Morgunblaðið - 18.11.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.11.2013, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjálfstæðis-flokkurinnhefur verið í forystu fyrir því að frambjóðendur flokksins séu oftast valdir í almennu prófkjöri flokksfélaga. Aðeins þegar sér- staklega þykir standa á hefur frá því verið vikið. Prófkjör flokksins, sem fram fór í höfuðstaðnum sl. laugar- dag, er því miður ekki til þess fallið að fá flokknum byr í segl- in. Þátttaka flokksmanna var mjög dræm og úrslitin fjarri því að vera afgerandi. Flokkurinn í Reykjavík virt- ist taka meðvitaða ákvörðun vorið 2010 um að hverfa frá hefðbundinni stjórnmála- starfsemi í borginni. Þessu langa hléi var jafnvel gefið það nafn að nú yrðu stunduð „um- ræðustjórnmál“ af flokksins hálfu þar. Gefið var til kynna að „umræðustjórnmálin“ væru bæði betri og siðlegri en þau sem voru stunduð fram að tíma- mótunum 2010, bæði hérlendis og erlendis eftir að valdakerfi fjölda þjóða færðist frá ýmsum tegundum einræðis í átt til lýð- ræðislegrar stjórnskipunar. Lýðræðisleg stjórnmála- starfsemi byggist auðvitað á hvers kyns umræðum á öllum þrepum sínum. Gegnum tíðina hefur þó meira verið fundið að því hve fjasið hefur oft orðið rúmfrekara en markvissar ákvarðanir, teknar í réttu samhengi við það sem lofað var í kosningunum á undan. Raupsamir mælgismenn eru iðulega ákvarðanafælnir eða með framkvæmdafóbíu og þegar undan ákvörðunum verður ekki lengur flúið er þeim hnoðað inn í svo óaðlaðandi stagl að ein- göngu sérvitringar eða þeir sem hafa ótakmarkaðan tíma kynna sér þær að gagni. Varðandi „um- ræðustjórnmál“ Sjálfstæðis- flokksins var engu líkara en að hljóðið hefði jafnframt verið tekið af umræðunni til að gera hana enn siðlegri og merkilegri. En kannski hefur það orðið til þess að tekist hefur nær alveg að drepa áhuga reykvískra sjálf- stæðismanna á borgarmálum. Hinn undarlegi „samningur“ um Reykjavíkurflugvöll, sem dúkkaði óvænt upp fyrir fáein- um vikum til að gefa þeim tug- um þúsunda sem sent höfðu borgaryfirvöldum undirskrift sína langt nef, gerði vígstöðu fráfarandi borgarfulltrúa von- litla. Frambjóðandinn sem hlaut efsta sætið í prófkjörinu, með mjög ósannfærandi útkomu, kemur úr hópi áköfustu áhuga- manna um að koma Íslandi í ESB, hvað sem tautar og raular. Sá hópur er mjög fámennur í Sjálfstæðisflokknum. Prófkjörið er því flokknum gagnslítið, eins og fyrr sagði. Lífið í hjásetunni í borgarmálum er ekki spennandi} Að loknu prófkjöri Útgjöld sveitar-félaga vegna fjárhagsaðstoðar hafa farið vaxandi. Búist er við að á þessu ári verði greiddir út 4,6 til 4,7 milljarðar króna í fjár- hagsaðstoð. Árið 2008 nam þessi útgjaldaliður sveitarfé- laganna tveimur milljörðum á verðlagi ársins 2012. Viðbúið var að útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar myndu aukast í atvinnuleysinu, sem fylgdi skellinum í kjölfar hruns ís- lensku bankanna. Svörtustu spárnar um allt að 20% atvinnu- leysi reyndust þó sem betur fer staðlausar. Ástandið í kreppu- löndunum í Evrópu sýnir hvernig atvinnuleysi getur eitr- að út frá sér. Engu að síður benda rann- sóknir til þess að nú búi fleiri við viðvarandi atvinnuleysi en hér hefur þekkst á seinni tím- um. Það er óviðunandi ástand. Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í Morgun- blaðinu í gær að hann vilji breyta lögum um fé- lagsþjónustu þann- ig að umsækjendur um fjárhagsaðstoð hafi ákveðnar skyldur. Þeir þurfi að vera virkir í atvinnuleit og sækja námskeið til að auka möguleika sína á vinnumarkaði. Þetta eru eðlilegar kröfur og í þágu þeirra, sem misst hafa vinnuna og þurfa hvatningu til að hrista af sér höfnunina, sem því fylgir. Halldór nefnir annan vanda og segir vinnuveitendur kvarta undan því að fólk vilji vinna svart svo það fái haldið fjár- hagsaðstoðinni. Erfiðara er að bregðast við þeim vanda. Ekki er hægt að meðhöndla hvern umsækjanda fjárhagsaðstoðar sem hugsanlegan glæpamann og umfangsmikið eftirlitskerfi er ekki fýsilegt. Þeir, sem hafa rangt við, vita hins vegar að kostnaðurinn af þeirra hegðun leggst á alla þá, sem ekki hafa rangt við. Forðast þarf að viðvarandi atvinnu- leysi grafi um sig} Tvöföldun fjárhagsaðstoðar J ólatíðin 1914 var óvenjuleg í Evrópu, svo ekki sé meira sagt. Gráir fyrir járnum störðu breskir, franskir og þýskir hermenn í gegnum miðin á vélbyssunum og biðu þess að salla niður andstæðinginn, hætti hann sér yfir víg- girðinguna og út á einskismannslandið. Á að- fangadag og jóladag gerðist hins vegar hið ótrúlega. Mitt í hörmungum stríðsins lögðu menn niður vopnin, skriðu upp úr skotgröf- unum og fóru að spila fótbolta. Það er einhvern veginn svo auðvelt að sjá þetta fyrir sér. Hermannajakkar í stað mark- stanga, reimaður bolti sem einhver hafði með sér á vígvöllinn að heiman í miklu bjartsýnis- kasti, enginn dómari og spilað þar til menn sættust á að hætta eða „frímínútunum“ lauk. Erfiðara er að sjá fyrir sér menn snúa aftur í skotgrafirnar og miða vélbyssum á þá sem verið var að keppa við. Enda ákváðu skammsýnir herforingjar að banna slíka kappleiki þegar kom að jólunum 1915. Það mátti víst ekki verða of náinn þeim sem átti að skjóta. Raunar er líklega gott fyrir Bretana að stríðið varð ekki útkljáð með knattspyrnunni, því að Þjóðverjarnir höfðu betur í allavega einum leiknum sem spilaður var þennan dag, og settu þar með fordæmi fyrir börn sín og barna- börn á knattspyrnuvellinum. Á föstudaginn sást hversu mikil sameiningaráhrif knattspyrnan getur haft. Þjóð sem hefur gert það að þjóðaríþrótt sinni að baktala, naga, nöldra og rífast, sat sem límd við skjáinn og fylgdist með hetjulegri baráttu strákanna okkar, manni færri, og sumir vildu meina tveimur mönnum færri, gegn of- ureflinu. Davíð gegn Golíat. Þjóðin steig upp úr skotgröfunum til þess að fylgjast með strákunum okkar gegn Króötum. Og sameiningin varð því meiri sem mót- lætið var meira. Dómarinn varð útgangs- punktur hjá sumum, hann hefði verið með glýjuna í augunum yfir stórstjörnum Kró- ata, þeim Modric, og svo þessum Mandzu- kic, sem ég hafði raunar aldrei heyrt um áður frekar en sumir leikmenn landsliðs- ins. Hörðustu antisportistar nöguðu negl- urnar og hrópuðu á sjónvarpið sitt: „Út af með dómarann!“ Líklega var þó karlanginn bara að vinna vinnuna sína og gera sitt besta. Knattspyrnu hefur stundum verið líkt við stríð. Menn etja kappi inni á vellinum og áhangendur liðs styðja sína menn af kappi og vilja andstæðingnum allt illt. Knattspyrnuleikjunum lýkur þó oftast á því að allir fara af vellinum sáttir við hver annan og andstæð- inginn líka. Sameiningarkraftur fótboltans er einfald- lega svo mikill. Það geta allir áhugamenn um íþróttina skilið fallega sendingu og flott mark. Og allir geta ákveðið að stíga upp úr hörðustu skotgröfum, setja nið- ur peysur í stað marka og leika sér í stað þess að kýta. Sama hvernig allt saman fer á morgun er vonandi að stemningin og ánægjan með landsliðið smiti út frá sér og við munum það að það er fleiri hlutir sem sameina okkur sem þjóð en sundra. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Út af með dómarann! