Morgunblaðið - 18.11.2013, Page 1

Morgunblaðið - 18.11.2013, Page 1
M Á N U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 3 ÞURRKA FISK MEÐ ORKU FRÁ MÓÐUR JÖRÐ GIMSTEINAR Í MENNINGAR- SÖGUNNI UPPSKRIFT AÐ UNGUM BÓKAORMI NORRÆN ÞJÓÐLÖG 34 LESTRARVIKA 10HAUSTAK Í HÖFNUM 16 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Árni Sæberg Minningarathöfn Hanna Birna Kristjáns- dóttir var meðal ræðumanna á athöfninni.  „Ég mun taka það að mér að ræða við Reykjavíkurborg um hvort við getum heiðrað minningu þeirra sem látist hafa með þessum hætti, og tryggt þannig að ástvinir eigi sinn stað og sína minningar- stund,“ sagði Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra á minningarathöfn um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum sem haldin var við bráðamóttöku LSH í gær. „Hvernig heldur þú að umræðan væri og viðbrögð samfélagsins væru ef tæplega 1.000 manns hefðu látið lífið á 45 árum úr einhverjum sjúkdómi?“ spyr Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóri Sam- göngustofu, en frá 1968 hafa 979 látið lífið á vegum landsins. »6 gunnardofri@mbl.is. Áforma minningar- reit um fórnarlömb umferðarslysa Árni Grétar Finnsson Björn Jóhann Björnsson Alls fóru 2.141 manns í blóðsykurs- mælingu um helgina hjá Lionsmönn- um á Íslandi, í tilefni alþjóðadags sykursjúkra sl. fimmtudag. Sykur- sýki er vaxandi vandamál hér á landi og hafa Lionsfélagar í áratugi lagt sitt af mörkum í baráttu við sjúk- dóminn. „Offitan er stórt vandamál, við er- um orðin þyngst þjóða í Evrópu. Meðalþyngdarstuðullinn er í kring- um 28,“ segir Jón Bjarni Þorsteins- son, heimilislæknir og Lionsmaður, og bætir við að íslenskir karlmenn hafi á síðustu 40 árum bætt á sig að meðaltali átta kílóum. Konur hafa bætt á sig sjö kílóum á sama árabili og hefur tíðni sykursýkinnar aukist samfara þessu. Því stefnir í mikinn Stefnir í mikinn faraldur  Vel yfir 2.000 manns í blóðsykursmælingu á vegum Lions um helgina  Stefnir í að fleiri láti mæla sig í ár en í fyrra  Offita fer vaxandi og Íslendingar þyngstir faraldur hér á landi, verði ekkert að gert. Jón Bjarni segir mælingarnar tvímælalaust skila árangri, en um 3-5% þeirra sem komu í mælingu um helgina var vísað áfram í frekari rannsóknir. Í fyrra stóðu 20 Lions- klúbbar fyrir mælingum en í ár eru þeir 41. Nú þegar hefur verið mælt á 12 stöðum og eru 11 staðir eftir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Mæling Sykursjúkum fer fjölgandi. M3,5 milljónir deyja »20 Guðmundur Hilmarsson í Zagreb gummih@mbl.is „Strákarnir okkar“ í íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu lentu í Zagreb í gærkvöldi um kl. hálfátta að staðartíma og var rakleiðis ekið upp á hótel í lögreglufylgd. Það sama gilti um blaðamenn og stuðn- ingsmenn liðsins sem gista þó á öðru hóteli en ekki er tekin nein áhætta þar í borg með gestina frá Íslandi. Markahrókurinn Kolbeinn Sig- þórsson flaug þó ekki með liðinu út því hann þarf að hvíla sig hér heima í nokkra daga vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leik lið- anna á föstudaginn. Blaðamenn fengu að hitta þá Lars Lagerbäck, Kára Árnason, Al- freð Finnbogason og Rúrik Gíslason í gærkvöldi og voru þeir afslappaðir en afskaplega einbeittir. „Við vitum að við getum skorað mörk og eftir síðasta leik vitum við líka að við get- um varist vel. Ef okkur tekst að halda einbeitingu í 90 mínútur er ég sannfærður um að við getum farið áfram,“ segir Alfreð. » Íþróttir Strákarnir í lögreglufylgd  Spennan mikil fyrir leik Íslands og Króatíu í Zagreb Morgunblaðið/Ómar Úrslitastund Annað kvöld kemur í ljós hvort Ísland fer á HM. Skíðaunnendur geta nú farið að taka gleði sína því fyrstu skíðasvæðin voru opnuð um helgina. Ekki er búið að opna í Bláfjöllum en fjölmargir mættu í brekkuna við Jafnasel í Breiðholti þegar stytti upp í gær. Þar voru m.a. sýnd mikil tilþrif í skíðastökki og hér tekur stoltur faðir mynd af syni sínum í háloftunum. Svæðið í Oddsskarði var opnað um helgina og um næstu helgi er stefnt að opnun í Hlíðarfjalli og víðar. »8 Landsmenn farnir að skemmta sér á skíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilþrif í skíðastökki í brekkunni við Jafnasel í Breiðholti í gær  Mikil umræða varð um skipulag þjóðkirkjunnar á fyrstu tveimur dögum kirkju- þings sem nú stendur yfir í Grensáskirkju. Fyrri umræðu um tillögur að breytingum á þjóðkirkjulögunum lauk í gær og eru málin nú komin til nefnda þingsins. Vald kirkjuþings verður aukið, samkvæmt tillögunum, meðal ann- ars tekur það yfir fjárstjórn kirkj- unnar. »9 Tillögur um að auka vald kirkjuþings  Nú þegar hafa 700 Íslendingar tryggt sér miða á leik Króatíu og Íslands á Maksimir-leikvanginum annað kvöld, að sögn Ragnheiðar Elíasdóttur, ritara knattspyrnu- sambands Íslands, en hún tjáði Morgunblaðinu ennfremur í gær að búist er við um 1.200 Íslendingum á leikinn. Þrjár flug- vélar fullar af stuðn- ingsmönnum fljúga til Króatíu, en til viðbótar við þá fótbolta- áhugamenn sem hafa flogið eða fljúga héðan á næstu dögum í beinu flugi má gera ráð fyrir að allt að 250 manns leggi land undir fót á meginlandi Evrópu og haldi til Kró- atíu til að styðja við bakið á lands- liðinu. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ geta Íslendingar keypt eins marga miða á leikinn og þeir kjósa, því Maksim- ir-leikvangurinn í Zagreb rúmar ríflega 38.000 manns og sætaframboð því nægilegt. Ferðaskrifstofan Vita heldur utan um tvær af þeim þremur vélum sem fljúga til Króatíu, en samkvæmt upplýsingum frá henni er talið ólíklegt að bætt verði við fjórðu vélinni. Þrjár flugvélar á leiðinni út og búist við allt að 1.200 Íslendingum á leiknum í Króatíu  268. tölublað  101. árgangur 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.