Morgunblaðið - 16.11.2013, Síða 58

Morgunblaðið - 16.11.2013, Síða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 GAMLI ÍSINN - ÞESSI ÍSKALDI Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Án nokkurs vafa ertu miðja allrar at- hygli í félagslífinu. Ef þú þarft að vera í mikl- um samskiptum við fólk er hætt við að þú bregðist óþarflega harkalega við hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem þú áleist vegg á milli þín og hinnar/hins heittelskuðu er í raun bara snúin hurð. Reyndar er sá vinur sem til vamms seg- ir og þú ættir því að meta hann þeim mun meir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er annríki framundan. Fáðu hjálp, annars drukknar þú bara í óleystum verkefnum. Nú er að rofa til hjá þér í starfi og þú ferð að sjá árangur erfiðis þíns. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samstarfsmenn þínir munu koma auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra. Ef þú eyðir í vitleysu hefurðu líklega litla stjórn á lífinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þig þyrstir í ævintýri og það er eins gott því þú munt sannarlega fá nóg af þeim á næstunni. Notaðu tímann til samstarfs við aðra og farðu jafnvel í ferðalag með ein- hverjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert hjálpsamur að eðlisfari og átt því inni margan greiðann. Líklega færðu núna þá viðurkenningu sem þér ber. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hluti af því að vera dugnaðarforkur er að mistakast stundum. Fólk finnur að þú nýtur lífsins og langar til að slást í hópinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú finnur þörf til að kaupa þér eitthvað í dag og ættir að láta það eftir þér. Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir sköp- unargleði þína. Haltu ró þinni, því þinn tími mun koma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er einfaldleikinn sem felur í sér tærustu snilldina og bestu lausnina. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki undan lönguninni til eyðslusemi heldur haltu fast um budduna. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vonandi getur þú glaðst á þessum degi og litið framtíðina björtum augum. Ef þú leggur þig fram verður daglegt amstur enn fyndnara, líka í þínum huga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert á báðum áttum um það hvort þú eigir að kaupa eitthvað í dag eða ekki. En láttu vera að hrópa það af húsþökum, því aðrir kunna að vera á öðru máli. Á þessum degi 16. nóvember1807 fæddist Jónas Hall- grímsson. Í Skáldu, nýrri af- mælisdagabók, velur Jóhannes úr Kötlum þetta erindi við dag- inn: Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka, röðull rósfagur! og rís að morgni, frelsari, frjóvgari, fagur guðs dagur! blessaður, blessandi, blíður röðull þýður! Það er öllum hollt að íhuga Jónas á þessum degi og oftar en ekki rifja ég upp ljóð Gríms Thomsen: Þú sem áður foldar fljóð fögrum ljóðum gladdir, og til hreysti hraustum óð hugi drengja kvaddir. Hefir nú fljóða og hölda sál hryggt úr öllum máta; þeir, sem íslenskt mæla mál, munu þig allir gráta. Úr fjörugu máli fegri sprett fékk ei neinn af sveinum; hjá þér bæði lipurt og létt lá það á kostum hreinum, Þú gast látið lækjarnið í ljóðum þínum heyra, sjávarrót og svanaklið, sanda bárur keyra. Gast í brag við björgin foss bráðum látið sinnast, og hendingarnar heitum koss hverja við aðra minnast. Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla, svo að gastu stein og stál í stuðla látið falla. Íslands varstu óskabarn, úr þess faðmi tekinn, og út á lífsins eyðihjarn örlagasvipum rekinn. Langt frá þinna feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold listaskáldið góða. Þegar ljóðið birtist í Nýjum félagsritum orti Páll Melsted: Ekki er þetta eftir Grím – eða hvernig spyrðu! – Það er miklu mýkra rím en meistaraljóðin stirðu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grímur og listaskáldið góða Í klípu „MÉR FANNST BETRA ÞEGAR ÞÚ NOTAÐIR BARA BULLORÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD ÉG HAFI FUNDIÐ ÁSTÆÐUNA FYRIR BAKVERKJUNUM. ÞAÐ ER HÆGINDASTÓLL FASTUR HÉRNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera alltaf jafn ung í augum hvors annars. FJÁRHAGS- ÁÆTLUN: -EYÐA MINNA -GRÆÐA MEIRA JÓN, ÞÚ ÆTTIR AÐ HUGA AÐ FRAMTÍÐINNI. ÉG GERÐI FYRIR ÞIG MARKMIÐA- LISTA. ÉG SÉ HVERGI KÚREKA HÉRNA. ÞAÐ SKÝRIR HESTAGERÐIÐ ÚTI Í GARÐI. FYRIRGEFÐU AÐ ÉG MISSTI AF MATNUM, HELGA. Ó, Á KANNSKI EINHVER AFMÆLI Í DAG? ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÞAÐ SÉRT ÞÚ! Góðir nágrannar geta gert krafta-verk. Þeir eru mannbætandi. Samveru með þeim má líkja við það sem stóð á Opalpökkunum forðum daga: bætir, hressir og kætir. Víkverji býr svo vel að betri helmingur hans og nágranni eru æskufélagar. Eins og gefur að skilja þá var ýmislegt brallað í æsku og hvert tækifæri nýtt til hvers kyns hrekkjabragða. Sá gállinn virð- ist loða enn við þessa kóna. x x x Dag einn var búið að binda tómardósir aftan í bíl Víkverja. Um morguninn var bíllinn ræstur, öku- maðurinn enn með stírurnar í aug- unum hentist af stað út í daginn, í seinna lagi eins og oft vill verða. Það var ekki fyrr en komið var á áfanga- stað að ökumaður rak augun í herleg- heitin sem höfðu skoppað aftan í bíln- um alla leið. Dósunum hafði samt e-ð fækkað frá því sem upphaflega hafði verið. x x x Að sjálfsögðu var náð í símann ogslegið á þráðinn til hrekkjalóms- ins. Hann gat vart komið upp orði fyr- ir innilegum hlátri. Það gladdi Vík- verja að uppátækið skyldi gleðja vin hans í raun meira en hann sjálfan. Ekki má þó misskilja, Víkverja þótti uppátækið hið skemmtilegasta. En sumum þykir einfaldlega skemmti- legra að hrekkja aðra. x x x Ákveðið var að blása til sóknar og„hefna“ fyrir hrekkinn. Það verð- ur samt að viðurkennast að Víkverji er ekki nándar nærri eins uppá- tækjasamur og hugmyndaríkur þegar kemur að því að finna út hvaða góðlát- lega hrekks skal gripið til. Eftirvænt- ingin, eftir því að fá að vita hvort mað- ur verði fyrir einhverjum óvæntum hrekk eða ekki þegar haldið er út dag- inn er einstaklega skemmtileg. x x x Hið óvænta í lífinu gefur því ákveðiðgildi. Það hlakkaði samt einhver ósköp í Víkverja þegar hann setti sæl- gætisbréf inn í hjólahanska nágrann- ans og rusl í hjálminn. Sú tilfinning að koma einhverjum á óvart er ein- staklega skemmtileg. Víkverji vonar þó að hrekkirnir verði eingöngu á þessu nótum í framtíðinni. víkverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. (Sálmarnir 146:1) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.