Morgunblaðið - 16.11.2013, Side 24

Morgunblaðið - 16.11.2013, Side 24
Morgunblaðið/Golli BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Aukinn straumur ferðamanna heldur uppi ýmissi þjónustu og menningarstarfsemi í ferðamannabæjum á landsbyggðinni og hefur að öllum líkindum orðið til þess að hægja á fækkun íbúa. Vöxtur í ferðaþjón- ustu hefur á hinn bóginn ekki dugað til að stöðva fækkunina og mun ekki gera það nema ferðamanna- tímabilið lengist til muna. Þetta er meðal þess sem Hjalti Jóhannesson, land- fræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskól- ans á Akureyri, fjallaði um á haustráðstefnu Félags landfræðinga sem haldin var í gær. Á ráðstefnunni var fjallað um áhrif ferðamanna á land og þjóð út frá landfræðilegri nálgun. Hjalti tók dæmi um þróun í nokkrum bæjum á landsbyggðinni sem njóta töluverðs ferða- mannastraums á sumrin, m.a. á Húsavík, Siglufirði, í Mývatnssveit og í Bakkagerði í Borgarfirði eystri. Að jafnaði hefði fólks- fækkun haldið áfram á árunum 2001-2013 og samsetning íbúanna, skipt eftir aldri og kyni, lítið breyst; minna væri um ungt fólk og börn á landsbyggðinni en að meðaltali á landinu. Von- ir um að ferðaþjónusta myndi stöðva fólks- fækkun hefðu því ekki ræst, a.m.k. enn sem komið er. Þróunin á Siglufirði væri eilítið já- kvæðari en þar væri væntanlega um að ræða samspil betri samgangna með Héðinsfjarð- argöngum og mikils uppgangs í ferðaþjónustu. Sú ferðamannabylgja sem nú stendur yfir á Íslandi byrjaði að rísa af krafti árið 2011 en Hjalti telur ekki sérstök merki um að áhrif ferðamennskunnar á fólkfjölda á landsbyggð- inni eigi einfaldlega eftir að koma fram. Verði ferðamannatíminn svona stuttur sé erfitt að sjá að ferðaþjónusta breyti miklu. „Þetta eru sumarstörf og við þyrftum að fá ferðamennsku yfir allt árið,“ segir hann. Þótt fólksfækkun hefði ekki stöðvast hefði ferðamennska víða gjörbreytt bæjarbragnum. „Ef maður gúgglar Borgarfjörð eystri þá sér maður að þar eru tveir pöbbar og þeir hefðu væntanlega ekki verið opnaðir á jafn litlum stað nema vegna ferðamanna. Þannig að þetta heldur uppi þjónustunni, að minnsta kosti á ferðamannatímanum,“ segir hann. Dæmin séu mun fleiri og víða um land. Hagsmunir geta farið saman Hjalti vék að framkvæmdum við innviði, s.s. vegagerð og línulagnir og sagði að stundum færu hagsmunir ferðaþjónustunnar saman við hagsmuni heimamanna en stundum ekki. Veg- bætur á Kjalvegi myndu t.a.m. bæði nýtast ferðaþjónustunni og heimamönnum, sem margir hefðu lengi þrýst á vegagerð á hálend- inu, og hafa yrði í huga að ef hálendisvegir væru algjörlega óboðlegir gæti það fælt ferða- menn frá. Á hinn bóginn gætu ferðaþjónustu- fyrirtæki gert athugasemdir við byggingu há- spennulína, með þeim rökum að línurnar gætu spillt upplifun ferðamanna á landinu. Betri bæjarbragur en áfram fækkar  Halda uppi þjónustu og menningarstarfsemi á of stuttum ferðamannatíma  Aðallega sumarstörf  Stofna ferðafyrirtæki til að geta haldið áfram að búa í heimabyggð  Viðhaldi fjölbreytileikanum Hjalti Jóhannesson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Mörg afar mikilvæg fyrirtæki í ferðaþjónustu myndu aldrei standa undir þeim kröfum sem flestir fjárfestar gera til arðsemi af fjárfestingum. Nú þegar um- ræðan um ferðaþjónustuna snýst að mestu um tvennt; annars vegar að auka þurfi arðsemi og framlegð og hins vegar um það gullgrafaraæði sem sums staðar ríki, sé mikilvægt að gæta að því ferðaþjónusta er margbrotin atvinnu- grein og mörg fyrirtæki í henni eru ekki endilega rekin af hreinum gróða- sjónarmiðum. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að við gleymum svolítið því að rekstur mjög margra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi fellur ekki sérlega vel að því sem menn kalla alvöru viðskipti.“ Þetta segir Gunnar Þór Jóhannesson, lektor í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands en hann flutti einnig erindi á haustráðstefnunni í gær. Í samtali við Morgunblaðið varaði Gunnar Þór við að litið yrði á ferðaþjónustu sem einsleitan iðnað. Mjög margir hefðu farið út í ferðaþjónustu út af öðru en gróðasjónarmiðum. Hjá þeim væri ferðaþjónustan lífstíll, þ.e. þeir hefðu stofnað ferðaþjónustufyrirtæki til að geta starfað við áhugamál sitt, til að geta haldið áfram að búa í heimabyggð eða til að búa til störf fyrir börn sín. Arðsemi og framlegð væru þeim ekki endilega efst í huga. Þessir „lífsstílsfrumkvöðlar“ ryddu oft brautina fyrir önnur og stærri fyrirtæki en þegar þau kæmu inn á markaðinn fyndist sumum frumkvöðlarnir fyrir, þeir haldi niður verðinu og hafi takmarkað bolmagn til að sinna vöruþróun. Það yrði þó að hafa í huga að þessi litlu fyrirtæki auðguðu mjög framboð á þjónustu fyrir ferðafólk. Gunnar Þór benti á að Galdrasýningin á Hólmavík væri ekki stórgróðafyrirtæki en hefði engu að síður breytt miklu fyrir ferðaþjónustu í bænum og í nágrenni og hefði jákvæð áhrif á menningu og samfélag. Sundlaugar, söfn og menningarhús skiptu líka miklu máli fyrir ferða- þjónustuna, þótt erfitt væri að meta af þeim beinharðan hagnað. Á Íslandi toguðust á sjónarmið hvort leggja eigi meiri áherslu á fjöldaferðamennsku eða taka á móti sístækkandi hópi ferða- manna sem eru efnaðir og gjarnan vel menntaðir og vilji helst komast í snertingu við raunveru- legt íslenskt samfélag. „Það er þetta sem litlu fyrirtækin geta gert svo vel,“ segir Gunnar Þór. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði áfram fjölbreytt en um leið þurfi hún að borga sig. „Þetta þarf að spila saman og stoðkerfið að gera ráð fyrir ólíkum leiðum til að stunda ferðaþjónustu.“ Lífsstílsfrumkvöðlar ryðja brautina EKKI MÁ BARA HUGSA UM ARÐSEMI OG FRAMLEGÐ Gunnar Þór Jóhannesson Rau›arárstíg 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.isGALLERÍ FOLD Gallerí Fold býður þér að koma með listmuni til verðmats, í dag, laugardaginn 16. nóvember kl. 11–16 Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Stærsta uppboð ársins fer fram í desember og munu sérfræðingar gallerísins verðmeta listmuni þína með sölu í huga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.