Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Þétt vörn Íslendingar léku frábæran varnarleik gegn Króötum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Gylfi, Aron Einar, Birkir og Eiður Smári stóðu þétt í varnarveggnum í einni aukaspyrnunni. Golli Hreinar nærbuxur frá Kína er ekki það sama og hrá nautalund frá ESB eða Asíu. Er ég samt ekki að fordæma nautalund í útlöndum en hingað komin kann hún að valda skelfingu og fári samkvæmt áliti færustu vísindamanna. Stærstu áföll bænda og um leið neyt- enda um víða veröld eru dýra- sjúkdómar sem fara eins og eldur í sinu um löndin svo að strádrepa verður heilu búfjárhjarðirnar. Og sjúkdóm- arnir ógna lýðheilsu fólks og lífi. Ein mesta auðlind Íslands eru heilbrigðir búfjárstofnar og ómenguð jörð. Meira að segja eigum við þann kjúkling sem býr við mestan vaxtarhraða á jörðinni, að segja án hormóna, lyfja og dýraníðs. Við höfum hins vegar mikla reynslu af stórslysum í gegnum tvær aldir þar innflutningur lifandi dýra var lengst af frjáls. Alveg er það forkastanlegt að fylgjast með kröfugerð og virðingarleysi forystu- manna Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri talar með þeim hætti eins og hann einn viti betur en færustu vísindamenn og prófessorar hvernig sjúkdómar geti borist milli landa. Allt kjöt er íslenskt í kjötborðinu Andrési Magnússyni liggur svo mikið á í stóra „kjötmálinu“ að nú ætlar hann að fá burðardýr til að smygla hráu kjöti til Íslands í gegnum tollinn. Hann talar í fjölmiðlum eins og það sé forgangsmál hvað sem það kostar að það verði frjást að flytja inn hrátt kjöt hingað. Hann líkir þessu við bjórbannið og talar eins og málið sé ekki stærra en að koma með nær- buxur frá Kína. Hann tók að sér að kæra málið til Eft- irlitsstofnunar EFTA og engum kom á óvart að svar þeirra væri að laga yrði lögin að reglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í ESB hefur aldrei verið skilningur fyrir því að ekki mætti banna frjálsa för á hráu kjöti eða lifandi dýrum, þar eru sérreglur ekki til nema í skamman tíma. Væri nú ekki rétt hjá blessuðum Andrési að hinkra og fá í hendur niðurstöðu sem mun liggja fyrir á fyrrihluta næsta árs. Stephen Cobb frá Nýja-Sjálandi hefur verið ráðinn til að meta áhættu þess fyrir heilsu manna og dýra hér á landi ef inn- flutningur á hráu kjöti yrði heimilaður til Íslands. Hvers vegna ekki að bíða niðurstöðu þessa færa manns, sem rekur ráðgjafarfyrirtæki á Nýja-- Sjálandi, en þar eru aðstæður ekki ólíkar og þar er enginn afsláttur eða áhætta tekin? Ef Andrés bryti þeirra löggjöf með því að smygla hráu kjöti til Nýja-Sjálands yrði refsingin þyngri en fyrir að smygla eit- urlyfjum. Landbúnaðarfyrirtækin og bændurnir eiga frábært samstarf við skjólstæðinga Andrésar kjötkaupmenn. Flestar matvöruverslanir hafa góðan skilning á sérstöðunni og engin þeirra myndi vilja flytja sjúkdóm inn í landið. Að auki auglýsa margar verslanir þá sér- stöðu að allt kjöt sé íslenskt í kjötborði verslunarinnar. Af hverju skyldu þeir gera það, Andrés? Smitsjúkdómastaða húsdýra Það er landfræðileg einangrun Íslands sem er höfuðástæða þess að húsdýr hér- lendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í húsdýrum ut- an Íslands. Innflutningur lifandi dýra var bannaður hér 1882 eftir blóðugan nið- urskurð þar sem sauðfjárstofninn nánast var felldur. Það er talið að smitsjúkdómastaðan hér sé enn svipuð og við upphaf Íslandsbyggðar. Hvernig geta pestir borist til landsins? 1. Með lifandi dýrum og erfðaefni þeirra þá eða sæði. 2. Með fóðri, grunur er um að salmonella hafi borist með fóðri. 3. Með fólki, fatnaði, verkfærum og farartækjum. 4. Með afurðum dýra þá eða hráu kjöti, húðum o.fl. Nú er ekki verið að halda því fram að erlendur matur sé eitraður en þær aðstæður verða til að upp getur blossað sjúkdómur ef smitefnið kemst í snertingu við hina hreinu búfjár- stofna okkar. Ef það gerist væri einnig lýðheilsu ógn- að, mannslíf í hættu. Hvað sem líður orðaflaumi Andr- ésar og innflutningsmannanna, sem brúka mjög orðið frelsi, frelsi í innflutningi búfjár og á hráu kjöti, gæti dæmið snúist við og stráfellt dýrin okkar og kostað slík útgjöld að við risum ekki undir kostnaðinum. Við flytjum inn frosið kjöt, frostið drepur sýkla. Hrein og ný nærföt má flytja inn hvaðan sem er, kjötið og lif- andi dýr er allt annað dæmi, þar þarf reglur og bönn og leyfi okkar vegna og dýranna. Sumir kenna bænd- um um þessa hindrun en svo er ekki, hún er studd rökum færustu manna í læknisfræði við háskólann og erlendra kollega þeirra. Þeir segja að sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna sé í mörgu tilliti einstök auð- lind sem beri að verja með öllum tiltækum ráðum. Farðu varlega, Andrés Magnússon, þú ert ekki alvit- ur fremur en við hin en við skulum lesa saman skýrslu Stephens Cobbs þegar hún kemur út. Eftir Guðna Ágústsson »Ein mesta auðlind Ís- lands eru heil- brigðir búfjár- stofnar. