Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 kenndi hana hvert sem hún fór. Hún var alltaf hrókur alls fagn- aðar á mannamótum, og var alltaf jafngaman að vera í kringum hana. Þrátt fyrir að hafa náð háum aldri varð hún aldrei gömul og er skarðið stórt sem hún skilur eftir sig og söknuðurinn mikill. Hennar ríkidæmi var allur barnaskarinn, barnabörnin, barnabarnabörnin og tengda- börnin sem hún var svo stolt af. Ekki spillti fyrir að fá lítinn sól- argeisla í heiminn fyrir rúmum fjórum árum sem hún gat enda- laust dekrað og dekstrað við. Elsku Gústa, minning þín lifir í hjörtum okkar og mun Alexander eða „elsku litli drengurinn þinn“ eins og þú kallaðir hann alltaf fá að kynnast öllum skemmtilegu sögunum og minningunum sem við eigum um þig. Með kærri þökk fyrir sam- fylgdina á liðnum árum. Elsku Georg, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Saknaðarkveðjur, Herdís. Fyrir tveimur mánuðum, á sunnudegi, sat ég við kaffiborðið heima hjá ömmu og afa og borðaði vöfflu með sultu og rjóma. Amma var fréttaveita fjölskyldunnar og þar fékk maður fréttir af öllu mögulegu. Amma var með vöðva- bólgu þennan dag. Ekki grunaði mig þá að þetta væri síðasta vaffl- an sem hún myndi baka handa mér. Vöðvabólgan reyndist vera krabbamein sem tók hana frá okk- ur á örskömmum tíma. Ég var svo lánsöm að hitta hana viku fyrir andlátið, það hafði aðeins dregið af henni þá og það voru engar vöfflur en hún var samt með frétt- ir. Já, þannig var hún amma. Þó maður viti betur, þá virðast ömmur stundum vera eilífar og því er svo sárt þegar þær kveðja. Ég hlýja mér í hjartanu í sorginni með minningum um elskulegu ömmu. Hlátur og kátína einkenna þessar minningar, spil og smá svindl og meiri hlátur, laumast inn í eldhús til að borða í bústaðnum og ísskápurinn lokaður með plast- filmu og svo mikill hlátur að allir í kotinu vakna með bros á vör og hlæja með langt fram eftir degi. Já, hláturinn hennar var svo inni- legur og smitandi. Það hjálpar til að trúa á líf eftir dauðann og ég trúi því að í dag sé gleði í himnaríki. Þar sitja saman systur og spila á spil, fá sér í tána og hlæja af slíkri innlifun að þeir sem nálægt sitja geta ekki annað en hlegið með. Ég kvíði ekki dauð- anum, vitandi það að þessar tvær taki á móti mér. Mig langar að lokum að þakka ömmu minni fyrir samfylgdina í gegnum lífið með þessu fallega ljóði sem ég fann. Nú stöðvar ekkert tregatárin, og tungu vart má hræra. Þakka þér amma, öll góðu árin, sem ótal minningar færa Já, vinskap þinn svo mikils ég met og minningar áfram lifa. Mót áföllum lífsins svo lítið get, en langar þó þetta að skrifa. Margt er í minninganna heimi, mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, ég geymi svo minningu þína. (Höf. ók.) Ég bið góðan Guð að halda fast utan um afa minn og hjálpa hon- um og öðrum ættingjum og vinum í sorginni. Kær kveðja, Ingibjörg Emilsdóttir. Ein sterkasta minningin mín um hana ömmu mína er þegar ég er svona ca. 12 ára, þá fór ég stundum og hjálpaði henni að bera út DV á laugardagsmorgnum, launin fyrir það voru kók í gleri með lakkrísröri í síðustu sjopp- unni. Hulda systir hennar var oft með líka og svo hlógu þær eins og þeim einum var lagið. Hún var ekki bara amma mín, heldur líka minn fyrsti yfirmaður, amma sem umboðsmaður DV og ég að bera út. Hún kenndi mér margt, lífsgleði og jákvæðni vógu þar þungt. Hún var alltaf kát og smitandi hlátur hennar á eftir að lifa lengi í