Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Skugga lengir Dimma og birta tókust á um völdin á vetrarhimninum yfir höfuðborginni í gær en þessir tveir spræku hundar létu sér fátt um það finnast og brugðu á leik innan um langa skugga. Árni Sæberg Slitastjórn Glitnis, sem vinnur samvisku- samlega fyrir erlendu kröfuhafana, fékk Eat- well lávarð nýlega til liðs við sig. Lávarð- urinn telur að traust og trúverðugleiki séu þau sjónarmið, sem helst beri að hafa í huga við afléttingu gjaldeyrishafta og lausn snjóhengjunnar. Til þess telur hann farsælla að ríkið leiti samninga í máli sem það á ekki aðild að, en að láta hart mæta hörðu fyrir dóm- stólum. Fullkomlega óljóst er hvað hann á við með þessu því ríkið er ekki aðili að neinu deilumáli við kröfuhafana. Eatwell bar að sögn saman nokkrar skýrslur frá hags- munaaðilum og AGS, um þjóðhags- legt jafnvægi og afléttingu gjaldeyr- ishafta á Íslandi. Lávarðurinn komst svo að orði, að Íslendingar hefðu ákveðið árið 2008 að komast hjá greiðslufalli ríkisins og frestað þeim vanda til betri dags, sem enn væri ekki upp runninn. Hengjan varpaði skugga á umræðu um efna- hagsmál og stjórnmál, kæmi í veg fyrir eðlilega markaðsþróun, tak- marki viðskipti, hamlaði erlendri fjárfestingu og drægi úr trúverð- ugleika hagkerfisins. Hann virðist ekki vita að frjálsir flutningar fjár- magns stóðu aðeins í einn áratug og að Ísland var eitt mesta hagvaxt- arsvæði Evrópu alla síðustu öld, þrátt fyrir langvarandi hömlur á gjaldeyrisviðskipti. Úrræðalítill lávarður Slitastjórn Glitnis keypti álit hjá Eatwell á þjóðhagslegum álita- efnum við uppgjör þrotabúa gömlu bank- anna og hann hefur unnið einlæglega og samviskusamlega fyrir launum sínum. Einn stærsti vandinn er sem kunnugt er eignir sem kröfu- hafar eiga hérlendis, en bíða eftir að koma úr landi. Eatwell sá litla möguleika á lausn sjóhengjunnar. Grípa yrði til stórtækra aðgerða, svo sem eignasölu, endurskipulagningu skulda eða nota stórtæka erlenda fjárfestingu í því skyni. Einhvers konar blanda af þessu kæmi vita- skuld vel til greina, en æskilegast væri að íslensk stjórnvöld, sem eins og fyrr sagði eiga enga aðild, og kröfuhafar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu, sem væri báðum hag- felld og til þess fallin að viðhalda og styrkja trúverðugleika hagkerfisins og gengi íslensku krónunnar. Eat- well vill að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn verði fenginn til að fylgjast með og veita samkomulaginu bless- un sína, slíkt skapi traust á samn- ingnum. Augljóst er að ef ríkið fer að ráðum lávarðarins og skiptir sér af málum mun ríkisábyrgð verða efst á óskalista þeirra sem við förum bónarveginn að. Við vitum að hand- járnin frá AGS eru úr rústfríu stáli, réttum varla fram hendurnar bara af því að lávarðurinn telur það henta. Frjáls flutningur fjármagns Með aðild að EES skrifuðum við undir „fjórfrelsið“, frjálsa flutninga vöru, þjónustu, vinnuafls og fjár- magns. Sívaxandi frelsi í viðskiptum og framfarir í flutningatækni hafa gert þjóðum kleift að nýta hlutfalls- lega yfirburði sína og þannig verið drifhjól efnahagslegra framfara í veröldinni í meira en 200 ár. Til að þessi áhrif náist þurfa markaðir að vera vel skipulagðir, eins frjálsir og við verður komið og háðir ströngum