum.“ Hún segir að það sé ekki fyrir hvern og einn að vinna við aðstæður eins og Klaustri þar sem heilbrigð- isstarfsfólkið þarf bæði að geta sinnt veiku fólki og stórslösuðu. Við hringborðið er mikill áhugi á menntamálum. Góðir skólir og öflugt námsframboð hefur mikla þýðingu. Há- skólastarfsemin á Hvanneyri er sögð lyftistöng fyrir landshlutnn. Þar er meðal annars Landgræðsluháskóli Sameinuðu þjóðanna sem í haust var að útskrifa 10 sérfræðinga sem komu frá Afríku og Mið-Asíu Aukin bjartsýni „Ég verð vör við aukna bjartsýni fólks hér á Suðurlandi,“ segir Eygló. „Það er einhver gerjun í gangi sem mér finnst spennandi. Meiri drifkraftur að brjótast út,“ segir hún. „Ég held að það sé að myndast stemning fyrir því að vera Sunnlendingur og vera stoltur af því,“ segir Aldís. „Fólk segir, já það er bara gott að búa hérna.“ Suðurlandi Morgunblaðið/Kristinn Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurlands. Frá vinstri Elvar Eysteinsson, Eygló Kristjánsdóttir, Ásgeir Magnússon, Eyþór Arnalds, Þorgils Torfi Jónsson og Aldís Hafsteinsdóttir. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan www.veislulist.is jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. Þú getur lesið allt um Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. ...tímanlega! Panta ðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.