minningunni. Margar aðrar minningar poppa upp, t.d. þegar ég reyndi að smygla salami frá Danmörku handa ömmu en hún var auðvitað tekin í tollinum, eða þegar hún sendi mér afmæliskort þegar ég bjó úti í Seattle og kortið var tómt, þá hélt ég að hún væri orðin lag- lega gleymin, en síðan kom í ljós að það var annað kort inní sem hafði verið tekið úr. Eða í jólaboð- inu á Hringbrautinni þegar amma spurði mig, hver ég væri, þá hafði hún ekki séð mig áður án gler- augnanna og þekkti mig ekki, þá var mikið hlegið. Mig grunaði ekki þegar ég kom í vöfflukaffi til ömmu og afa á ljósanótt að það væri í síðasta skiptið sem tekið væri á móti okk- ur Andreu með nýbakaðar vöfflur, almennilegt kaffi og fulla skál af nammi. Viku seinna var hún kom- in inn á spítala. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa verið flutt suður og getað heimsótt hana nokkrum sinnum á síðustu tveimur mánuðum. Hún minntist alltaf á teppið sem mamma heklaði, hvað það væri hlýtt og héldi á sér hita. Ég er líka þakklát fyrir að Andrea mín fengi að kynnast langömmu sinni. Í fyrsta skiptið þegar Andrea svindlaði í spili þá sagði hún að amma Gústa hefði kennt sér þetta. Þegar ég hugsa til þess að hún sé farin, farin til Huldu og Ágústu, þá kemur þetta lag upp í hugann: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi, megi guð styrkja þig í sorginni. Hildur og Andrea. Það er ekki auðvelt að setjast niður og koma á blað öllu því sem ég vildi segja um hana ömmu mína. Hún amma sem alltaf var svo kát og hress og vildi allt fyrir alla gera. Hún var tíður gestur í apótekinu hjá mér og var varla komin inn þegar hún kallaði yfir allt: „Hva, er hún Hulda mín ekki við?“ eins og hún væri að koma heim til mín. Og alltaf voru þau amma og afi saman á ferð, alveg óaðskiljanleg. Hvort sem þau voru nýkomin úr göngu í Reykjanes- höllinni eða amma að kaupa garn í búðinni. Hún var alltaf jafn glöð að sjá mann og auður ömmu og afa var og er í afkomendum þeirra. Hópurinn þeirra er orðinn stór en þrátt fyrir það brást það aldrei að á afmælisdaginn minn fékk ég símtal frá ömmu sem hófst á af- mælissöngnum. Það verður skrýt- inn næsti afmælisdagur án ömmu- söngs. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum frá því við vorum börn og vorum hjá ömmu og afa. Jólaboð á jóladag þar sem deginum var gjarnan eytt undir matarborðinu að skoða nýja dótið eftir að hafa borðað kalkún- inn hennar ömmu. Þeir voru ekki fáir dagarnir þar sem maður fór með ömmu í vinnuna að bera út blöðin. Þær minningar eru ómet- anlegar, við barnabörnin drösluð- umst aftur í á blaðabunkum, lengi á gráa bílnum, Herbie, sem gekk held ég bara á viljastyrk og já- kvæðni ömmu. Hurðunum var stundum haldið lokuðum með bandspotta, stundum keyrði amma af stað þegar maður var hálfnaður inn í bílinn eftir að hlaupa með blöðin inn á sjoppurn- ar. Og þá var hlegið hátt, amma að keyra og Hulda frænka við hliðina skellihlæjandi báðar tvær. Þannig var stór hluti barnæskunnar hjá okkur, amma og Hulda frænka alltaf saman, alltaf hlæjandi og kátar. Ég veit að það er mikið hlegið núna og miklir fagnaðar- fundir hjá þeim systrum. Amma var í einu orði sagt ein- stök. Hún var lítillát og gott dæmi um það var þegar hún sendi afa með prjónapeysu sem hún prjón- aði handa mér. Henni fannst peys- an sko ekki nógu góð fyrir mig en vildi samt gefa mér hana. Hún sat því úti í bíl á meðan afi fór inn með peysuna svo hún þyrfti ekki að skammast sín fyrir að