Morgunblaðið - 18.11.2013, Side 8

Morgunblaðið - 18.11.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum Það kom mörgum mjög á óvartað sjá formann Framsóknar- flokksins mæta til undirritunar (hann tók að vísu ekki þátt í kossa- flangsinu) á samningi um að fram- lengja veru Reykjavíkurflugvallar um stundarkorn, gegn því að slátra einni flugbrautinni og „hefja leit að nýju flugvallarstæði“ í Reykjavík.    Þótti mörgumþetta benda til að Framsókn hygð- ist ekki endilega bjóða fram í Reykjavík næsta vor.    Hinn nýi leið-togi sjálf- stæðismanna í Reykjavík sagði í „RÚV“, að „sigri“ loknum, að hann vildi gjarnan hrófla sem minnst við flugvellinum, en styddi þó auðvitað samninga um að hefja leit að nýju flugvallarstæði innan Reykjavíkur.    Það gleður alla stuðningsmennD-listans þegar forystumenn- irnir eru svona afgerandi.    En nú eru gullin tækifæri til aðslá tvær flugur (ekki flug- vélar) í einu höggi.    Því síðustu fjögur árin hefur ekkiminnst áhersla í flokksstarfinu í Valhöll verið lögð á páskaeggja- leitina.    Nú væri tilvalið að þessum leit-um yrði slegið saman.    Og endilega hafa sama málshátt-inn í báðum:    Sá á borgarstjórnarfund semfinnur flugvöll með súkkulaði- bragði. Enga pólitík takk STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri -4 alskýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 5 léttskýjað Lúxemborg 3 alskýjað Brussel 6 þoka Dublin 12 skýjað Glasgow 5 súld London 10 skýjað París 5 alskýjað Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skúrir Vín 6 skýjað Moskva 6 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 7 skúrir Barcelona 12 skúrir Mallorca 12 skúrir Róm 17 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -3 snjókoma Montreal 11 alskýjað New York 14 alskýjað Chicago 19 alskýjað Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:08 16:20 ÍSAFJÖRÐUR 10:34 16:03 SIGLUFJÖRÐUR 10:17 15:45 DJÚPIVOGUR 9:42 15:44 Skíðasvæðið í Oddsskarði í Fjarða- byggð var opnað um helgina. Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri, í Skarðsdal í Siglufirði og í Tindastól í Skagafirði verða opnuð um næstu helgi, ef veður leyfir, og fleiri í kjölfarið. Opnað var í Oddsskarði á laug- ardag en svæðinu var lokað eftir hádegið vegna hvassviðris. Í gær var logn og blíða. Dagfinnur S. Óm- arsson, forstöðumaður Skíða- miðstöðvar Austurlands, segir að færið sé gott og kominn sé ágætur snjór, miðað við árstíma. Yfir hundrað manns mættu í gær og var Dagfinnur ánægður með það, miðað við byrjun vertíðar. Þeim fjölgaði stöðugt sem væru að taka fram skíðin. „Fólkið er ánægt. Það er lítið annað um að vera í skammdeginu,“ bætir hann við. Renndu sér á skíðum í Oddsskarði Ljósmynd/Helga Zoëga  Fleiri svæði opnuð um næstu helgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.