Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 59

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 CAPUT hópurinn heldur tónleika til heiðurs tónskáldinu John Speight í 15:15 tónleika- syrpunni í Norræna húsinu á morgun, kl. 15.15. „Verk hans eru afar litrík, sönghæf og falleg og því sérstakt tilhlökkunarefni hjá hópnum að takast á við þau og leika fyrir áheyrendur. Tónleikarnir eru haldnir til að gefa tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á nokkur verk þessa merka tónskálds,“ segir m.a. um John Speight í tilkynningu frá CA- PUT. Einleikari í Cantus V er Ólafur Jónsson tenórsaxófónleikari. Eydís Franzdóttir óbó- leikari frumflytur verkið Canto Doloroso, ein- söngvari í The Lady in White er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, en stjórnandi Guðni Franzson.Heiður CAPUT hópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu til heiðurs tónskáldinu John Speight. John Speight í forsæti Kvikmyndasafn Íslands sýnir Faust eftir Alex- andr Sokurov í Bæjarbíói í dag, laugardag, kl. 16. Myndin er ein af mörgum kvik- myndaútgáfum sem gerðar hafa verið upp úr þýsku þjóðsög- unni um manninn sem seldi djöfl- inum sálu sína fyrir þekkingu og gerði samkomulag við hann um ákveðinn frest fram að skulda- skilum. „Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi árið 2011. Hún hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum,“ segir m.a. í til- kynningu frá safninu. Þar er einnig á það bent að Sokurov sé einn mik- ilvægasti kvikmyndaleikstjóri Rússlands nú á dögum, en myndir hans hafa hlotið margvíslegar við- urkenningar. „Hann er þekktastur fyrir leiknu myndir sínar en á að baki um 20 áhugaverðar heimild- armyndir. Andrei Tarkovsky studdi hann með ráðum og dáð á sínum tíma.“ Meðal þeirra sem fara með hlut- verk í myndinni er Sigurður Skúla- son. Hann mun, í upphafi sýningar myndarinnar í dag, segja nokkur orð um kynni sín af leikstjóranum Sokurov. Faust eftir Sok- urov í Bæjarbíói Sigurður Skúlason Ummyndanir nefnist sýning Guð- mundar W. Vilhjálmssonar sem opnuð verður í sýningarsal Grósku í dag kl. 14. „Myndirnar á sýningu þessari eru allar unnar í tölvu og á Photoshop. Ég vinn þannig að ég afrita gamla litmynd mína, oft rúm- lega hálfrar aldar gamla, og leik mér að litum í þessu afriti, sem á skjánum er bæði sem „palletta“ og strigi. Öll meðferð er frjáls og ný mynd myndast, sem er í engu lík frummyndinni nema að því leyti að litir afritsins eru notaðir. Frum- myndin er hráefni en ný mynd er sköpuð,“ segir Guðmundur um sýn- ingu sína. Sýningin stendur til 16. nóv- ember og er opin alla daga milli kl. 14 og 18. Liquefied Ein 43 mynda á sýningunni. Ummyndanir í sýn- ingarsal Grósku Ísafoldarkvart- ettinn kemur fram á þriðju tónleikum vetr- arins í tónleika- röðinni Klassík í Salnum á morg- un, sunnudag, kl. 16. Á efnis- skránni eru verk eftir Bartok og Schumann. Ísa- foldarkvartettinn skipa þau Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Margrét Árnadóttir. „Ísafoldarkvartettinn hefur vak- ið athygli fyrir vandaðan flutning á klassískum kammerverkum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Salnum. Þar kemur einnig fram að Klassík í Salnum sé röð tíu tónleika yfir vet- urinn 2013-14 þar sem „margir af helstu listamönnum þjóðarinnar stíga á svið Salarins.“ Ísafoldarkvartett- inn leikur í Salnum Elfa Rún Kristinsdóttir Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Kanarí&Tenerife B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 6 0 0 84 á ótrúlegu verði 99.900 frá aðeins kr. Tenerife Kr. 29.900 Flugsæti til Tenerife 20. nóvember. Kr. 198.600 með öllu inniföldu í 14 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi á Hotel Adonis Isla Bonita með öllu inniföldu. 2. janúar í 14 nætur. E N N E M M / S IA • N M 59 92 7 Kanarí Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 3. desember í 16 nætur á frábæru stökktutilboði. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför látum við þig/ ykkur vita á hvaða gististað dvalið er á. Einnig erum við með tilboð 2. janúar í 13 eða 27 nætur. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara. Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 - 4 fullorðna í íbúð/studio/herbergi í 16 nætur. Aukagjald á einbýli 39.000 kr. Stökktutilboð 3. desember. Verð frá kr. 179.900 – allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 í herbergi / íbúðí 16 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 80.000. Stökktutilboð 3. desember. Kr. 119.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 13 nætur Kr. 184.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 27 nætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.