gefa mér hana. Peysan var mjög falleg og amma fékk sko að heyra það út í bíl. Ég get endalaust brosað þegar ég hugsa um hana ömmu mína, það eru ekki margir sem eiga ömmu sem ræðst að kærasta barnabarns síns á unglingsaldri til að athuga hvort hann sé ekki vel tenntur og tilkynnir svo að hann sé heppinn því stúlkan sé nú af göfugustu ætt landsins. Svona var hún amma, blátt áfram og lét allt flakka. Vildi allt fyrir alla gera og alltaf hlæjandi. Elskaði tónlist og spil og var endalaust stolt af stóra hópnum sínum. Elsku afi, megi Guð styrkja þig á þessu erfiðasta tímabili í lífi þínu. Þið voruð sem eitt, og eruð hvort öðru svo mikið. Það er stórt tómarúm sem verður í fjölskyld- unni þegar amma er farin og Guð veiti okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Amma var mann- eskja sem ég er stolt að geta kall- að ömmu mína og sem ég vildi líkj- ast. Lífsgleði hennar og létt skap er eitthvað sem ég vona að ég geti haft að leiðarljósi í mínu lífi. Hulda. Þegar ég lít til baka á þann veg sem við áttum samleið um rifjast upp margar skemmtilegar minn- ingar og uppákomur, minningar um gleði, hlátur, ást og umhyggju eru þar efst. Það hefur alltaf verið í gegnum okkar samleið að þegar ég hugsa til þín elsku amma þá hlýnar mér um hjartarætur, eftir heimsókn til þín leið manni alltaf betur, um ókomna framtíð mun ég ávallt geta heimsótt þig í hjarta mínu og minnst samveru okkar. Sof nú mitt barn, og bú þú rótt und líni, brosfögur sólin hauðrið kveðja fer; á þig hún sínum ávalt geislum skíni sem auga Guðs, er sér og veit af þér. Ó, sofðu væran, sæll er hver ei vaknar, til sorga og kvíða, lifðu í draumi rótt, í engladraumi, sæll, er hver ei saknar, sælla’ er að dreyma’ um ljós, en vaka í nótt. (Stgr. Th.) Elvar Ágúst Ólafsson. Það er komið að kveðjustund og munum við kveðja ömmu okkar í hinsta sinn. Amma sem var svo lífsglöð og hjartahlý og tók alltaf vel á móti manni með kaffi og vöfflum. Minningarnar sem hún skilur eftir sig eru margar og sög- urnar af henni enn fleiri. Það er því með sorg í hjarta að við kveðj- um okkar yndislegu ömmu og minnumst allra þeirra stunda sem við fengum að eiga með henni, brandara hennar og sagna sem hún var viljug að deila með sér og fylltist herbergið oftast af hlátri þegar hún byrjaði að segja frá. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hvíl í friði elsku amma. Þín barnabörn, Sigrún Stella, Ólöf Ögn og Ingvar Óli. Elsku amma okkar. Í okkar huga þegar við vorum lítil þá varstu heimsfræg í Keflavík. Það þekktu þig allir og þú þekktir alla enda DV-drottningin í okkar bæ. Við fengum öll fyrstu vinnuna okkar hjá þér og hefur það mótað okkur til framtíðar. Þú átt stóran þátt í því að við erum þau sem við erum. Allar skemmtilegu stund- irnar sem við fengum með þér fá mann til að brosa því þú varst allt- af hrókur alls fagnaðar og verður það líklegast áfram þar sem þú ert núna. Ófáar voru skemmtilegu spilastundirnar með þér þar sem svindl komst stundum upp og allt- af var hlegið jafnmikið því auðvit- að var það alltaf óvart. Sumarbú- staðarferðirnar á Þingvöll voru líka alltaf skemmtilegar, til dæmis voru tengdasynirnir oft að gera at í þér og eina nóttina voru þeir búnir að plasta eldhúsið með svörtum ruslapoka svo þú kæmist ekki inn í eldhús í nætursnarlið. Svo vaknaði allur bústaðurinn við hlátrasköll klukkan fimm um morguninn þegar þú varst að reyna að komast inn í eldhúsið. Ójááá, það var alltaf glens og gam- an í kringum þig elsku amma okk- ar. Alltaf svo gott að koma á sunnudögum til ykkar afa í kaffi og alltaf var eitthvað gómsætt á boðstólum. Takk fyrir að taka þátt í lífi okkar og fyrir að gefa okkur svona skemmtilegar og góðar minningar sem við munum ávallt varðveita og þín mun oft verða minnst þegar spilin verða tekin upp. Við elskum þig heitt elsku amma. Elsku afi okkar, guð gefi þér styrk á þessum erfiða tíma. