Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú mátt hreint ekki skeyta skapi þínu á þeim sem standa þér næst. Margir eiga fullt í fangi með að fylgja þér eftir, en þeir reyna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að ljúka við verkefni sem hefur átt hug þinn allan undanfarnar vikur. Nú skaltu hella þér út í starfið, það hefur beðið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hjálpsemi þín í garð vinnufélag- anna mun fyrr en varir koma þér vel í starfi. Gerðu umhverfið þannig úr garði að það ýti undir ástleitni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Maki þinn vill gera eitthvað á heim- ilinu sem ekki er samstaða um. Vertu óhræddur við að njóta ánægju lífsins og leyfa henni að blómstra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur fengið upplýsingarnar sem þú þarfnast með því að spyrja. Kannski finn- ur þú þig knúinn til þess að eignast eitthvað veraldlegt sem verður á vegi þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú leggur hjarta og sál í ótilgreint verkefni en það sem raunverulega vantar er hugsunin. Gefðu henni/honum gætur og sinntu þörfum hans/hennar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ímyndunaraflið er í góðum gír þessa dagana, og þú getur ekki skilið hvernig ein- hver getur ekki átt sér draum. Sýndu þol- inmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Málefni sem tengjast fjar- lægum löndum, fjölmiðlum og frekari menntun eru í brennidepli þessa stundina. Treystu sjálfum þér til að takast á við að- stæður, en hlustaðu samt með öðru eyra á aðra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Næstu þrjá daga verðurðu fullur af góðri orku sem þú munt nýta vel. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og vittu hvort þú kemst ekki að niðurstöðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægður því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Það getur enginn beðið um meira en að þú gerir þitt besta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberanum finnst sem hann sé bundinn af áætlunum annarra, og þannig virðist það svo sannarlega vera. Að þessu sinni virðist sem starfið verði ofan á. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður tími til að huga að ferðalögum, útgáfumálum, fjölmiðlum og framhaldsmenntun. Nýttu þér það á sem bestan hátt. Eins og við var að búast urðuskjót viðbrögð við glömru (af- brigði af limru) Björns Ingólfssonar á vefnum. Davíð Hjálmar Haralds- son reið á vaðið með „skammlínu- glömru“, – þ.e. skothent í skamm- línum: Um Flóa varð fádæma rok svo fauk jafnvel gulstör og brok og bóndi við störf á bæ einum hvarf en fannst loks á fjallinu Ok. Sigrún Haraldsdóttir lét til sín heyra: Þjóðhildur þambaði vín þruglaði og skammaði Hlín óð út á stétt ældi og datt sú var ei sérlega fín. Að kvöldlagi kempan hann Njáll klifraði hátt upp á pall vinur hans þá vappaði hjá og undrandi sagði „já,sæll“. Pétur Stefánsson spyr: „Skárím- uð limra eða glamra??“ Í skáldfimi kominn er skemmra en skáldin sem hér vilja glamra. Illa ég kveð oftast mín ljóð - en þetta er þokkaleg limra. Og nú verð ég að reyna að bjarga mér með því að vitna í próf. Baldur Jónsson, sbr. 847. þátt Gísla Jóns- sonar: „Flumbra var hugsuð („hugsuð“ taktu eftir) þannig að kvenrím væri a.m.k. á einum stað skothent á báð- um atkvæðum, ef svo má að orði komast, t.d. galin : þula og fara : væri. Það er best að kalla þetta rím flumbrað, enda líkt því að vera skaddað eða óheilt. Við skulum segja að næstfyrsta flumbran hafi verið dæmigerð: Það var flumbra í bréfinu falin, og mér fannst hún ekki svo galin, að ég lét hana fara og lét sem hún væri svona þokkaleg lausamálsþula. Þarna er flumbrað bæði í skamm- línu og lokalínu.