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþm. og ráðherra. Nærbuxur frá Kína ekki það sama og nautalund Það vekur undrun þegar viðtalsþætti þar sem þátta- stjórnandi „tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið“ er án viðvörunar breytt í áróðursþátt fyrir einu sjónarmiði í umdeildu máli, eins og gerðist í nýleg- um þætti af Sjálfstæðu fólki á Stöð 2. Stuttu síðar gerir leiðarahöfundur Morg- unblaðsins umfjöllun Kast- ljóss um Íslenska erfða- greiningu að umfjöllunarefni og spyr hvort tilgangurinn hafi verið að sá þeim fræjum í huga fólks að eitthvað sé „illa rot- ið í konungsríki Kára“. Þess- ar tilfinningar sem leið- arahöfundur lýsir eru mér óþægilega kunnuglegar eftir að hafa horft á fyrrnefndan þátt á Stöð 2. Áróður í gervi viðtalsþáttar Þátturinn Sjálfstætt fólk sem sýndur var á Stöð 2 nýlega, hefur vakið hjá mér og mörgum sem hafa komið að máli við mig, áleitnar spurningar um vinnubrögð fjölmiðlamanna. Í þættinum fylgdu þátta- stjórnendur Hraunavinum eftir í nokkra daga og leyfðu þeim gagnrýnislaust að gera grein fyrir málstað sínum í heilum þætti. Engin tilraun var gerð til að sann- reyna það sem þeir höfðu að segja eða kynna sér málið frá fleiri hliðum. Þvert á móti var þátturinn, sem gefur sig út fyrir að vera áhugaverður viðtalsþáttur, not- aður í áróðursskyni fyrir eitt sjónarmið, í máli sem borið hefur hátt og deildar meiningar eru um. Engar viðvörunarbjöllur Ofangreint dæmi og nokkur önnur hafa vakið hjá mér áhyggjur og umhugsun um stöðu fjölmiðla hér á landi. Er löngunin til að búa til krassandi umfjöllun sterkari en löngunin til að ástunda vönduð vinnu- brögð? Geta þekktir menn notfært sér fjölmiðla til að koma að áróðri um sín hugðarefni án þess að það hringi viðvör- unarbjöllum hjá fjölmiðla- mönnum sem eiga að gæta hlutleysis og fagmennsku? Er umfjöllun um það sem er jákvætt ekki jafn spenn- andi og umfjöllun um það sem er neikvætt? Gagnrýnin hugsun Hitt er ekki síður um- hugsunarefni, hversu margir eru tilbúnir til að gleypa óvandaðar fréttir og umfjallanir gagnrýnislaust og dreifa þeim í sínu nafni með því að „læka þær“. Þetta á jafnvel við um há- skólakennara og aðra menn og konur sem ættu starfa sinna og stöðu vegna að vera þjálfaðir í gagnrýnni hugsun. Smellt er á „læk“ og þar með er viðkomandi búinn að gefa í skyn að hann taki undir efni fréttar- innar án þess að hann eða hún hafi fyrir því að rök- styðja skoðun sína. Það dapurlega við þetta er að umfjöllun þar sem gefið er til kynna að eitthvað sé „illa rotið“, umfjöllun sem er líkleg til að kasta rýrð á einstaklinga, fyr- irtæki eða opinberan aðila virðist gjarnan kalla fram hvað mest viðbrögð og fá mesta dreifingu. Upplýsa og veita aðhald Þrátt fyrir það sem fram kemur hér að ofan hefur reynsla mín af samskiptum við fjölmiðla almennt verið góð þau hátt í níu ár sem ég hef gegnt starfi bæjarstjóra. Flestir blaða- og fréttamenn eru, að mínu mati, vandaðir fagmenn sem leggja sig fram við góða og hlutlausa frétta- mennsku. Þess vegna vekja vinnubrögð eins og ég lýsi hér að ofan undrun mína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og þvi skiptir það miklu máli að umfjöllun þeirra sé vönduð, upplýsandi og til þess fallin að veita aðhald. Jafn- framt er brýnt að fjölmiðlar gefi rétta mynd af samfélaginu með því að segja frá því sem jákvætt er og vel er gert ekki síð- ur en hinu sem þarf að bæta. Eftir Gunnar Einarsson »Hitt er ekki síður um- hugsunarefni, hversu margir eru tilbúnir til að gleypa óvandaðar frétt- ir og umfjallanir gagnrýnislaust Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Áróður eða upplýsing?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.