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn, Hrefna Sif, Róbert og Júlía. Í dag kveð ég vinkonu mína, hana Gústu. Þótt mikill aldurs- munur hafi verið á milli okkar vor- um við alltaf eins og bestu vinkon- ur. Það eru forréttindi að hafa kynnst móður bestu vinkonu minnar, hennar Öggu, eins vel og ég fékk að kynnast þér. Þær eru ófáar sumarbústaðaferðirnar og útilegurnar, auk ferðar til Lond- on, sem við höfum farið saman. Í sumarbústaðaferðunum laðaðir þú barnabörnin þín, dætur mínar og okkur fullorðna fólkið að spila- borðinu og spiluðum við á spil eins og enginn væri morgundagurinn. Oft vorum við svo mörg að við þurftum að skiptast á að vera við borðið en þú gast setið endalaust og spilað og hlegið. Já mikið var hlegið og ekki leiddist þér þegar synirnir og tengdasynirnir byrj- uðu að stríða þér og saka þig um að vera að kíkja á spilin hjá hinum. Þú hafðir svo einstakan hlátur að það var ekki hægt annað en hlæja með þér, svo smitandi var hann. Þú hafðir mjög gaman af að fara í bingó og fórum við Agga mjög oft með þér í gamla daga. Ekki er hægt annað en að minnast á hvað það var gaman þegar ég kom til að færa þér ilmvatn. Ég keypti alltaf fallegustu glösin því þú stilltir þeim alltaf upp á kommóðunni þinni, dáðist að þeim og ilmurinn af þér angaði langar leiðir. Elsku Gústa mín. Það er svo ótrúlegt að þú sért farin frá okkur, allt hefur gerst á svo miklum hraða undanfarna daga en ég veit að þjáningum þínum er lokið og þú hefur fundið friðinn. Elsku Georg, sorg þín og fjöl- skyldu þinnar er mikil, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Megi minning þín vera ljós í lífi okkar. Þín vinkona, Karitas (Kaja). ✝ Ingveldur Sal-ome Kristjáns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 27. jan- úar 1950. Hún lést á líknardeild LSH 8. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristján Sigurðsson frá Hafnarfirði, f. 16. júní 1927, d. 28. október 1986, og Kristín Þórðardóttir frá Brúsa- stöðum í Hafnarfirði, f. 16. febr- úar 1930, d. 4. desember 2007. Sallý, eins og hún var jafnan kölluð af sínum nánustu, átti fjögur systkini: Þórð, f. 1951, Sigurð f. 1955, Valgerði, f. 1956, og Kristínu, f. 1959. Sallý giftist 1969 Magnúsi Magnússyni, smiði og kvikmyndagerð- armanni frá Reykjavík. Leiðir þeirra skildi eftir tuttugu ára hjóna- band en vináttan hélst alla ævi. Þau áttu tvo syni; Krist- ján Magnússon og Magnús Guðna Kuwahara Magn- ússon, maki Naoko Kuwahara. Sallý átti tvö barna- börn. Sallý vann í Seðlabanka Ís- lands meirihluta sinnar starfs- ævi. Útför Ingveldar Salome verð- ur frá Fossvogskirkju í dag, 18. nóvember 2013, og hefst athöfn- in klukkan 13. Margar minningar rifjast upp fyrir mér þegar ég lít til baka og minnist systur minnar. Einu sinni fórum við til Reykjavíkur í strætó eins og svo oft áður og vorum þar beðnar um að vera í sjónvarpsþætti sem var þá um kvöldið með Dúmbó og Steina. Þetta var mikil upp- lifun fyrir okkur, ég sex ára og hún sextán, að koma í sjónvarpið sem þá var nýkomið