Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Haustið 2011 var farið afstað með nýjar og mark-vissar áherslur á læsi ogstærðfræði í leikskólum Reykjanesbæjar, Garðs og Sand- gerðis, en Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þjónustar sveitar- félögin þrjú. Talað er um skilvirka leikskóla í framtíðarsýn Reykjanes- bæjar til ársins 2015 og áhersla lögð á að læsi, stærðfræðihugtök og talnaskilningur í leik og starfi verði samofinn öllum þáttum leikskóla- starfsins. Leikskólarnir hafa unnið ötul- lega að þessum markmiðum eftir fjölbreyttum leiðum, að sögn Ingi- bjargar Bryndísar Hilmarsdóttur, leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar. „Skólastjórar leik- og grunnskóla settu sér markmið og mótuðu lestr- arstefnu hver með sínu lagi. Verk- efnastjórar sem halda utan um læsi og stærðfræði eru úti í skólunum og hittast þeir reglulega til að miðla hugmyndum og bera saman bækur sínar,“ sagði Ingibjörg í samtali við blaðamann. Að bækur séu sýnilega á heimilinu Foreldrar eru ákaflega mik- ilvægir þegar kemur að því að efla færni barna og hjálpa þeim fyrstu skrefin í átt að læsi. Ingibjörg sagði að í leikskólunum hefði strax verið lögð rík áhersla á mikilvægi þeirra hlutverks. „Umræður hafa verið meðal leikskólakennara um hvernig hægt væri að styrkja foreldra til að undirbúa barnið sitt sem best fyrir nám í lestri. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að láta gera segla sem foreldrar geta fest á ísskápinn þannig að góðu ráðin séu ávallt inn- an seilingar.“ Ingibjörg sagði að styrkur hefði fengist úr Manngildis- sjóði Reykjanesbæjar til að styrkja verkefnið að stærstum hluta. Góðu ráðin til foreldra eru eft- irfarandi:  Að tala við barnið daglega til að auka orðaforðann.  Lesa fyrir það á hverjum degi, spjalla um efnið og útskýra ný orð.  Lesa uppáhaldsbók barnsins oft.  Hafa bækur sýnilegar á heim- ilinu. Að auki hefur foreldrum staðið ýmsir fræðslufundir til boða um málþroska barna og mikilvægi bóka- lesturs fyrir börn og leikskólarnir hafa verið í góðu sambandi við for- eldra m.a. til að upplýsa um nám barnanna og framfarir í máli og læsi. Uppskrift að bókaormi Víða má finna hollráð um lestur með ungum börnum og hvernig efla megi bókelsku barna. Helga Ein- arsdóttir bókasafns- og upplýsinga- fræðingur birti uppskrift að bóka- ormi í tímaritinu Bókasafnið árið 1992 og eins og með allar góðar upp- Foreldrar hvattir til að tala við börn og lesa fyrir börn Bókaást Börn sem lesið er fyrir ánetjast bókum. Best er að byrja sem fyrst. Í dag hefst lestrarvika í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Upphaf hennar markast af því að foreldrar leikskólabarna fá að gjöf segla með skilaboðum um hvað gera þurfi til að undirbúa barn fyrir lestrarnám. Tala þarf við börn daglega og lesa fyrir þau daglega. Búðin verður brátt opnuð í Brooklyn í New York. Íslensk kvikmyndagerð- arkona kemur að Búðinni sem verð- ur kaffihús, bar og sölustaður fyrir hönnunarvörur. Búðin mun skarta sínu fegursta af norrænum slóðum og eru þeir sem að henni standa nú í óðaönn að standsetja allt því í des- ember fara hjólin að snúast. Auk Rutar reka þau Crystal Pei og Elliot Rayman Búðina. Norrænir drykkir á borð við áka- víti og brennivín verða í boði en matseðillinn mun verða tiltölulega einfaldur en aðaláhersla verður lögð á hressandi kaffidrykki. Gaman verður að sjá hvernig danskt rúgbrauð með norskum osti, vínarbraut og fleira góðgæti fer of- an í gesti í New York. Hægt er að fylgjast með framvindu Búðarinnar á síðunni og á Facebook-síðu henn- ar. Vefsíðan www.budin-nyc.com/ Búðin í New York Það er tilvalið að rölta um miðbæinn þegar veður er þokkalegt. Framkvæmdir á Frakkastíg og fleiri stöðum í miðbænum hafa varla farið framhjá þeim sem lagt hafa leið sína í bæinn síðastliðna mánuði en nú sér fyrir endann á þeim. Fyrir helgi var verið að steinleggja gangbraut efst á Frakkastígnum og tengja snjóbræðslu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Frakkastígur verði eftir breytingar með heitari götum í borginni en snjóbræðsla er í götu, hjólastíg og gangstétt. Það ætti að koma sér vel í frostinu í vetur. Endilega … … gangið um miðbæinn Miðbærinn Margt hefur verið lagfært. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Margir geta eflaust veriðsammála því að jólaund-irbúningnum fylgir bæði tilhlökkun og aukið álag. Álagið er helst tilkomið vegna þeirra mörgu verkefna sem bætast á þau hvers- dagslegu sem fyrir eru. Margir upplifa því að spennan fyrir jól- unum sé neikvæð. Þeir finna fyrir pirringi, eirðarleysi og áhyggjum sem gera vart við sig jafnvel mán- uðum fyrir jól. Hugurinn virðist vera á fullri ferð allan daginn, upp- tekinn við að skipuleggja og sjá fyr- ir allt sem gera þarf. Þeir sem upplifa streitu fyrir jól- in setja oft miklar kröfur á sjálfan sig varðandi öll þau verkefni sem þeim finnst þeir þurfa, eiga og verða að ljúka við. Sumum finnst jafnvel ekki vera hægt að halda jól fyrr en það er búið að baka ákveðið margar sortir af smákökum eða þrífa allt hátt og lágt. Jafnframt fylgja slíkri streitu oft peningaá- hyggjur vegna jólagjafainnkaupa sem þurfa að fara fram fyrir settan dag. Margir upplifa að ef ekki næst að klára öll þessi verkefni sé ekki hægt að njóta jólanna til fulls og jafnvel að þeir hafi ekki staðið sig gagnvart fjölskyldunni né sjálfum sér. Fleiri kvíða- og streitueinkenni fara að gera vart við sig, t.d aukin vöðvaspenna og skjálfti, þreyta, ein- beitingarskortur og svefntruflanir. Samskipti geta orðið brösulegri og fólk upplifir að það sé farið að æsa sig óþarflega mikið yfir hlutunum og jafnvel sýna reiði og æsing oftar en ella. Jólastress Heilsupistill Anna Sigurðardóttir sálfræðingur Meirapróf Næsta námskeið hefst 20. nóvember 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.