Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Evrópuvaktin sagði frá því ígær að Gerhard Schröder hefði gagnrýnt Breta fyrir að standa gegn frekari samruna innan Evrópusambandsins. Schröder er í hópi þeirra áhrifa- manna í Evrópu sem þrýsta á um að Evrópusambandið þróist stöðugt í átt að sambandsríki og í ræðu sem Evr- ópuvaktin vitnaði til sagði hann: „Póli- tískt skipulag ESB má ekki staðna. Við verðum að þrýsta á til að skapa pólitíska ein- ingu innan Evrópu um skref í átt að sambandsríki Evrópu.“    Til að ná þessu fram vill Schrö-der meðal annars skipa einn yfir-fjármálaráðherra fyrir ríki Evrópusambandsins sem geti tekið á aðildarríkjunum fari þau ekki að reglum sambandsins.    Þessi sjónarmið sem Schröderheldur fram eru ekki ný af nálinni. Þvert á móti eru þau jafn- gömul hugmyndinni um Evrópu- sambandið og að þessu takmarki hefur verið unnið markvisst ára- tugum saman með miklum árangri.    Evrópusambandið þarf ekki aðtaka mörg skref lík því sem Schröder nefnir til að sam- bandsríkið blasi við og fullveldi að- ildarríkjanna sé formlega farið.    Þessi þróun hefur verið furðu lít-ið rædd hér á landi þrátt fyrir að Ísland hafi í nokkur ár haft stöðu umsóknarríkis.    Er ekki tímabært að áhuga-menn um aðild Íslands að ESB ræði hvert sambandið stefnir? Og hefði sú umræða ekki átt að fara fram áður en sótt var um að- ild? Gerhard Schröder Nú vantar yfir-- fjármálaráðherra STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -4 alskýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 4 skýjað Ósló 3 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 5 léttskýjað Lúxemborg 10 þoka Brussel 11 skýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 6 skýjað London 8 skúrir París 12 léttskýjað Amsterdam 8 heiðskírt Hamborg 8 heiðskírt Berlín 8 skýjað Vín 13 léttskýjað Moskva 5 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 16 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 17 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 3 léttskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:38 16:46 ÍSAFJÖRÐUR 9:59 16:35 SIGLUFJÖRÐUR 9:43 16:17 DJÚPIVOGUR 9:12 16:11 Nítján ára kona, spænskur ríkis- borgari, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á til- raun til að smygla til landsins tölu- verðu magni af kókaíni. Konan var með um hálft kíló af kókaíni innvort- is og þurfti að færa hana undir lækn- ishendur til að losa hana við efnið. Konan kom með flugi frá Alicante á Spáni. Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu för hennar vegna gruns um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum og gerðu lög- reglu viðvart. Sá grunur reyndist á rökum reistur því konan, sem hafði lagt af stað með farm fíkniefna inn- vortis, hafði misst hluta af honum niður í nærklæðin á leiðinni. Reynd- ust það vera rúmlega 100 grömm af kókaíni. Auk þessa var hún enn með stóra pakkningu innvortis og fluttu lög- reglumenn hana á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til að losa hana við pakkann. Það reyndist ekki ger- legt og var hún þá flutt með sjúkra- bifreið undir læknishendur á Land- spítalann, þar sem betur tókst til. Í pakkanum voru rúmlega 300 grömm af kókaíni til viðbótar. Íslenskur karlmaður hefur verið yfirheyrður vegna rannsóknar máls- ins en enginn handtekinn. Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefni Konan var með nærri 500 g af kókaíni innvortis. Mynd úr safni. Stöðvuð með kókaín innvortis  Missti hluta farm- sins í nærklæðin Komið í prófkjörsspjall um helgina á kosningaskrifstofu mína að Suðurlandsbraut 24. Vöfflujárnið verður heitt laugardag og sunnudag frá kl. 14 - 17. Ræðum okkar hjartans mál, lífið í Reykjavík og tækifærin sem felast í framtíðinni. Með bestu kveðju, 1. sæti í Reykjavík www.juliusvifill.is JúlíusVífill Reynsla og þekking til forystu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.