Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 ✝ Ágústa Wil-helmina Rand- rup fæddist í Hafn- arfirði 11. október 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. nóv- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Ögn Guð- mundsdóttir, f. 7.9. 1892, d. 6.11. 1989, og Emil Randrup frá Danmörku, f. 16.5. 1888, d. 24.11. 1971. Alsystkini hennar Hulda Klara, Emma og Magnús, sammæðra systkini Gunnar og Helgi Eysteinssynir, þau eru öll látin. Samfeðra Valdimar Rand- rup, látinn. Ágústa giftist hinn 26. desem- ber 1948 Ingvari Georg Orms- syni, f. 11.8. 1922. Börn Ágústu og Georgs eru: 1) Ormur Þórir, f. 3.7. 1949, giftur Liliju Koz- lova. Börn Orms af fyrra hjóna- bandi eru: a) Hulda Klara, gift Ásgeiri Vilhjálmssyni, börn þeirra eru Salka Rún og Hekla. b) Reynald, giftur Ásdísi Hrólfs- dóttur, börn þeirra eru Auðunn Almar og Valgerður Amelía, fyrir á Reynald soninn Davíð Þóri. c) Sigríður Helga, sonur hennar er Daníel Freyr. 2) Ólaf- ur, f. 16.11. 1953, giftur Sig- urjónu Hauksdóttur, börn þeirra eru: a) Elvar Ágúst, sam- býliskona hans er Íris Þóra Ólafsdóttir, dóttir Elvars úr Fjóla og Ásdís Freyja, b) Ágústa, sambýlismaður hennar er Bergþór Bjarkarson. c) Brynjar, unnusta hans er Særún Sif Ársælsdóttir. 6) Ingvar Georg, f. 17.4. 1968, giftur Her- dísi Halldórsdóttur, börn þeirra eru: a) Arndís Snjólaug. b) Andri Már. c) Alexander Georg. Fyrir átti Ágústa Örn Wilhelm Randrup, f. 15.1. 1945, sambýlis- kona hans er Petrína Bára Árnadóttir, börn þeirra eru: a) Davíð Francis. b) Örn Francis. Börn Arnar úr fyrra hjónabandi eru: a) Georg Eiður, giftur Matt- hildi Mariu Eyvindsdóttur Tórs- hamar, börn þeirra eru: Mar- grét, Sunna Mjöll og Ágústa Ósk. Georg Eiður á soninn Svav- ar úr fyrra sambandi og er dótt- ir hans Guðbjörg Birta. b) Inga Rósa, sambýlismaður hennar er Pétur Bóas Jónsson. c) Júlíus Örn, í sambúð með Unni Guð- mundsdóttur, börn þeirra eru Guðmundur Örn og Margrét Ósk. Ágústa og Georg hófu búskap á Öldugötu 3 í Hafnarfirði árið 1948 en fluttu þaðan til Kefla- víkur árið 1950 og hafa búið þar síðan. Ágústa vann ýmis verka- mannastörf ásamt því að reka heimili þeirra hjóna og ala upp börnin þeirra sjö. Meðal þeirra starfa sem hún vann í gegnum tíðina voru fiskvinnslu- og versl- unarstörf ásamt því að vera um- boðsmaður Vísis, Dagblaðsins Vísis og DV, því starfi gegndi hún frá 1961 til 2003. Ágústa var virk í félagsstörfum í Kefla- vík á yngri árum. Útför Ágústu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. nóv- ember 2013, kl. 13. fyrri sambúð er Elva Björg. b) Sig- rún Stella, sonur hennar er Tómas Martin. c) Ólöf Ögn, börn hennar eru Jón Óli, Birgitta Líf og Tinna Sesselja. d) Ingvar Óli, sam- býliskona hans er Margrét Eik Guð- jónsdóttir, sonur þeirra er Brynjar Logi. 3) Emil Ágúst, f. 21.1. 1955 giftur Ástu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru: a) Ingibjörg, sam- býlismaður hennar er Bjarki Guðlaugsson, dóttir Ingibjargar er Birta Rut, börn Bjarka úr fyrra sambandi eru Birna Kar- en, Benedikt og Andri Már. b) Hildur, dóttir hennar er Andr- ea. c) Guðni, sambýliskona hans er Þorgerður Anja Snæbjörns- dóttir, d) Birkir. 4) Sigríður Helga, f. 27.11. 1959, gift Svav- ari Júlíusi Gunnarssyni, börn þeirra eru: a) Ágústa Randrup, d. 20.5. 