Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Skútuvogi 2 | Sími 568 3080 | www.bardinn.is – Síðan 1941 – www.solning.is Smiðjuvegi  544 5000 Rauðhellu  568 2035 Hjallhrauni  565 2121 Selfossi  482 2722 Njarðvík  421 1399 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 12 MÁN VAXTALAUSAR AFBORGANIR 3,5% lántökugj. eiNföld ákvöRðuN VELDU ÖRYGGI fyRiR þig og þíNa Á VETURNA ERU DAGARNIR STUTTIR ÞAÐ ER BREMSUVEGALENGD CONTINENTAL DEKKJANNA LÍKA CONTINENTAL ERU MARGFALDIR SIGURVEGARAR DEKKJAPRÓFANA AFP Eigendur fjölbýlishúss í úthverfi Tókýó-borgar hafa ákveðið að skipta út hávaðasömum sláttuvélum fyrir fjórar gras- og illgresisétandi geitur. Þeir segja þennan kost bæði hagkvæmari og umhverfisvænni auk þess sem geiturnar nái þangað sem vélarnar ná ekki og standi sig betur í því að „slá“ brattar brekkur en mannfólkið. Skipta út sláttuvélunum fyrir geitur Evrópusambandið, eyríki og um- hverfisverndarsamtök brugðust ókvæða við þegar Japanir tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að endur- skoða áætlanir sínar um að draga úr losnun gróðurhúsalofttegunda í kjöl- far jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 2011, sem skók kjarnorkuiðnað landsins. Japanir skuldbundu sig 2009 til að hafa minnkað losun um 25% árið 2020 frá því sem hún var á tíunda áratug síðustu aldar en í gær til- kynntu þeir að nýja markmiðið væri að hafa minnkað losun um 3,8% 2020 frá því sem hún var 2005. Í tilkynningu frá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins lýsir stjórnin skilningi á ástandi mála í Japan í kjölfar hamfaranna en skor- ar jafnframt á þarlend stjórnvöld að standa við gefin loforð. Bandalag smárra eyríkja (AOSIS) sagði í gær að ákvörðun Japana væri stórt skref aftur á bak í alþjóðlegu baráttunni gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda en samkvæmt eftirlits- stofnuninni Climate Analytics mun hún leiða til þess að gjáin milli þeirra markmiða sem ríki heims hafa sett sér og þess sem þarf til að takmarka hækkun hitastigs á jörðinni við tvær gráður breikkar um 3-4%. Draga úr losunarmarkmiðum  Gríðarleg óánægja með ákvörðun Japana  Skref aftur á bak Kanadísk lögregluyfirvöld tilkynntu á fimmtudag að 341 hefði verið hand- tekinn og 386 börnum bjargað í kjöl- far alþjóðlegrar rannsóknar á kanad- ískri barnaklámsíðu. Meðal þeirra sem voru handteknir voru sex lög- gæslumenn, níu trúarleiðtogar, 40 kennarar, þrír fósturforeldrar, níu læknar og hjúkrunarfræðingar og 32 einstaklingar sem unnu með börnum í sjálfboðavinnu. Rannsóknin hófst 2010 þegar lög- reglumenn komust í samband við mann sem deildi grófu barnaklámi á netinu og gátu rakið slóð hans til Tor- onto. Í kjölfarið komust þeir á snoðir um vefsíðu þar sem viðskiptavinir út um allan heim gátu lagt inn pantanir á myndefni. Maðurinn, 42 ára, var handtekinn sjö mánuðum seinna en í ljós kom að hann hafði greitt fólki fyrir að mynda börn og síðan selt efnið áfram. Yfir- völd sögðu að meðan á rannsókninni stóð hefðu þau lagt hald á yfir 45 tera- bit af efni, þar á meðal hundruð þús- unda mynda og myndbanda sem sýndu kynferðisbrot gegn börnum. Þau yngstu voru fimm ára gömul. Pósteftirlitsyfirvöld í Bandaríkjun- um komu að rannsókninni og sömu- leiðis lögregluyfirvöld í Svíþjóð, Ástr- alíu, Suður-Afríku, Hong Kong, á Spáni og víðar. Áströlsk yfirvöld sögðu í gær að 65 hefðu verið handteknir þar í landi, þeirra á meðal prestur og tveir kenn- arar. Þar var sex börnum bjargað. Þeir sem voru handteknir voru á aldr- inum 25-72 ára. holmfridur@mbl.is 341 handtekinn og 386 bjargað  Meira en 45 terabit af barna- klámi gerð upptæk Morgunblaðið/Eggert Barnaníðingar Yngstu fórnar- lömbin voru fimm ára gömul. Aðgerðir » Maðurinn sem kanadíska lögreglan handtók greiddi öðru fólki fyrir að mynda börn en seldi svo efnið áfram. » Talið er að hann hafi haft gríðarlega fjármuni upp úr starfseminni um árabil. » Á korti sem lögreglan í To- ronto birti virðist rannsóknin hafa náð til Íslands en ekki hef- ur fengist staðfest að Íslend- ingar hafi verið viðriðnir málið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.