Morgunblaðið - 16.11.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 16.11.2013, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 og -þjóna í allan sannleik um flug- dólga. Bryndís segir viðhorf til þeirra hafa breyst. „Áður var jafn- vel gert góðlátlegt grín að hegðun flugdólga og litið á þá sem til- tölulega meinlausa ólátabelgi. En atburðirnir 11. september höfðu gríðarleg áhrif á flugbransann og öll frávik í hegðun flugfarþega eru nú litin alvarlegum augum. Aðal- málið, eins og með allt sem lýtur að starfinu, er að tryggja öryggi loft- farsins og farþega þess.“ Eru góðir atvinnumöguleikar að þessu námi loknu? „Já, ég myndi segja það,“ segir Bryndís. „Margt ungt fólk er tilbúið til að fara utan og vinna þar. Það er einmitt mjög gaman að fylgjast með gömlum nemendum sem eru að störfum út um allan heim, en fólk frá okkur er t.d. að vinna annars staðar á Norð- urlöndunum, í Englandi, í Hollandi, Dubai og víðar. Svo eru líka margir hjá íslensku félögunum. En það gildir það sama um þetta eins og svo margt annað; þeir fiska sem róa.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skólabekk Bryndís Blöndal er kennari í flugþjónustunáminu. Hún hefur starfað sem flugfreyja í 16 ár og segir margt hafa breyst. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Iðnaðarmenn vinna þessa dagana að frágangi við byggingu Hljóma- hallarinnar í Reykjanesbæ, sem tekin verður í notkun um áramót- in. Höllin nýja er að hluta til Stapinn, hið gamla félagsheimli í Njarðvík, en þar hefur flestu ver- ið breytt innandyra. Viðbótin er 3.400 fermetra bygging á tveimur hæðum þar sem m.a. tónlist- arskóli bæjarins verður til húsa. „Þetta skapar tónlistinni alveg ný tækifæri og styrkir samfélagið hér,“ segir Haraldur Árni Har- aldsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Fyrir um sex árum var hafist handa við endurbætur á Stapa og stækkun með nýbyggingu. Í byrj- un árs 2010 var tónleika- og ráð- stefnusalur sem tekur um 450 manns í sæti tekinn í notkun, en salir hússins verða þrír. Heild- arkostnaður við framkvæmdir er áætlaður 2,3-2,4 milljarðar kr. Í bið eftir hrunið „Þegar framkvæmdir hófust árið 2008 var markmiðið að byggja vandað tónlistar- og ráð- stefnuhús. Eftir hrun þurfti að hægja á ferðinni og hugsa verk- efnið upp á nýtt. Framkvæmdum við Stapann var lokið. Aðrir þættir voru settir í bið svo áform um hús sem yrði vandað í alla staði mættu ganga eftir. Það var skynsamleg ráðstöfun,“ segir Haraldur Árni. Í þeim hluta nýbygging- arinnar sem ætlaður er tónlistar- skólanum eru þrjátíu kennslu- og nemendarými, bóka- og hljóðrita- safn skólans og aðstaða starfs- fólks og nemenda. Þá verður Popp- og rokksýning Íslands í húsinu. Þar verða sögu dægur- tónlistar gerð góð skil, en margir segja vöggu hennar suður með sjó. Vegna undirbúnings og upp- setningar sýningarinnar hefur Reykjanesbær m.a. fengið Jón- atan Garðarsson til liðs við sig við heimildavinnu og fleira – en hann þekkir þessa sögu öðrum betur. Einnig verður í nýbygg- ingunni kaffi- og veitingahús, kvikmyndasalur ætlaður tónlist- arskólanum og poppsýningunni og svo mætti áfram telja. Margir þættir spila saman „Starfsemi okkar hefur til þessa verið á tveimur stöðum í bænum auk þess sem við störfum með nemendum úti í grunnskól- unum. Breytingin við að flytja í sérhannað húsnæði verður m.a. sú að þegar grunnskóladeginum lýkur, laust eftir hádegi, fer öll starfsemi tónlistarskólans fram á einum stað, það er Hljómahöll- inni,“ segir Haraldur Árni. Starfsemi skólans