“ Niðurlag bréfsins verður birt á morgun. Þriðju skák heimsmeistara- einvígis lauk með jafntefli, eftir að allt hafði verið drepið nema kóng- arnir og tveir biskupar. JHA orti: Liðið enga friðsæld fær, í fjölda- lendir -morði. Eftir standa aðeins tvær Agnesar á borði. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Enn um glömrur og flumbrur og af biskupum Í klípu „KVIKSYNDIÐ VAR HUGMYND EIGEND- ANNA. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ REKA ÞIG FYRIR AÐ LEKA UPPLÝSINGUM, EN ÞEIR VILDU SENDA SKÝR SKILABOÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GETURÐU SAGT MÉR HVERNIG ÉG KEMST Á EIRÍKSGÖTU, HAFNARSTRÆTI, GNOÐAVOG OG SKELJATANGA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... samband sem blómstrar. PITSUÞJÓNUSTAN LOFTIÐ LÍTUR ÚT ALVEG EINS OG VEGGUR. SEM SANNAR KENNINGU MÍNA. ÞAÐ ER OFMETIÐ AÐ STANDA. HRÓLFUR VILDI AÐ ÞÚ FENGIR ÞETTA. HVAÐ ER ÞETTA? ÝTARLEGUR LISTI FYRIR TRYGGINGAFÉLAGIÐ! Það verður að segjast eins og er aðVíkverji er ekkert fyrir fótbolta. Sparkaði stundum í tuðru sem krakki, en hefur lítinn áhuga á því að vera í hlutverki áhorfanda. Finnst það um leiki yfirleitt. Víkverji skilur þó vel að margir líta málið öðrum augum, ekki síst þegar landsleikir eiga í hlut. Og víst sló hjarta Víkverja örlítið örar á föstudag- inn var, þegar Ísland tók á móti Króat- íu. Hafði reyndar hneykslast í aðdrag- andanum, bæði á miðasöluklúðrinu og þeirri staðreynd að þegar margir hafa ekki til hnífs og skeiðar var hægt að hita grastorfu fyrir hálfa milljón á dag. Hvort það var þess virði fyrir markalaust jafntefli hefur Víkverji ekkert vit á. Heyrist á mörgum að Ís- lendingar megi vel við una. Jafnvel vera hreyknir. Alltént er enn von, og Víkverji mun sperra eyrun eftir úrslit- um úr seinni leiknum, þó svo að hann viðurkenni það kannski ekki í eigin persónu. Landslið er alltaf landslið. x x x Loksins er í garð genginn vetur, enSunnlendingar grípa gjarnan til þess heitis ef snjór tollir við jörðu meira en tvo daga í röð. Víkverji heyrir fólk í kringum sig fussa og sveia, tala um skrambans sker og fjárans frost. Eins og hægt sé að gleyma því inni á milli hvar við bú- um, og hvernig árstíðirnar virka. Víkverji fylgdi eins árs gömlum gutta í sína fyrstu snjóþotuferð um helgina. Sá stutti hafði yfir engu að kvarta og leist vel á snjóinn. Hann gengur reyndar hvorki til skóla, né ek- ur til vinnu, og kemur því bara auga á kosti þess að hafa snævi þakta jörð. Ef til vill hafa margir Íslendingar gleymt því hvað getur verið gaman að leika sér í snjónum? Hvað hvítu vetr- arkápunni fylgir meiri birta? Sumir segjast ekki skilja af hverju þeir búi ekki í hlýrra loftslagi, svo mik- il er andúð þeirra á íslensku vetr- arveðri. Víkverji heldur hins vegar að hvergi sé eins gott að búa og á Íslandi. Þrátt fyrir snjóþunga mánuði, stein- dauðan efnahag og kolsvart skamm- degi. Nema maður sé fótboltvöllur. Þá er það sennilega ekkert spes. víkverji@mbl.is Víkverji Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi nein- um velgjörðum hans. (Sálmarnir 103:1-2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.