Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila? Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Cornelius Gurlitt segir að listaverkin sem fundust í íbúð hans í febrúar 2012 séu réttmæt eign sín og að hann muni ekki láta þau af hendi mótþróa- laust. Meira en 1.400 listaverk fund- ust við húsleit í íbúð Gurlitts, og er talið að þau hafi verið gerð upptæk á tímum nasista. Verkin eru eftir ýmsa fræga listmálara, þar á meðal Pi- casso, Matisse, Chagall, Renoir og Delacroix. Vonast Gurlitt, sem er áttræður, til að málið leysist skjótt og að yfirvöld muni afhenda honum málverkin til baka. Yfirvöld höfðu hins vegar vonast eftir því að hægt yrði að semja við Gurlitt um að afsala sér öllum rétti til verkanna. Í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel sagði Gurlitt að faðir sinn, Hildebrand Gurlitt, hefði eignast málverkin á löglegan hátt og að hann væri því lögmætur erfingi þeirra. Hildebrand var listaverkasali á sín- um tíma og er talið að nasistar hafi fengið hann til þess að selja listaverk sem gerð höfðu verið upptæk í skipt- um fyrir gjaldeyri. Mikið af verkun- um sem fundust í íbúð Gurlitts höfðu áður verið talin týnd eða eyðilögð. „Ég er ekki Boris Becker“ Gurlitt sagðist ekki skilja athygl- ina sem listaverkamálið hefði vakið. Ljósmyndarar sætu fyrir honum og blaðamenn vildu ná tali af sér. „Ég er ekki Boris Becker, hvað vill þetta fólk mér?“ spurði Gurlitt og bætti við að hann vildi bara fá að búa með listaverkunum sínum í friði. Nokkrar fjölskyldur af gyðinga- ættum og listasöfn hafa þegar stigið fram og gert tilkall til sumra verk- anna. Gurlitt gagnrýndi hins vegar þýsk stjórnvöld fyrir að hafa auglýst 590 málverk úr safni sínu á heimasíð- unni lostart.de, og lýst þar eftir eig- anda að þeim. „Hvers konar ríkis- vald er það sem auglýsir einkaeigur mínar?“ spyr Gurlitt. Hann segir að hann hefði verið fús til þess að semja við yfirvöld áður en verkin voru gerð upptæk. Gurlitt er lýst sem einsetu- manni og sjálfur sagði hann í viðtal- inu vera rólyndismaður sem hefði aldrei orðið ástfanginn. „Ég elskaði ekkert meira en þessi málverk.“ Vill halda listaverkum  Segist vera réttmætur erfingi þeirra © EPA Sitjandi kona Þetta verk eftir Mat- isse var á meðal þess sem fannst. Þátttakendur í Evrasíumaraþoninu skokkuðu milli heimsálfa líkt og ekk- ert væri, en hlaupið var haldið í gær í 35. sinn. Í maraþoninu er farið milli Evrópu og Asíu, og sýnir myndin þátttakendur hlaupa yfir brúna yfir Sæ- viðarsund í Istanbúl, sem skilur að evrópska og asíska hluta Tyrklands. AFP Hlaupið heimsálfanna á milli Evrasíumaraþon í 35. sinn Boeing 737-vél hrapaði við flugvöll rússnesku borgarinnar Kazan um sjöleytið í gær að staðartíma. Um borð voru 44 farþegar og sex í áhöfn og létust allir. Vélin var á leið til Kazan frá Moskvu og var í að- flugi. Brotlenti hún með þeim af- leiðingum að flak vélarinnar sprakk. Flugvöllurinn í Kazan hef- ur verið lokaður síðan en borgin er höfuðborg rússneska héraðsins Tatarstan. Ekki var ljóst í gær hvað olli slys- inu. Vitni herma að flugmenn vélar- innar hafi verið búnir að reyna að lenda henni tvisvar áður, en hætt við í bæði skiptin. Þrátt fyrir að stærri flugfélög í Rússlandi hafi reynt að auka öryggi véla sinna eru flugslys ennþá mjög tíð í Rússlandi, einkum vegna skorts á viðhaldi hjá minni flugfélögum. Fimmtíu manns farast í flugslysi RÚSSLAND Doris Lessing, rithöfundur og nóbels- verðlaunahafi, lést í gær á heimili sínu í London. Lessing er þekktust fyr- ir bók sína, „The Golden Notebook,“ sem kom út árið 1962, og er í dag talin vera ein af merkari femínískum bókmenntum. Lessing hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 2007. Viðbrögð hennar þegar henni var tilkynnt um verðlaunin voru: „Ó, Kristur.