1984, b) Hrefna Sif, sam- býlismaður hennar er Agnar Ás- kelsson. c) Róbert, sambýlis- kona hans er Fanney Haraldsdóttir, sonur þeirra er Arnar Logi. d) Júlía. Fyrir á Svavar soninn Bjarka. 5) Agnes Fjóla, f. 31.12. 1962, gift Sigurði Kristinssyni, börn þeirra eru: a) Georg Kristinn, sambýliskona hans er Jóna Guðný Þórhalls- dóttir, dætur þeirra eru Agnes Elsku mamma, hetjan mín, það verður mjög erfitt að kveðja og fá ekki að hlusta á þinn skemmtilega hlátur sem fékk alla í kringum þig til að hlæja, svo yndislega smit- andi sem hann var. Margar góðar og skemmtilegar minningar streyma og mörg tár hafa fallið. Hvern hefði grunað að þú værir að fara í eina af þínum síðustu göng- um á ljósanótt, árgangagönguna þar sem við gengum saman niður Hafnargötuna svo hressar og kát- ar. Á sunnudögum voru vöffludag- ar hjá þér og pabba, þar var alltaf margt um manninn enda hópurinn stór. Vöfflur með rjóma og sultu handa okkur, lifrarpylsa eða harð- fiskur handa ferfætlingunum. Þannig varst þú, það urðu allir að fá eitthvað, bæði menn og dýr. Mamma mín, ég veit að þín verður minnst með elsku og gleði í huga af svo mörgum. Það var svo erfitt að horfa á þig þjást síðustu vikurnar en þrátt fyrir þann skelfilega sjúkdóm sem krabbamein er, tókst þú þessu öllu með einstöku æðruleysi. Ég veit að þér líður betur núna þar sem þið eruð komnar saman, Ágústa litla, nafna þín, og Hulda systir þín, það er eins og ég geti heyrt hláturinn í ykkur systrum. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Elsku pabbi. Guð styrki þig sem og okkur öll. Kveðjum þig með söknuði, mamma mín. Þín dóttir og tengdasonur, Sigríður (Sirrý) og Svavar. Í dag er við kveðjum þig, mamma mín, þá renna um huga mér allar gömlu og góðu stundirn- ar sem við fengum að njóta með þér á okkar uppvaxtarárum og lengur. Það var alltaf fjör í návist þinni, mamma mín, þér var oft hlátur í huga og fékkst yfirleitt alla sem voru í kringum þig til að hlæja, því að það var mottóið hjá þér að hlát- urinn lengdi lífið. Þegar þú varst að baka eða elda þá varstu oftar syngjandi en ella við eldavélina. Það var gaman að fá að alast upp með þér og pabba, það var alltaf nóg að gera og svo var yfirleitt tekið í spil eða farið í aðra leiki. Þessar minningar eru ógleymanlegar, og vil ég hafa þær fyrir mig. Ég þykist vita að það er strax orðið fjör í kringum þig núna þar sem þú ert, því þú varst alltaf svo mikill gleðigjafi og þar sem Ágústa Randrup var, var yfirleitt gleði . Ég kveð að sinni, mamma mín, uns við hittumst aftur með söng- inn um litla tónlistarmanninn; Mamma, ertu vakandi mamma mín? Mamma, ég vil koma til þín. Ó mamma, gaman væri að vera stór, þá vildi ég stjórna bæði hljómsveit og kór. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig, en datt þá fram úr og það truflaði mig. Þú varst drottning í hárri höll. Hljómsveitin, álfar, menn og tröll, ég lék og söng í senn, þú varst svo stórfengleg. Tröllin, þau börðu á bumburnar. Blómálfar léku á flauturnar, fiðlurnar mennskir menn, á mandólín ég. Allir mændum við upp til þín. Eins og blóm þegar sólin skín. En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt. Flestum gekk vel að grípa sitt. Glaður náði ég fljótt í mitt. En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. (Freymóður Jóhannsson) Kveðja, þinn