Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 CAPUT hópurinn heldur tónleika til heiðurs tónskáldinu John Speight í 15:15 tónleika- syrpunni í Norræna húsinu á morgun, kl. 15.15. „Verk hans eru afar litrík, sönghæf og falleg og því sérstakt tilhlökkunarefni hjá hópnum að takast á við þau og leika fyrir áheyrendur. Tónleikarnir eru haldnir til að gefa tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á nokkur verk þessa merka tónskálds,“ segir m.a. um John Speight í tilkynningu frá CA- PUT. Einleikari í Cantus V er Ólafur Jónsson tenórsaxófónleikari. Eydís Franzdóttir óbó- leikari frumflytur verkið Canto Doloroso, ein- söngvari í The Lady in White er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, en stjórnandi Guðni Franzson.Heiður CAPUT hópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu til heiðurs tónskáldinu John Speight. John Speight í forsæti Kvikmyndasafn Íslands sýnir Faust eftir Alex- andr Sokurov í Bæjarbíói í dag, laugardag, kl. 16. Myndin er ein af mörgum kvik- myndaútgáfum sem gerðar hafa verið upp úr þýsku þjóðsög- unni um manninn sem seldi djöfl- inum sálu sína fyrir þekkingu og gerði samkomulag við hann um ákveðinn frest fram að skulda- skilum. „Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi árið 2011. Hún hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum,“ segir m.a. í til- kynningu frá safninu. Þar er einnig á það bent að Sokurov sé einn mik- ilvægasti kvikmyndaleikstjóri Rússlands nú á dögum, en myndir hans hafa hlotið margvíslegar við- urkenningar. „Hann er þekktastur fyrir leiknu myndir sínar en á að baki um 20 áhugaverðar heimild- armyndir. Andrei Tarkovsky studdi hann með ráðum og dáð á sínum tíma.“ Meðal þeirra sem fara með hlut- verk í myndinni er Sigurður Skúla- son. Hann mun, í upphafi sýningar myndarinnar í dag, segja nokkur orð um kynni sín af leikstjóranum Sokurov. Faust eftir Sok- urov í Bæjarbíói Sigurður Skúlason Ummyndanir nefnist sýning Guð- mundar W. Vilhjálmssonar sem opnuð verður í sýningarsal Grósku í dag kl. 14. „Myndirnar á sýningu þessari eru allar unnar í tölvu og á Photoshop. Ég vinn þannig að ég afrita gamla litmynd mína, oft rúm- lega hálfrar aldar gamla, og leik mér að litum í þessu afriti, sem á skjánum er bæði sem „palletta“ og strigi. Öll meðferð er frjáls og ný mynd myndast, sem er í engu lík frummyndinni nema að því leyti að litir afritsins eru notaðir. Frum- myndin er hráefni en ný mynd er sköpuð,“ segir Guðmundur um sýn- ingu sína. Sýningin stendur til 16. nóv- ember og er opin alla daga milli kl. 14 og 18. Liquefied Ein 43 mynda á sýningunni. Ummyndanir í sýn- ingarsal Grósku Ísafoldarkvart- ettinn kemur fram á þriðju tónleikum vetr- arins í tónleika- röðinni Klassík í Salnum á morg- un, sunnudag, kl. 16. Á efnis- skránni eru verk eftir Bartok og Schumann. Ísa- foldarkvartettinn skipa þau Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Margrét Árnadóttir. „Ísafoldarkvartettinn hefur vak- ið athygli fyrir vandaðan flutning á klassískum kammerverkum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Salnum. Þar kemur einnig fram að Klassík í Salnum sé röð tíu tónleika yfir vet- urinn 2013-14 þar sem „margir af helstu listamönnum þjóðarinnar stíga á svið Salarins.“ Ísafoldarkvartett- inn leikur í Salnum Elfa Rún Kristinsdóttir Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Kanarí&Tenerife B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 6 0 0 84 á ótrúlegu verði 99.900 frá aðeins kr. Tenerife Kr. 29.900 Flugsæti til Tenerife 20. nóvember. Kr. 198.600 með öllu inniföldu í 14 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi á Hotel Adonis Isla Bonita með öllu inniföldu. 2. janúar í 14 nætur. E N N E M M / S IA • N M 59 92 7 Kanarí Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 3. desember í 16 nætur á frábæru stökktutilboði. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför látum við þig/ ykkur vita á hvaða gististað dvalið er á. Einnig erum við með tilboð 2. janúar í 13 eða 27 nætur. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara. Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 - 4 fullorðna í íbúð/studio/herbergi í 16 nætur. Aukagjald á einbýli 39.000 kr. Stökktutilboð 3. desember. Verð frá kr. 179.900 – allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 í herbergi / íbúðí 16 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 80.000. Stökktutilboð 3. desember. Kr. 119.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 13 nætur Kr. 184.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 27 nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.