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Alþjóðadagur sykursjúkravar sl. fimmtudag og af þvítilefni hófu Lionsmenn áÍslandi árlegar mælingar á blóðsykri fyrir almenning. Daginn áð- ur stóðu Lionsfélagar, ásamt Sam- tökum sykursjúkra, fyrir málþingi um sykursýki, þar sem þeirri spurn- ingu var velt upp hvort sykursýkin væri stærsti faraldur 21. aldarinnar. Allt bendir til að svo verði en sam- kvæmt tölum Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar, WHO, eru um 350 milljónir manna á heimsvísu með sjúkdóminn. Árlega deyja 3,5 millj- ónir manna af völdum sjúkdómsins og WHO spáir því að árið 2030 muni sykursýki verma 7. sæti á lista yfir dánarorsakir jarðarbúa. Hér á landi er talið að um 11 þús- und manns séu með sykursýki, þar af um eitt þúsund með sykursýki 1 og um tíu þúsund með sykursýki 2. Fleiri karlar en konur eru með sjúk- dóminn. Meðal fyrirlesara á málþinginu var Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum. Rafn sagði sterk tengsl vera milli margra erfðavísa og tilurðar sjúk- dómsins en langlífi og nútímalifn- aðarhættir væru helstu orsakirnar fyrir því að algengi sykursýki hefði meira en tvöfaldast á síðustu 30 ár- um. Offitan er þar stærsta vanda- málið. „Sé þessum heilsuvanda ekki sinnt af kostgæfni getur það leitt til alvarlegra fylgikvilla sem skerða lífs- gæði og valda dauða,“ sagði Rafn. Kostnaður vex hratt Hann sagði kostnað einstaklinga og þjóðfélagsins í heild vegna syk- ursýki vaxa mjög hratt og í sumum löndum Evrópu færi fimmtungur heilbrigðisútgjalda í þennan eina sjúkdóm og fylgikvilla hans. Kallaði Rafn eftir betri upplýsingum um um- fang vandans og hvernig hefði gengið að halda fylgikvillum hans í skefjum. Jón Bjarni Þorsteinsson, heim- ilislæknir og Lionsmaður, tekur und- ir með Rafni. Sykursýkin sé gríð- arlega vaxandi vandamál og Lionsfélagar hafi í nokkra áratugi lagt sitt af mörkum til að stemma stigu við sjúkdómnum. „Offitan er stórt vandamál, við erum orðin þyngst þjóða í Evrópu. Meðalþyngdarstuðullinn er í kringum 28,“ segir Jón Bjarni og bætir við að íslenskir karlmenn hafi á síðustu 40 árum bætt við sig að meðaltali átta kílóum og konur sjö kílóum. Hefur tíðni sykursýkinnar aukist samfara þessu. Þjóðin þarf að léttast Með auknu algengi sjúkdómsins hefur kostnaður þjóðfélagsins af af- leiðingum hans aukist. Að sögn Jóns Bjarna liggja endanlegar tölur ekki fyrir hér á landi en talað hefur verið um 7-12% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála, eða á bilinu 9 til 15 milljarða króna. Viðbúið er að þessi kostnaður aukist, fari landsmenn ekki að breyta um lífsstíl; hreyfa sig meira og borða hollari mat. Jón Bjarni segir mikilvægt í stöðunni að fólk taki sig á og léttist. Af þeim sem fá áunna sykursýki, númer 2, eru um 80% yfir með- alþyngd. Bendir hann á rannsókn í Finnlandi sem sýndi fram á að tak- ist fólki að létta sig um 5%, þá eykst batinn um 50% og enn meira ef fólk grennist meira. „Við þekkjum mörg góð dæmi um það þegar fólk hefur tekið af sér nokkur kíló. Þá hefur syk- urstuðullinn lækkað,“ segir Jón Bjarni. 3,5 milljónir deyja ár- lega vegna sykursýki Morgunblaðið/Styrmir Kári Blóðsykur Þórarinn Arnórsson hjartaskurðlæknir mælir blóðsykur hjá karlmanni sem kom í Lyfju í Lágmúla og nýtti sér átak Lionsmanna. Blóðsykursmælingar Lions- manna á Íslandi eru nú mark- vissari og útbreiddari en áður. Í fyrra stóðu 20 klúbbar fyrir mælingum, nú eru þeir 41 og gæti átt eftir að fjölga. Í fyrra létu um 2.870 manns mæla sykurinn en líklegt að mun fleiri mæti í ár. Flestum mæl- ingum lauk um helgina en nokkrir klúbbar eiga eftir að mæla, t.d. á Akureyri. Hægt er að sjá tímasetningar á vefnum lions.is. Jón Bjarni segir þessar mælingar skila árangri, yfirleitt sé um 3-5% af þeim sem koma vísað áfram í rannsókn hjá sínum heimilis- lækni. „Fólk hefur verið ánægt með þetta átak og læknar sömuleiðis, þeir telja mikilvægt að ná til fólks og fá greiningu áður en það er of seint.“ 3-5% send í rannsókn BLÓÐSYKURSMÆLINGAR Jón Bjarni Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.