sonur, Ólafur. Að skrifa í fáum orðum hvernig mér líður vegna fráfalls þíns, mín yndislega móðir, er ógjörningur, söknuðurinn og sorgin eru svo mikil að innra með mér er eins og það hafi verið tekinn stór partur af hjarta mínu enda hefur þú verið mín helsta stoð og stytta. Frá því að ég fór að muna eftir mér man ég aldrei eftir öðru en hvað þú varst dugleg til vinnu, hvað þú hélst heimilinu vel við ásamt því að ala okkur börnin upp. Alltaf varstu tilbúin að fá stórfjölskyld- una í heimsókn, hvort sem það var til þess að spjalla, spila, baka kleinur, vöfflur eða pönnukökur fyrir okkur. Alltaf biðum við fjöl- skyldan með eftirvæntingu eftir að fá ykkur pabba í morgunkaffi á laugardagsmorgnum og þegar ég var á dagvakt beið ég alltaf spenntur eftir símtölunum sem við áttum eftir að vaktin var liðin. Að geta ekki hringt í þig núna og spurt þig ráða eða rætt við þig er svo óraunverulegt. Það að geta ekki sagt þér hvernig litla dem- antinum þínum, Alexander, gekk í leikskólanum í dag ristir djúpt í hjartarætur. En hafðu ekki áhyggjur, hann mun aldrei gleyma þér og við munum vera dugleg að segja honum frá ömmu Gústu. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst góðhjörtuð og hvað það var alltaf gaman á afmælis- dögum þegar þú hringdir og söngst afmælissönginn hvort sem það var ég, Herdís, börnin okkar eða einhver annar af hinum af- komendum þínum 57, alltaf mund- ir þú eftir afmælisdögum allra, hringdir meira að segja alltaf í mig til þess að minna mig á hver í fjölskyldunni ætti afmæli þann daginn. Það var yndislegt að sjá hvað þú varst hress og ánægð á síðustu Ljósanótt, stolt að sjá börnin þín í árgangagöngunni og ganga síðan á eftir þeim. Það grunaði engan að þinn tími væri að koma. Þegar ég fór með þér á sjúkrahúsið átti ég aldrei von á öðru en að þú kæmir aftur heim til pabba en því miður varð það ekki reyndin. Að sjá hvað þú varst hress og kát síðasta laug- ardag, staðráðin í því að þrauka og ekki tapa þreki eða orku og ætl- aðir að fara heim í kaffi og vöfflur daginn eftir, gaf okkur mikla trú, en að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig vakandi grunaði mig aldrei. Það ræður víst enginn við þennan illvíga sjúkdóm sem þú varst komin með og ef ég reyni að horfa á einhverjar bjartar hliðar í þínum veikindum þá eru þær að þú þurftir ekki að kveljast lengi því eins og þú sagðir alltaf sjálf vildirðu frekar fara hratt en kvelj- ast. Nú veit ég að þú ert komin til Ágústu og Huldu og þar er örugg- lega mikil gleði, Ágústa að hitta ömmu sína og Hulda að hitta syst- ur og bestu vinkonu, nú getið þið farið að spila aftur á laugardags- kvöldum eins og við gerðum alltaf hér áður fyrr. Elsku pabbi minn, megi Guð veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn sonur, Ingvar Georg. Elsku mamma/tengdamamma, það er svo sárt að skrifa í okkar miklu sorg sem fylgir því að kveðja. Minningarnar eru svo margar góðar og eiga þær eftir að ylja okkur um ókomin ár. Við minnumst allra sumarbústaða- ferðanna þar sem þú naust þín með (strákunum) sonum og tengdasonum í spilum, jú við stelpurnar máttum stundum vera með og taka þátt í gleðinni. Þú varst einstaklega dugleg að spila við barnabörnin og elskuðu þau að spila við ömmu. Við gleymum ekki ferðinni frægu í Fjörðinn, þú, Hulda systir þín og