reglum til að tryggja siðferði í við- skiptum og hindra viðleitni manna til að misnota þá. Hið síðasttalda, frjálsir flutningar fjármagns, er vandmeðfarnast. Ástæðan er sú að aldrei er jafnvægi í eftirspurn og framboði á fjármagnsmarkaði. Það eru engar náttúrulegar takmarkanir á eftirspurninni. Peningar eru hvorki „vara“ né „þjónusta“ heldur ávísun á vöru eða þjónustu. Allir geta endalaust bætt við sig pen- ingum, en sama gildir ekki um vörur, þarfirnar takmarka eft- irspurnina. Í veröld frjálsra flutn- inga fjármagns er skeytingarleysi um áhrif hagþróunar á velferð alls- ráðandi. Haldið er fram að hinir of ríku muni láta peningum sínum „rigna“ yfir hagkerfið á ný en hið rétta er að „þangað safnast fé sem fé er fyrir“. Kapítalisminn er að ganga sér til húðar því það eru ein- göngu fjársterkir neytendur sem geta knúið aflvélar hans. Nið- urstaðan er sú að endurskoða verð- ur fjórfrelsið, það er ekkert sálu- hjálparatriði að koma hlutunum aftur í það fyrra far sem til ófarn- aðar leiddi. Útgönguskattur Seðlabankinn hefur nú haldið gjaldeyrisuppboð í nær þrjú ár. Reynslutölur sýna að hinir land- luktu fjárfestar eru reiðubúnir að greiða 35-40% álag fyrir að fá að koma peningum úr landi. Þeir hafa kyngt þessu möglunarlaust, í ljósi þess að þeir ætluðu sér að græða vel þegar þeir færðu fjármuni sína hingað, vitandi um að ávöxtun og áhætta haldast í hendur. Fulltrúar erlendra kröfuhafa hafa lengi sagt að þeir muni sætta sig við að gefa eftir innlendar eignir sínar ef þeir fái að fara með þær erlendu. Það jafngildir þessu hlutfalli sem reynslutölur sýna að greitt hefur verið óformlega fyrir útgöngu. Ís- lensk lög mæla fyrir um að þrotabú skuli gerð upp í krónum og því hvílir skilaskylda á erlendum eignum þrotabúa. Við eigum greinilega þann kost að leggja á útgönguskatt. Að auki þarf að tryggja aðgang að veru- legum fjárhæðum til viðbótar, til að tryggja gjaldeyrisstöðu landsins. Mér er kunnugt um að fjárfestar kenndir við „Private Equity“, eink- um í Bandaríkjunum hafa áhuga á að koma að málum, en vilja helst gera það í samstarfi við fjárfesta með staðarþekkingu. Lífeyrissjóð- irnir einir koma til greina. Allt er þegar þrennt er Við bárum gæfu til þess með Neyðarlögunum að blanda ekki ríkisábyrgð inn í einkaréttarleg vandræði erlendra lánardrottna, sem farið höfðu offari í stjórnlausum lánveitingum sínum til íslenskra einkabanka, fullkomlega skeyting- arlausir um hag okkar. Þjóðin bar í annað sinn gæfu til að hafna hug- myndum um ríkisábyrgð á Icesave deiluna. Í bæði skiptin glampaði á rústfrítt stál með áletruninni „AGS“. Nú læðist freistarinn enn að okkur, að þess sinni klæddur kápu Eatwell lávarðar og enn erum við beðin að rétta fram hendurnar. Við erum hins vegar fullsödd af enda- lausum hugmyndum um ríkis- ábyrgðir. Hann má vel eta þær ofan í sig. Það eru önnur úrræði nærtæk- ari fyrir stjórnvöld fullvalda ríkis. Eftir Ragnar Önundarson »Eatwell vill að Al- þjóðagjaldeyrissjóð- urinn verði fenginn til að fylgjast með og veita samkomulaginu blessun sína, slíkt skapi traust á samningnum. Ragnar Önundarson Höfundur er fyrrverandi bankastjóri og var viðstaddur getnað, meðgöngu og fæðingu Neyðarlaganna. Fullsaddir af Eatwell lávarði og hugmyndum hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.