Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 40
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hundrað ár eru síðan Fríkirkjan í Hafnarfirði var byggð og af því tilefni hafa þrír safnaðarmeðlimir gefið út bókina Loksins klukknahljómur þar sem farið er yfir sögu Fríkirkjunnar á liðinni öld. Söfnuðurinn nýtur nokkurrar sérstöðu fyrir þær sakir að í honum eru bæði karla- og kvenfélag sem samanlagt samanstanda af um 250 meðlimum. Verkaskiptingin er skýr og sjá konurnar um að safna og útdeila fjármagni en hlutverk karlanna er að vinna þau verk sem þarf að inna af hendi, nær allt í sjálfboðaliðastarfi. Jóhann Guðni Reynisson er formaður safnaðarstjórnar og einn höfunda bók- arinnar. Hann hefur ásamt æskuvini sínum, Erni Arnarsyni, tónlistarstjóra kirkjunnar, verið lengi í söfnuðinum. Eiginkona Arnar er söngdívan Erna Blöndal sem syngur ásamt Fríkirkjukórnum inn á geisladisk sem fylgir útgáfu bókarinnar. „Við sem vinnum í starfinu hittumst alltaf í hádeginu á mið- vikudögum og það er orðið ómissandi hluti af tilver- unni,“ segir Jóhann Guðni. Hann segir að karlafélagið, eða Bræðrafélagið, sé nær einstakt í kirkjustarfi á Íslandi en kvenfélög séu vel þekkt. Bræðrafélagið hafi verið endurvakið árið 2011 eftir áratuga þyrnirósarsvefn. Í fyrstu hafi ekki verið mikil bjartsýni á að áhugi væri fyrir þátttöku en niðurstaðan hafi sýnt að það hafi verið öðru nær og um 60 karlmenn séu virkir í félaginu. Síðan árið 2011 hefur verið skipt um þak á kirkj- unni, gólfin slípuð og kirkjubekkirnir yfirdekkaðir. „Kvenfélagið er með allskonar fjáröflunarleiðir og hefur staðið undir stærstum hluta kostnaðarins við þessi verkefni,“ segir Jóhann. Fólk tilbúið að leggja mikið á sig Örn velur þá tónlist sem spiluð er í kirkjunni. Erna eiginkona hans er Reykvíkingur en fann sig strax vel í kirkjunni. Hún segir starfið sérstaklega virkt og eftirtektarvert að hve miklu leyti það gefi sig að sínu nærsamfélagi. Fyrir vikið sé fólk tilbúið að leggja margt á sig fyrir starfið. Þannig er t.a.m. einn félagi í kórnum búsettur í Kjósinni. Tónlist skipar stóran sess í lífi Arnar og Ernu. Hafa þau meðal annars staðið fyrir krílasálmum, þar sem þau spila fyrir börn sem eru 0-2 ára. „Við syngjum og börnin hjala með og þau eru fljót að átta sig á hvað kemur næst,“ segir Erna. Konurnar sjá um peningana MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2013  Jórunn Sigurðardóttir, útvarps- kona hjá Ríkisútvarpinu, hlýtur verð- laun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin eru veitt ár hvert á degi íslenskrar tungu. Jórunn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi umfjöllun um ís- lenskar og erlendar bókmenntir í Rík- isútvarpinu. Þar hefur hún um ára- tugaskeið miðlað fregnum og fróðleik af menningu og listum á áheyrilegri, blæbrigðaríkri og kjarn- yrtri íslensku. Einnig voru veittar tvær viðurkenn- ingar, en þær hlutu Máltæknisetur, fyrir að stuðla að því að hægt sé að nota íslensku í nútímasamskipta- tækni og Ljóðaslamm Borgar- bókasafnsins, fyrir að efla áhuga ungs fólks á ljóða- og textagerð á ís- lensku. Verðlaunin voru afhent við hátíð- lega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jórunn hlýtur verðlaun Jónasar  Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun, þriðjudag, klukkan 12.15. Píanóleikari er Antonia Hevesi. Á dagskránni eru óperuaríur eftir Henry Purcell og Gioachino Antonio Rossini og kantatan Arianna a Naxos eftir Franz Joseph Haydn. Sigríður Ósk heldur hádegistónleika ÍBV vann ÍR, 27:26, í hörku- spennandi leik í úrvalsdeild karla í handbolta um helgina en með leiknum lauk 8. umferðinni. Eyja- menn komust í þriðja sætið með sigrinum en ÍR-ingar drógust aðeins aftur úr með tapinu. Róbert Aron Hostert var ekki með ÍBV í leiknum og verður líklega ekki með fyrr en í febrúar eftir EM í Danmörku. »6 ÍBV í þriðja sætið eftir sigur á ÍR Þormóður Árni Jónsson vann allar sínar glímur þegar Júdófélag Reykja- víkur sigraði í sveitakeppni Júdó- sambands Íslands um helgina. Sveit- in hlaut fjóra vinninga, einum meira en A-sveit Ár- manns sem varð í öðru sæti. » 7 Júdófélag Reykjavíkur vann sveitakeppnina KFÍ frá Ísafirði vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær- kvöldi þegar liðið lagði ÍR í Breiðholti með tíu stiga mun, 86:76. Þjálfari liðsins sagði menn hafa fagnað eins og um titil væri að ræða enda tapaði liðið fyrstu sex leikjum tímabilsins. Áfram halda íslensku strákarnir að slá í gegn en ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson náði þrennu. » 4 KFÍ komið á blað eftir sigur í Breiðholti Að sögn Jóhanns hefur söfnuðurinn vaxið hratt á undanförnum árum en í honum eru nú um 6.500 manns. Hefur fjölgunin numið um 200 manns á ári undanfarin ár. Hann segir að það megi þakka metnaðarfullu starfi safnaðarins. „Þetta er allt á mjög mannlegum nótum og það er ekki töluð himneska,“ segir Jóhann. ,,Prest- arnir eru mjög gagnorðir og það hjálpar alltaf til,“ segir Örn og hlær við. Fríkirkjan er sjálf- stætt trúfélag og sú hefð hefur alltaf verið fyrir hendi að kvenfélagið leggi til fjármuni í starfið. „Einhvern tímann lán- aði kvenfélagið söfnuðinum peninga fyrir einhverju verki á 4% vöxtum,“ segir Örn. Jóhann bætir því kíminn við að kon- urnar séu hættar að innheimta vexti nú. Fjölgar um 200 á ári 6.500 MANNA SÖFNUÐUR VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Ég hélt það myndi bara reddast“ 2. Dómaratríóið fékk tiltal 3. Flugvél snúið við vegna bilunar 4. Æskuvinkonur berjast um völdin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Vestan 5-13 m/s. Slydda eða rigning suðvestantil, snjókoma nyrðra. Norðvestlægari síðdegis og él en léttir til suð- austanlands. Hiti 0-4 stig syðra og vestra, annars frost 0-5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestlæg átt, 2-10 m/s. Víða él norðan- og vestantil. Suðvestan 8-13 m/s og snjómugga vestast í kvöld en hægari vestanátt og bjartviðri austanlands. Frost 0 til 10 stig. VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á  100 ár frá stofnun Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Æskuvinir Jóhann Guðni Reynisson og Örn Arnarson eru æskuvinir. Örn heldur á Sigríði Ellu, dóttur hans og Ernu Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.