“ Doris Lessing látin 94 ára að aldri Doris Lessing. BRETLAND Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í gær að 4.460 manns hið minnsta hefðu lát- ist í fellibylnum Haiyan sem skall á Filippseyjum fyrir tíu dögum. Þá er 1.590 manns ennþá saknað í kjölfar bylsins. Talið er að um tvær og hálf milljón manna sé enn í brýnni þörf fyrir matvælaaðstoð. Bandaríkin hafa ásamt fleiri ríkjum sent neyð- araðstoð til eyjanna og eru matvæli flutt til Filippseyja með þyrlum Bandaríkjahers. Er mikil ásókn í matvælin og hópast menn um þyrl- urnar þegar þær lenda. Filippseyingar komu víða saman til bæna í gær, en um 80 milljónir Fil- ippseyinga játa kaþólska trú. Í borg- inni Guiuan, þar sem fellibylurinn kom fyrst á land, sóttu um 300 manns guðsþjónustu í kirkju borgarinnar, sem er 400 ára gömul. Byggingin er mjög skemmd eftir bylinn og þurfti að hringja kirkjuklukkunum með því að slá á þær með járnstöng. Í messu sinni þakkaði séra Arturo Cablao samfélaginu fyrir þann styrk sem það hefði sýnt í kjölfar hörmung- anna. Báðu kirkjugestir saman fyrir þeim sem höfðu orðið fyrir fellibyln- um. Forsetinn gagnrýnir viðbrögð Benigno Aquino, forseti Filipps- eyja, heimsótti í gær þau svæði sem urðu verst úti í náttúruhamförunum, þar á meðal Guiuan. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn seinagang í hjálparstarfi. Bað hann fólk um að sýna skilning þar sem svæðin sem hefðu orðið illa úti væru mjög dreifð um landið. Ríkisstjórnin hefði núna betri úrræði til þess að koma fólki til hjálpar. Aquino forseti hrósaði í heimsókn sinni sérstaklega borgarstjóra Gu- iuan, sem hefði fyrirskipað brott- flutning íbúa tímanlega, og þannig náð að takmarka manntjón af völdum bylsins. Aquino gagnrýndi jafnframt viðbúnað annarra embættismanna í sumum héruðum landsins, sem hefðu ekki brugðist jafnskjótt við. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði um helgina að fellibylurinn Haiyan væri dæmi um afleiðingar hlýnunar jarð- arinnar og ætti því að teljast aðvörun til mannkynsins um það hvernig áhrifa hnatthlýnunar væri farið að gæta. „Margir jarðarbúar virðast telja að við eigum tvær jarðir,“ sagði Ban Ki-moon í heimsókn sinni til Eystrasaltslandanna. Hann ferðast til Póllands í vikunni og heldur þar áfram viðræðum um loftslagsmál. „Við þurfum að bregðast við áður en það er um seinan,“ sagði Ban og bætti við að ógnin væri raunveruleg og að allir þyrftu að leggjast á eitt við að stöðva hana. Sérstök nefnd 30 vís- indamanna hefði verið sett á fót vegna hnatthlýnunar og myndi hún hefja störf í febrúar á næsta ári. Mikil ásókn í matvælaaðstoð  Um 2,5 milljónir manna þarfnast enn neyðaraðstoðar á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan  Aquino gagnrýnir viðbúnað sumra héraða  Ban Ki-moon segir bylinn aðvörun til mannkynsins AFP Löng bið Fórnarlömb fellibylsins Haiyan í biðröð eftir drykkjarvatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.