segir hann vera öfluga. Nemendur eru um 770, við skólann starfa alls 45 manns og allar tónlistargreinar eru undir í skólastarfinu. „Við hönnun Hljómahallar hefur sú hugsun verið ráðandi að hinir margvíslegu þættir í starfsemi hússins geti spilað saman; tónlistarstarf, ferðaþjón- usta og sýningar- og ráð- stefnuhald,“ segir Haraldur Árni. „Með tilkomu Hljómahallar opnast í raun möguleikar til þess. Reykjanesbær mun standa jafnfætis öðrum bæjarfélögum þar sem hús til tónlistar- og ráð- stefnuhalds hafa verið reist og má þar nefa Berg á Dalvík, Sal- inn í Kópavogi, Hörpu í Reykja- vík og Hof á Akureyri. Þess utan verður aðstaða Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ein sú besta og glæsilegasta sem þekkist hér- lendis.“ Hljómahöllin í Reykjanesbæ verður senn tekin í notkun Morgunblaðið/Eggert Hljómahöll Framkvæmdir eru í fullum gangi en áformað er að húsið góða, sem opnar marga möguleika, verði tekið í notkun í kringum áramótin. Tónlistin fær tækifæri Nám Haraldur Árni Haraldsson stýrir starfi Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Nemendur þar eru nærri 680 og starfsmennirnir alls 45.  Á mánudaginn verður fjallað um Hafnir á 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á mánudaginn  Í húsi sem áður geymdi vopn og skotfæri Bandaríkjahers svífa nú fótafimar ballerínur um gólf. Þær eru nemendur Bryndísar Einarsdóttur sem rekur Listdansskóla Reykjanes- bæjar, Bryn Ballettakademíuna, í fyrrverandi skotfærageymslu varn- arliðsins á Ásbrú. Skólann stofnaði Bryndís fyrir fimm árum, en þá var hún nýflutt til landsins eftir að hafa starfað víða um heim sem dansari og danskennari. „Ég byrjaði á því að bjóða upp á eitt námskeið fyrir börn. Það var svo mik- il eftirspurn og ég sá að það var þörf á skóla eins og þessum,“ segir Bryn- dís og segir nemendurna koma alls staðar að af Suðurnesjunum. „Við er- um líka í samstarfi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja um listdansbraut til stúdentsprófs,“ segir hún. Um 300 nemendur stunda nám við skólann á ári hverju, þeir eru á aldr- inum 3-24 ára og þar vinna um 17 starfsmenn. Spurð að því hvort Ásbrú sé góður staður fyrir starfsemi sem þessa segir hún svo vera. „Það er svo margt að gerast hérna, svo mikil uppbygging.“ annalilja@mbl.is Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Ballerínur Í Listdansskóla Reykjanesbæjar stunda um 300 nemendur nám. Fótafimar ballerínur í fyrrverandi skotfærageymslu varnarliðsins Skannaðu kóðann til að skoða mynd- skeið um námið. Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Verð: 3.990.000 kr. Volvo S40 Momentum D3 MBF22 Skráður september 2011, D3 dísil, sjálfskiptur Ekinn 36.000 km. Ásett verð: 4.290.000 kr. Tilboð: 1.790.000 kr. Citroën C3 Seduct. Airdream PLB51 Skráður apríl 2012, 1,6 dísil, beinskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 1.990.000 kr. Tilboð: 3.490.000 kr. Mazda5 Advance MPV OES41 Skráður apríl 2013, 1,6 dísil, beinskiptur Ekinn 24.000 km. Ásett verð: 3.690.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖRNOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS Fyrir stórfjölskylduna, 7manna *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til ogmeð 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair MIKIÐ ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Vertu með! Sparneytinn, vel búinn og öruggur Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Í ábyrgð Öruggur og nettur sparibaukur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.