Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Fátt frumlegt „Vissulega lenda persónur verksins í átökum innbyrðis en þó ekki þannig að það hreyfi tiltakanlega við manni sem áhorfanda,“ segir meðal annars í umsögn um Refinn, leikrit sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Refurinn gerist í ekki svofjarlægri framtíð þarsem veður eru vályndarien nú og ógnarstjórn ríkir í landinu. Vilhelm, sem er refabendir, hefur boðað komu sína á bú Samúels og Júlíu, en þau eru ungir bændur. Ástæða heimsókn- arinnar er að grunur leikur á að refir hafi sýkt búið og hann á að kanna málið. Atvikin haga því svo að það teygist á heimsókn refa- bendisins og í gegnum samskipti hans við hjónin ungu og nágranna- konuna Söru komumst við smátt og smátt á snoðir um að þau hjón- in og sérstaklega bóndinn eru brotin og nöguð af sárri sektar- kennd eftir missi sem þau hafa orðið fyrir. Við komumst einnig að því að það eru uppi hugmyndir í samfélaginu um að refasýkingin sé fyrst og fremst aðferð stjórnvalda til að viðhalda ógn og losa sig við bændur sem framleiða ekki nógu mikið. Sviðsmyndin á litla sviði Borgarleikhússins er viðamikil. Hún er á tveimur hæðum, með grindum og stigum og gangstígur klýfur áhorfendabekki. Þetta eru fremur hrörleg húsakynni, maður sér ryðgað bárujárn og híbýli búin einföldum innanstokksmunum. Klæðnaður er einnig fremur tíma- laus og fátæklegur, gömul spariföt notuð til enda við bústörfin og stígvél sem eru nauðsynleg því úr- koman í þessari dimmu framtíð er mjög mikil. Búningur refabend- isins er svartur hermannabún- ingur með brúnni hliðartösku úr leðri. Í pússi sínu hefur hann með- al annars bók með stóru og svörtu merki alræðisstjórnarinnar sem ríkir í landinu. Enn er svo aukið á ógnina með gjallarhorni sem flyt- ur fyrirskipanir, straumrofi með tilheyrandi ljósagangi, nokkuð ágengri tónlist, eldingum og rign- ingarhljóði. Hægt er að ráða á margan hátt í efni Refsins. Hér er náttúrlega meðal annars verið að skoða að- ferðir ógnarstjórnar sem byggir á því að halda þegnunum í stöð- ugum ótta og brjóta allar tilraunir til andófs miskunnarlaust á bak aftur. Einnig er hér sýnt hlut- skipti þeirra sem liggja undir grun, hversu auðveldlega er hægt að rökstyðja ákveðna niðurstöðu ef til þess er einlægur vilji og trú og síðast en ekki síst áhrif nag- andi sektarkenndar. Arnar Dan Kristjánsson er í aðalhlutverki sem Vilhelm refa- bendir. Hann sýnir vel þennan kornunga hermann sannleikans enda hefur hann góða burði til að leika hann. Vilhelm er í fyrstu kuldalegur og harður, enda alinn upp á stofnun frá fimm ára aldri með það að markmiði að verða refabendir. Smátt og smátt verður hann svo fyrir áhrifum af um- hverfi sínu og efasemdir og mannlegar kenndir leita á yfir- borðið. Þau Hallgrímur Ólafsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir eru einnig góð sem hjónin Sam- úel og Júlía. Hann er brotinn maður vegna sektarkenndar sem hann fær tækifæri til að varpa yfir á hinn ógnandi ref. Júlía reynir að gera gott úr öllu og þrauka. Nanna Kristín er sér- staklega góð í lokasenu verksins. Tinna Lind Gunnarsdóttir dregur einnig upp prýðilega mynd af ná- grannakonunni Söru. Eins og sjá má af ofansögðu finnst mér allir leggja sig full- komlega fram og standa sig vel. Þó þykir mér vanta upp á að þessi sýning hrífi. Ég velti því fyrir mér hvort einhver hluti ástæðunnar geti verið þessi um- fangsmikla leikmynd. Hefði verið betra að leitast við að framkalla meira innibyrgða stemningu? Ég held varla. Ég ætla því að leyfa mér að skella skuldinni á verðlauna- handrit Dawn King. Manni hefur verið boðið upp á margar mátt- ugri sögur af ógnarstjórn og því hvernig maðurinn getur njörvað sjálfa sig og aðra niður. Vissu- lega lenda persónur verksins í átökum innbyrðis en þó ekki þannig að það hreyfi tiltakanlega við manni sem áhorfanda. Þá sé ég ekkert sérlega dul- úðugt eða spennandi við refi um- fram önnur dýr. Til viðbótar eru sum atriðin, eins og sjálfspín- ingar Vilhelms, í mínum huga daufur endurómur af einhverjum tuttugu þrjátíu heldur slöppum bíómyndum sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér finnst því fátt frumlegt eða ferskt koma hér fram. Ekki úr nógu miklu að moða Borgarleikhúsið Refurinn bbmnn Eftir Dawn King. Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Þýðing: Jón Atli Jónasson, leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir, lýsing: Garðar Borgþórsson/Björn Bergsteinn Guð- mundsson, hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon, tónlist: Frank Hall, leik- gervi: Margrét Benediktsdóttir. Leik- stjórn: Vignir Rafn Valþórsson. Frum- sýning á litla sviði Borgarleikhússins 16. nóvember. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Ljósmynd/Grímur Bjarnason AF TÓNLIST Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Síðastliðið föstudagskvöld héltíslenska hljómsveitinTodmobil stórtónleika í Eld- borgarsal Hörpu til að fagna 25 ára starfsafmæli sínu. Sérstakur gestur var Jon Anderson sem var söngvari hljómsveitarinnar Yes í gamla daga.    Sem mikill aðdáandi Todmobilí um 20 ár hlakkaði ég mikið til að sjá þau spila í Eldborg. Todmobil byrjaði tónleikana af krafti á vinsælum lögum. Andrea Gylfa og Eyþór Ingi (Eurov- isonfari – ekki Eyþór upprunalegi) Of mikið af Jóni, of eru með bestu söngvurum þjóðar- innar og þau keyrðu lögin áfram af krafti. Eftir nokkra Todmobil- slagara kom Jón Andrésson á svið- ið og tók eitt lag með kór og sin- fóníu. Lagið var langt og hljómaði ágætlega. Þá kom hlé.    Eftir hlé hóf Jón leikinn ogtók um sex lög í röð. Hann er um sjötugt og afskaplega rindils- legur að sjá á sviðinu en maðurinn er með þvílíka rödd ennþá, alveg ótrúlega hreint. Ég þekkti eitt lag með honum, „Owner of a lonely heart“, og þegar hann tók það færðist smá líf yfir annars dauðan salinn. Todmobil tók aðeins tvö lög eftir hlé, fyrir utan uppklappslag, og voru það vonbrigði. Jón var Morgunblaðið/Árni Sæberg Jon Anderson Hann hefði mátt vera með sér tónleika. Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is Skoðið „Intuitive“ nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum. Margskipt gleraugu Sama lága verðið! SJÓNARHÓLL Þar sem gæðagleraugu kosta minna Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.