Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 15

Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Þorsteinn Eggertsson textahöf- undur var í gær sæmdur gullmerki Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) og jafnframt gerður að heið- ursfélaga. Athöfnin fór fram á veit- ingahúsinu Nauthóli. Gunnar Þórðarson tónlistar- maður flutti lag sitt „Ástarsæla“ við texta Þorsteins en þeir hafa lengi unnið saman þar sem Þorsteinn gerði texta og Gunnar lagið. Marg- ir félagar Þorsteins ávörpuðu hann við athöfnina. Jakob Frímann Magnússon, for- maður FTT, sagði að Þorsteinn hefði verið heiðraður fyrir ómet- anlegt framlag sitt til textagerðar. Þorsteini og konu hans, Fjólu Ólafs- dóttur tónlistarkennara, var síðan ekið í hvítri limmósínu, að hætti Elvis Presleys, til Bessastaða. Þar efndi Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, til mótttöku í tilefni af 30 ára afmæli FTT á þessu ári. Athöfnin í gær var síðasti lið- urinn í hátíðahöldum sem staðið hafa frá því í vor í tilefni af 30 ára afmælinu. Afmælisveislan hefur einkum einkennst af fjölbreyttu tónleikahaldi. gudni@mbl.is Þorsteinn Eggertsson heiðursfélagi FTT Ljósmynd/Rakel Gústafsdóttir Heiðraður Þorsteinn Eggertsson textahöfundur var sæmdur gullmerki FTT í gær og gerður að heiðursfélaga. Ný vörudreifingarmiðstöð Eim- skips/Flytjanda á Reyðarfirði hefur verið tekin í notkun. Þetta er fyrsta sérhannaða miðstöðin fyrir vöru- dreifingu sem Eimskip byggir utan Reykjavíkur. Byggingin er 668 m² að flatarmáli og með þremur hleðslu- römpum og tveimur stórum vöru- hurðum. Í slíku þykir felast hagræði. Dreifingarmiðstöðin á Reyðarfirði þykir vel staðsett á Austurlandi og aðeins steinsnar frá Mjóeyri, þar sem er önnur stærsta vöruflutninga- höfn landsins „Við höfum beðið lengi eftir þessu húsi til að geta þjónað okkar við- skiptavinum á Austurlandi enn bet- ur. Með þessu húsi erum við að taka stórt framfaraskref í vöruafgreiðslu Eimskips á Austurlandi,“ segir Guð- mundur Nikulásson, framkvæmda- stjóri innanlandssviðs Eimskips. sbs@mbl.is Eimskip Umsvif á Austurlandi eru mikil og nýja miðstöðin nýtist því vel. Eimskip byggir eystra  Ný dreifingarmið- stöð á Reyðarfirði Þröstur Emilsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri ADHD samtak- anna til tveggja ára. Ellen Cal- mon sem starfað hefur sem fram- kvæmdastjóri samtakanna hef- ur fengið tveggja ára leyfi frá störfum eftir að hún var kosin formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Frá því í apríl hefur Þröstur starfað hjá ADHD-samtökunum. Hann á fjölbreyttan feril að baki, meðal annars sem fréttamaður og fréttastjóri fjölmiðla. Þröstur til ADHD Þröstur Emilsson Kannabisræktun var stöðvuð í Reykjanesbæ í fyrrakvöld eftir að lögreglan á Suðurnesjum fór í hús- leit í fjölbýlishúsi að fengnum dómsúrskurði. Húsráðandi, karl- maður á fertugsaldri, vísaði lög- reglu á herbergi þar sem ræktun var í fullum gangi. Þar hafði verið komið fyrir gróðurhúsatjaldi og fannst talsvert af kannabisplöntum. Lögregla stöðvaði kannabisræktun GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐI HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA? Við bjóðum þér á fræðslufund í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17.30. Fyrirlesarar eru Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Arion banka. Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum: Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar Skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar Samspil útgreiðslna Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -3 0 6 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.