Morgunblaðið - 16.11.2013, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013
Skútuvogi 2 | Sími 568 3080 | www.bardinn.is
– Síðan 1941 –
www.solning.is
Smiðjuvegi 544 5000
Rauðhellu 568 2035
Hjallhrauni 565 2121
Selfossi 482 2722
Njarðvík 421 1399
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
12 MÁN
VAXTALAUSAR
AFBORGANIR
3,5% lántökugj.
eiNföld ákvöRðuN
VELDU
ÖRYGGI
fyRiR þig og þíNa
Á VETURNA ERU DAGARNIR STUTTIR
ÞAÐ ER BREMSUVEGALENGD
CONTINENTAL DEKKJANNA LÍKA
CONTINENTAL ERU MARGFALDIR SIGURVEGARAR DEKKJAPRÓFANA
AFP
Eigendur fjölbýlishúss í úthverfi Tókýó-borgar hafa
ákveðið að skipta út hávaðasömum sláttuvélum fyrir
fjórar gras- og illgresisétandi geitur. Þeir segja þennan
kost bæði hagkvæmari og umhverfisvænni auk þess sem
geiturnar nái þangað sem vélarnar ná ekki og standi sig
betur í því að „slá“ brattar brekkur en mannfólkið.
Skipta út sláttuvélunum fyrir geitur
Evrópusambandið, eyríki og um-
hverfisverndarsamtök brugðust
ókvæða við þegar Japanir tilkynntu í
gær að þeir hefðu ákveðið að endur-
skoða áætlanir sínar um að draga úr
losnun gróðurhúsalofttegunda í kjöl-
far jarðskjálftans og flóðbylgjunnar
2011, sem skók kjarnorkuiðnað
landsins.
Japanir skuldbundu sig 2009 til að
hafa minnkað losun um 25% árið
2020 frá því sem hún var á tíunda
áratug síðustu aldar en í gær til-
kynntu þeir að nýja markmiðið væri
að hafa minnkað losun um 3,8% 2020
frá því sem hún var 2005.
Í tilkynningu frá framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins lýsir
stjórnin skilningi á ástandi mála í
Japan í kjölfar hamfaranna en skor-
ar jafnframt á þarlend stjórnvöld að
standa við gefin loforð.
Bandalag smárra eyríkja (AOSIS)
sagði í gær að ákvörðun Japana væri
stórt skref aftur á bak í alþjóðlegu
baráttunni gegn losun gróðurhúsa-
lofttegunda en samkvæmt eftirlits-
stofnuninni Climate Analytics mun
hún leiða til þess að gjáin milli þeirra
markmiða sem ríki heims hafa sett
sér og þess sem þarf til að takmarka
hækkun hitastigs á jörðinni við tvær
gráður breikkar um 3-4%.
Draga úr losunarmarkmiðum
Gríðarleg óánægja með ákvörðun Japana Skref aftur á bak
Kanadísk lögregluyfirvöld tilkynntu á
fimmtudag að 341 hefði verið hand-
tekinn og 386 börnum bjargað í kjöl-
far alþjóðlegrar rannsóknar á kanad-
ískri barnaklámsíðu. Meðal þeirra
sem voru handteknir voru sex lög-
gæslumenn, níu trúarleiðtogar, 40
kennarar, þrír fósturforeldrar, níu
læknar og hjúkrunarfræðingar og 32
einstaklingar sem unnu með börnum í
sjálfboðavinnu.
Rannsóknin hófst 2010 þegar lög-
reglumenn komust í samband við
mann sem deildi grófu barnaklámi á
netinu og gátu rakið slóð hans til Tor-
onto. Í kjölfarið komust þeir á snoðir
um vefsíðu þar sem viðskiptavinir út
um allan heim gátu lagt inn pantanir á
myndefni.
Maðurinn, 42 ára, var handtekinn
sjö mánuðum seinna en í ljós kom að
hann hafði greitt fólki fyrir að mynda
börn og síðan selt efnið áfram. Yfir-
völd sögðu að meðan á rannsókninni
stóð hefðu þau lagt hald á yfir 45 tera-
bit af efni, þar á meðal hundruð þús-
unda mynda og myndbanda sem
sýndu kynferðisbrot gegn börnum.
Þau yngstu voru fimm ára gömul.
Pósteftirlitsyfirvöld í Bandaríkjun-
um komu að rannsókninni og sömu-
leiðis lögregluyfirvöld í Svíþjóð, Ástr-
alíu, Suður-Afríku, Hong Kong, á
Spáni og víðar.
Áströlsk yfirvöld sögðu í gær að 65
hefðu verið handteknir þar í landi,
þeirra á meðal prestur og tveir kenn-
arar. Þar var sex börnum bjargað.
Þeir sem voru handteknir voru á aldr-
inum 25-72 ára. holmfridur@mbl.is
341 handtekinn
og 386 bjargað
Meira en 45
terabit af barna-
klámi gerð upptæk
Morgunblaðið/Eggert
Barnaníðingar Yngstu fórnar-
lömbin voru fimm ára gömul.
Aðgerðir
» Maðurinn sem kanadíska
lögreglan handtók greiddi öðru
fólki fyrir að mynda börn en
seldi svo efnið áfram.
» Talið er að hann hafi haft
gríðarlega fjármuni upp úr
starfseminni um árabil.
» Á korti sem lögreglan í To-
ronto birti virðist rannsóknin
hafa náð til Íslands en ekki hef-
ur fengist staðfest að Íslend-
ingar hafi verið viðriðnir málið.