Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Evrópuvaktin sagði frá því ígær að Gerhard Schröder
hefði gagnrýnt Breta fyrir að
standa gegn frekari samruna innan
Evrópusambandsins. Schröder er í
hópi þeirra áhrifa-
manna í Evrópu
sem þrýsta á um að
Evrópusambandið
þróist stöðugt í átt
að sambandsríki og
í ræðu sem Evr-
ópuvaktin vitnaði til
sagði hann: „Póli-
tískt skipulag ESB
má ekki staðna. Við verðum að
þrýsta á til að skapa pólitíska ein-
ingu innan Evrópu um skref í átt
að sambandsríki Evrópu.“
Til að ná þessu fram vill Schrö-der meðal annars skipa einn
yfir-fjármálaráðherra fyrir ríki
Evrópusambandsins sem geti tekið
á aðildarríkjunum fari þau ekki að
reglum sambandsins.
Þessi sjónarmið sem Schröderheldur fram eru ekki ný af
nálinni. Þvert á móti eru þau jafn-
gömul hugmyndinni um Evrópu-
sambandið og að þessu takmarki
hefur verið unnið markvisst ára-
tugum saman með miklum árangri.
Evrópusambandið þarf ekki aðtaka mörg skref lík því sem
Schröder nefnir til að sam-
bandsríkið blasi við og fullveldi að-
ildarríkjanna sé formlega farið.
Þessi þróun hefur verið furðu lít-ið rædd hér á landi þrátt fyrir
að Ísland hafi í nokkur ár haft
stöðu umsóknarríkis.
Er ekki tímabært að áhuga-menn um aðild Íslands að
ESB ræði hvert sambandið stefnir?
Og hefði sú umræða ekki átt að
fara fram áður en sótt var um að-
ild?
Gerhard
Schröder
Nú vantar yfir--
fjármálaráðherra
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri -4 alskýjað
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 5 léttskýjað
Lúxemborg 10 þoka
Brussel 11 skýjað
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 6 skýjað
London 8 skúrir
París 12 léttskýjað
Amsterdam 8 heiðskírt
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 8 skýjað
Vín 13 léttskýjað
Moskva 5 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 16 skýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -2 alskýjað
Montreal 2 alskýjað
New York 8 heiðskírt
Chicago 3 léttskýjað
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:38 16:46
ÍSAFJÖRÐUR 9:59 16:35
SIGLUFJÖRÐUR 9:43 16:17
DJÚPIVOGUR 9:12 16:11
Nítján ára kona, spænskur ríkis-
borgari, hefur verið úrskurðuð í
gæsluvarðhald vegna rannsóknar
lögreglunnar á Suðurnesjum á til-
raun til að smygla til landsins tölu-
verðu magni af kókaíni. Konan var
með um hálft kíló af kókaíni innvort-
is og þurfti að færa hana undir lækn-
ishendur til að losa hana við efnið.
Konan kom með flugi frá Alicante
á Spáni. Tollverðir í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar stöðvuðu för hennar
vegna gruns um að hún væri með
fíkniefni í fórum sínum og gerðu lög-
reglu viðvart. Sá grunur reyndist á
rökum reistur því konan, sem hafði
lagt af stað með farm fíkniefna inn-
vortis, hafði misst hluta af honum
niður í nærklæðin á leiðinni. Reynd-
ust það vera rúmlega 100 grömm af
kókaíni.
Auk þessa var hún enn með stóra
pakkningu innvortis og fluttu lög-
reglumenn hana á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til að losa hana
við pakkann. Það reyndist ekki ger-
legt og var hún þá flutt með sjúkra-
bifreið undir læknishendur á Land-
spítalann, þar sem betur tókst til. Í
pakkanum voru rúmlega 300 grömm
af kókaíni til viðbótar.
Íslenskur karlmaður hefur verið
yfirheyrður vegna rannsóknar máls-
ins en enginn handtekinn.
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefni Konan var með nærri 500
g af kókaíni innvortis. Mynd úr safni.
Stöðvuð
með kókaín
innvortis
Missti hluta farm-
sins í nærklæðin
Komið í prófkjörsspjall um helgina
á kosningaskrifstofu mína að
Suðurlandsbraut 24.
Vöfflujárnið verður heitt laugardag
og sunnudag frá kl. 14 - 17.
Ræðum okkar hjartans mál, lífið í Reykjavík
og tækifærin sem felast í framtíðinni.
Með bestu kveðju,
1. sæti í Reykjavík
www.juliusvifill.is
JúlíusVífill
Reynsla og þekking til forystu