ég með litlu krílin í fanginu, það var mikið hlegið, svo mikið að varla gat ég keyrt Reykjanesbrautina heim. Það er líka svo margt sem þú kenndir mér í þessu lífi eins og í matargerð og prjóni en það var þitt áhugamál og eru margar peysurnar til eftir þig. Þú varst einstök mamma, dugleg og hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Þau verða tómleg jólin án þín, á jóla- dag vildir þú alltaf hafa allan hóp- inn í kringum þig, sem var stund- um erfitt sökum þess hversu mörg við erum. Húsnæði var aldrei vandamál hjá þér því þú elskaðir að hafa okkur öll saman þótt oft væri þröngt. Það voru erfiðar stundir þegar þú varst orðin veik en þú ert hetja í okkar huga. Oft sagðir þú að ég mætti ekki fara frá þér, allavega ekki strax þar sem við ættum eftir að ganga Lauga- veginn (gangurinn á HSS), þegar því var lokið mátti ég fara. Elsku mamma/tengdamamma, nú kveðj- um við þig og munum við halda ut- an um elsku pabba sem á um svo sárt að binda, eins og við öll fjöl- skyldan. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Ljósið í lífinu er okkar minning. Þín dóttir og tengdasonur, Agnes (Agga) og Sigurður (Siggi). Elsku amma, við trúum því varla að þú sért farin frá okkur, þú sem varst alltaf svo lífsglöð og hress kona. Það koma upp margar minningar um þig og það er sárt að skrifa minningarorð. Margs er að minnast, meðal annars þegar við systkinin vorum að bera út Dagblaðið með þér og Huldu syst- ur þinni. Fjöldann allan af spila- kvöldum áttum við saman, þú varst alltaf til í að spila við okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að koma ekki til þín í vöfflur og kaffi á sunnudögum, sem var fastur lið- ur hjá ykkur afa. Fá ekki að heyra þig syngja afmælissönginn á af- mælisdögunum okkar, það topp- aði alltaf daginn hjá okkur. Við gleymum aldrei Spánarferðinni og öllum bústaðarferðunum. Ein ferð stendur upp úr; þegar allir í bú- staðnum vöknuðu upp við þinn yndislega hlátur og búið var að teipa fyrir eldhúsið og ísskápinn þannig að þú gast ekki kroppað í lambalærið sem þér þótti svo gott að stelast í á nóttunni. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær eru ógleymanlegar. Guð gefi elsku afa, sem við elskum svo mik- ið, styrk á þessum erfiðu tímum. Þín elskulegu barnabörn, Georg, Ágústa og Brynjar. Gústa er farin. Tengdamóðir mín í tæplega 40 ár. Það koma margar minningar upp í hugann. Sumarbústaðaferð í Hraunborgir þar sem þú dansaðir löngum stundum við ömmubörnin, Huldu, Ingu og Reynald. Þau skemmtu sér svo vel. Ferðin sem þú og Georg fóruð með okkur Emil á Strandirnar og heimsóttum fæð- ingarstað móður þinnar, Fell und- ir Krossnesfjalli. Við kíktum í Kört, þér fannst það svo spenn- andi. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þú fórst á þessar slóð- ir og varst mjög ánægð með það. Við kíktum út í Hrísey eitt skipti þegar við vorum á Fiskidögum á Dalvík. Þú hafðir aldrei komið í Hrísey áður. Stoppið var stutt en ánægjulegt. Sögunar af þér og Huldu systur þinni eru margar. Þið voruð alltaf að bralla eitthvað. Hláturinn ykk- ar mun lengi lifa í hugum margra. Börnin okkar hafa gaman af sög- unum sem við höfum sagt þeim af þér og Huldu. Enginn hló þó eins mikið af hrakfallasögunum og þið sjálfar. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun mína að klára teppið sem ég var að vinna að þegar af- mælisdagurinn þinn var að renna upp og gefa þér í afmælisgjöf. Þú sagði að það hefði bjargað lífi þínu. Ekki er ég nú viss um það en þú varst svo stolt og ánægð með teppið þitt og fékkst svo margar aðdáanlegar athugasemdir. Hin síðari ár hafðir þú mikla ánægju af að prjóna peysur á börn, barna- börn og barnabarnabörn. Þær eru margar peysurnar sem afkomend- ur þínir geta yljað sér við og verða núna ennþá dýrmætari í þeirra augum. Við Birkir og Guðni höfum ver- ið að rifja upp minningar. Birkir var svo stoltur af ömmu sinni sem lék sér með barnabörnunum á trampólíninu í sumarbústaðnum, hún að verða 80 ára. Gústa átti alltaf nammi handa barnabörnunum. Eitt sinn þegar við komum í heimsókn með Guðna, þá spyr hann ömmu sína hvort hún ætti nammi, amma svaraði „nei Guðni minn, ég á bara ekkert nammi núna“. Þá svaraði Guðni, „jú, það er í náttborðs- skúffunni þinni“. Þá var mikið hlegið. Við geymum minningarnar í hjarta okkar um ókomna tíð. Við getum huggað okkur við það að það eru margir sem biðu eftir þér hinumegin, þér á ekki eftir að leið- ast þar. Söknuður Georgs, maka til 65 ára og rúmlega það, er mikill. Það vantar fasta punktinn í lífið hans. Hann á sem betur fer svo marga góða að en enginn kemur í staðinn fyrir þig. Ég bið Guð að styrkja hann og styðja á þessum erfiðu tímum. Hún er svo falleg bænin sem séra Sigfús fór með á dánarbeði þínum. Ég læt hana fylgja með. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ásta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Gústa mín er fallin frá eftir hetjulega baráttu við krabba- mein. Veikindi sín tókst hún á við með ótrúlegu æðruleysi eins og allt annað í lífinu. Það fylgir því mikill söknuður að þurfa að kveðja þig, ég minnist allra góðu tímanna sem við áttum saman, það var margt brallað og alltaf hægt að treysta því að þar sem þú varst var mikið um hlátur og grín. Ég minnist allra ferðanna okk- ar í bingó, ekki alltaf í góðu veðri en það stoppaði okkur ekki og grétum við af hlátri daginn eftir, að okkur skyldi hafa dottið í hug að vera að þvælast þetta, en svona varst þú, það var fátt sem gat stoppað þig, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Fátt þótti börnunum okkar betra en að fara til ömmu og afa á sunnudögum og fá kakó og vöffl- ur. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta en jafn- framt þakklæti fyrir þær góðu og ljúfu minningar sem við eigum um samverustundir okkar í gegnum tíðina. Til himins ég sendi kveðju til þín, það engan endi tekur hvað sárt ég sakna þín. Þin tengdadóttir, Sigurjóna Hauksdóttir. Í dag kveðjum við elsku tengdamóður mína og vinkonu, Ágústu Randrup eða Gústu eins og hún var oftast kölluð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Gústu er gleði, hlátur og fjör, því það ein- Ágústa Wilhelmina Randrup HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma mín enn ég man hve höndin þín, undurmjúk og ástrík var. Alltaf mér til huggunar var höndin þín, elsku amma. Tíðum straukstu tár af kinn, tókst í fangið drenginn þinn, klappaðir honum á kollinn rótt kysstir og bauðst svo góða nótt. Góða nótt elsku amma. (Jón Heiðar) Með ástarkveðju, Arndís Snjólaug, Andri Már og Alexander Georg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.