og miklar fréttir að segja frá. Við höfum ferðast töluvert saman gegnum árin og þá aðeins lengra en til Reykjavíkur og hafði hún mjög gaman af því. Sallý greindist með brjósta- krabbamein 2008 og fór heilsu hennar hrakandi eftir það. Hún lét það þó ekki aftra sér frá að ferðast til Japans að hitta son sinn og fjölskyldu en Sallý hafði mjög gaman af börnum og gat leikið við barnabörnin, stelpurn- ar hans Magnúsar, tímunum saman. Með þessum orðum kveð ég systur mína og þakka fyrir tím- ann sem við áttum saman. Þín systir, Kristín. Ingveldur Salóme Kristjáns- dóttir, sem jafnan var kölluð Sallý meðal okkar starfsmanna, hóf störf í Seðlabanka Íslands 17. febrúar árið 1976. Hún vann fyrst í ávísanaskiptum, en síðan í Ríkisábyrgðasjóði frá því í júní 1976 þar til sjóðurinn fluttist til Lánasýslu ríkisins í janúar 1994. Þá starfaði hún á bókhaldssviði og síðan í fjárhirslum frá 1996, m.a. sem gjaldkeri í afgreiðslu- sal bankans. Þegar honum var lokað fluttist hún í seðlagrein- ingu en starfaði einnig sem gjaldkeri í fjárhirslum. Sallý var því treyst til margra verka. Hún var eljusöm til vinnu og fljót til allra verka. Allt eru þetta störf sem krefjast mikillar nákvæmni og reglufestu. Hún lét af störf- um í bankanum 1. febrúar árið 2011. Glaðværð og jafnlyndi voru einkennandi í fari Sallýjar. Hún hafði gott og létt skap, hafði þægilegt viðmót, var góður sam- starfsfélagi og féll vel inn í hóp vinnufélaga. Sallý lést eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hún tókst á við sjúkdóm sinn með aðdáunar- verðu æðruleysi og seiglu. Við, starfsmenn í Seðlabankanum, minnumst góðs starfsfélaga og sendum aðstandendum Sallýjar innilegar samúðarkveðjur. Stefán Arnarson, Sigurður G. Thoroddsen og Ólafur Örn Klemensson. Eitt lítið bros það flytur meiri fegurð en fjöldi orða skrautrituð á blað. Og fallegt blóm það gefur meiri gleði en gull og völd, við skulum muna það (G.G) Nú er komið að kveðjustund, Sallý hefur verið hluti af fjöl- skyldu okkar í áraraðir og erum við þakklát þeirri samfylgd. Elsku Kristján, Magnús Guðni, Naoko, Sóley og Salóme, megi minningin um móður og ömmu, sem var svo óendanlega stolt af ykkur, hughreysta ykkur um ókomna framtíð. Signý og fjölskylda. Ingveldur Salome Kristjánsdóttir Elsku amma mín, það eru ekki til orð sem lýsa því hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Þú fylltir hjartað mitt af gleði og gerir enn. Tilhugsunin um fjársjóðinn sem ég bý yfir um minningarnar okkar eru ómet- anlegar. Hvort sem það var að dansa við mig Óla skans þegar ég var barn eða hvernig þú kallaðir á mig og sagðir Rakel, „heyrðu“ – þá varstu að biðja Margrét Kristjánsdóttir ✝ Margrét Krist-jánsdóttir fæddist á Eyr- arbakka 10. apríl 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum, Selfossi, 2. nóv- ember 2013. Útför Margrétar fór fram frá Eyr- arbakkakirkju 9. nóvember 2013. mig um að aðstoða þig með eitthvað. Hvernig þú um- vafðir son minn kærleika og hvað þú hafðir gaman af því að erta hann. Hlátur og gleði voru alltaf í kring um þig og umvefja mig nú í sorginni. Hvert sem ég fer koma upp ynd- islegar minningar. Ég brosi, ég hlæ, ég græt full af þakklæti að ég hafi verið svo blessuð að eiga þig að sem ömmu og sorg yfir því að geta ekki kysst og tekið utan um þig. Elsku amma, takk fyrir tím- ann sem við áttum saman og mikið hlakka ég til að hitta þig aftur. Þín Rakel Guðbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.